Skutull - 23.03.1946, Side 4
4
SKUTULL
Staðfesting fundarskapanna. Félag Alþýðuflokksins
1 seinustu blöðum meirihlutans,
sem út komu (Baldri og Vestur-
landi) var alveg gefist upp við að
verja það, að meirihlutinn í Bæjar-
stjórn Isafjarðar liefði ekki brotið
fundarsköp bæjarstjórnarinnar. -—
]>að var sem sé öllum augljóst mál
eflir að hinar skýlausu, en þver-
brotnu og margbrotnu greinar
fundarskapanna höfðu verið birt-
ar almenningi.
En þá var tekin ný vígstaða: Það
gerði ekkert til, þótt þessi fundar-
sköp væru þrotin og krossbrotin,
því að það væri ekkert að marka
þau. Þau hefðu aldrei verið stað-
fest af stjórnarráðinu, þótt krat-
arnir hefðu stjórnað eftir þeim í
20 ár. Baldur gengur meira að
segja það lengra, að hann fullyrð-
ir, að alþýðuflokksmenn liafi við-
urkennt, að fundarsköpin væru ó-
staðfest plagg.
Nú skyidu menn ætla, að ekki
hefði verið leitað í þetta skjólið,
fyr en ]>að hefði verið alveg vist,
að ekki væri verið að vaða reyk.
Og það vantaði ekki, að þeir þótt-
ust vissir. Sigurður Halldórsson
hafði leitað — og ekki fundið, þrátt
fyrir fyrirlieit lielgra rita. Vigur-
vitið hafði lagt sig fram með alla
sína lögspeki. Haraldur Guðmunds-
son hafði slafað sig í gegn um öll
stjórnartíðindi og til frekara ör-
yggis hafði hirðlögfræðingur Hrist-
ings sálaða og kommúnistanna,
Kristján nokkur nefndur skrifari,
leitað líka daglangt eða meir í öðru
eintaki af stjórnartíðindum, en allt
kom fyrir ekki. Staðfesting fundar-
skapanna fýrirfannst livergi. Því
dæmdist rétt vera. Fundarsköpin
voru ómerkt plagg, sem ekkert
gerði til að væru brotin.
En viti menn, þrátt fyrir alla
leitina. Og þrátt fyrir öll gífuryrði
tveggja blaða meirihlutans liggur
símskeyli frá ríkisstjórn Islands í
fórum þessara sömu manna sjálfra.
Þeir höfðu því, eins og hent hefir
aðra fábjána á undan þeim — álp-
ast yfir ána til «8 sækja vatn.
En ef þeir hefðu nú liafl hugvit
til að fletta upp fundargerðabók
bæjarstjórnar Isafjarðar, t. d. hinn
29. janúar 1930, og svo staðnæmst
með fingurinn við IV. lið, ])á
hefðu ritningarnar ræzt meiri-
hlutinn hefði verið búinn að leita
oy finna. Þar er sem sé tekin fyrir
staSfesting á samþykkt um stjórn
bæjarmálefna á Isafirði. Og er í
því sambandi lagt fram svohljóð-
andi símskeyti frá atvinnumála-
ráðuneytinu dagsett 25. janúar
1930. —• Þar segir svo:
„Ráðuneytið hefir í dag stað-
fest samþykkt um stjórn bæj-
armálefna ísaf jarðarkaupstað-
ar OG FUNDARSKÖP BÆJ-
ARSTJÓRNARINNAR TIL AÐ
GILDA ÞEGAR 1 STAÐ . . .“
Þarna getur þá meirihlutinn séð
sína sæng út breidda í þessu atriði.
Er ekki nema gott, að hann skuli
þegar hafa viðurkennt brot sín á
fundarsköpunum, en svo mikið er
víst, að óþarft er að fótum troða
þau af þeirri ástæðu að þau liafi
aldrei verið staðfest. — Verður nú
fróðlegt að sjá, hvaða músarholu
meirihlutinn leitar í næst til að
fela smán sína og fáfræði viðvíkj-
andi fundarsköpum bæjarstjórnar
Isafjarðar.
-------0--------
Vildu ekki auglýsa.
Morgunblaðið hefir verið að
fræða Reykvíkinga á þeirri vizku,
að allt gengi nú fyrir sig í bæjar-
stjórn Isafjaröar með svo ómenni-
leguin ribbaldabrag af hendi minni-
hlutans, að allt fylgi væri hrunið
af krötunum.
Nú hefir fengizt prófsteinn á
þennan fréttaburð Morgunblaðsins.
— Aðalfundir stærstu stéttarfélag-
anna í bænum, Sjómannafélagsins
og Baldurs, sem til samans liafa
upp undir 1000 félagsmenn, voru
haldnir s. 1. fimmtudag.
Og hvað kom þar í ljós um fylgi
meirihlutans svonefnda í bæjar-
stjórn? — Fjögnr atkvæöi í Sjó-
mannafélaginu var uppskeran.
Sljórn Baldurs ,,krítiseruö“ í
klukkutima, en j>egar Ijóst var orð-
íð, Iwersu sárafáar hræ&ur væru í
jxUtskipu'öurn samkomusal Aljpjöu-
hússins, — sem tilhegröu sauöahúsi
S.-S.-liösins, löbbuöu örfáar íhalds-
sálir út annarsvcgar og kommasál-
irnar hinumegin, mættust í úti-
dyrum, skiptust á skætingi og voru
úr sögunni.
Síöan var stjórn Baldurs sjálf-
kjörin og fagnaö meö almennu lófa-
taki.
Þarna hraus bæjarstjórnarmeiri-
hlutanum hugur við AÐ AUGLÝSA
EYMD SlNA. En hér er bara að
byrja að koina í ljós „hrifning“ í-
haldskjósendanna yfir sambúðinni
við kommúnista — og „lukku“ sósi-
alistanna, sem villlust á Hauk Helga-
syni og Haraldi Guðmundssyni sein
fúlltrúum jafnaðarstefnunnar.'
STARFSSTULKUR.
Tvær gangastúlkur vantar okkur strax eða. um mánaðamót.
Sjúkrahús Isafjarðar.
TILKYNNING.
Vér viljum vekja athygli almennings á því, að börnum er
BANNAÐ að heimsækja sjúklinga á sjúkrahúsinu.
Sjúkrahús Isafjarðar.
AÐALFUNDUR
Bökunarfélags Isfirðinga h. f.
verður hahlinn laugardaginn 0. apríl 1946 í húsi félagsins
ld. 9 e. h.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Isafirði, 14. marz 1946.
Sigurður Guðmundsson.
heldur fund
mánudaginn 25. þ. m. kl. 8/2 e. h. í veitingasal Al-
þýðuhússins.
Dagskrá:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Yenjuleg aðalfundarstörf.
3. önnur mál.
Félagar fjölinennið stundvíslega og takið með nýja
íélaga.
STJÖRNIN.
HVERGI
er betra að verzla en í
KAUPFÉLASINU.
Soyabrauð
Heilhveitibrauð
Rúgsigtibrauð
og allar venjulegar brauð og
kökutegundir.
Bökunarfélag
Isfirðinga h. f.
NOKKRIR BALLAR,
búnir til úr trolli, eru til sölu.
Til sýnis í Ishúsinu Norður-
tanginn.
Finnbogi Jónsson.
Raun við Hlíðarveg.
HLlFAR KONUR!
Hinn væntanlegi bazar fé-
lagsins hefir verið ákveðinn 31.
marz n. k.
Eru því félagskonur vinsam-
lega beðnar að koma munum
á bazarinn til neðangreindra
kvenna eigi síðar en fimmtu-
daginn 28. s. m.
Isafirði, 22. marz 1946.
I Bazarnefnd:
María Hálfdánardóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Herdís Alberts
Soffia Löve
VEGGFÖÐUR
er nýkomið til
Guðmundar E. Sæmundssonar.
Prentstofan Isrún h.f.
Bíó Alþýðuhússins
sýnir:
Laugardag og
sunnudag kl. 9:
ÓÐUR RÚSSLANDS
(Song of Russía)
Metro Goldwyn Mayer
kvikmynd, gerð undir stjórn
Gregory Ratol'fs.
Músik eftir:
Peter Ilich Tschaikowsky.
Aðalhlutverk:
Robert Taylor
Susan Peters
Sunnudag kl. 5 og
mánudag kl. 9:
ÆSKUTÖFRAR
Skemmtimynd.
Aðalhlutverk:
Gloria Jean‘
Donald O’Connor
Engin sérstök barnasýn-
ing sunnudag.
Þriðjudag kl. 9
verður eina og síðasta
tækifærið að sjá hina eftir-
sóttu mynd:
HOLLYWOOD
C A N T E E N .
K ARLM AN N S-REIÐH J ÓL
til sölu.
Upplýsingar á póstafgreiðsl-
unni.
\