Skutull - 08.02.1947, Page 1
XXV. ár. ísafirði, 8. ferbúar 1947. !•—2. tbl.
Stjórnarkreppunni loks aflétt.
Ný ríkisstjórn undir
forustu Alþýðuflokksins.
Að stjórninni sianda Alþýðuílokk-
urinn, Framsóknarílokkurinn og
S j álf sí æðisflokkurinn.
Stefán Jóh. Stefánsson og Emil Jóns-
son eru ráðherrar Alþýðuflokksins.
Stefán Jóh. Stefánsson, formaður Alþýðuflokksins,
náði fullnaðar samkomulagi um myndun þriggja flokka
ríkisstjórnar s. 1. þriðjudag. Síðdegis þann sama dag var
gengið frá málefnasamningi stjórnarinnar svo og verka-
skiptingu í henni, og tilnefndi hver hinna þriggja flokka
um sig þá ráðherra, sem af þeirra hálfu eru í stjórninni.
Daginn eftir, 4. febr., tók svo hin nýja stjórn við em-
bætti í ríkisráði, og s. 1. fimmtudag flutti hún stefnuyfir-
lýsingu sína á Alþingi.
Sex ráðherrar eiga sæti í þessari nýju ríkisstjórn, tveir
frá hverjum hinna þriggja flokka og hefur verkum ver-
ið skipt sem hér segir:
Stefán Jóh. Stefánsson, íorsætis- og félagsmálaráð-
herra.
Emil Jónsson, samgöngu- og viðskiptamálaráðherra.
Eysteinn Jónsson, menntamála- og flugmálaráðherra.
Bjarni Ásgeirsson, atvinnumálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, utanríkis- og dómsmálaráðherra.
Jóhann Þ. Jósefsson, fjármála- og sjávarútvegsmála-
ráðherra.
Hinn nýi forsætisráðlierra, Ste-
fán Jóhann Stefánsson, sern jafn-
framt verður félagsmálaráðherra í
þeirri ríkisstjórn, sem nú sezt að
völdum, fæddist að Dagverðareyri
við Eyjafjörð 20. júlí 1894 og er því
52 ára. Hann varð stúdent í Reykja-
vík 1918 og lauk lögfræðiprófi við
háskóíann 1922. Varð hæstaréttar-
málaflutningsmaður í Reykjavík
1920. Stefán'Jóhann tók þegar á
skólaárunum öflugan þátt í alþýðu-
hreyfingunni og var kosinn í mið-
stjórn Alþýðusambands Islands og
Alþýðuflokksins þegar 1924. Sama
ár var hann kjörinn bæjárfulltrúi
fyrir Alþýðuflokkinn í Reykjavík
og var það óslitið í 15 ár, til 1939.
Rilari Alþýðusamhandsins og Al-
þýðuflokksins var hann kjörinn
1932 og forseti að Jóni Baldvins-
syni látnum 1938. En er aðskiln-
aður var gerður með Alþýðusam-
handinu og Alþýðuflokknum 1940
var hann kjörinn formaður Alþýðu-
flokksins og hefir verið það síðan.
Var landkjörinn alþingismaður
1934—1937, jjingmaður Reykvík-
inga 1942—1946 og landkjörinn
þingmaður síðan. Var utanríkis- og
félagsmálaráðherra í stjórn Her-
* manns Jónassonar 1939—’42. Hefir
gegnt fjölmörgum öðrum trúnaðar-
störfum, þar á meðal verið formað-
ur í bankaráði Útvegsbankans síð-
an 1935 og forstjóri Brunabótafé-
lags Islands síðan 1945.
Ernil Jónsson, sem verður sam-
göngumála- og viðskiptamálaráð-
herra í hinni nýju stjórn, fæddist
í Hafnarfirði 27. október 1902.
Varð slúdent í Reykjavík 1919 og
lauk verkfræðiprófi við verkfræði-
háskólann í Kaupmannahöfn 1925.
Bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði
1926- 1930. Var kjörinn í bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar það ár og hef-
ir verið það alla tíð síðan. Var bæj-
arstjóri í Hafnarfirði 1930—1937
og vitamálastjóri 1937—1944. Þing-
maður Hafnfirðinga 1934—1937,
landkjörinn þingmaður 1937—1942
og þingmaður Hafnfirðinga síðan.
Var samgöngumálará^Sherra í stjórn
Ólafs Tliors 1944—1947. Átti sæti
í stjórn Alþýðusambands Islands
1930—1940 og í miðstjórn Alþýðu-
flokksins síðan.
Stefán Jóhafin Slefánsson
forsætis- og félagsniálaráölierra
Eysteinn Jónsson, hinn nýi
menntamáia- og flugmálaráðherra,
fæddist á Djúpavogi 13. nóvember
1906. Lauk námi við Samvinnu-
skólann 1927. Skattstjóri í Reykja-
vík 1930—’34. Þingmaður Sunn-
inýlinga 1933—1946. Var fjármála-
ráðherra í stjórn Hermanns Jónas-
sonar 1934- 1939 og viðskipta-
málaráðherra í stjórn Hermanns
Jónassonar 1939—1942. Hefur ver-
ið framkvæmdastjóri prentsmiðj-
unnar Eddu í Reykjavík síðan
1942.
Bjarni Ásgeirsson, hinn nýi at-
vinnumálaráðherra, fæddist að
Knarrarnesi á Mýrum 1. ágúsl
1891. Lauk námi við Verzlunar-
skólann 1910. Búfræðingur frá
Hvanneyri 1913. Bóndi að Knarr-
arnesi 1915—1921 og að Reykjum
i Moslellssveit síðan 1921. Hefur
verið þingmaður Mýramanna síðan
1927. Hefir átt sæti í stjórn Bún-
aðarfélags Islands síðan 1927 og
verið formaður þess síðan 1939.
Bankastjóri Búnaðarbankans 1930
-1938. Hefir gegnt fjölda annarra
trúnaðarstarfa.
S K U T U L L
þarf að komast inn
á hvert heimili
á Vestfjörðum.
Bjarni Benedildsson, hinn nýi
utanríkis- og dómsmálaráðherra,
fæddist í Reykjavík 30. apríl 1908.
Varð stúdent í Reykjavík 1926 og
lauk lögfræðiprófi við háskólann
1930. Var prófessor í lögum við há-
skólann 1932—1940. Kjörinn bæj-
arfulltrúi í Reykjavík 1934 og hefir
veriö það alta tíð síðan. Borgar-
stjóri í Reykjavík síðan 1940. Þing-
maður Reykvíkinga 1942—1946, en
landkjörinn þingmaður síðan.
Jóhann Þ. Jósefsson, hinn nýi
fjármála- og sjávarútvegsmálaráð-
herra, fæddist í Vestmannaeyjum
17. júní 1886. llefir stundað út-
gerð í Vestmannaeyjum síðan 1909,
en rekur nú jafnframt umboðs-
verzlun í Reykjavík. Bæjarfulltrúi
í Vestmannaeyjum 1918—1938.
Þingmaður Vestmannaeyinga síðan
1923.
—-------- ----------
Emil Jónsson
samgöngn- og vi&skiptamálará&h.
Frá Reykjanesskóla.
Fimmtudaginn 9. þ. m. færði
Þórleifur námsstjóri Bjarna-
son Reykj anesslcóla forkunn-
arvandaðan silkifána á stöng
og þverslá útskorinni, allt
handbragð gert af mikilli
snilld og frábærri smekkvísi.
Gefendur fánans eru nemend-
ur héraðsskólans í Reykjanesi
veturinn 1943—’44, og er það
letrað öðrum megin á slána,
en heiti skólans og ártölin
1934—1944 hinum megin.
Vegná skólans flyt ég gef-
endunum hugheilar þakkir
fyrir þessa góðu, fögru gjöf.
Reykjanesi, 12. jan. 1947.
Þóroddur Guðmundsson.
------o------