Skutull - 08.02.1947, Blaðsíða 3
S K U T U L L
3
Frumvarp Jóhanns Ilafsteins
um lögþvingaðar hlutfallskosning-
ar í verkalýðsfélögunum var fellt
í neðri deild Alþingis þann 13.
janúar með 16 atkvæðum gegn 9.
Voru það íhaldsmenn einir, sein
frumvarpinu fylgdu. Meðal þeirra
voru auk flutningsmanns Ólafur
Tliors, Hallgrímur Benediktsson
og Sigurður Kristjúnsson.
Við þessa umræðu inálsins full-
yrti Jóhann Hafstein, að Hermann
Guðmundsson liefði í einkasamtali
við sig lofað því rétt eftir fyrstu
uinræðu um málið, að hann skyldi
beita sér fyrir málinu á Alþýðu-
sambandsþingi, ef Jóhann vildi
taka frumvarpið aftur. — Lagði
Jóhann við drengskap sinn, að
þetta væri rétt, en Hermann vildi
að vonum ekki viðurkenna annað
en að málið skyldi tekið til með-
ferðar.
VerkamannafélagiG Hlíf í Hafn-
arfirði er fjörutíu ára um þessar
mundir. Var það stofnað seint í
janúar árið 1907. Stofndagurinn er
gleymdur, vegna þess að glatazt
hefir elzta gjörðabók félagsins. —
Gils Guðinundsson hefir verið
fenginn til að rita sögu Iilífar, og
kom hún út um seinustu helgi.
Verkamannafélagið Hlíf er fjöl-
mennt féiag og öflugt og liefir
staðið vel á verði um hagsmuni
hafnfirzkra verkamanna. Það hef-
ir sjaldan átt í verkföllum, og mun
það að einhverju leyti stafa af því,
að oft hefir ísinn verið hrotinn í
kaupgjaldsmálunum af Verka-
inannafélaginu Dagshrún, og þá
ekki stætt á því fyrir hafnfiszka
atvinnurekendur að neita um sams-
konar eða svipuð kjör og samriírig-
ar höfðu náðst um í Reykjavík. —
Formaður Hlífar er Hermanii Guð-
mundsson, alþingismaður.
Bílstjóradeild VerkalýSsfélagsins
Baldur_ hefir átt í samningum við
atvinnurekendur og tókust samn-
ingar þann 1. febrúar s. 1. Með
þessum nýju samningum hækkar
allur bílaakstur um 20%, og verður
tíiuakaup iiifreiða í dagvinnu kr.
21,00 á klst., en nætur- og lielgi-
dagavinna kr. 32,00 á klst.
Gjald þetta er miðað við að ekið
sé allt að- tveimur smáiestum. Sé
ekið þyngri hlassi greiðist hlut-
fallslega meirá.
Þá er og í þessum samningi á-
kvæði um það, að á þeim vinnu-
stöðum, sem vinnii er hætt kl. 12 á
iaugardögum, skal bifreiðaakstri
einnig lokið á sama tíma, en sé þó
unnið eftir þann tíma á sömu
vinnustöð, skal helgidagavinna
reiknast frá kl. 12 á laugardegi.
Ennfremur er atvinnurekendum,
seih eiga vörubifreiðar, óheimilt að
leigja né taka á leigu bifreiðar, sem
ekki eru í Bílstjóradeild Verkalýðs-
félagsins Baldurs, nema að svo
standi á, að engar leigubifreiðar
scu fáanlegar innan félagsins. Sú
hækkun, sem hér hefir orðið á
akstri liifreiða, stafar fyrst og
freinst af því, að kaup hifreiða og
hifreiðastjóra var orðið langt fyrir
neðan það gjald, sém greitt er fyr-
ir sömu vinnu annarsstaðar, og er
því hér um að ræða samræmingu
á akstursgjöldum Bílstjóradeildar
Baldurs við hílstjórafélög annara
staða á landinu.
Nýr samningur viö Niöursu'öu-
verksniiöjuna á Isafiröi h.f. Þann
31. jan. s. 1. gerði Verkalýðsfélagið
Baldur og Niðursuðuverksmiðjan á
Isafirði li.f. með sér samkoinulag
um ákvæðisvinnu, við skelflettingu,
niðurlagningu og innpökkun á
rækjum.
Samkvæmt þessu samkomulagi
skal nú greiða fyrir skelflettingu á
rækjum kr. 1,80 pr. kíló miðað við
skelflettar rækjur, var áður kr.
1,38 pr. kíló.
/
Fyrir niðurlagningu í dósir
greiðist kr. 4,20 pr. 100 dósir, var
áður kr. 3,22.
Fyrir innpökkun greiðist kr. 1,80
pr. 100 dósir, var áður kr. 1,38.
Eftir kl. 5 s. d. liækkar ákvæðis-
vinnan um 20%.
Kaup það, sem hér um ræðir, er
grunnkaup, og skal það bætt upp
mánaðarlega samkvæmt vísitölu
kauplagsnefndar, og er miðað við
vísitölu næsta mánaðar á undan
þeim mánuði, sem greitt er fyrir.
Vinnustaðir skulu vera uppliit-
aðir og bjartir svo og kaffistofa.
Samkomulag þetta gildir frá 1.
febr. til 1. apríl þessa árs, og rýrir
það á engan liátt gildi hins al-
menna kaupgjaldssamnings Bald-
urs, og taka ákvæði lians eftir sem
áður til allrar~*vinnu hjá Niður-
suðuverksmiðjunni, sem ekki fell-
ur undir ákvæðisvinnu þá, er sam-
koiuulag þetta nær til.
Dröfn, deild netavinnumanna í
Baldri, á nú í samningum við Neta-
gerðina á Grænagarði, o. fl. Samn-
ingaumleitanir hafa staðið yfir um
nokkurt skeið, en samningar hafa
enn eigi náðsl.
Þann 1. og 2. febrúar fór fram
ailsherjar atkvæðagreiðsla innan
deildarinnar, um heimild lianda
stjórn Baldurs og samninganefnd
til að hefja vinnustöðvun lijá þeim
atvinnurekendum, sem hlut eiga að
máli. Takist samningar ekki innan
hæfilegs tíma að þeirra dómi.
Allir meðlimir Drafnar, sem
staddir eru hér í bænum tóku þátl
í þessari atkvæðagreiðslu, og er
atkvæði voru talin, kom í ljós, að
allir voru með því að veita stjórn
og samninganefnd heimild til
vinnustöðvunar.
. Má því búast við, að til verkfalls
komi hjá þessum atvinnurekend-
um, náist ekki samkomulag hið
allra bráðásta.
-------O--------
H j álpr æðisherinn.
Sajnkoma laugardag kl. 8
Laufey Elíasdóttir með telp-
ur frá Bolungarvík syngja og
spila.
Sunnudag kl. 2 sunnudaga-
skóli. Kl. 8y2 Hjálpræðissam-
koma.
Æskulýðsritarinn Major
Hilmar Andresen og frú
stjórna og tala.
Telpurnar frá Bolungarvík
taka þátt í sámkomunni.
Allir velkomnir.
Prentstofan lsrún h.f.
Sjötugur heiöursmaöur. Þann 29.
desember síðastliðinn átti Finnur
bóndi Finnsson á Hvilft í önund-
arfirði sjötugsafmæli. Óvíða á Is- -
landi sést myndarlegri bygging í
sveit, en að Hvilft í önundarfirði,
og sjaldgæft er það að upp vaxi á
einum hæ myndarlegri og mann-
vænlegri barnahópur, en þau
Hvilftarsystkini eru. Þau hjónin á
Hvilft, Finnur Finnsson og Guð-
laug Sveiusdóttir hafa komið 10
börnúm til manns og mennta, og
mundi það eitt þykja gott dags-
verk.
En Finnur á Hvilft hefir haft
ýmsu að sinna utan heimilis, og
ihnt ]>að allt af liöndum með þeim
liætti, að sveitungar hans töldu
hæfa að minnast þeirrar þjónustu
nú á sjötugsafmælinu með því að
gera hann að lieiðursborgara Flat-
eyrarhrepps.
líarl Olgeirsson kaupmaöur átt-
ræöur. Þann 18. jan. s. 1. varð Karl
Olgeirsson kaupmaður áttræður.
Hann er Norðlendingur að upp-
runa, fæddur að Vatnsleysu í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu, en hefir nú ver-
ið á Vestfjörðum yfir 40 ár. Á ár-
unum 1903—1916 var Karl verzl-
unarstjóri verzlunarinnar Edin-
horg, en það ár keypti hann fyrir-
tækið, en nokkru síðar gerðust þeir
Jóhann Þorsteinsson og- Sigurjón
Jónsson meðeigendur hans að
verzluninni. Gerðust þeir félagar
um skeið aðsópsmiklir um verzlun
og útgerð, höfðu þetta 4—6 30
tonna skip fyrir landi, og ráku
mikla fiskverkun, fiskverzlun og
kola- og saltsölu auk almenns verzl-
unarreksturs. — 1 ársbyrjun 1924
seldi Karl sinn hluta í verzluninni
og hefir síðan rekið myndarlega
vefnaðarvöruverzlun á Isafirði
eins og kunnugt er.
Karl Olgeirsson gekk ungur i
Möðruvallaskóla og lauk þaðan
gagnfræðaprófi vorið 1891. Verzl-
unarnám stundaði hann í Kaup-
mannahöfn 1901—1902. — Um eitt
skeið var liann kennari í Hnífsdal,
en annars hefir hann, sem fyrr
segir, helgað krafta sína verzlunar-
og atvinnumálum.
Karl er glæsimenni í sjón, glað-
ur í lund og vinsæll með afhrigð-
um. Hann ber aldurinn vel, er
teinréttur og léttur i spori. En um
margra ára skeið hefir hann kennt
sjóndepru og er nú nálega blind-
ur.
Ritstjóri Skutuls hefir einungis
haft hin beztu kynni af Karli 01-
geirssyni, og óskar honum lijart-
anlega til hamingju með afinælið.
Aflabrögö hér við Djúp hafa
verið allgóð síðan á áramótum,
þegar veður hefur leyft. En tíð
hefur verið mjög umhleypingasöm-
og stirð, einkum til sjávarins, svo
hátar liafa ekki getað sótt á djúp-
iniðin nema endrum og eins.
fírímur Kristgeirsson hefir verið
ráðinn slökkviliðsstjóri. Tók hann
við því starfi fyrir áramót.
Maöur slasast. Fyrir nokkru
vildi það slys til í hraðfrystihús-
inu í Bolungavík, að vélgæzlumað-
urinn Kristján Sumarliðason, er
var þar að störfum, varð fyrir vél-
arreim og fótbrotnaði. Kristján var
þegar fluttur á Sjúkrahús Isafjarð-
ar, og er hann á batavegi.
Jón A. Rósmundsson bílstjóri
fórst í bílslysi skammt frá Blöndu-
ósi þann 18. janúar s. 1.
Þetta hörmulega slys bar þannig
að, að dekk á öðru framhjóli bif-
reiðarinnar sprakk, og valt liún þá
út af veginum, sem mun hafa ver-
ið nokkuð liár á þessum stað.
Slysið átti sér stað skamnit frá
Blönduósi, og var liér um að ræða
opinn slökkviliðsbíl, sem verið var
að flytja til Akureyrar.
Jón heitinn Rósmundsson lætur
eftir sig konu og tvö börn. Hann
var Isíirðingur að ætt, en fluttur
til Hafnarfjarðar fyrir nokkrum
árum.
Bagnar Jóhaiuisson hefir' verið
ráðinn skipstjóri á hinu væntan-
lega togara Isfirðinga. — Ef til vill
hafa stýrimenn einnig verið ráðn-
ir, en ekki hafa þær stöður þó ver-
ið auglýstar, svo að vitað sé.
Hjónaband. 9. jan. s. 1. voru gef-
in saman í hjónaband Guðmundur
Elíasson Heydal og ungfrú Hulda
Jónasdóttir frá Hnífsdal,
Þann 1. febrúar voru einnig gef-
in saman í hjónaband Ásgeir
Hannesson frá Ásmúla og Þórdís.
Katarínusdóttir.
Þann 6. febr. voru gefin saman
í hjónaband Kristján Eldjárn forn-
leifafræðingur frá Tjörn í Svarf-
aðardal og ungfrú Hulda Ingólfs-
dóttir (Árnasonar) ísafirði.
Bjarni Andrésson, verkamaður
andaðist hér að heimili sínu þann
12. jan. s. 1. Þessa mæta manns
verður nánar getið í næsta blaði.
Þann sama dag andaðist Halldór
Sigurgeirsson í Reykjavík. Hann
hafði átt við langa vanheilsu að
stríða. Lik hans var flutt hingað
til ísafjarðar og jarðsett hér að
viðstöddu fjölmenni.
Frú Camilla Jónsdóttir andaðist
að lieimili sinu liér í bæ 24. jan.
s. 1.
Nýlátin er í Hnífsdal frú Þor-
gerður Sigurðardóttir.
Þá lézt Kristjana Jónsdóttir,
þvottakona, hér á sjúkrahúsinu 29.
fyrra mánaðar.
Ennfremur andaðist frú Sigurða
Sigurðsdóttir á Kristneshæli 18.
jan. s. 1. Hún fluttist hiugað til
Isafjarðar frá Bolungavík fyrir
nokkru.
Kvenfélagiö Ösk átti 40 ára af-
mæli 6. febr. s. 1. Félagið minntist
þessa afmælis síns með veglegu
hófi í Alþýðuhúsinu þann sama
dag. Þessa merka félags verður
nánar getið í næsta blaði.
Hclgi Guömundsson bakara-
meistari áiti fimmtugsafmæli 12.
jan s. 1.