Skutull

Árgangur

Skutull - 15.08.1945, Síða 1

Skutull - 15.08.1945, Síða 1
SÁ, SEM TÓK kvenreiðh j ól í porti Kaupfélagsins s.l. mánu- dagskvökl eða þriðjudag, er beðinn að skila því strax á sama stað. Hjólið er auðþekkt og ljsing þess og númer er komið í hendur lögreglunnar. Ólafur Magnússon. Prentstofan Isrún h. f. Alheimsfriðurinn kominn á. Atómsprengjan gjöreyðir japönsku stórborg- nnum Hiroshima og Nagasaki. Rússar segja Japönum strið á hendur. Japanir biðjast friðar, með því skilyrði, að keisarinn haldi völdum. Talið er, að bandamenn hafi gefið kost á, að keisarinn yrði áfram við völd, ef hann undirgengist hlýðni við yfirheishöfðingja þeirra. En nú er þá fréttin um uppgjöf Japana komin og langþráður friður aftur kominn á í heiminum. Forseti Islands herra Sveinn Björnsson er nýkominn heim úr ferðalagi um Norð-Aust- urland. Þann 9. ágúst var for- setinn á Húsavík og skoð- aði þar hafnarmannvirk- in og fleira. Ðaginn eftir tóku Norð- ur-Þingeyingar á móti for- setanum og frú lians í Ás- byrgi. Sátu forsetalijónin þar boð sýslunefndar, og voru þar margar ræður fluttar. ★ Emil Jónsson samgöngumálaráðherra lét í ljós mikinn áhuga fyrir þvi, er hann var hér á ferð um Vestfirði í sein- ustu viku, að lokið yrði við veginn yfir Þorska- fjarðarlieiði sem allra fyrst. — Taldi hann, að á þetta bæri að leggja höf- uðáherzlu. Einnig lét ráðherrann á- kveðið í ljós, að hann mundi veita því öruggt fylgi fyrir sitt leyti, að kauptúnin Súðavik og Bolungavik yrðu tengd Isafjarðarkaupstað með alcvegi um Súðavikurlilið og Öshlið á næstu árum. ★ Jakob Möller verður sendiherra Is- lands í Kaupmannahöfn. 1 seinasta blaði Skutuls var frá því skýrt, að nokkurt skæklatog væri um það bak við tjöldin, hver verða skyldi sendiherra Islands í Kaup- mannaliöfn í stað JónsKrabbe, sem nýlega hefir beðist lausn- ar. Nú mun það fullráðið, að bnossið liljóti Jakob Möller, og telja kunnugir, að embætt- isveiting þessi eigi jafnframt að verða læknisaðgerð á Vísis- liðinu. En Jakob er einn stærsti hluthafinn í félags- skap þeim, er gefur ut dag- blaðið Vísi. Má því ganga út frá því vísu, að hér hafi liægri böndin vel af því vit- að, sem liin vinstri gjörði. Hver stóratburðurinn hefir rek- ið annan seinustu viku. Á fyrra mánudag barst sú frétt út um lieiminn,að vísindamönnum banda- manna liefði tekizt að beizla atóm- orkuna, og er það tvímælalaust tal- in einhver stórkostlegasta uppfinn- ing, sem gerð hefir verið. Hefir ein atómsprengja svipað sprengi- magn og 20 þúsund tonn af dýna- míti. Tveimur slíkum sprengjum hefir nú verið varpað yfir stór- borgirnar Hiroshima og Nagasaki og eru þær að kaila allar í rústum. Virtist strax auðsætt, þegar þetta ægilegasta morðtæki allra tíma hafði verið reynt, að fyrir Japan lægi ekkert annað en bráð uppgjöf Björgunarskúlumálið hefir frá öndverðu verið eitt helzta áliuga- mál slysavarnasveitanna hér vestra. Hafa margar sveitir unnið þar mik- ið og gott starf, en mestur kraftur hefir veriö í starfi kvennadeildanná síðan þær voru stofnaðar, og eng- in sveil leggur fram lilutfallslega jafn stóran skerf til björgunarskút- unnár sem kvennadeild Slysavarna- félagsins á Isafirði. 1930 liéldu slysavarnasveitirnar liér vestra fyrsta sameiginlegan fulltrúafund um björgunarskútu- málið. Sá fundur þokaði engu um beinar framkvæmdir í málínu, en liann vakti og festi sameiginleg átök til fjársöfnunar, og ýmsir ein- staklingar létu inikið fé, á mæli- kvarða þeirra tíma, til björgunar- skútusjóðs. Má þar fyrst og fremst nefna frú Maríu Júlíu Gísladóttur og síðar mann hennar, Guðm. Br. Guðmundsson, sem ánöfnuðu og gáfu mestar eigur sínar til björgun- arskútu Veslfii'ðinga. 1938 var lialdinn annar fulltrúa- fundur uin björgunarskútumálið, eða gereyðing með öllu. Aðfaranótt 9. þessa mánaðar sögðu Rússar svo Japönum strið á hendur og liófu samstundis stór- kostlega hraðsókn inn í Manchúríu. Þann 11. ágúst komu svo stjórn- ir Svía og Svisslendinga þeim boð- skap á framfæri við stjórnir banda- manna, að Japanir vildu gefast upp með því skilyrði, að keisarinn yrði áfram við óskert völd. — Svar bandamanna varð það, að reyndar mættu Japanir halda keisaranum, ef hann undirgengist skilyrðislausa hlýðni við yfirliershöfðingja þeirra. Þetta virtist erfitt viðfangs fyrir Japani, og var beðið í þrjá daga eftir svari þeirra. að forgöngu björgunarskútunefnd- ar. Var þá talsverð von uin fram- kvæmd málsins, þar sem eftirfar- andi þingsályktunartillaga vúr sam- þyklct á Alþingi 21. des. 1937: „Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina .að liefja þegar samninga við slysavarnasveitirnar á Vest- fjörðum um byggingu skips til landbelgisgæzlu og björgunarstarf- semi fyrir Vestfjörðum, og annan undirbúning, svo að byggingu skipsins verði lokið svo fljótt sem auðið er“. Fulltrúafundurinn var nær ein- róma þeirrar skoðunar, að sameina bæri björgunarstörfin og landhelg- isgæzlu og taldi æskilegt, að sam- starf gæti hafist sem fyrst milli slysavarnasveitanna og ríkisstjórn- ar á þeim grundvelli sem felst í þingsályktuninni. Fulltrúafundurinn samþykkti svo- fellda ályktun urn framkvæmd málsins: „Fundurinn telur að þessi atriði Framh. á bls. 152, Smátt og stórt Kjarnaorkusprengjan hefir sett liugsanir alls mannkynsins í hreyf- fngu þessa seinustu viku. Eru menn að gera sér í liugarlund, að þetta ægilegasta morðvopn, sem nokkru sinni hefir verið upp fundið, verði til þess að opna augu mannkynsins fyrir því, að aldrei framaú megi til styrjaldar koma. Einnig eru menn farnir að bollaleggja um fyrirhafn- arlaust hugsjónalíf framtíðarinnar, þar sem kjarnaorkan muni verða látin annast allt brauðstrit mann- kynsins. Þrjú mj strandferSaskip hefir ríkisstjórnin ákveðið að láta byggja í Englandi. Verður eitt þeirra vand- að farþegaskip á stærð við Esju, en hin tvö verða smærri og aðallega ætluð til vöruflutninga. Pálmi Loftsson, forstjóri Skipaútgerðar ríkisins er á förum til útlanda til samninga um smíði þessara skipa. Magnús Kjartansson stud. mag., sem tekinn var fastur um borð í Esju, hefir nú verið látinn laus, og reyndist hann alsaklaus eins og þeir tveir, sem áður höfðu verið látnir lausir. Eftir eru enn í haldi Óla'fur Pétursson bókari og Hinrik Guðmundsson verkfræðingur. — Verður fastlega að krefjast þess, að málum þeirra verði hraðað svo sem frekast er kostur. Brezki flotinn kvaddi Island seinustu dagana í júlí. Hafði Wat- son aðmíráll boð inni fyrir ríkis- stjórn og nokkra gesti aðra hinn > 30. júlí. Hélt hann þar snjalla kveðjuræðu til Islands, en Ölafur Tliors forsætisráðherra svaraði. Útldnsvextir bankanna hafa ver- ið lækkaðir um ¥> % af almennum víxlum og í¥z% af svonefnduin framleiðsluvíxlum. Þetta er spor í rétta átt, en mörgum mundi þó finnast svo sem stærra hefði inátt stíga. Pierr'e Laval, — quislingnum franska var vísað úr landi á Spáni seinustu dagana í júlí. Var hann svo tékinn til fanga í Austurríki og kom lil Parísar 2. ágúst. Hefir land- ráðamál þegar verið höfðað gegn honum, og einnig hefir hann verið kvaddur til vitnisburðar í máli Petains marskálks. Farj>egafhig til íslands liófu Svíar 9. þessa mánaðar, en hinsvegar bíða þeir éftir því að allar Norður- landaþjóðirnar geti komið tii sam- starfs við þá um farþegaflug yfir " Atlantsliafið. FjórHiuigasamband Norólendinga var stofnað á Akureyri 14. og 15. júlí s. 1. Markmið þess er sam- vinna bæjar- og sýslufélaga norð- Framh. á bls. 153. Björgunarskútumál Vestfrðinga. Einhugur um lausn málsins. Smíði nýs björgunar- og gæzluskips, eigi minna en 100 rúmlestir, verður væntanlega liafið í haust. Skip þetta verður útbúið öllum nýjustu björgunartækjum.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.