Skutull

Árgangur

Skutull - 15.08.1945, Síða 4

Skutull - 15.08.1945, Síða 4
150 SKUTULL Kosningarnar í Bretlandi. X^úgur er meðal hollustu næringarefna. — Gefið börn- um yðar, og etið sjálf, meira af rúgbrauði. Reynið rúgbrauð frá Bök- unarfélagi Isfirðinga. IEkkert brauðgerðarhús á Vesturlandi framleiðir nú meira af þessari brauðteg- und en Bökunarfélagið. Bæði seydd og óseydd. Nýtízku tæki til brauðgerðar HANDKNATTLEIKSMÓT annars flokks fór fram hér í bænum s.l. sunnudag. Drjú félög tóku þátt í mótinu: Vestri, Grettir á Flateyri og Stefnir í Súgandafirði. — Vestri vann mótið. Á DRENGJA-MEISTARAMÓT ÍS- LANDS í Reykjavík fóru héðan úr bænum þeir Ingvar Jónasson og Gunnar Sumarliðason og tóku þar þátt í 400, 1500 og 3000 metra hlaupum. Ingvar varð sá fiinmli í 400 mtr. hlaupi, fjórði í 1500 metra hlaupi og sá fimmti í 3000 metra hlaupi. Gunnar tók þátt.í 1500 metr. hlaupi og varð sá áttundi að marki. REKNETAVEIÐI. Héðan úr bæn- um stunda nú 5 vélhátar síldveiði með reknetum, tveir hátar úr Súða- vík, fjórir úr Bolungavik, þrír úr Hnífsdal og einn frá Þingeyri. Hafa þeir allir fengið sæmilega veiði hér í Djúpinu nú um 10 daga skeið. Bezt hefir veiðin verið fram undan Sandeyri. Ishúsin hafa nú fengið allmikið af síld til beitu, og síldarútvegs- nefnd hefir verið send heiðni um 1000 tómar tunnar til söltunar. En Það furðulega hefir skeð, að þess- ari beiðni hefir verið synjað. Verður ekki annað séð, en að tómar tunnur á Siglufirði séu tald- ar betra búsílag hjá ríkinu en full- ar hér. FRÁ SlLDVEIÐI ísfirzku lierpi- nótaskipanna: Grótta ............ 4659 mál Richard ........... 2761 — Huginn 1........... 3591 — Huginn II.......... 4190 — Huginn III......... 2357 — Auðbjörn .......... 1676 — Ásbjörn ............ 505 — Gunnbjörn ......... 2201 — Sæbjörn ........... 1832 —- Valbjörn .......... 1281 — Véhjörn ........... 1414 — HJÓNAEFNI. Nýlega liafa opin- berað trúlofun sína, ungfrú Hólm- fríður Einarsdóttir frá Loðmundar- firði og Ólafur Sigurðsson í Bæj- um á Snæfjallaströnd. -------O-------- Blam AKRANES, hefir komið út á fjórða ár. (Það fæst nú frá uppliafi aftur). Kemur út mánaðarlega a. m. k. 12 síður hverju sinni. Árg. kostar 20 kr. Blaðið flytur fjölhreytt efni. M. a.: Ævisögur- íslenzkra athafnamanna. Sögulegan fróðleik um Akranes, svo og aðra sagnaþætti. Það flytur margar greinar um alhliða menn- ingarmál sem alla landsmenn varða. Vísnahálk og ritdóma um hækur o. fl. Blaðið er prentað á mjög vand- aðan pappír og jafnaðarlegast prýtt fjölda mynda. Kosningaúrslitin í Bretlandi, sem tilkynnt voru síðastliðinn fimmtudag, liafa dregið að sér at- hygli alls heimsins undanfarna daga, eins og farið liefði jarðskjálíti um allan hnöttinn. 1 fyrsta sinn í sögu veraldarinn- ar hafa kjósendurnir í háhorg auð- valdsins og jafnframt elzla þing- ræðisríki heimsins, gefið andstæð- ingum auðvaídsins', lýðræðisjafnað- armönnum, stórkostlegan meiri- hluta á þingi, gefið þeim óskoruð völd um fimm ára skeið. Þessi sigurfregn mun að líkind- um hljóma líkt og líkahöng í eyr- um margra þeirra, sem enn liafa trúað á framtíð hins gamla auð- valdsskipulag og voru, þrátt fyrir allt, sem á undan var gengið, farnir að vona, að allt myndi falla aflur í sinn góða og gamla farveg — farnir að prédika á ný hoðskap hins óhefta frjálsa framtaks ein- staklingshyggjunnar, og farnir að undirhúa á nýjan leik stórfellt arð- rán alþýðunnar, sem víðasthvar hafði verið stöðvað í bili, meðan á stríðinu stóð (nema á Islandi). Winston Churchill. Og íhaldsöflin um heim allan höfðu með réttu nokkra sigurvon. Ihaldsflokkurinn í Englandi gekk til kosninga undir merkjum glæsi- legs stríðsleiðtoga, manns, sem það að visu liafði aldrei viljað viður- kenna á friðartímum, og ekki fyrr en Verkamannaflokkurinn neyddi forustu hans upp á það eftir ófarir og axarsköft Chamberlains. öll hrezka þjóðin og allir lýðræðis- sinnar um lieim allan viðurkenna þakkarskuld sína við Churchill fyrir forustuhlutverk hans á stríðs- árunum. En hrezku kjósendurnir kusu ekki um mann eða menn, heldur um málefni. Ennþá einu sinni sannaði hin hrezka lýðræðis- þjóð, að hún er ófáanleg til að leggja örlög sín í hendur einum manni, hversu vænt sem henni þykir um hann, nema hún geti skilið stefnu hans og fylgt henni Þess vegna féll Churchill svo djúpt á hápunkti lýðhylli sinnar. Um ástsæld Churchills þarf ekki að efast. En einmitt þessvegna lilýtur öllum lýðræðissinnum að vera margföld uppörfun af kosn- ingaúrslitunum í Bretlandi. Stefnuskrá Churchills. En hvernig var sú stefnuskrá liins mikla stríðsleiðtoga, sem kjósendur Bretlands dæmdu hann úr leik á? Hún var alls ekki nein venjuleg íhaldsstefnuskrá eins og það, sem íhaldsflokkar liér og annarsstaðár huðu upp á fyrir stríðið. Churchill lofaði fullkominni alliýðutrygg- ingalöggjöf, miklum húsahygging- um og alhliða umhótum að öðru leyti. Hann talaði jafnvel um fjög- urra ára áætlun. En í megindráttum vildi hann halda liinu gainla skipulagi á fram- leiðslunni. Einkaframtakið átti að leysa vandamál framleiðslunnar að mestu leyti. Hann þrumaði á móti skipulagningu framleiðslunnar og áætlunar-þjóðarbúskap. Einkaauð- valdið var að lians (lómi fært um að skapa atvinnu lianda öllum, ef því væru gefnar frjálsar hendur og uppörfun af hálfu hins opinhera. Við þekktum þessar kenningar hér heima, áður en Morgunhlaðið birti aðalkosningaræðu Churchills með mjög lofsamlegum ummælum. En hrezka þjóðin hafði líka heyrt þenann boðskap oft áður af munni margra glæsilegra stjórn- málaleiðtoga sinna. Hún trúði hon- um ekki oftar. Hún þckldi bölvun Iiinnar sl<i pulagslausu aaöixtlds- framleiöslu fijrir slriöiö. — Hún þekkti atvinnuleysið, og eymdina, húsnæðisskortinn og sóðaskapinn, sem viðgengist hafði í móðurlandi hinnar frjálsu samkeppni og fram- taks einstaklingsins. Hún hafði sannreynt galla hinnar skipulags- lausu framleiðslu og liún hafði líka skilið ko'sti hinnar skipulögðu framleiðslu, eins og þeir liöfðu hirzl í stríðsframleiðslunni, þegar leiötogar Englands höföu neyöst til aö taka upp a& verulegu leyti skipulag sósialismans, lil þess aö foröa Bretlandi og öllum hinum lýöræöissinnaöa heimi flá því aö farast. Og þessvegna sagði hún nei, takk við hinni fallegu stefnuskrá Churchills. Ilún vildi ekki aftur í sama farið. Hún krafðist nýskipun- ar á atvinnumálum landsins, raun- verulegrar nýsköpunar. Bylting' vorra tíma. Hinn nýi forsætisráðherra Bret- lands, jafnaðarmaðurinn Clement Attlee, lét svo um mælt, að kosn- ingasigurinn táknaði nýja öld. — Þessi ummæli hans og margra fleiri af forystumönnum hrezka Al- þýðuflokksins bera þess vitni, að þeim er Ijóst liið mikla sögulega hlutverk, sem nú hefir verið lagt á lierðar þeirra. Þeir hafa verið kjörnir til þess af meirihluta hinn- ar elztu og að ýmsu leyti þroskuð- ustu lýðræðisþjóðar heimsins að framkvæma á friðsamlegan og lýð- ræðislegan liátt, byltingu vorra tíma, eins og Harold Laski, fram- kvæmdarstjóri brezka verkamanna- flokksins, hefir kallað þau alda- hvörf, sem nú eru að verða. öld auðvaldsskipulagsins er að kveðja, — öld sósíalismans, hinnar skipu- lögöu eöa þjóönýltu framleiöslu er aö rcnna upp. Það er bylting vorra tíma, ekki stjórnarfarsleg bylting, eins og franska stjórnarbyltingin, heldur hylting á sviði framleiðslu og við- skipta. Fyrsti stóri áfanginn í þeirri byltingu er rússneska stjórn- arbyltingin 1917. Hún var og um leið að nokkru leyti stjórnarfars- hylting, því áhrifa frönsku bylting- arinnar hafði sáralítið gætt í stjórnarfari Rússa fram til þess tíma. Rússneska hyltingin hafði því allt aðrar sögulegar forsendur en þær, sem voru i löndum Vestur- Evrópu og víða annarsstaðar, þar sem livítir menn húa. Nazisminn var tilraun af hálfu fylgjenda auðvaldsskipulagsins til að stöðva hina efnahagslegu hylt- ingu sósíalismans. Sú tilraun liefir mistekist fyrir hina hetjulegu har- áttu og mótstöðu fólksins í löndum bandamanna. Þetta fólk er nú að heimta sigurlaunin. Það vill ekki sælta sig við, að hinn gamli heim- ur auðvaldsins, heimur arðráns og atvinnuleysis, rísi upp á ný. Kosningarnar í Bretlandi eru ináttug yfirlýsing um það. 1 flest- um eða öllum löndum Vestur- Evrópu og víða annarstaðar, munu á næstunni fara fram þingkosn- ingar, þar sem sama baráttan mun fara fram og nú þegar hefir átt sér stað svo glæsilega í Englandi og varla þarf að efa, að fordæmi Breta mun hafa glæsilega þýðingu í öllum jiessum löndum. Alþýðan í þessum löndum mun hvarvetna bcrjast til valda undir kjörorðunum um nýjan heim, um skipulagðan áætlunarhúskap, um þjóðnýtingu stærstu framleiðslu- tækjanna og hankanna, um full- koranar byggingar, um atvinnu handa öllum, um hoðlega manna- hústaði handa öllum, um notkun stríðsgróðans, þar sem því er til að dreifa, í almannaþágu. Og hvernig lítur þetla svo út liérna á Islandi? Á bylting vorra tíma aö fara fram hjá þessum hólma? Naha, naha, naha! Hér eru starfandi tveir allstórir verkalýðsflokkar, sem sainanlagt hafa hlutfallslega hærri þingmanna- tölu en hrezki Verkamannaflokkur- inn hafði, þegar hann lagði lil úr- slitaorustu við íhaldið í Bretlandi og hafnaði öllum tillögum um sam- vinnu við það fyrir kosningar. Báð- ir þessir flokkar hafa injög róttæka og sósíalistiska stefnuskrá, já, meira að segja nærri því sömu stefnuskrána. Hér er við völd stjórn með 4 sósíalistiska ráðherra af 6. Er þá ekki alll í fínasta lagi? Jú, jú, segir aðalmálgagn stjórn- arinnar, Morgunblaðið, sem um langan tíma hefir verið gapandi af aðdáun yfir stefnuskrá hrezka í- haldsins og kosningaræðum Churchills. Því var meira að segja fleygt, aö Ólafur Tliors heföi veriö búinn aö ákveöa kosningar i haust, ef Churchill sigraöi. Nú segir Morgunblaðið, að aðal- skyssa Churchills hafi verið sú að hann hafi ekki tekið Ólaf Thors og íslenzka Sjálfstæðisflokkinn sér.til fyrirmyndar! Og Þjóðviljinn segir, að Morgunhlaðið túlki kosningaúr- slitin í Bretlandi hárrétt. Hér sitji verkalýðurinn að völdum með frjálslyndum og framsýnum al- vthnurekendum, sem skilið liafi kröfur tímans. Já, inargt er nú skrafað, en er nú íslenzk alþýða svo einföld að trúa því, að hér sé af heilindum mælt? Veit liún ekki, að hér á íslandi hefir safnast meiri stríösgróöi hlut- fallslega en í nokkru ööru landi í heiminum og aöallega á fárra manna hendur? Veit hún ekki, að miklum hluta af þessum stríðsgróða er skoliö undan skatti, og að stjórn- arvöldin aðhafast ekkert til þess að hafa upp á honum? Að í fjármála- ráðherraembættinu situr inaður, sem rétt fyrir stjórnarmyndunina lýsti því yfir, að skattsvikarar gætu rólegir lagt peninga sína í hank- ana, þeir gæfu engar upplýsingar. Að í forsætisráðherraembættinu situr einn af milljóna-stríðsgróða- mönnum landsins? Veit hún ekki, að ýmsir af þeim mönnum, sem verkalýðsflokkarnir liafa gert handalag við og stjórna því, sem þeir kalla nýsköpun, cru ekki aöeins siöspilllir stríösgróöa- menn, heldur einnig fyrrverandi nazistar og vikapiltar Þjóöverja? Veit hún ekki um liina taum- lausu spillingu og fjársvik heild- salastéttarinnar, sem þrátt fyrir alla leyndina og samáhyrgðar- pukrið hefir ekki tekizt að dylja með öllu, og þykir henni ekki einkennilegt, að þrátt fyrir þetla megi ekki minnast á landsverzlun við foringja verkalýðsflokkanna, enda þótt það sé gamalt stefnu- mál þessara flokka? Jú, hún veit þctta og margt fleira, sem kannske verður drepið á hér síðar við tækifæri. Hana hlýtur að fara að renna grun í, að það sé eitthvað bogið við þá pólitísku stefnu verkalýðs- flokkanna, sem hefir skipað al- þýðu þessa lands inn í pólitískt handalag' við spilltustu stríðsgróða- klíkur landsins og leyfir þeim að lireiðra um sig í næði og undir- búa nýtt stórfellt arðrán almenn- ings á Islandi. Það er fyllilega kominn tími til að þögnin sé rofin í þeim mál- gögnum, sem vilja raunverulega nýja tíma á Islandi — sem vilja ekki þegja um spillinguna í fjár- málalífi þjóðarinnar og niðurlæg- ingu þeirra stjórnmálaflokka, sein taka hana undir verndarvæng sinn. Kári.

x

Skutull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.