Skutull

Árgangur

Skutull - 23.03.1946, Blaðsíða 2

Skutull - 23.03.1946, Blaðsíða 2
2 SKUTULL Matthías Ásgeirsson SKUTULL Vikublað. Ábyrgur ritstjóri og útgefandi: Hannibal Valdimarsson Hrannargötu 3, tsafirði. Símar 160 og 49. Afgreiðslu annast: Jónas Tómasson Hafnarstræti 2. Sími 123. Verð árgangsins 20 kr. I lausasölu 35 au. eintakið — 50 au. 8 síður. Nýstárleg vinnu- brögð. Afgreitt mál skyldi tii nefndar. Máli, sem ekki fékkst tekið á dagskrá, skyldi vísað til bæjarráðs. Ýmislegt kátlegt gerist nú á bæj- arstjórnarfundum. Á næstseinasta fundi lagði for- seti bæjarstjórnar, sem jafnframt er ráðinn bæjarstjóri, fast að bæj- arstjórninni að afgreiða ákveðið mál til. fulls — en síðan sagði hann — „má vísa því til nefndar". Ekki vildi hinn óþægi minni- hluti taka upp þennan hátt á af- greiðslu málá og taldi háðungu við hafnarnefnd, ef farið væri að gera gabb að henni með því að vísa til hennar málum, sem bæjarstjórn hefði afgreitt til fulls. — Undir þetta tók einn af fulltrúum meiri- hlutans, og varð flónsku þessari af- stýrt í það sinn. Á seinasta bæjarstjórnarfundi gerðist aftur það, að tveir bæjar- fulltrúar báðu um að fá mál tekin á dagskrá, er dagskrá var tæmd. Þessu var forseti andvígur. Kvað hann hinsvegar sjálfsagt að vísa umbeðnum málum til bæjarráðs. Var honum þá bent á, að engu máli gæti bpjarstjórn vísað til bæjarráðs, nema hún liefði áður tekið það á dagskrá. Var þetta, að bæjarstjórn vísaði máli, sem aldrei haf&i ú dagskrá komiS til bæjarráðs -— engu minni fásinna en dæmið frá fyrri fundinum, þegar vísa útti afgreiddu rnáli til nefndar, en hvorttveggja sýnir mæta vel formfestu nýja bæjarstjórnarmeirihlutans við af- greiðslu mála. Væri þó líkara, að slíkt væru ekki menn með réttu ráði. Framhald þessa skopleiks var svo það, að þegar lil atkvæða- greiðslu kom, um það, livort taka skyldi umrædd mál á dagskrá, sat sá bæjarfulltrúi meirihlutans, sem beiðnina hafði frain borið, hjá, og lét þannig fella það með jöfnum at- kvæðum að taka málin á dagskrá. Gaf hann aðspurður þá skýringu á hjásetu sinni, að hann liefði vilj- að láta málin fara til bæjarráðs. — Virtist liann því hafa fallist á liinn nýja sið, að bæjarstjórnin vísaði málum, sem hún ekki tæki á dag- skrá, til bæjarráðsins. Skemmtu áheyrendur sér dátt yfir formfestu meirihlutans. — Vill Skutull fullvissa menn um, að það er fróðlegt fyrir bæjarbúa að fylgj- ast með málsmeðferð allri og frammistöðu meirihlutans á bæjar- stjórnarfundum. 1 raun og veru mega þeir, sem áhugasamir eru um bæjarmálin, af enguin fundi missa. Þar er góðrar skemmtunar von á hverjum fundi. Á þriðjudaginn var kom Grótta frá Reykjavík. Hún flutti liingað til bæjarins lík Matthíasar Ásgeirsson- ar skattstjóra, en hann lézt á sjúkrahúsi í Reykjavík eftir tanga og stranga legu hinn 4. marz, eins og Skutull hefir áður skýrt frá. Matthías mun ungur liafa ráðizt til verzlunarstarfa í Hnífsdal hjá Jónasi kaupmanni Þorvarðssyni, en síðan fluttist hann til Isafjarðar og tók að stunda trésmíðánám, en hætti því brátt vegna slysfara. Hneigðist nú hugur Matthíasar . til verzlunarstarfa, og sigldi hann til Kaupmannahafnar til verzlunar- skólanáms. Er hann kom heim afl- ur setti hann upp eigin verzlun og var hér kaupmaður í nokkur ár. Þessu næst var liann ritari bæjar- fógeta eða sýsluskrifari eins og það var kallað, og síðar fulltrúi bæjar- fógeta og oft settur sýslumaður og bæjarfógeti um stundarsakir í for- föllum hans. Gegndi Matthías rit- ara og fulltrúastörfunum um full- an áratug frá 1922 til 1933. Á árinu 1933 varð Matthías for- stjóri Togarafélags Isfirðinga, unz það hætli störfum. Á seinni árum stundaði Matthías eigin vélbátaútgerð, þar til er hann varð skattstjóri á Isafirði í ársbyrj- un 1944. Árið 1919 kvæntist Matthías frændkonu sinni Sigríði Gísladótt- ur frá Álftainýri. Eignuðust þau þrjár dætur, Guðnýju, Áslaugu og Svandísi, sem allar eru nú upp- komnar og liinar mannvænlegustu. Matthías Ásgeirsson var hið mesta þrekmenni, eins og hann átti kyn til. Faðir Matthíasar var Ás- geirbóndi 5 Svartliamri, Ásgeirsson- ar, Magnússonar bónda og lirepp- stjóra á Kleifum Þórðarsonar prests á Ilvítanesi og maddömu Matthild- ar. Hún var dóttir séra Ásgeirs Jónssonar í Holti, bróður Þórdísar móður Jóns Sigurðssonar forseta. — Hafa í ætt þessari verið afburða- menn margir um afl og fræknleik og er svo enn. Bróðir maddömu Matthildar var Matthías Ásgeirsson hinn sterki á Eyri í Seyðisfirði og annar bróðir hennar séra Jón Ásgeirsson á Álfta- mýri. Var hann kraftamaður svo mikill, að með fádæmum þótti og fimur að sama skapi. Hefir Þor- steinn Erlingsson skáld ritað um hann skemmtilegar frásagnir, en um Matthías bróður hans liefir Gils Guðmundsson skráð merkan þátt í bókinni „Frá yztu nesjum fyrsta bindi, er út kom 1942. Um ætt þessa segir Gils Guð- mundsson það, að hún sýni ein- hverja glæsilegustu sönnun þess frá síðari öldum, livernig andlegt og líkamlegt atgerfi gangi í erfðir og lialdist við um aldir í sömu ætt- bálkum. Segir hann svo um þetta atriði: „Fimm eru þau atriði, að minnsta kosti, sem fram koma hvað eftir annað lijá einstaklingum úr ætt- þessari og lýsa sér svo glögglega, að ekki getur hjá því farið, að það sé annað og meira en tilviljun ein. Eiginleikarnir eru þessir: 1. Almenn greind og óvenjuleg- ar námsgáfur. 2. Frábærlega góð og stílhrein rithönd. 3. Fríðleiki og glæsimennska í ytra útliti. 4. Sjaldgæft afl og lipurð. 5. Mikil hneigð til áfengra drykkja". Auðvitað fylgja þessir eiginleik- ar allir ekki liverjuin einstaklingi ættarinnar, en hitt er satt, að þeir eru áberandi fleiri eða færri hjá flestum þeirra. Og um Matlliías Ásgeirsson er það að segja, að hann var ágætlega greindur og góðum námsgáfum gæddur. Kom það t. d. í Ijós við verzlunarskólanámið í Höfn. Hlaut hann þar 1. einkunn, þrátt fyrir mjög lélegan undirbúning. Þá er það ýkjulaust, enda alkunna, að Matthías hafði frábærlega góða og stílhreina rithönd. Hann var fríð- ur maður og glæsilegur í ytra út- liti. Og fáir saúitíðarmenn hans hér á Isafirði munu vissulega hafa þurft það að reyna, að þreyta afl við liann, meðan heilsan var óbil- uð. — En um fimmta eiginleikann er það að segja, að víst er hann enn til í þessari ætt, eins og fleirum. Matthías Ásgeirsson var tvisvar kjörinn í bæjarstjórn. Átti hann þar sæti á árunum 1927—1930 og aftur 1934—1938. Á seinna tíma- bilinu kynntist ég honum gjörla. Áttum við þá mikið og gott sam- starf bæði í bæjarráði og bæjar- stjórn. Ekki verður því neitað, að Matt- hías .var mikill flokksmaður — harðsnúinn Sjálfstæðismaður. En hann var drenglundaður og hreinn og beinn andstæðingur. Þess vegna fór vel á með okkur, og man ég það, að við Guðmundur Hagalín höfðum oft orð á því okkar í milli, bæði þá og síðar, hversu samstarf- ið við Matthías hefði verið ánægju- legt, 'ekki hvað sízt í bæjarráði. - Já, Matthías Ásgeirssón var andstæðingur, sem ánægjulegt var að starfa með deila við og berj- ast gegn — og þrátt fyrir mikinn skoðanamun okkar, bar ég til hans að samstarfi loknu hlýján vinsemd- arhug og fyrir iionum fulla virð- ingu. Nú er liann fallinn, hinn sterki íslenzki stofn, á bezta aldri. Og ég liefi fylgt honum til hinztu hvíld- ar með þakklátum hug fyrir góða viðkynningu og gott samstarf, þótt við í flestu stæðum á öndverð- um meið. — Ég tel liann hiklaust í fremstu röð merkra samlíðar- manna minna. — Og víst er hann í flokki þeirra manna, sem ég lengi man. Hannibal Valdimarsson. Eitt heildsalamálið enn: Eigandi verzlunar- innar BERGt dæmd- ur í 30 þúsund króna sekt. Ólöglegur hagnaður, rúmar 118 þúsund krón- ur gerður upptækur. Þann 13. þessa mánaðar kvað sakadómarinn í Reykjavík upp dóm í málinu réttvísin gegn Bergþóri Eyjólfssyni Þorvalds- syni, eiganda og forstjóra heild- verzlunarinnar „Berg“. Dómfelldur var dæmdur fyrir brot á verðlags- og gjaldeyris- löggjöfinni í 30 þúsund króna sekt og greiðslu málskostnaðar, og ólöglegur liagnaður, að upp- hæð kr. 118.005,30 gerður upp- tækur og eign ríkissjóðs. Hins vegar var dómsfelldur sýknaður af ákæru réttvísinnar um hrot á 15. kafla hegningar- laganna. Barnamessa í Isafj arðar- kirkju n.k. sunnud. kl. 11 f. h. Almenn messa kl. 2 e. h. James F. Byrnes Þannig lítur hann út, utan- ríkismálaráðherra Bandaríkj - anna, sem nú er á hvers manns vörum. Ritstjóraskipti liafa orðið við Þjóðviljann. Hafa þeir Sigfús Sigurhjartar- son og Einar Olgeirsson, sem verið hafa stjórnmálaritstjórar blaðsins allmörg undanfarin ár, verið látnir liætta, en við hefir tekið einn æstasti „moskvatrú- boði“ kommúnista hér á landi, Kristinn E. Andrésson. Hafa menn orðið þess varir, að átök mikil liafa verið um það eftir kosningarnar, hverju ófarir konnnúnista hafi veriö að kenna. Telur moskvaklíkan, að stöðvun- in sé því að kenna að ekki hafi veriö haldið uppi nægilega hörð- um áróðri fyrir hinn rússneska málstað, en Sigfús og lians fylgj- endur telja, að ófarirnar séu að kenna óorði því sem á flokkinn hafi fallið, vegna hins rússneska einræðis, sem hér á landi er ó- vallt nefnt í liáði „áiS austræna lg&ræ&i“. Geta menn liaft sínar skoðan- ir á því, hvorir hafi á réttu að standa, en staðreynd er það, að trúin á Moskvatrúboðíö hefir orðið ofaná hjá kommúnistum, og skal nú reyna nýja sókn með því að lierða agitasjónina fyrir hinu rússneska föðurlandi. Jakob Árnason, ritstjóri kommúnistablaðsins Verkamað- urinn á Akureyri hefir líka ver- ið lagður til hliðar. Þó hafa báðir ritstjórar íhalds- blaðsins Islendingur á Akureyri fengið lausu í náð og við hefir tekið lil bróðabirgða nazistinn Svafar Guðmundsson. MUNIÐ Björgunarskútusjóð Vcst- fjarða. öllum f j árstuðningi veitt móttaka hjá Kristjáni Kristjánssuni, Sólgótu 2, ísafirði.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.