Skutull

Årgang

Skutull - 03.08.1935, Side 3

Skutull - 03.08.1935, Side 3
SKUTUtL a Gerist kaupendur SKUTULS Blaðið kostar aðeins 5 kr. á ári, eða tæpa ÍO aura á viku. ur þeirra Leturbumarinn og hum- arinn, ljáffeng fæða, og meðal dýrustu sjávarafurða í Danmörku og Englandi — þrjár til fjórar krónur kxlóið og jafnvel hærra verð. Eru þær margvíslega mat- reiddar, bæði sem ofanálag á brauð og einnig i salöt, sópur og sósir, einkum með fiskibollum. Hausinn er tekinn af með einu handtaki og fiskinum síðan þrýst át ór skelinni með fingrunum. íslendingar kunna fæstir að borða þessa Ijúffengu fæðu, en borið saman við norska bæi á stærð við ísafjörð, væri eðlileg neyzla af rækjum hér ca. 100 kg. á dag. Nathan & Olsen annast sölu á þeim rækjum, sem þeir Simon Olsen veiða, og er lieykjavik aðal- markaðsstaðurinn fyrst i stað, En liklegt er, að eitthvað verði fljót- lega flutt af þeitn til Englands, þar sem þær eru i geypiverði. — Hér í Kaupfólaginu geta bæjar- bóar fengið nýjar rækjur- Er þeim stillt át í glugga Kaupfélagsins, og geta menn sóð þær þar. Ætti fólk ekki að láta útlit skepnunn* ar hræða sig, heldur herða upp hugann og smakka. íslendingar kunna ekki að borða sild, og fyrir nokkrum ár- um kunnu þeir heldur ekki að veiða hana. íslendingar kunna yfirleitt ekki að notfæra sór nema algengustu og ódýrustu fisktegundir. Þeir vilja ekki veiða annan sjávarafla en þann, sem hægt er að rífa upp í skips- förmum á stuttum tíma. En þetta verður að breytast. ísland liggur umkringt beztu fiskimiðum heims. íslendingar verða því að verða forustuþjóð um notkun þeirra auðæfa, sem hafið geymir. — Flest- ar beztu vonir íslendinga eru bundnar við hafið og gnótt þeirra verðmæta, er vinna má ár þeim íeng, sem þangað er sóttur. Guðmundur Geirdal, skáld, var fimmtugur í gær, Sendu margir bæjarbúar honum hlýlegar kveöjur fyrir hugheilt samstarf í þágu sönglífsins í bænum og bind- indismálanna. Bins og ísflrðingar allir vita, er Gruðmundur enn eins og ungur maður að vallarsýn, og því ekki ólíklegt, að hann kunni að lifa annað fimmtugsafmæli. Flokkssprenging — Kosn- ingahræðsla — Kisuþvottur — útskúfun ogkaupmennska. Eftir að ihaldsmeirihlutinn í bæj- arstjórn Reykjavíkur hafði ákveðið að kjósa Pótur Halldórsson bóksala sem borgarstjóra í höfuðborginni, lýsti Jakob Möller, formaður Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórninni því yflr, að hann mundi ekki greiða Pétri atkvæði og annaðhvort kjósa sjálían sig eða sitja hjá. Sló þá felmtri miklum á íhalds- liðið, því margir af atkvæðasmöi- um flokksins fylgdu Möller, og leit á tímabili út fyrir, að flokkur- inn mundi klofna út af baráttunni um borgarstjóraembættið. Péturs-sinnar héldu fundi sér, og Jakobínar sór, og miðstjórn Sjálfstæðisflokksins gaf út yfirlýs- ingu. í henni var þetta meðal ann- ars: „ Þegar í stað eftir andlát Jóns Þorlaks* sonar höfðu margir af áhrifamönnum Sjálfstæðisflokksins augastað á Jakob. Möller til þess að takast á hendur borgarstjórastarfið í Reykjavík, og voru í þeim hópi msðai annara allflestir meðlimir foringjaráðs Varð- arfólagsins‘‘. þetta var huggunarkaíli yflrlýs- ingarinnar. En svo kom útskúfun- arkaílinn rétt. á eft.ir. í houum stóð þetta: „Niðurstaðan varð þó að lokum sú, að annar ágætur maður var valinn til stöðunnar og var orsök þess einkum undirróður sá, sem undanfarin ár heflr átt sór stað innan flokksins gegn Jakob Möller". Mun hór átt við kvaitanir heið- virðra fcjálfstæðismanna yflr því dekri, sem foringjar íhaldsins hafa haft í frammi við Möller þrátt fyrir allar hans stórkostlegu ávirð- ingar, sem öll þjóðin að kalla má, hefir íoidæmt mjög eindregið. Þá kemur þvottakaflinn: „Er því sórstök ástæka til að að taka fram, að allar þær sakir, sem Jakob eru bornar á brýn, eru öldungis ástæðulauBar og samheldn- inni innan flokksins stórhættulegar". Það er vitanlega hætt við því, að heiðarlegt fólk innan Sjálfstæð- isflokksins reyni eitthvað að losa um flokksbönd s{n, þegar slíkii menn eins og Jakob Möller skipa æðstu sætin í áhrifamiklum stjóm- málaflokki og er varinn í líf og blóð { trássi við almenningsálit heillar þjóðar. En ekki er líklegt, að allir Sjálfstæðismenn sannfærist um hreinleik Jakobs, t. d. að hann hafl rækt bankaeftirlitið með alúð og samvizkusemi, þrátt fyrir þenn- an seinasta kattarþvott miðstjórnar Sj álfstæðisflokksins. Niðurlag yfirlýsingarinnar er svo- hljóðandi: „Verður því að víta harðlega allan undirróður, sem átt hefir sér stað inuan Sjálfstæðisflokksins gegn Jakob Möller og þá menn, er að slíku standa". Reykjavík, 30. júlí 1935. F.h. Miöstjórnar Sjálfstæðisflokksins Ólafur Thors. Niðurlagið segir svo mikið sem þetta: „Skammist þið ykkar allir Sjálfstæðismenn, sem ekki hafið trú á Jakob Möller. — En þó hefir miðstjórnin hafnað honum í þet.ta sinn og lagt út í harða innanflokksbaráttu af hræðslu við atkvæðaafleiðingar þess, ef Jskob yrði borgarstjóri. Af hverju skeður slíkt nema af trúleysi sjálfrar mið- stjóinarinnar áþessum sama Möller, sem einu sinni átti að hafa eftirlit. með bönkum og sparisjóðum? Þjóðin spyr, ogskemmtir sór við þessa kostulegu yfiilýsingu mót- sagnanna. Nýjar kosningar hefðu leitt af því í Rvík, ef Jakob Möller hefði setið hjá eða kosið sjálfan sig við borgarstjórakosninguna sl. fimmtu- dag. Vissu allir, að undir slíku þorði íhaldið ekki að eiga fyrir nokburn mun, því þar með hefði fylgishrun þess síðan við seinustu alþingiskosningar orðið þjóðinni opinbert. Það var því talið full víst, að Jakob hefði tiyggt sér ný frið- indi í flokknum gegn því að rétta upp putana með Petri, enda fór það svo, og náði bóksalinn þannig kosningu. — Jón gamli Ólafsson lót svo um mælt fyrir nokkrum árum, að yfirleitt svíbju hundar ekki húsbændur sína, meðan þeir hefðu kjötbein í kjaftinum, en þvi mætti alltaf búast við aí Jakob Möller. Tflefni þessara orða var það, þegar Framsókn veitti Möller banka* eftirlitið fyrir pólitískar vonir í frjálslyndisleyfum hans. — Spá Jóns rættist í það sinn. Ætli hún geti ekki líka ræzt, enn. I. flokkur: Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. Nr. 7 42 72 110 157 231 9 50 73 114 169 238 15 52 96 130 182 248 20 61 87 146 210 271 28 70 108 152 217 285 II. flokkur: Nr. 36, 37, 41, 51 I^-úgur er meðal hollustu uæringarefna. — Gelið börn- um yðar, og étið sjálf, meira af rúgbrauði. Reynið rúgbrauð frá Bök- unarfélagi ísfirðinga. Bæði seydd og óseydd. Ekkerl brauðgerðarhús á I Vesturlandi framleiðir nú I meira af þessari brauðteg- I und en Bökunarfélagið. NýLízku tæki til brauðgerðar, Kajaka-kappróður Til ágóða fyrir sundlaug á ísa- firði, fer fram á sunnudaginn og hefst laust eftir hádegi. Lagt verð- ur af stað frá Shellbryggjunni á Stakkanesí, róið út með landi íétt fram hjá Torfnesbryggju, milli Es. Elínar og lands, rétt fram bjá bæjarbryggjunni og endað niðri í bátahafnarmynni. Skilyrði fyrir þátttöku í kapp- róðri þessum er sundkunnátta. Bát- ar verða látnir fylgja ræðurunum til frekara öryggis. — Aðgangur koslar 50 au. og er með því fé, sem safnast, stofnaður sjóður til sundlaugatbyggingar hér í bænum. Börn fá ókeypis aðgang. — Ætl- unin er i framtíðinni að æfa her knattleik á kajökum, ,eins og mjög er nú tíðkað víða erlendis. Eru til þess óvenjuleg skilyrði á svo köll- uðum „Músling* sundamegin við Suðuitangann. Spariö kostnadT Á öðrum stað í blaðinu auglýsir bæjaifógetinn lögtak á þinggjöldum yflrslandandi árs. Ættu menn að spara sér þann kostnað, sem af lögtaksinnheimtunni leiðir, ef þeir hafa nokkur tök á að greiða gjöld. in fyrir tilskilinn t.ima. 286 417 430 493 520 318 418 447 494 522 322 421 453 496 550 365 424 465 508 580 366 426 468 516 ísaflrði, 2. ágúst 1935. Samvinnufélag isfiröinga. Sérstakt tækifæril Fimm manna fólksbifreið (Chryslei) í ágætu standi til sölu nú þegar. Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Leitið samninga við Aðalstein Richter Tangagötu 6. Tilkynning, Útdráttur á skuldabréfum vorum frá 17. maí 1932 heflr farið fram, og hafa þessi skuldabréf verið út dregin: Ni. Nr. Nr. Nr. Nr.

x

Skutull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.