Skutull

Árgangur

Skutull - 23.03.1946, Blaðsíða 3

Skutull - 23.03.1946, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 YERKALÝÐSMÁL. f ASalfimdur Sjómannafélags ís- firSinga var haldinn í fyrradag kl. 4 í Alþýðuhúsinu. Jón H. Guðmundsson var kosinn formaður, en frambjóðandi komm- únista, Guðmundur Gunnlaugsson fékk 4 atkvæði. Að öðru leyti var stjórnin sjálfkjörin og skipa hana: Marías Þorvaldsson varaformað- ur, endurkjörinn. Kristóbert Rósin- karsson ritari. Guðmundur Pálsson baðst undan endurkosningu. Ólaf- ur Þórðarson gjaldkeri, endurkos- inn. Steinn Guðmundsson fjármála- ritari, endurkjörinn. Meðstjórnend- ur: Kristján Kristjánsson og Bjarni Hansson. A'ðalfundur Verkalýðsfélagsins Baldurs var haldinn í fyrrakvöld. Stjórnin varð öll sjálfkjörin og skipa liana: Helgi Hannesson form.aður, Hannibal Yaldimarsson, varaf. Gunnlaugur Ó. Guðmundsson ritari. Halldór Ölafsson gjaldkeri. Ragnar G. Guðjónsson fjárm.rit. Varastjórnina skipa: Salómon Hafliðason ritari. Jón Jónsson frá Þingeyri gjaldk. Einar Sigurjónsson fjármálarit. Skuldlaus eign félagsins er kr. 66 789,44 og eignaaukning á árinu 'rúmar 17 000,00 krónur. Samþykkt voru svohljóðandi mót- mæli út af brottrekstri Verka- kvennafélagsins Framsókn úr AI- þýðusambandi Islands. Þar sem það óheyrilega ofbeldi hefir verið framið, að eitt af stofn- félögum Alþýðusambands Islands, Verkakvennafélagið Framsókn, hef- ir verið rekið úr Alþýðusambandi Islands fyrir það eitt, að félagið vildi ekki afsala hagstæðum kaup- gjaldssamningum, er það hafði náð, og ekki heldur breyta skipulagi sínu — vill Verkalýðsfélagið Baldur fordæma þetta einstæða gerræði og mótmæla harðlega liinni ástæðu- lausu og ósvífnu brottvikningu verkakvennafélagsins Framsóknar úr Alþýðusambandi Islands. Tillagan var samþykkt með sam- liljóða atkvæðum. Um 150 manns sóttu fundinn. Verkfalli strætisvagna-bílstjór- anna í Reykjavík lauk þann 12. þessa mánaðar. Gengu báðir aðil- ar að miðlunartillögu sáttasemjara og verður grunnkaup bílstjóranna 612,50 krónur á mánuði, en áður liöfðu þeir 525 krónur. Er þarna því um mjög verulega kauphækk- un að ræða. Ýms hlunnindi bíl- stjóranna voru líka bætt og aukin. Veitingaþjónar og matsveinar á skipum Eimskipafélags Islands hafa sagt upp samningum, og kemur til verkfalls, ef ekki hefir samizt við þá fyrir 1. apríl næstkomandi. A ðalfundur V erkalgðsf élagsins Vörn á Bíldudal var haldinn s. 1. sunnudag. Stjórnin var öll endur- kosin, og skipa hana: Gunnar Kristjánsson formaður Kristján Ásgeirsson varaformaður Lúter Bjarnason ritari Guðbjartur Jónsson gjaldkeri Guðný S. Guðmundsdóttir meðstj. Elísabet Þorbergsdóttir meðstjórn- andi. Samþykkt var á fundinum allítar- leg ályktun um öryggismál, og verð- ur hún hirt síðar í blaðinu. Verkalýðsfélagið Baldur á 30 ára afmæli 1. apríl næstkomandi. Verð- ur afmælisins minnsl með samkomu og útgáfu afmælisblaðs. Svo segja liin blöðin. Sá atburður, að kommúnisti komst í bankaráð Landsbankans á atkvæðum sjálfstæðismanna, hefir vakið hina mestu furðu. Vita menn ekki, hvaða verzlun standi að baki því fyrirbrigði. Um þetta skrifar Vísir 8. marz: „SjálfslæSisflokkurinn kemur kommúnista í bankaráö Lands- bankans. Skörin færist upp í bekkinn. Landsbankanefndin hélt fund í gærdag og kaus tvo menn í banka- ráðið. Nefhdin er þannig skipuð, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir 6 menn, Framsóknarflokkurinu 4, Alþýðuflokkurinn 3 og kommúnist- ar 2. Úr bankaráðinu áttu að ganga 2 menn, sjálfstæðismaður og Al- þýðuflokksmaður. Sjálfstæðisflokk- urinn gat komið sínum manni inn í ráðið með eigin atkvæ'ðum, án þess að fá styrk frá öðrum flokk- um. Ilinir flokkarnir gátu aðeins komið að manni með því að sam- einast tveir eða þrír um kosning- una. Er af þessu Ijósi, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefir afsalað sér manni i bankaráðið og beinlínis ráðstaf- að sætinu til kommúnislans með því a'ö hafa engan sjálfslæðismann i kjöri, þótt honum væri innan handar að fá hann kosinn með sin- um eigin atkvæðum. Það, sem hér hefir farið fram, er því raunveru- lega sú staðreynd, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefir kosið kommúnista í bankaráðið í staðinn fyrir sjálf- stæðismann, sem var fyrir, og flokkurinn liefir þar með afsalað sér meiri hluta i bankaráðinu og gert kommúnistann að oddamanni. Langlundargcð borgaranna. Sjálfstæðismenn yfirleitt munu furða sig á þessari dæmalausu ráð- stöfun, sem brýtur í bága við póli- tískar hugmyndir þeirra og flokks- stefnu. Það er gagnstætt stefnu sjálfstæðismanna að efla kommún'- ista og þcirra stefnu til valda í að- alpeningastofnun þjóðarinnar, sem kommúnistar hafa ofsótt og svívirt meira en nokkra aðra stofnun í landinu. - Ábyrgðin á þessari ráð- stöfun lilýtur að hvíla á miðstjórn og þingflolcki Sjálfstæðisflokksins, sem hafa samþykkt kosningu kommúnistans, því að öðram kosti hefðu fulltrúar flokksins í banká- nefndinni ekki getað né viljað rísa Úndir þeiri-i vanvirðu, sem flokkn- um liefir verið gerð með þessu. Nú fer að verða ljóst, hvers vegna Gísla Sveinssyni og Pétri Ottesen var vikið úr bankanefnd- inni fyrir áramótin og aðrir lítil- sigldari settir í þeirra stað. Hefðu þeir setið áfrám í nefndinni, hefði flokknum verið hlíft við þeirri hneisu, sem honum hefir nú verið gerð með kosningu kommúnistans. Flatsængin með kommúnistunum fer að verða dýr fyrir flokkinn og þjóðina, ef framhald verður á slík- um flótta frá stefnu og manndómi. Ennþá einu sinni mun þess vænzt, að ekki bresti langlundargeð borg- aranna, þótt þeir séu nú langþreytt- ir orðnir á sífelldri eftirlátssemi og þjónustu við kommúnista, sem stingur einkennilega í stúf við yf- irborðsfjandskapinn til þeirra í nýafstaðinni kosningabaráttu. Þarna sjá sjálfstæðismenn út um land, svarl á hvítu, í sjálfstæðis- blaði, að vegna ástríkis við komm- únista afsalar Sjálfstæðisflokkurinn sér ekki aðeinseinummanni.lieldur líka meirihlutaaðstöðu í bankaráði Kirkjuhljómleikar. Sunnukórinn hélt hljómleika í Isafjarðarkirkju þann 15. þessa mánaðar. öll voru viðfangsefni kórsins að þessu sinni eftir Jónas Tómasson organista kirkjunnar og stjórnanda Sunnu- kórsins. Húsfyllir var og voru hljómleikarnir endurteknir sunnu- daginn þann 17. þessa mánaðar. Undirtektir voru hinar ágætustu. Dylst mönnum ekki, að eftir Jónas Tómasson liggja nú orðið allmörg veigamikil kirkjuleg tónverk, enda var hinn mesti myndar- og menn- ingarbragur á öllum flutningi tón- verkanna. Tónleikarnir voru í fjórum þátt- um. Fyrstu sex lögin söng Sunnu- kórinn við undirleik frú Sigríðar Jónsdóttur. 1 öðrum þætti lék Ingvar Jónas- son á fiðlu, en höfundurinn sjálf- ur á orgel. Var þátturinn hugljúfur og náði föstum tökum á áheyrend- um. 1 þriöja þætti sungu ungar stúlk- ur þrjú lög við orgelundirleik, en að síðustu söng Sunnukórinn 6 lög undir stjórn tónskáldsins. Sunnukórinn hefir sjaldan sung- ið bétur en þetta kvöld. Var auð- lieyrt, að liann hafði lagt mikla al- úð við æfingu verkefnanna, enda mun flestum hafa verið hlýtt um hjartarætur, er þeir fóru heim úr kaldri kirkju í þetta sinn. Jónas Tómasson hefir nú með kirkjutónverkum sínum, í öllu sínu yfirlætisleysi, helgað sér sæti á hin- um æðra bekk meðal íslenzkra tón- skálda. Skíðadagur barna er í ár hinn 1. apríl um land allt. Þá fer fram merkjasala til söfnunar fjár til skíðakaupa handa fátækum börn- um. Þessa dagana hefir verið úthlut- að 20 pörum af sldðum ásamt bind- ingum og stöfum til fátækra barna hér í bænum, og voru skíðin keypt fyrir merkjasöluágóða seinasta árs. Elzti bekkur barnaskólans sér uin merkjasöluna, og er þess vænst, að bæjarbúar snúist vel við heim- sókn barnanna á skíðadaginn. Gunnlaugur Þorstéinsson fyrrum héraðslæknir í Þingeyrarhéraði lézt i fyrrinótt, sextíu og tveggja ára að aldri. Banamein hans mun liafa verið heilablóðfall. Grunnvíkingafélag var stofnað liér í bænum í vikunni. Félagsmenn eru um 30. Formaður er Guðmund- ur G. Hrafnfjörð. Á bæjarráðsfundi í gær vora opnuð tilboð í byggingu flugvéla- brautar í Neðstakaupstað. Tilboðin höfðu borizt frá Ragn- ari Bárðarsyni og frá Skipasmíða- stöð Marzelíusar Bernharðssonar. Fyrnefnda tilboðið var að upp- hæð kr. 115 000 en hið síðarnefnda kr. 149 200. Tilboðin bæði verða nú látin ganga til flugmálastjóra til úr- skurðar. Ingolf Abrahamson rafvirkja- meistari var á seinasta bæjarstjórn- arfundi ráðinn sem eftirlitsmaður raflagna hjá Rafveitunni. Landsbankans, og gefur rekkju- nautum sínum, kommúnistum, þar oddaaðstöðuna. Fyrstu Svíþjóðarbátarnir eru nú sagðir nálega tilbúnir. Fóru þeir Birgir Finnsson, forstjóri Sam- vinnufélagsins, Ólafur Júlíusson skipstjóri og Guðmundur Guð- mundsson skipstjóri áleiðis til Reykjavíkur fyrir tveimur dög- um. — Þaðan halda þeir til Danmerkur og síðan yfir til Sví- þjóðar. — Ólafur Júlíusson verður skipstjóri á fyrri bát Samvinnufé- lagsins — Isbirni — en Guðmund- ur á fyrri bát H.f. Njarðar •— Haf- dísi. Ætti að mega vænta þess, að fyrstu bátarnir kæmu liingað í lok næsta mánaðar. Jarðarför Matthíasar Ásgeirsson- ar fór fram síðastliðinn fimmtudag að viðstöddu miklu fjölmenni. Nýr bústjóri. Skeggi Samúelsson bústjóri á Seljalandi hefir sagt upp stöðu sinni, og var nýr bústjóri ráðinn á bæjarstjórnarfundi 20. þessa mánaðar. Heitir sá Agnar Jónsson og mun vera verkstjóri í hraðfrystihúsi á Sauðárkróki. Hann er búfræðingur frá Hólum og hafði meðmæli búnaðarmálastjóra, sem góður sauðahirðir. Aðrir umsækjendur voru Guð- mundur Helgason frá Unaðsdal, Ingólfur Magnússon Seljalandi, Magnús Hákonarson Seljalandi, Gísli Sæmundsson Garðstöðum. Hermann A. Hansen Sigmundar- stöðum í Borgarfirði og Karl Þór- arinsson Hofsstöðum Borgarfirði. Vel má að vísu vera, að liæfur og nýtur maður hafi valizt til hins vandasama bústjórastarfs með þessari ráðningu bæjarstjórnar- meirihlutans. En svo virðist þó, sem eðlilegra hefði verið að velja einhvern þeirra Vestfirðinga, sem um starfið sóttu, voru þaulkunnugir rekstri kúabúa og öllum vestfirzkum búnaðarskil- yrðum. Er það álit þess, sem þetta ritar, að Guðmundur Ilelgason hafi verið prýðilega liæfur til starfsins, en einnig sýnist svo sem erfitt hefði verið að ganga fram hjá jafn ágætlega búmenntuðum atorku- manni, eins og Ingólfi Magnússyni eða Magnúsi Hákonarsyni. Er og talið, að sá síðastnefndi hafi haft góð og gild loforð kommúnistafor- sprakkanna hér fyrir starfinu, en efndirnar þeirra urðu reyndar svik, þvi Haraldur hafði ekki nema yfir einu atkvæði að ráða, og auðvitað varð það að falla á þann sem íhaldið hafði fengið velþóknun á. Þannig enda nú allar sögur og æv- intýri spyröubandsins. Góðtemplarastúkurnar í bænum hafa starfað vel í vetur og hafa tek- ið inn fjölda nýrra félaga. Templaraheimsókn. Fyrir nokkru síðan fóru ísfirzkir templarar í heimsókn til templara í Bolunga- vík í tilefni af afmæli stúkunnar Hörpu. Sátu þeir þar fjölmennan og ánægjulegan fund og ríkulegt af- mælishóf. — Róma Isfirðingarnir mjög myndarskap og áhuga templ- ara í Bolungavík í bindindismálum. 1 sambandi við fundinn tólui 7 reglufélagar trúnaðarstig. Kvenfélag Alþýðuflokksins hélt sinn þriðja fund í gærkveldi, og var það skemmtifundur. Sjö konur gengu i félagið. Er það nú orðið eitt fjölmennasta félag bæjarins.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.