Skutull

Volume

Skutull - 15.08.1945, Page 5

Skutull - 15.08.1945, Page 5
SKUTULL 151 ^lllllllllllilllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliy 1 Bókmenntir. 1 Gu&nuindur Gislaxon Hagalín: MÓÐIR ISLAND Reykjavík -— Bókfellsútgáfan h. f. 1945. I Fyrir skömmu fór ritstjóri „Skut- uls“ þess á leit við mig, að ég skrifaði nokkur orð um bók Haga- líns, „Móðir ísland“. Ætla ég að verða við þeim tilmælum. En það, sem hér kann að verða sagt um skáldskap Hagalíns, her alls ekki að taka sem óvéfengjanlegar stað- reyndir; slæ ég þennan varnagla einungis vegna þess, að þeir, sem mest hafa skrifað um bækur á Is- landi, virðast beinlínis ætlast til, að fólk meðtaki öll skrif þeirra um bókmenntir, sem heilaga opinber- un, senda af himnum ofan, eða eittlivað annað hliðstætt. . . Sjálfsagt má virða rithöfund fyrir mikil afköst. Þrátt fyrir það eru afköstin í sjálfu sér enginn mæli- kvarði á ágæti höfundar. Að ís- lenzkir rithöfundar gefa verk sín svo ört út, sem raun ber vitni á kannske ekki sízt rætur sínar að rekja til þess, að þessi stétt manna hefir allt til þessa átt við meiri fjárliagslega örðuglega að etja, en flestar aðrar stéttir í landinu ... „Móðir lsland“ er tuttugasta og önnur bók Guðmundar Hagalíns, en ekki eru nema rétt tuttugu og þrjú ár, síðan þessi afkastamikli liöfundur sendi frá sér sína fyrstu bók. Flestir ritdómarar, sem um bæk- ur Hagalíns bafa skrifað, liafa látið í ljós þá-skoðun, að Guðmundur Hagalín liafi þegar með sinni fyrstu bók komið fram á ritvöllinn sem sjálfstæður rithöfundur. Þarf ekki annað en að lesa verk Guð- mundar með alúð, til þess að sann- færast um þetta. Og er Hagalín þarna í töluverðri sérstöðu á meðal stéttarbræðra sinna. Aðalstyrkur lians sem rithöfundar, virðist mér liggja í þessu: Stíll hans er þrótt- mikill og frumlegur, mannlýsingar hans -oft alveg frábærar, og frá- sagnargleðin er Guðmundi svo í blóð borin, að maður hrífst alveg ósjálfrátt með lionum, meira að segja þar sem manni virðist hann skjóta yfir mark ... Þá er að drepa á helztu annmarka: Frásögnin vill stundum verða um of langdregin, sum atriði í skáldsögum Hagalíns virðast mjög ýkjukennd, og lieild- arbygging sumra verka hans er oft töluvert gölluð. Skáldságan, Krist- rún í Hamravík, er ljóst dæmi um þennan síðast talda annmarka. Hinsvegar er persónan, Kristrún Símonardóttir, gerð af þeirri snilld, að einsdæmi má heita í íslenzkum bókmenntum. II Móðir Island: Guðrún Gísladóttir frá Slórhömr- um og Guðmundur, maður hennar, bæði ættuð að vestan, voru búselt í höfuðstaðnum, áttu húskofa........... þarna inni í Mýrinni... “ (Það, sem sett verður innan gæsalappa í þessari grein, er tekið orðrétt úr skáldsögunni. Síðar mun sittlivað tilfært úr öðru skáldverki, eftir Hagalín, verður það auðkennt með skáletri). Guðmundur var alltaf eitthvað að vinna og kom ekki heim, fyr en seint á kvöldin. Gamla lconan þekkti fólkið þarna í hverf- inu lítið sein ekkert. Hún hafði jiví ekki marga til að tala við. En það var ekki ósjaldan, sem Guðrún Gísladóttir lét köttinn Brand sjötta heyra sitl livað af því, er henni bjó i brjósti... Svo var það — stuttu eftir að Bretar lier- náinu landið, að einn dátinn barði að dyrum hjá gömlu konunni. Hann vildi í'á keypt egg fyrir sína yfir- boðara. Og ekki vantaði það, hann var alveg sérstaklega kurteis og alúðlegur, þessi dáti. Guðrún Gísla- dóttir lét hann þá hafa eitt kíló af eggjum. Hann kom svo aftur og aftur, dátinn. llann liét Djonn, þetta skinn. Hann kallaði Stór- hamra-Guðrúnu grandmoððer . .. „Aú, jú, svo komu þeir ameríkönsku, og þá kvað nú strax við annan tón en lijá Breta-greyjun- um, trampað yfir grasflötina, torfu- sneplum og malarkurtum hent í hænsnin. ..“ Það þarf því ekki að koma neinum á óvart ,þótt gamla konan léti brúnirnar síga og læsi bæði lengri og kröftugri pistla yfir kattarkvikindinu, en hennar liafði verið vandi allt til þessa. „ ... já, alveg inn í eldhúsdyr höfðu þeir komið og lieimtað egg, fleygt í mann peningum — eins og maður væri eitthvert kvikindi... “ . .. Einn dag fékk Guðrún Gisla- dóttir frá Stórhömrmn mjög svo eftirminnilega heimsókn. Það var samt enginn af stríðsmönnunum. Nei, þelta var bara liún Katla gamla. kona úr sömu sveit og Guð- rún Gísladóttir. Katla hafði sjaldan látið sjá sig í seinni tíð, þótt hún úyggi þarna í Mýrinni. Og ekki var erindið annað, en að fá þ.votta- duftspakka að láni. Þótt Katla þessi væri ekki í nein- um dátabúningi, kom samt mjög fljótt upp úr dúrnum, að hún var orðin töluvert liandgengin hinum ameríkönsku verndargoðum: Mörg orð úr því máli, sem dátarnir töl- uðu, voru rétt að kalla orðin henni eins tungutöm, og þau, sem hún hafði drukkið í sig með inóður- mjólkinni. Og ekkert þótti'jiessari gömlu konu sjálfsagðara, en að liún Sidda litla, dóttir hennar, væri í selsköpum með offíserum, nótt eft- ir nótt. Ilún fékk hvorki meira né minna en tíu dollara, telpan, fyrir að vera í selskapinu, fyrir nú utan allt annað, ^ins^og t. d. líkjöra og súkkulaði. Og það var svo sem ekki allt af lakara tæinu, fólkið, sem var í þessum selsköpum. Onei- nei! Þarna voru lieldri manna dæt- ur, .... fínt fólk úr Alþingishús- iuu og stjórnarráðinu og úr búðun- um og frá reiðurunum ...., en svo var þá líka trosið innan um! . . . . “ Skjóna, Pólska-Vigga, Bogga stöng, Steinka lirædýr og fleiri slíkar, eft- ir því sem Kötlu sagðist frá. Þótti henni sjálfsagt, að svona gadda- skötur yrðu merktar, „ .... svo að penir menn gætu varað sig á þess- um ókindum, bráðókunnugir menn í landinu .... “ Hún hafði ekki mikið lagt til málanna svona lil að byrja ineð, Guðrún Gísladóttir. Nei, bún hafði rétt lofað Kötlu göinlu að útausa sér. En þar kom, að liún upplióf sína raust, þeksi gamla og góða kona, áður liúsfreyja á Stórhömr- um. Dómur hennar yfir því fólki, sem ball trúss við hina erlendu stríðsmenn, á þann liátt, er Katla hai'ði skýrt frá, reyndist verða æði þungur á metaskálunum: ........ En nú þykir það fínt, Kötlu-tetur, nú þykir það vegur til gleði, auðs og sæmdar að selja blíðu sína og æru. Nú þykir jafnvel foreldrunum sómi að því, að erlendir soldátar vilji gjalda víni og gulli atlot dætra þeirra,... . “ Stórhamra-Guðrún lét ckki sitja við það eitt, að setja ol'aní við Kötlu gömlu. Nei, refsivöndurinn skyldi einnig fá að dynja á spell- virkjunum, dátunmn, sem tröðkuðu á blettinum liennar og liöguðu sér í einu og ölhi eins og villingar. Ilún ætlaði sér, Guðrún Gísladóttir, að kenna þessum piltum mannasiði, sýna þcim fram á, og það af fullri einurð, að lil væri fólk á Islandi, sem ætli fyllilega réLt á, að komið væri manneskjulega fram við það — og því sýnd tilhlýðileg virð- ing ... Enskan — málið þeirra — ekki ætlaði gamla konan að láta það eilt slanda í vegi fyrir sér. Svo sellist hún þá niður, rýndi um stund í oröabækur, hripaði upp nokkur orð og merkingu þeirra á íslenzku. Henni gekk námið fram- ar öllum vonum, hafandi ]>ó „ .. . ekki aðra vitsmunaveru til skrafs og ráðagerða en kattarkvikindi. . . “ Næsta dag reiddi Guðrún Gísla- dóttír refsivöndinn lil höggs. Hvernig fór? Hafði hún getaö komið nokkru tauti við þessa dela, dátana fjóra, þjóna „... liinna amerísku liðsforingja, sem bjuggu í húsinu númer níu við Mýrar- veg? . . . “ Bíðum við! „ — Gúdd morning!“... Þannig hafði liún ávarpað þessa lierra. Hvað þeir sögðu? Ekki orð .. . en undrunarsvipurinn! Jú, kannske! „ — Plís köinm and drínk koffí“. Nú höfðu þek' svo sem fundið þörf lijá sér til að bera saman bækurnar. Um stund hafði kjaftað á þeim liver tuska. Og svo: ætluðu þeir sér hreinlega að æða upp tröppurnar án þess að þurrka af löppunum! Já, livort þeir liöfðu ekki ætlað sér það. En hún hafði þá sagt stopp! Og þá höfð.u þeir háu 'herrar gert svo vel og lagt niður rófuna. Það liafði líka alltaf verið tekið fullt tillit til hennar orða. Og þessir dátar, þeir höfðu svo ekki einu sinni myndast við, að sýna af sér frekari ruddaskap. Nei, þeir höfðu alveg skipt um kóss . .. Og þegar þeir fóru, kvöddu þeir virðulega, „ ... vel siðaðir drengir, bojs of gúdd manners". „ . . . nú var ekki gengið yfir gras- flötina, nú var ekki verið að fleygja möl og rusli í hænsnin, nú var ekki hrinið og hrópað á kvöld- in . . . “ ... Þá er að víkja nokkrum orð- um að honum Steindóri, hálfvitan- um, Steindóri með börurnar. Hann seldi fisk þarna í liverfinu, smán- in sú arna. Guðrún Gísladóttir hafði strax þótzt vita, hvaða mann þetta tetur hefði að geyma. Og hún liafði rétt látið hann fá þetta framan í sig: „ — Hvar lærðir þú að stela?“ Og: „ . . . . þú selur mér ekki stein- bítsflök fyrir lúðu, ræfillinn!“ ... Hún hafði ekkert verið að klípa utan úr sínum meiningum, enda hafði það aldrei" verið hennar list og lag. Svo var það þá stuttu eftir að refsivöndurinn liafði riðið á soldát- unum, að hann Steindór kom að máli við gömlu konuna. Og það var ekkert smáræði, sém þessu tetri lá á hjarta. Nú, Guörún Gísla- dóttir hafði ímyndað sér sitt livað um lians hátterni. Eitt og annað liafði hún líka lieyrt hann segja, t. d. það, að gróðann af sinni þokkja-iðju, liefði liann rausnast til að leggja í nýrækl upp í sveit, og svo hafði hann víst eitthvað verið að þenkja um, að kaupa sér stór- an vélbát eftir stríðið . . . En þetla, sem nú kom. Hann klárlega opnaði sín leyndustu hugarfylgsni upp á gátl, Steindór, skepnan, fyrir henni Guðrúnu Gísladóttur: Hann liafði drukkið og svallað eins og versta svín, og setið liafði hann í tukthúsi, liæði fyrir þjófnað og fyllirí. Nú, þá hafði hann tekið að sér kven- mann, Guðfinnu, nefndi liann liana, apinn. Þessi kvenmannskind liafði verið ekkja, misst manninn í sjó- inn og staðið ein uppi með tvo óvita. Einn góðan veðurdag hafði svo annað barnið, drengur, kveikt í fötunum sínum. Þar með var hann fráskrifaður. Þá hafði þessi Guðfinna farið að stunda heiina- vinnu, eins og Steindóri þóknaðist að orða það. Þannig hafði verið á- statt þegar þau kyiintust, skötu- hjúin. Nú, bitt barniö, Bína. Já, svo nefndi hann það, og þóttist strax hafa borið til telpunnar góðar artir. Já, liann hafði rétt liugsað sér, að reita það mikið saman, að liún gæti lifað sómasainlegú lífi. llvað svo? Þessi Bína hans var klárlega að komast í ástandið, var þó ekki búin af lifa nema ein fimmtán ár í henni Verslu! Guð- finna, móðurmyndin svo sem, lá á Landspítalanum. „ .... Það var eittlivað í . . . í kvenfólkinu á lienni!“ eða svo sagði liann, liálf- vitinn. En hvers vegna var, hann að þusa þessu öllu yfir Guðrúnu Gísladóttur? Jú, hann ætlaðisl til, að gainla konan tæki telpuna af sér, meðan Guðfinna væri á spítalan- um. „ — llvergi annars staðar hér í bæ þyrði ég að hafa liana!....“ hafði hann sagt, smánin. Nú, og svo framarlega, sem Guðrún Gísla- dóttir hjálpaði upp á hann með telpuna, þá skyldi hann „ ... ekki gefa sig lengur í neins konar hel- vítis svínarí“. Ög víst var það meining Guðrún- ar Gísladóttur frá Stórhömrum, að fyrir þennan mann væri eitthvað gérandi!... En hvað var hann að tauta, hræið. Já, hvað var hanri að nefna dátana: „ — Já, þeir ... þeir kalla þig Moððer Æsland,.... “ (Niðurlag næst). Óskar Aöalsteinn. --------0-------- „A!vinnuleysi“, flugbraut og vegur. Út af gamansöinu bréfi, sem ég sendi skötuhjúunum Vesturlandi og Baldri í seinasta Skutli, umhverfast þau bæði, hrífast þó af forminu og skrifa bæði bréf til andsvara, en bæði draga þau umræðurnar niður í svað persónulegra svívirðinga og atvinnurógs. Hefði þó Halldór baldursritstjóri mátt muna það, að betra er að kunna sér nokkurt hóf, þar sem hann einmitt í þessu sama blaði var neyddur til að birta dóm um ómerkingu ályga sinna og illyrða í garð ritstjóra Skutuls og tveggja annara trúnaðarmanna verkalýðs- samtakanna. Allar svívirðingar hans um skóla- stjórastörf mín læt ég eins og vind um eyru þjóta, þau hefir hann aldrei kynnt sér og síst af nokkurri vinsemd. Mér er það nóg, að við störf mín, bæði þau og önnur legg ég fram krafta mína alla, það litlir þeir eru, og meira verður ekki lieimtað. Bréf mitt tók málefni til um- ræðu. Þig og þitt blað snertu tvö þeirra: Atvinnuieysiö í bænum og Fliigvélabraulin. Þú fullyrtir: Atvinnuleysi er í bænum og úr því verður að bæta. Þessi unimæli þín falsar þú nú sjálfur, skinnið, og segir, að í Baldri hafi staðið, að ekki svo fáir verkamenn hafi hafl litla atvinnu í vor. Jæja, belur er nú varla liægt að éta ofan í sig lygina. En ineð fölsun eigin ummæla var það þó varla tilvinnandi. Ef grein þín, Halldór minn, hefði fjallað, um það, sem þú nú segir, atvinnuskort nokkurra verkamanna á tímabili i vor, þá hefði þér orð- ið á að segja satt, en það henti þig auðvitað ekki. Sá atvinnuskortur var eins og all- ir bæjarbúar vita þannig til kom- inn, að eftir að fiskiflotinn koin heim af vetrarvertíð og stærri bát- arnir fóru að búa sig á síldveiðar, fengu sjómenn sér hópum saman vinnu í landi, en skömmu síðar gerist það, að fisktökuskipin hættu að koma. Leið þá nokkur tími, þar til þeir menn, sem í fisktökuskip- unum liöfðu unnið árum saman liöfðu aftur komið sér fyrir í at- vinnu, en ekki samt svo langur, að ])ér ynnist tími til að skrifa um það blaðagrein, fyr en löngu eftir að allir voru komnir i atvinnu og fólk liafði vantað til vinnu um

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.