Skutull - 04.06.1939, Side 1
SKUTULL Virkir dagar
I. og II. bindi.
Útgefandi: Alþýðusamband Vestfirðingafjórðungs. Sagan um afrek og atoiku
Prentstofan ísrún. íslenzkra sjómanna. Fæst í
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN. Bókhlöðunni.
XVII. ár ísafjörður, 4. jóni 1939. 21. tbl.
SJÓMANNADAGURINN 1939.
Kveðjur til vestfirzkra
sjómanna.
Kveðja frá forseta Alþýðusambands íslands,
Stefáni Jóhanni Stefánssyni, félagsmálaráðherra:
Á hátíðisdegi sjómanna flyt ég vestfirzkum sjó-
mönnum hinar beztu árnaðaróskir. Þið hafið verið
og eruð hinar ötulu hetjur hafsins, sem borið hafa
björg í bú heimila og alþjóðar. Þið hafið barið »rauða
rokið« og hætt lífi ykkar í dáðríku og drengilegu
staiíi.
Ykkar samtök eru bundin traustum tengslum, og
vel er róið á ykkar hlið í samtökum alþýðunnar.
Stefán Jóhann Stefánsson.
Kveðja frá Finni Jónssyni, þingmanni ísafjarð-
arkaupstaðar, Vilmundi Jónssyni, þingmanni
Norður-ísflrðinga, og Ásgeiri Ásgeirssyni,
þingmanni Vestur-ísfirðinga:
Undirritaðir sendum sjómönnum á Vestfjörðum
beztu kveðjur okkar og árnaðaróskir. Aukið öryggi,
aukin atvinna, skipulagning afurðasölunnar, aukning
og endurnýjun skipanna — allt er þetta ykkur lífsskil-
yrði, engu síður en sjósóknin. Eins og þið hafið staðið
framarlega um sjósókn, er eðlilegt og sjálfsagt, að
þið haldið áfram að vera í fararbroddi í samtökum
til að bæta kjör ykkar.
Á Sjómannadaginn sameinist þið, sjómenn, til auk-
innar sóknar til sigurs ykkar áhugamálum.
Heill fylgi baráttu ykkar.
Þingmenn ísfirðinga.
Verður björgunar- og varðbátur fyrir Vestfirði
byggður í sumar?
Á Alþingi í vetur gerði Finnur Jónsson, þingmaður ísafjarðar-
kaupstaðar, fyrirspurn um það til forsætisráðherra, hvað liði
undirbúningi á byggingu björgunar- og varðbáts fyrir Vestfirði.
Forsætisráðherra kvaðst málinu mjög hlynntur og sammála
fyrirspyrjanda um það, að nauðsyn bæri til, að það kæmist
sem fyrst í framkvæmd. Lofaði forsætisráðherra því ákveðið,
að styðja að framgangi málsins.
Á fundi ríkisstjórnarinnar nýlega var svo, eftir áskorun
frá þingmönnum ísfirðinga, forstjóra skipaútgerðar ríkisins,
Pálma Loftssyni, falið að láta gera uppdrætti að björgunar- og
varðbát fyxir Vestfiiði, og vinna þingmenn ísfirðinga nú að
því, að báturinn vei'ði byggður í suinar.
Munu þetta þykja hin beztu tíðindi hvarvetna um Vestfirði.
HÁTÍÐ ALJÓÐ
eftir
Magnús Stefánsson
(Örn Arnarson)
íslands Hrafnistnmenn
lifðn tímamót tvenn,
þó að töf ijrði á framsóknarleið,
eftir súðbyrðings för
kom hinn segtprúði knör,
eftir seglskipið vélknúin skeið.
En þótt tœkjnm sé breytt,
þá er eðlið samt eitt,
eins og œtlnnarverkið,
er sjómannsins beið.
Hvort sem fleytan er smá
eða seglprúð að sjá
og hvort súðin er tré eða stál,
hvort sem knýr hana ár
eða reiði og rár
eða rammankin vél yfir ál, —
hvert eitt fljótandi skip
ber þó farmannsins svip,
hann er ferjnnnar andi
og hafskipsins sál.
Hvort með heimalands sirönd
eða tangt út í lönd
á liann leið yfir ólgandi flóð,
gegn nm vöku og dranm
fléttar tryggðin þann tanm,
sem hann tengir við land sitt og þjóð.
Þegar hœtt reynist för,
þegar kröþp reynast kjör,
verpnr karlmennskan íslenzka
bjarma á hans slóð.
íslands Hrafn istnmenn
ern hafsœknir enn,
ganga hiklaust á ornstnvöll
iit í stormviðrin höst,
móti slranmþungri röst,
yfir slórsjó og holskefhiföll,
flytja þjóðinni auð,
sœkja barninn branð,
fœra björgin í grunn
undir framtíðarhöll.