Skutull

Árgangur

Skutull - 16.09.1939, Síða 4

Skutull - 16.09.1939, Síða 4
4 SKUTULL Reikningar Sjúkrasamlags ísafjarðar fyrir árið 1938 liggja frammi á skrifstofunni frá 17. til 30. september til athugunar fyrir samlagsmenn. S t jórnin. Tilkynning frá ríkisstj órninni. Samkvæmt tilkynningu frá brezka aðalkonsúlatinu, verður kraflst upprunaskírteina, og skírteina um hverjir hafl hagsmuna að gæta, vegna allra vara, sem fluttar eru til Stóra-Bretlands eða til umskipunar þaðan frá öllum hlutlausum löndum. Verið er nú að prenta hin nauðsynlegu eyðublöð, og verður þessu fyrirkomulagi komið á jafnskjótt og þau eru tilbúin. Forsætisráðuneytið, utanríkis- máladeild, 6. september 1939. Tilkynning til Isfirðinga. Samkvæmt reglugerð rikisstjórnarinnar dags. 9. þ. m. um sölu og úthlutun á nokkrum matvælategundum, hefst skömtun nokkurra matvælategunda 18. þ. m. Vörur þær er skömtunin að þessu sinni tekur til, eru: Kaffi, sykur, rúgbrauð, hveitibrauð, rúgur, rúgmjöl, hveiti, hveitimjöl, hafragrjón, haframjöl, hrísgrjón, matbaunir, bankabygg og aðrar kornvörutegundir nema fóðurbygg, fóðurhafrar og fóðurbygg. Skömtun þessi verður framkvæmd á þann hátt, að hver mað- ur fær seðil, er veitir honum rétt til kaupa á matvælategundum þeim, er skamtaðar verða. Seðillinn gildir fyrir einn almanaksmán- uð. í fyrsta sinn þó aðeins til loka þessa mánaðar. Stofn seðils- ins ber að geyma vel, og afhenda hann við næstu úthlutun. Seðlarnir fyrir septembermánuð, verða afhentir á bæjarskrif- stofunni dagana 16. og 17. þ. m. (laugardag og sunnudag) frá kl. 10 til 12 og frá kl. 13 til 19. Ber þvf viðtakenduin seðlanna eða heirailisfeðrum 1 þeirra stað að mæta á téðum stað og tima, og skulu þeir jaftiframt því að veita seðlunum móttöku, gefa upp og undrrita drengskaparvottorð um það, hvort, og hve mikinn forða þeir eigi af áðurtöldum matvælum. Athugið! Allir heimilisfeður eru skyldir að mæta, eða láta mæta fyrir sig — að viðlögðum sektum — til skýrslugjafar þeirr- ar er að ofan getur, enda þótt þeir eigi svo miklar matvæla- birgðir, að þeir þurfi ekki matvælaseðla fyrst um sinn. ísafirði, 14. september 1939. F. h. bæjarstjórnar ísafjarðar. Jens Hólmgeirsson. þátturinn, sem fjallar um að kvetja almenning til að byrgj r sig upp með fiskmeti, e£ líklegt þykir, að „sá guh* ílýi strendur landsins, þegar útlendi togaraílot- inn hættir að skarka hér, heldur en að láta nokkrar efnaðri fjöl- skyldur í bænum (því um annað yrði vaila að iæða) fá rafoikuna til mjög eyðslufrekrar upphitunar, en almenning ekki neitt. Páll Einarsson. V etrarstiilku vantar mig. Hannibal Valdimarsson. ♦ ♦ ♦ Einróma dómnr ♦ ♦ húsmæðranna er sá, ♦ ♦ ^ ^ að til viðbits og bökunar sé ^ £ Sólar- og Stj örnu-smjörlíki ^ ♦ það allra bezta. ' ♦ Mjólkurbúðin. Þar fæst: Nýmjólk. Skyr og rjómi. Brauð og kökur. Kaupfélag Isflrðinga. Kol og salt ávallt fyrirliggjandi með sanngjörnu verði. Verzlun J. S. Edwald. Sími 245. Auglýsing varðandi íramkyæmd bráðabirgðareglugerðar, dags. 1. september 1939, um sölu og dreifing á nokkrum vörulegundum. 1. gr. Ef svo stendur á, að smásöluverzlun hefir eigi fyrirliggjandi einhverja af vörutegundum þeim, sem taldar eru f 1. gr. bráða- birgðarreglugerðar, dags. 1. september 1939, handa föstum við- skiftamanni sínum, en hann getur eigi fengið vöruna keypta hjá öðrum vegna ákvæða 3. gr. bráðabirgðarreglugerðar um sölu og dreifing á nokkrum nauösynjavörum, gefur smásöluverzlunin kaup- anda vottorð um það, að hann sé venjulegur viðskiftamaður hennar, og lætur þess jafnframt getið, að hann hafi eigi þá vöru- tegund fyriiliggjandi, sem óskað er eftir. Kaupandi getur þá fengið vöru þessa keypta hjá öðrum gegn aíhendingu þessa vottorðs. Qildir þetta vottorð að eins fyrir eina últekt, og lætur smá- söluveizlun sú, er afhendir vöruna það fylgja söluskýrslu sinni. 2. gr. Ákvæði þessi öðlast þegar gildi. í ríkisstjórn fslands, 5. sept. 1939. Eysteinn Jónsson. Ólafur Thors. Jakob Möller. Hermann Jónasson.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.