Skutull - 03.08.1940, Qupperneq 1
SKUTULL
CTtgefandi: Alþýðusamband Vestfirðingafjórðungs.
Prentstofan Ísrún.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN.
XVIII. ár. Iaafjörður, 3. ágást 1940. ‘29. tbl.
Flísar
| og plötur
V á veggi og gólf.
Asfaltlím, Dúkalím.
Kr. H. Jónsson.
Sjálfstæði íslendinga
1.
íslenzka þjóðin á ekki að baki
sér langa sögu, samanborið við
ýmsar aðrar þjóðir. En við ís-
lendingar höfum öllum þjóðum
ítemur glögg gögn um sögu okkar
frá upphafl vega — svo glögg
gögn, að þau voru okkur á 19.
öld og fyrstu áratugum þessarar
aldar svo að segja einhlítt vopn
í baráttunni fytir endurheimt
sjálfstæðis okkar.
Sagan íslenzka sýnir okkur,
hvernig við, strax og við kom-
umst undir erlent vald, etum
sv ptir umsömdum réttindum og
lögum skipað í landi eftir erlendu
valdboði. Hún sýnir okkur einnig,
hvernig erlent vald miðar veizlun
og viðskipti öll við aðra hagsmuni
en okkar eigin. Hún sýnir okkur,
hvernig erlend refsilöggjöf er Uutt
til landsins og látin gilda hér án
tillits til okkar eigin skoðana um
þessi efni. Hún sýnir okkur, hvern-
ig erlent fjármála- og verzlunar-
auðvald þjakar þjóðina, dregur dáð
úr atviunuvegunum og verður
valdandi að eymd og mannfeili.
Hún sýnir, hvernig þjóðin var
þjökuð af refsingum, sem stóðu í
engu skynsamlegu hlutfalli við af-
brotin. Hún sýnir okkur, að jafn-
vel þá er hið erlenda ríkisvald,
hið upplýsta einveldi í Danmörku,
undir sterkum áhrifum frá skyn-
semistefnunni í andlegum og ver»
aldlegum efnum, verður máttlaust
og getulaust til bjargar og úr-
lausnar, þar sem annarsvegar var
erlent veizlunar- og auðvald. Og
hún sýnir okkur, hvernig þjóðin
rís úr öskustóuni, strax og hún
fær að ráða sjálf fjármálum sínum
og atvinnumálum, hvernig hinar
hæstu vonir forvígismannBÍns mikla,
Jóns Sigurðssonar, rætast ein af
aunari, og þjóðin á sumum svið-
um fer fram úr því, sem hinir
djörfustu leiðtogar hennar hafa
þorað að vona.
2.
Allir vita, að það, sem við
höfum öðlazt af frelsi og fram-
förum, höfum við ekki öðlazt. í
baidaga með byssu eða sverð í
hönd. Við eigum þar allt að þakka
þeim straumum andlegs frelsis,
sem flæddi yfir flest lönd Evrópu
á 18. og 19. öld — og enn eru
ekki að fullu stöðvaðir. Við mátt-
um beita rökum í baráttu okkar,
máttum það í riti og ræðu. Án
hugsana-, mái- og rit.fielsis heíði
okkur bókstaflega ekkert
á u n n i z t. Og barátta íslenzkrar
alþýðu inn á við hefði einnig ver-
ið ómöguleg án þessa frelsis.
3.
Nú er mjög skipt um í hinum
svokallaða menntaða heimi —
víðast hvar. Rétturinn til að hugsa,
tala og rita frjálst er tekinn af
mönnum. Og réttur þjóða, stórra
og smárra, er að vettugi virtur.
Riki og þjóðir hafa veiið beittar
vald', blóði þeirra úthellt og þær
sviptar frelsi. Norðmenn, Danir,
Ilollendingar, Belgar, Prakkar, Pól-
verjar, Pinnar, Tékkóslóvakar,
Eistar, Leltlendingar, Litháar,
Rúmenar, Luxemburgarmenn —
— og að nokkru leyti ýmsar aðr-
ar þjóðir — þar á meðal við ís-
Iendingar — hafa orðið fyrir meira
og minna þungum búsifjum. En
þrátt fyrir allt þetta, sem gerzt
heflr — og þrátt fyrir skýr rök
okkar eigin sögu, er fjöldi manna
hér í landi, sem ekki aðeins segir:
Það, cem veiður að vera, vilj-
ugur skal hver bera, heldur hreiht
og beint óskar hér eftir erlendum
yflrráðum. Þetta er sannleiki,
sem engum þýðir í móti að
inæla, er ekki hefir lokað aug-
um og eyrum hina síðustu
mánuði.
Hver er þó sá, sem ekki, ef
hann hugsar sig um, geti í ljósi
sögu okkar og annara þjóða, séð
það skýrt og greinilega, að hvers-
konar erlent vald sem væri, frá
hvaða riki sem það kæmi, og
hvað sem það bæri í brjósti gagn-
vart okkur, mundi verða okkur
fjötur um fót? Því sjálfs er hönd-
in hollust. Við einir getum haft
þau sjónarmið, sem okkur henta,
Við einir þekkjum tilfinningar
þjóðarinnar og arfgengar menn-
ingarlegar afltaugar hennar. Við
einir miðum atvinnu- og fjármála-
framkvæmdir íslenzku þjóðarinnar
við hennar eigin þaifir og háttu.
Við einir erum börn þessa lands
og börn þeirrar þjóðar, sem bar-
izt hefir hér við óblíðu láðs og
lagar og erlent fjárdráttarvald í
öld eftir öld.
Við vitum, að jafnvel umbóta-
þyrst og velviljuð dönsk stjórn var
máttlaus hér til úrbóta og fram-
fara á 18. og 19. öld — og megn-
aði ekki að hafa vald á umboðs-
mönnum sínum, hvað þá fjár-
dráttarvaldinu danska. Við vitum
einnig, að allt breyttist hér á
skammri stund til bættra kjara og
meiri menningar, strax og við
fengum að vera okkar eigin for-
sjá.
Þetta eru staðreyndir, sem
ekki veiður á móti mælt, og
þeir, sem ekki hirða um þær, en
óska okkur erlendrar stjórnar,
hver og hvaðan sem hún er,
eru annaðhvort þjóðfélagslegir
og menningarlegir óvitar — eða
þá, að þeir láta allt annað ráða
en beztu vitund um það, hvað
þjóð þeirra er fyrir beztu.
4.
Nú munu ýmsir segja: Við ráð-
um engu um það, á hverju velt-
ur í veröldinni, og við okkur
verður gert, hvað sem þeim hin-
um stóru og háu herrum sýnist,,
sem ofan á verða — og svo þýðir
ekkeit um þessi mál að hugsa —
og það er sama, hvaða skoðanir
menn hafa á þeim.
Það er rétt: Við ráðum því
miður engu. Við getum ekki varið
okkur, hve fegnir sem við vildum.
Því er nú erlendur her hér í
landi. Eq hitt er hinn herfilegasti
og háskalegasti misskilningur, að
við eigum þar með að veiða tóm-
látir um það, hvernig allt veltist
— eða endilega telja sjálfsagt, að
víkja okkur á veg þeirra, sem bet.-
ur hafa þá eða þá. Því hið eina,
sem gefur okkur vonir fyrir fram-
tíðina, hver sem nær hér tökum
á stjórn landsins, á auðliudum
þess og atvinnuvegum, er það,
að við höldum viljanum stælt-
um til að vera við sjálfir,
vera íslenzkir menn, hver
og einn, vera allir í heild
íslenzk þjóð, hvað sem yfir
dynur. Jifuvel undir erlendti
stjórn munum við geta háð bar-
áttu fyrir andlegu og menningar-
legu sjálfstæði okkar, og ef okkur
tekst að halda því, þá mun fyrr
eða síðar gefast tækifæri til nýrrar
endurreisnar, því fyrr eða síðar
mun birta yfir. Pyrr eða síðar
munu hinar einstöku þjóðir b jóta
af sér hvert erleut ok og hin
andlegu öfl á ný verða yfirsterk-
ari vólbyssum, flugvélum, fallbyss-
um og öðrum morðtólum.
Alþjóðamálin
og styrjðldin.
Ástand það, sem skapaðist i
Þýzkalandi eftir heimsstyrjöldina
1914—’18, var hið herfilegasta.
Á þýzku þjóðina voru lagðar
hinar ógurlegustu byrðar, en
hinsvegar var hún svipt mögu-
leikunum til þess að geta borið
þær án þcauta og hörmunga, þar
sem mjög var að henni þrengt
um landrými í öðrum heimsálfum.
Áður en Hitler tók völdin, var
svo komið, að götubardagar milli
kommúnista og nazista voru orðnir
daglegt brauð, og gátu friðsamir
menn ekki farið leiðar sinnar
án þess að eiga á hættu að verða
skotnir, þvi að hin löglega stjórn
landsins réð ekki við neitt með
þvr lögreglu- og hervaldi, sem
henni var leyft að hafa. Mjög
mikill hluti þjóðarincar hugsaði
svo á þá leið, að allt vildi hann
heldur en þetta niðurlægingar-
ástand áfram — át á við og
inn á við. Og Hitler, sem sýndi,
að hann bæði vildi og þorði,
varð ofan á Hann rétti svo hina
þýzku þjóð úr kútnum og gaf
henni nýja von um völd og
sigra, og honum var mætt af
Bretum og Frökkum á tvo vegu,
sem báðir voru jafn heimsku-
legir. Annar var sá, að neita að
verða við hverri ósk hans, þó
að sumar þeirra byggðust á lifs-
nauðsyn Þjóðverja; hinn var að
láta alltaf undan, þegar til al-
vörunnar kom, þangað til allt
var orðið um seinan og stór-
styijöld óumflýjanleg. Svo er ná
komið sem komið er. Þjóðverjar
hafa þegar skammtað sér Austur-
riki, Tékkóslóvakíu, bróðurhluta
Póllands, Holland, Belgíu, Fi akk-
land, Noreg og Danmörku.
GagnvartRússum spiluðu Banda-
menn líka úr höndum sér möguleik-
unum;þeir létu hjáliða að notatæki-
færið, þegar Austurriki og Tékkó-
slóvakía voru tekin og Stalin
hafði enn andatöðu gegn Þjóð-
verjurn — og ekkert samkomulag
var orðið milli Rússlands og
Þýzkalands.
Hvað hefir svo orðið ofan á
hjá Rússum?
Allir vita, að þeir lýstu sig
verndara smáþjóðanna, haturs-
menn þýzka nazismans o. s. frv.
En þeir sömdu við nazista, réð-
ust aftan að Pólverjnm og tóku