Skutull

Ukioqatigiit

Skutull - 08.02.1947, Qupperneq 5

Skutull - 08.02.1947, Qupperneq 5
SKUTULL 5 JT Hverjir græða á stjórnarkreppunni ? Allt beudir til þess, að braskaralýðnum i landinu, fjárflóttaliðinu og skattsvikurunum hafí verið geflð tóm til varnaraðgerða, með- an svo var látið heita, að verið væri að semja um myndun rikisstjórnar. Skutull hefir áður látið það í ljós, að sá maður, sem raunveru- lega eigi sök á því, að eytt var níu vikna tíma í 12-mannanefndar- kákið, sé Ólafur Thórs, og enginn annar. Þegar liagfræðingaálitið kom fram, beitti Ólafur Thórs sér ein- dregið gegn því, að það yrði hirt að meginefni. Svo mikil var leynd- in með plagg þetta, að alþingis- menn fengu það aldrei í hendur, aðrir en þeir, sem í 12 manna- nefndinni sátu. En áður en leið á löngu, birti dagblaðið Vísir þau atriði hag- fræðingaálitsins, sem snertu eigna- könnun, ihnköllun seðla og ráö- stafanir gegn fjárflótta og skatt- svikuni. Ennþá er óupplýst, hvernig blaðið hafi komizt yfir þessar upp- lýsingar. En iriöguleikarnir eru ekki marg- ir. Það eru fyrst og fremst fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins í 12 manna- nefndinni, sem liggja undir þeim grun, að liafa fyrst knúið fram þögn og leynd um hagfræðingaálit- ið, og síðan komið þeim atriðum þess, sem sízt mátti birta, fyrir al- menningssjónir með ófrjálsu móti. Má geta því nærri, hvort ekki muni hafa verið fögnuður í lier- búðum fjárflóttaliðsins, skaftsvik- aranna og svindlaranna, er þeir fengu tilkynningu um, hvernig sér- fræðingar ' ríkisvaldsins legðu til, að tekið yrði á því viðfangsefni að fyrirbyggja slíkan ófögnuð, sem skattsvik og fjárflótta. En það var tilgangslaust að til- kynna svindlurunum, hvernig öxin ætti að ríða að rótum trjánna, ef þeim yrði ekki einnig séð fyrir nægum tíma til gagnráðstafana. — Þetta tóm, sem svindlurunum hef- ir gefizt, er nú orðið margar vikur. Mætti ólíklegt heita, ef það væri ekki hvað af hverju orðið nógu langt, til þess að þeim geti stað- ið nokkurnveginn á sama um, hvaða leiðir verði að lokum farn- ar, til að stemma stigu fyrir skatt- svikum og fjárflótta — þegar ríkis- stjórn loksins verður mynduð. Það er vitað mál, að hvaða rík- isstjórn, sem mynduð verður, þá kemst liún ekki lijá því að gera skattlagningu stríðsgróðans og eignauppgjöri einliver skil. Jafn- framt verður væntanleg ríkisstjórn a. m. k. að hafa einhverja tilburði til ráðstafana, er fyrirbyggi áfram- haldandi fjárflótta úr landi og skattsvik í stórum stíl. — Annað yrði ekki þolað. Þetta vita allir að verður að ske, jafnvel þótt umboðs- menn hinna seku sjálfra yrðu til þess valdir að fara með viðskipta- mál og fjármál. En þá vita menn reyndar fyrirfram, hversu mikil alvara mundi fylgja framkvæmd- irini. Því miður verður því ekki móti mælt, að allar líkur benda til þess, að sterk öfl hafi verið að verki, til þess að liindra stjórnarmyndun alla tíð síðan í októberbyrjun, að „nýsköpunarstjórnin" baðst lausn- ar. Það varð fljótlega ljóst í haust, að hvaða stjórn, sem við tæki, yrði að binda endi á fjársvika- og fjár- plógsmál stríðsgróðabrallsins. Á tímabili gat ílialdið jafnvel búist við, að það yrði utan við næstu stjórn, og þá hefði komið að skulda- dögum svindlaranna. Því þurfti að fá vitneskju um, livað mundi til standa að gera í svindilmálunum. Það gaf hagfræðingaálitið bendingu um. Þeirri vitneskju var stolið fyrir svindlarana og hún birt í Vísi. Og síðan hefir verið gefinn góður frestur til að koma illa fengnum gróðahlut undan réttmætum ráð- stöfunuin þjóðfélagsins^ Hér blasir við hyldýpi viðbjóðs- legra óheilinda. Og mundi nú mega yænta þess, að liægt verði að koma saman ríkisstjórn, þegar stríðs- gróðamennirnir þurfa ekki lengri varnarfrest, til þess að koma sín- um fínu viðskiptamálum við þjóð- félagið í örugga höfn. (Þetta er skrifað, áður en hin nýja ríkisstjórn var mynduð). Hækkun dýrtíðarinnar. Vísitalan orðin 310 stig. Mánuð eftir mánuð er dýrtíðin í uppsiglingu. Um seinustú mán- aðarmót hækkaði vísitalan um 4 stig, og er liún nú komin í 310. Verðlag á heimsmarkaðinum fer heldur hækkandi, svo að um það verður ekki aö ræða að stööva dýr- tíöina, nema beinar ráðstafanir verði gerðar til verölækkunar innanlands. En það er nú eitthvað annað en að menn séu á þeim buxunum. Smjörlíki hefir nýlega hækkað verulega. Símgjöld hafa veHð hækkuð vegna taprekstués Lands- símans, og nú hækkar rafmagn í Reykjavík um 30—40%, og verður það eitt til að hækka vísitöluna um land allt um nokkur stig. Að vísu eru augu manna nú nokkuð almennt að opnast fyrir því, að framleiðsluatvinnuvegunum stafi bráður háski af vaxandi dýr- tíð. En ]tó er eins og menn al- mennt telji ekki háskann af dýr- tíðarfárinu beinlínis yfirvofandi. Meðan kaupsýslumennirnir fá að leggja 30—50% á kostnaðarverð vörunnar, vilja þeir gjarnan, að varan sé sem allra dýrust. Það er þeirra gróði, svo lengi sem kaup- geta er fyrir hendi. Og iðjuhöldur- TILKYNNING frá Tryggingastofnun ríkisins. Iðgjöld einstaklinga til tryggingasjóðs almannatrygg- inganna fyrir árið 1947 hafa verið ákveðin sem hér segir: I verðlagssv. II. verðlagssv. Fyrir kvænta karla .... kr. 380,00 kr. 300,00 — ókvænta karla .... — 340,00 — 270,00 — ógiftar konur .... — 250,00 — 200,00 Fyrri gjalddagi iðgjaldsins er í janúarmánuði og fellur þá í gjalddaga: I. verðlagssv. II. verðlagssv. Fyrir karla, kvænta og ókvænta kr. 170,00 kr. 130,00 — konur, ógiftar........... — 120,00 — 100,00 Afhending tryggingaskírteina til fólks á aldrinum 16—67 ára fer fram í janúar, skv. nánari ákvörðun inn- heimtumanna, og ber þá að greiða fyrri hluta iðgjald^ ins auk skírteinagjalds, kr. 30,00. Afhendinguna annast umboðsmenn tryggingastofnunarinnar, þ. e. sýslumenn og bæjarfógetar, hver í sínu umdæmi, lögreglustjórar í Bolungarvík og Keflavík, en í Reykjavík tollstjórinn. Áríðandi er, að fólk vitji skírteinanna hið allra fyrsta. Þeir, sem sækja um bætur á árinu 1947 og voru ekki orðn- ir fullra 67 ára 1. jan. s. 1., þurfa að leggja fram trygginga- skírteini með kvittun fyrir áföllnum iðgjöldum. Reykjavík, 10. jan. 1947. TRYGGINGASTOFNUN RlKISINS. Mmmmi^iæam*******^^ .. i mmm n immvn tmw———— Tilkynning um breytingu á innheimtu leyfisgjalda. Samkvæmt breytingu á lögum um Viðskiptaráð, samþykktri á Alþingi 30. nóvember s. 1., verða leyfisgjöld af gjaldeyris- og innflutningsleyfum innheimt á skrifstofu ráðsins frá 2. janúar 1947 að telja. Leyfishöfum ber því, samkvæmt þessu, að greiða leyfisgjöld- in um leið og þeir la leyfin afhent. Leyfi, sem greiða á leyfis- gjald af, verður því ekki póstsent, en i þess stað verður við- komandi aðila tilkynnt um leyfisveitinguna annaðhvort í sim- tali eða með hréfi. Þeir, sem búsettir eru utan Reykjavíkur, verða samkvæmt þessu að hafa umboðsmenn hér í bænum til að taka á móti gjaldeyris- og innflutningsleyfum fyrir sína hönd og greiða leyfisgjöldin. Vegna þrengsla á skrifstofu ráðsins, kl. 10—12 f. h., meðan daglegur viðtalstimi stendur yfir, hefir aðalafhendingartími leyfanna verið ákveðinn kl. 1—4 daglega. 30. desember 1946. YIÐSKIPT ARÁÐIÐ. inn, sem fær að leggja 30—40% á efni og vinnulaun, Ner líka harla ánægður með rándýran efnivið og lélega og dýra vinnu. Því nieiri verður bara hans gróði. Slíkt og þvílíkt dregur úr vilja margra til að ráðast gegn dýrtíð- inni. Enda er það saðreynd, að bæði Sjálfstæðisflokkinn og Sósíal- istaflokkinn skortir bæði löngun og vilja til að stööva dýrtíðina enn sem komið er; og því síður eru þessir flokkar fáanlegir til póli- tískra ráðstafana, er knýi dýrtíöina niðnr á uíð. Þetta er sannleikur, þótt ýmsir eigi máske erfitt með að trúa lion- um.

x

Skutull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.