Skutull

Ukioqatigiit

Skutull - 04.06.1939, Qupperneq 3

Skutull - 04.06.1939, Qupperneq 3
S K U T U L L 3 Sj ómenn, vepzlid vid Kaupfélagid á ísafiröil Guðmundur Sveinsson frá Góustöðum: Um meðferð og hirðingu á herpinótum og síldarnetum. Sildveiðarnar fara nú að hefjast. Öll veiðarfæri hafa hækkað í verði vegna gengisfalls. Því er það meira áríðandi nú en áður, að vanda meðferð veiðaifæranna. Ég vona þessvegna, að grein þessi komi einhverjum að gagni. Það má vel vera, að sumum flnnist þetta vera hreinn óþarfi að minn- ast á þessi mái, því allir, sem sjó stundi, hljóti að vita allt, sem við kemur veiðaifærunum. En óg vísa þá til gamla máltækisins: „sjaldan er góð vísa of oft kveðin". Eitt af því, sem algerlega heflr verið vanrækt, samfara hinni hröðu breytingu á sjávarútvegi vorum, er meðferð og hirðing á veiðarfærum skipanna, og má þar sérstaklega nefna netaútgerðina t. d. herpinótina, reknet og drag- nætur. Ég hefl oft og mörgum sinnum hlustað á útvarp og lesið blöð, en teljandi munu þær grein- ar, sem um þetta hafa verið skrif- aðar. Þó er þetta atriði útgerð- armálanna það þýðingarmikið, að á þvi veltur í raun og veru afkoma skipanna. Þessvegna verðum við nú að hefjast handa og læra rétta meðferð á veiðarfærunum. Það er ekkert aðalatriði að fiska mikið, ef allt fer í sjóinn aftur, vegna þess að menn kunni ekki með veiðarfærin að fara og annað, sem við kemur útvegnum. Við Islendingar erum langt á eftir öðrum þjóðum í þessum efn- um, og er óhætt að fullyrða, að veiðarfærin endast hjá okkur helmingi styttri tíma, en t. d. hjá Norðmönnum og Svíum. Þeir nota sínar snurpunætur í 8 — 10 ár og síldarnet í 4—6 ár með litlum tilkostnaði. En hvernig er þetta hjá okkur? Ástandið er þannig, að það mun vera sjaldgæft, ef nót endist lengur en 4—5 ár og síldarnet í eitt til ,tvö, og þá með miklum viðgerðarkostnaði. Þetta er hörmulegt ástand, og með því verðlagi, sem nú er á sjávaraf- utðum okkar, höfum við alls ekki efni á því, að fara þannig með veiðarfærÍD, þar sem við þar að auki verðum að kaupa þau dýrari en aðrar þjóðir, sem keppa á sömu mörkuðum og við. Ég álít, að við getum þá fyrst orðið sam- keppnisfærir við aðra um útgerð, er við höfum komið hirðingu veið- arfæranna á sama stig og þeir. Það má teljast furðulegt, hve lengi þetta atriði útgerðarinnar hefir gleymzt. Aðeins nú á síðustu árum eru menn farnir að veita því eft- irtekt, að við höfum soflð helzt, til lengi og látið aðra fara fram úr okkur í þessum efnum. Meðfeið veiðarfæranna er ekki mjög margbrotin, en hún útheimte ir nákvæmni og hagkvæmt fyrir- komulag á vinnu, og nú getum við hagnýtt okkur aukna tækni í útgeiðinni til að gera vinnuna ein- falda og létta. Hirðing veiðarfær- anna lendir að mestu á sjómönn- um, og er því mest um vert, að þeir hafl ákveðnar reglur að fara eftir, sem þeir geli samræmt vinnu sinni, hvort sem þeir eru við land eða á hafi úti, svo að meðferðin hverfl inn í hin dag- legu störf, en auki á engan hátt vinnuna. Okkur, sem eigum að stríða við gjaldeyrisvandræði og aðra viðskiptaöiðugleika, er áríð- andi, að hvert veiðarfæri endist sem lengst, en það fæst aðeins með einhuga samtökum og góðri samvinnu skipshafnar. Jafnframt er það skylda útgerð- armanna að sjá um, að veiðar- færin séu i góðu lagi, vel sterk og útbúin, svo að hægt sé að flska í þau, en á því heflr orðið mikill misbrestur, og oft til stórtjóns fyrir skipin. Dýpsta og um leið algengasta veiðarfærið, sem við notum, er herpinótin. Hún á að bera uppi afkomu skipsins og þeirra manna, sem á því eru. Þessvegna er mikið í húfl að húnjsó sterk og þannig sett upp, að hægt só að ná i hana sild. Oft mun það koma fyrir, að nótin sé tekin óvið- gerð um borð, svo að ómögulegt er að flska í hana. Skipið verður síðan að liggja inni kannski í nógri veiði. Ofan á það bætist, að sum- arviðgeið er aldrei fullkomin og þar að auki miklu dýrari. Um gerð og lögum nótarinnar mætti rita laDgt mál, en því skal sleppt hér; aðeins skal á það bent, sem að gagni mætti koma í meðfeið og hirðingu hennar. Áður en veiðarfærið er tekið um boið, þarf að athuga skipið vel. Á ég við, að í skipinu séu engar festur, sem orsakað geti, að veiðarfærið rifni að óþörfu, t. d. þá síðu skipsins, sem háfað er á, og eins þá, sem netin eru dregin á. Sérstaklega skal athuga nóta- bátana vel, því að i þeim er nótin allan veiðitimann, nema þegar hún er tekin á þilfar vegna vondra veðra. Nótabitarnir núast mikið saman í veltingi, og koma þá oft út úr þeim naglar, og járnin, sem eru á borðstokkunum, losna. Er því nauðsynlegt að hafa góð „fiíholt“ á milli bátanna. Algeng- ast er að nota gamalt kapaltóg í þessi „fríholtu, en það verður að halda þeim vel við, og vefja þau upp strax og þau fara að bila. Allar festur, bæði á skipinu og nótabátunum, orsaka mikið af smágötum á veiðaifærum, en þau erueinmitt seinlegust til viðgerðar. Það fyrsta, sem ber að athuga, þegar nótin er látin í bátana, er það, að hafa nauðsynlegar verjur til að íorða henni frá núningi t. d. á rúllunum. Ef ekkert er haft utan um nótina á þessum stað, níðist miðjan mjög fljótt, en það er einmitt sá hluti nótarinnar, sena mest ríður á, að í lagi sé. Þess vegna er áríðandi að klæða nótina á þessum stað, hvort sem hún er höfð á rúllunum eða ekki. og er best að nota til þess ræmu úr „trollpoka“, og setja í ræmuna bönd til þess að hægt só að reima hana fljótlega utan um nótina. Um leið og nótin er „gerð klár“ í hvert skipti, er mjög þægilegt að breiða stykkið undir hana, svo þegar kastað er næst, getur stýri- maður kippt því Inn í bátinn um leið og pokanum er rúllað út. Aðalspurningin um meðferð nót- arinnar er þessi: Hvernig á að verja nótina fyiir hita og grút? Þessari spurningu skal reynt að svara í eftirfarandi atriðum: Eins og allir vita, sem síldveiði stunda eða hafa stundað, er átan oftast í yfirborði sjávar, auk þess ýmiskonar önnur sjávardýr og allskonar rusl, stundum ómeng- aður grútur, t. d. útaf Sigluflrði og innarlega á Eyjafirði. Þegar nótin er dregin, er garnið, sem næst er efri þininum, fullt af þessum óþverra. Þessi óþrif, sem á þennan hátt koma í nótina ásamt. hreistri af síldinni, þegar háfað er upp, orsaka, að nótin fúnar æfinlega fyrst við efri þin» inn C3. 200— 300 möskva niður í hana. Þvi hefir verið haldið fram, að þessi fúi stafaði frá korkinum, mest vegua þess, hve vont væri að þurrka hann á haustin. Á vet- urna gæfl hann svo frá sér raka, sem feygði garnið. En nú heflr verið reynt að taka þininn af nót- unum á veturna, og hefir ending- in batnað dálítið við það, þó er það engan veginn einhlitt, því að reynslan sannar, að nótin verður veikari við efri þininn með tím- anum, jafnvel þó að garnið sé haft gildara þar. Pyrsta skilyrði til að fyrirbyggja, að hiti myndist í nótinni, er að umkasta henni minnst einu sinni á dag. En öruggasta ráðið til að verjast hitanum er að salta nót- ina. Mun það vera þægilegast og best að hafa salt í körfu i nóta- I^.úgur er rneðal hollustu næringarefna. — Gefið börn- um yðar, og etið sjálf, meira af rúgbrauði. Reynið rúgbrauð frá Bök- unarfélagi Isfirðinga. Bæði seydd og óseydd. Ekkert brauðgerðarhús á I Vesturlandi framleiðir nú I meira af þessari brauðteg- I und en Bökunarfélagið. Nýtízku tæki til brauðgerðar. Innilegt þakklæti fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarð- arför sonar okkar Ólafs Bjarna. Kristin Guðfínnsdóttir. Halldór Jónsson. bátunum og dreifa því yflr nótina um leið og hún er dregÍD, því að þegar hún er rennandi blaut, bráðnar saltið og myndar pækil, sem útilokar, að hiti myndist i nótinni. Þetta skal sórstaklega gert, eí skip3tjóri býst ekki við að kasta strax aftur, eða hyggst, að fara til lands með veiði. Þegar að landi er komið, skal breiða segl yflr nótina og láta það hvergi hvíla á henni, því að þá gætir utanaðkomandi áhrifa síður, t. d. sólskins og rigningar. í sólskini verður mikil uppgufun úr nótinni, einkum við korkinn, en í rign- iDgu. útvatnast hún, en þetta hvorttveggja getur valdið hita- myndun í henni. Svo getur staðið á úti á hafi, þegar síld er strjál, að ekki er hægt að koma þvi við að umkasta nótinni, vegna þess, að á hverri stundu getur maður átt von á því að kastað verði, skal þá salta vel yfir nótina, taka síðar þilfarsslönguna og dæla sjó yflr hana. Á sólheitum degi er mjög gott að gera þettp, jafnvel þó að nótinni sé umkastað. Nú eru flestir komnir með sjálfviika dælingu í nótabátana, svo þetta er bæði fljótlegt og lótt. Einnig skal ætið salta yflr nótina í rigningu, þegar ekki er hægt að koma því við að bieiða yflr hana segl. Þær raddir hafa oft heyizt, að saltið brenndi nótina, en Noiðmenn og Svíar, sem mesta reynslu hafa í þessum efnum, hvítsalta sínar nætur og segja það öruggt að geyma blauta nót í salti um lengri tima. Mjög er um það talað, aðal- lega síðustu árin, hve nætur hlaupi mikið, og segja gamlir skip- stjórar, að það hafl ekki verið

x

Skutull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.