Skutull

Ukioqatigiit

Skutull - 06.09.1941, Qupperneq 2

Skutull - 06.09.1941, Qupperneq 2
1S2 SK.UTULL ÞINGLAUS félagið. Hann starfaði afar mikið að hátíðahöldum sjómanna á Sjómannadaginn og seinast í vor — sárveikur. Eiríkur var í öllu þvi, sem á hefir verið minnzt, óvenjulegur maður. Hann var prýðilega gáf- aður, en það, sem skildi á milli hans og margra annaia i starf- semi að ýmsum nauðsynjamálum, var það, að hann var hvort tveggja í senn: með afbrigðum raunsær, 6n þó hugsjönamaður, sem var hugsjón sinni með ein- dæmum trór, Hann skorti ekki ákafa og festu sem forystumann sjómanna, en hann vildi þó jafn- an gæta hófs. Hann var einlæg- lega sannfærður alþýðuflokks- maður, en hann skaut þar aldrei yfir markið. Bindindismálin voru honum mjög hjartfólgin, en fordómar og fáránleg æsing stóðu honum fjarri. Þvi var það, að jafnframt þvi, sem hann var stað- fastur og áhugasamur við hvert eitt, er hann lagði lið, var hann um .leið samvinnuþýður — og því báru störf hans yfírloitt ó- vonjumikinn árangur. Eitt af því, sem oinkenudi hann allra bezt, var einmitt af- staðan til hans eigin stéttar. Allt, sem henni viðkom, var honurn ákaflega hugleikið, og þar var hann alltaf fás til að starfa, er þess var þörf. En hins vegar gerði hann miklar kröfur til stéttarinnar. Honum var sem sé ekki siður annt um virðingu hennar og sannan manndóm, heldur. en um kaupkjör hennar og aðbánað. Honum var það fyllilega ljóst, að um leið og menn eiga heimt- ingu k réttindum, hvila þeim líka á herðum skyldur við sjólfa sig og sina, við stöttina i heild og við þjóðfólagið. í daglegri umgen^ni var Eirík- ur talsvert sérstæður. Framkom- an var mörkuð einurð og festu, en þó glaðværð og glettni. Hann var sérkennilegur i orði, oft hnyttinn og stundum hvassyrtur, en þó góðlátlegur. Hann sagði vel frá — og þá ekki sízt sæ- förum — en einnig líka dularfull- um fyrirbrigðum, sem hann hafði mikinn áhuga fynr, hvort sem þar var um að ræða gamlar sagnir eða nýjar. Hann var fé- lagslyndur og skemmtinn í fó- lagsskap, en naut sín þó bezt í fámennum hóp vina sinna. Sem vinur var hann einstakur, til allrar hjálpar báinn, sem honum var unnt að veita, og yfírleitt var honum svo farið, að hann vildi hvers manns vandræði leysa. Að Eiríki or mikil oftirsjá, fyrst og fromst fjölskyldu lians og vinum, en oinnig sjómanna- stéttinni allri og bæjarfólaginu í heild. Munum við, vinir haus og samstarfsmenn, jafnan iuinnast hans sem eins hins bozta drongs, sem við höfum kynnzt og að hugsunarhætti og skapgorð som eins af hinum allra merkustu mönnum, sem okkur hafa orðið samferða. Guðtnundur Gfslason Hagalin. Fyrst allra blaða á íslandi hófu aðalb'löð Sjálfstæðisflokksins, Morgunblaðið og Yísir, áróður fyrii því síðastliðið vor, að nauð- synlegt væri, að kosningunum yrði frestað. Báðir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins fluttu um málið ræður i flokksfólagi sínu, og blöðin birtu strax á eftir rök þessara leiðtoga flokksins. Þessi stefna sigraði. Þjóðin öll var svipt kosningarétti í allt að fjórum árum. Sá sjálfstæðis- maður er ekki til, sem mótmæli bæri fram gegn þessu gerræði. Það Sjálfstæðisblað er ekki til, sem ekki lagði blessun sina yfir það. Blaðið Yesturland er þar ná- kvæmlega undir sömu sökina selt, eins og öll önnur málgögn þess flokks. Það hefir með þögn og þolinmæði samþykkt, að öll þjóðin væri svipt rétti til kosn- inga í allt að fjórum árum, og svo framarlega sem Norður-ls- firðingar eru hluti af þjöðinni, liefir blaðskömmin þvl þar með samþykkt, að þeir væru líka sviptir kosningaréttinum. En svo segir Yilmundur Jóns- son af sér þingmennsku. Þá fara strax að birtast dulnefnisgreinar i VesturJandi um, að Norðui- Ísfirðingar vorði að fá kosuinga- rétt og það strax i stað. Því er atrax gleymt, að rótt áður átti það að vera þjóðarnauðsyn, að onginn maður á öllu landinu hefði kosningarótt á næstu ár- ÞJOÐ. um!! — Þetta eru ná þjóðmála- heilindi, eða hitt þó heldur!! En vera mætti, að sjálfstæðis- flokkurinn hefði ná horfið frá villu síns vegar — hefði tekið gagngerðum sinnaskiptum í þessu stórmáli. En það er ná eitthvað annað, en að svo só. Ennþá má hann ekki heyra nefnt, að almennar kosningar geti farið fram, og því siður að kosning megi fara fram í einstöku kjör- dæmi, þegar það heitir Snæfells- ness- og Hnappadalssýsla. Er það kjördæmi þó báið áð vera þingmannslaust í réynd miklu lengri tíma en Norður-ísafjarðar- sýsla. Þingmaður Snæfellinga, sá, sem kosinn var fyrir kjörtíma- bilið 1937—1941, fiuttist, áður en kjörtimabil hans var átrunnið, báferlum til annarar heimsálfu. Hann og flokk hans skorti sóma- tilfinnÍDgu til að segja jafnframt af sór þingmennskuumboðinu. En það sjá þö allir, að það kem- ur nákvæmlega i sama stað niður fyrir Snæfollinga, hvort þing- maðhr þoirra for yfir landamæri lifs og dauðu, oða hann fer af landi burt og til annarar heims- álfu til þess að dvelja þar árum samau og gegna þar veglegu ombætti, or hann auðsjáanlega hofir metið miklu meira on þingmonnskuna. Þeir oru i báð- um tilfollunum jafn þingmanns- lausir og eiga jiví í báðum til- fellum sama siðferðilega réttinn til að fá að kjösa eór nýjan þingmanD. Hannihal Vaidimarsson: Málleysur og ómenning á ábyrgð og kostnað „Máls og Menningar“. Eg var aö leggja af staö í all- langt ferðalag í vor, þegar mór barst í hendur skáldsagan: „Vopn- in kvödd", eftir bandaríkjarithöf- undinn heimsfræga, Ernest Hem- ingway. Mér þótti næstum fyrir því að geta ekki lokað mig inni og lesið bókina samstundis. Bæði var það, að skáldsaga þessi er talin meðal öndvegisverka heims- bókmeuntanna i skáldsagnagerð samtiðarinnar, ytri frágangur var smekklegur og laðandi við fyrstu sýn, og svo var þýðandinn enginn annar en sjálfur Halldór Kiljan Laxness, marglofaður mál- og stílsnillingur og það oft með róttu. Ég vænti mér því mikils unaðar af bókinni og beið þess með ó- þreyju, að mór gæfist tóm til að lesa hana rækilega, Þegar heim kom úr ferðalaginu, lét ég það heldur ekki dragast að grípa „Vopnin kvödd" og fara að lesa. Ég skal fúslega játa það, að ég vænti mikils af bókinni, bæði að eíni og máli. Að lestri loknum er óg líka íús til að viðurkenna list- gildi bókarinnar sjálírar, en því sárar sveið mór það, að á hverri blaðsíðu er íslenzku máli svo freklega misboðið, að hreina&ta ómenning verður að teljast, eink- íjtm þegár einn sá allra fjöllesnasti allra íslenzkra rithöfunda stetidur að þýðingunni og útgáíufélag, sem kallar sig „M á 1 o g m e n n i n g“, er útgefandinn. Það er líka eins og þýðandan- um sé það ljóst, að hann hafi meira eða minna syndgað gegn lögmálum íslenzkrar tungu, því að í formála segir hann, að hann hafi gert sér far um að þræða ensku Hemingways eftir föngum, og á ein8t,öku stað hafi sá kostur jafnvel verið tekinn upp að þrengja dálítið að ís- I e n z k u n n i, heldur en að mis- gera að ráði við stíl frumtextans, þar sem ónákvæmni í útleggingu í staðinn fyrir of harðsnúna (svo) í s 1 e n z k u hefði verið vafa- söm kaup. Jafnvel greiuarmerkja- skipun írumtexl.ans hefir vorið fylgl. eins og kost.ur var. Á þessa leið farasl. þýðandan- um oið. Og víst er um það, að um „ofharðsnúna í s - lenzku" á þessari bók verður hann ekki sakaður, og auk þess finnur enginn á henni íslenzka greinarmerkjaskipuD, hvar sem niður í hana er gripið. Það er að vísu ágætt, að þýð- endur geri sór íar um að „mis- gera ekki við fruintextann", en vissulega eru takmörk fyrir því, hversu mikið þeir mega leyfa sér að mísbjóða sínu eigin móðurmáli. Og þá fyrst getur þýðing talizt góð, er hvorugu er misþyrmt, frumtextanum eða því tungumáli, sem þýtt er á. Nú skal ég að visu taka það trúanlegt, að þýðing Kiljans á „Vopninkvödd“,só góð að þvi leyti, að nákvæmlega sé fanð með frum- textann og að eitthvað af af- káraskap málsins á þýðingunni megi afsaka með þeirri viðleitni þýðandans að ná sem bezt stílblæ Hemingways. En hinu neita ég alveg, að með því hafi verið gerð góð kaup, eða að slík ósköp, sem hér um ræðir aí málspjöllum af versta tagi, hafi verið nauðsyn- leg vegna þessa tillits til stíls höíundarins. Þar við bætist, að árangurinu, að þvi or stílinn sneitir, er í engu frábær. Hanu kemst t;. d. hvergi í hálfkvisti við hinn veDjulega kiljauska stil, sem oft er áfengur og örvandi. Er óg nokkurnveginn viss um, að ef Kiljan hefði viljað gera öðrum sólum skiljanlega heildarskoðun sína á heildarsvip þýðingarinnar á „Vopn- in kvödd'1 — og hún heíði verið annara verk — auðvitað — þá heíði hann með kiljönsku hisp- ursleysi fullyrt, a ð þ a r r i ð i hundavaðshátturinú á sórvizkunni, enda er það í sem styztu máli mín skoðun. Skulu nú tekin nokkur dæmi úr bókinni til sönnunar því, að hér er um engan sleggjudóm að ræða. Annar kapítuli bókarinnar heíst á þessum setningum: „Árið eítir voru margir sigrar. Fjallið hinumegin við dalinn var tekið og hlíðin með kastaníuskóg- inum og það voru sigrar hinu- megin við láglendið, á háslóttunni til suðurs, og við fórum yfir ána í ágúst og vorum til húsa í Gór- itsíu og þar var gosbrunnur og boldigur skuggsæl tré í gaiði með múr í kring og lifrauður vafnings- viður á húshliðinni.“

x

Skutull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.