Skutull

Árgangur

Skutull - 08.02.1947, Blaðsíða 6

Skutull - 08.02.1947, Blaðsíða 6
6 S K U T U L L Fjárhagur Ísaíjarðar i árslok 1945. Tílkynning frá Tryggingastofnun ríkisins. Skuldlaus eign Bæjarsjóðs í árslok 1945 var ein miljón sjö hundruð áttutíu og sex þúsund trö hundruð og sex krónur. — Reksturshagnaður Bæjarsjóðs á árinu 1945 var tvö hundruð fimmtíu og fimm þúsund, sjö hundruð og sjötíu og tvær krónur. — Sjóðseign í peningum var kr. 197 787,34. Bæfur samkvæmt lögum um almannatryggingar greið- ast eftir á mánaðar- eða ársfjórðungslega og hef jast bóta- greiðslurnar fyrir árið 1947 um næstu mánaðamót. Umboðsmenn Tryggingastofnunarinnar (í Reykjavík Sjúkrasamlag Reykjavíkur) annast bótagreiðslur og til- kynna nánar um greiðslustað og tíma hver í sínu Umdæmi. Reykjavík, 10. jan. 1947. Nokkru fyrir áramót komu reikn- inga'r Bæjarsjóðs fyrir árið 1945 frá endurskoðendum, og voru lagð- ir fyrir bæjarráð og bæjarstjórn til sambykktar. Reyndist afkoma Bæj- arsjóðs mjög góð, því að tekjuaf- gangur ársins var rúmlega „kvart- miljón“. Verður mjög fróðlegt að sjá út- komu ársins 1946 — fyrsta stjórn- arárs ílialds og kommúnista — þeg- ar reikningarnir koma á sjónar- sviðið og unnt reynist að gera sam- anburð á seinasta rekstrarári fyr- verandi meirihluta, og fyrsta ári nýja meirihlutans. Sannast að segja er uppfærslan á eignum Ijæjarins hlægilega lág, svo að raunverulega er skuldlaus eign bæjarsjóðs margfalt meiri. Þannig eru lóðir og lönd bæjar- iiis talin tii eigna fyrir einar 120 þúsund krónur. — Geta menn t. d, borið það saman við lóðaverð í Reykjavík, þar sem ein einasta byggingarlóð getur farið í hálfa aðra miljón króna. Allt skólpveitukerfi bæjarins er talið til eigna á 50 þúsund og vatnsveitan á 85 þúsund krónur. Gagnfræðaskólinn á 80 þúsund, þinghúsið á 16000, Slökkvistöðin með áhöldum á 53000 og Ellilieim- ilið á 31 þúsund krónur. Og mætti þannig lengi telja. Furðuleg var framkoma ílialds- fulltrúanna sumra á bæjarstjórnar- .fundi, þegar reikningarnir voru til afgreiðslu. Endurskoðendurnir — en annar þeirra er Hannes Halldórsson — höfðu báðir lagt til, að reikning- arnir yrðu samþykktir. Þá tillögu höfðu bæjarráðsmenn íhaldsins einnig gert að sinni tillögu. En þeg- ar á bæjarstjórnarfund kom og gheiða skyldi atkvæði um tillögu bæjarráðs, sátu þessir sömu full- trúar hjá, án þess að hafa þó nokkra atliugasemd við reikning- ana að gera. Þannig löguð framkoma mun fá- lieyrð, enda ekki höfðingleg. En hver ætli líka að húast við mann- dómslegri háttprýði af núverandi meirihluta íhalds og kommúnista í bæjarstjórn Isafjarðar? Skutull ræður gátu fyrir „Vesturland". „Staksteina“-rithöfundur „Vest- urlands“, sem um langt skeið hefir legið í öskustónni, er nú risinn upp við dogg og farinn að glíina við gátur. 1 síðasta tbl. „Vesturlands" veltir hann vöngum og hallar und- ir flatt og reynir að gera sér grein fyrir því, hversvegna Skutull hafi ekki komið út nú um nokkurt skeið. Stundum hefur þessi „rithöf- undur“ verið talsvert léttlyndur og fyndinn í skrifum sínuin, en hefir nú sýnilega glatað þeirri náð- argáfu. Hann er mjög sútarlegur á svipinn í þessari síðustu ritsmíð sinni og greinilega óánægður með lífið. Virðist því allt benda til þess, að hann sé eitthvað að veiklast á taugum eins og núverandi bæjar- stjórnarmeirihluti, sem drúpir höfði og má vart heyra eldspýtu detta, síðan hann komst að þeirri staðrpynd, að jafnvel neðsta haft „himnastigans" væri of erfiður hjalli fyrir „athafnaþrekið". Þá er það og bersýnilegt, að „Staksteina“-maðurinn hefur litla hæfileika til þess að ráða gátur. Hann nefnir ýmislegt, sem EKKI geti verið lausn á þeirri „ráðgátu“, að Skutull hafi ekki komið út um nokkurt skeið, en lætur sér ekki einu sinni detta í lmg þá skýringu, sem flestir bæjarbúar myndu telja þá allra-sennilegustu. Sú skýring skal hér stuttlega gefin, ef það mætti verða til þess að frelsa þenn- an heilabrotamann „Vesturlands“ frá of mikilli heila-áreynslu. Skutull er málgagn núverandi bæjarstjórnarminnihluta — stjórn- arandstöðunnar. Hlutverk stjórnar- andstöðu er fyrst og fremst gagn- rýni á gerðir og aðfarir þeirra, sem með völdin fara. Hún hefir því jafnan vakandi auga á því, sem miður fer í stjórnarlierbúðun- um og notar málgögn sín til þess að vekja athygli fólksins á misfell- unum. Þetta er algild regla um víða veröld, þar sem lýðræði og ritfrelsi ríkir. Hér á ísafirði hafa þau teikn og stórmerki gerzt, að bæjarstjórnarmeirihlutinn hefir tekið að sér lilutverk stjórnarand- stöðunnar — minnihlutans. Stjórn allra málefna bæjarins er nú sem sé með þeim eindæma amlóðabrag og fávitahætti, að slíkt fer ekki lengur fram hjá neinum bæjarbúa, jafnvel þótt hann liefði ekki nema eitt skynfæri af fimra. Það verður því ekki séð, að sjálfsmynd þess- arrar eymdar-stjórnar verði upp- teiknuð öllu skýrar, enda þótt rit- snilli og prentlisl væri beitt lil hins ýtrasta. — Finnst ekki „Stak- steina“-inanrynum að þetta geti verið mjög sennileg skýring á því, að Skutull hefir nú hvílt sig um skeið? --------O-------- TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS. TILKYNNING um bætur samkvæmt lögum um almannatryggingar. Þeir, sem telja sig öðlast rétt til bóta samkv. hinum nýju lögum um almannatryggingar á árinu 1947, skulu senda umboðsmönnum Tryggingastofnunarinnar um- sóknir sínar, hver í sínu umdæmi. Umboðsmenn afhenda eyðublöð undir umsóknir og aðstoða við útfyllingu þeirra. Auk áður auglýstra bótategunda, greiðist fæðingar- styrkur og ekkjubætur frá og með 1. jan. 1947. Fæðingarstyrkur greiðist við hverja barnsfæðingu. Er hann mismunandi eftir því, hvort móðirin verður fyrir kaupmissi vegna fæðingarinnar eða eigi. Styrkur þessi skerðir eigi þann styrk, er sjúkrasamlögin greiða. Ekkjubætur greiðast við fráfall eiginmanns, eða manns, sem konan bjó með, í síðari tilvikinu þó því aðeins, að sambúðin hafi staðið 1 5 ár, ef hún er barnslaus, en ella í 2 ár. Ekkjubætur greiðast í 12 mánuði, ef ekkjan hefur á framfæri sínu börn sín innan 16 ára, ella aðeins í 3 mánuði. Þær konur, sem urðu ekkjur á árinu 1946, eiga rétt til bóta, samsvarandi þeim tíma, sem á kann að vanta, að 3 eða 12 mánuðir séu liðnir frá láti mannsins þ. 1. ian. 1947. Rétt til þeirra bóta, sem áður hafa verið auglýstar, öðl- ast menn sem hér segir, þó með þeim takmörkunum, er lögin ákveða: Til ellilífeyris eftir fullnaðan 67 ára aldur. Til örorkulífeyris, er menn hafa misst a. m. k. 75% starfsorku sinnar, enda sé um varanlega örorku að ræða. Til barnalífeyris er f'yrirvinnan fellur frá, verður 67 ára eða a. m. k. 75% öryrki. Ögiftar mæður og fráskild- ar, sem hafa úrskurð um meðlag með börnum sínum, geta og snúið sér til Tryggingastofnunarinnar og fengið líf- eyrinn greiddan þar. Til fjölskyldubóta, þegar börn verða 4 eða fleiri í fjöl- skyldu. Um framangreinda 4 bótaflokka er fyllri upplýsingar að finna í auglýsingu vorri frá 14. okt. s. 1. og er hún til sérprentuð hjá umboðsmönnum stofnunarinnar. Fæðingarvottorð, örorkuvottorð, dánarvottorð og lífs- vottorð skulu fylgja umsóknunum, eftir því sem við á. Jafnframt skal umsækjandi sýna tryggingarskírteini með kvittun fyrir áföllnum iðgjöldum. í kaupstöðum hafa sjúkrasamlögin með höndum um- boðsstörf fyrir Tryggingastofnunina (á Seyðisfirði og ísafirði þó bæjarfógetarnir), í Bolungavík og Keflavík lögreglustjórarnir, en annarsstaðar sýslumenn, eða um- boðsmenn þeirra í hreppunum. Reykjavík, 10. jan. 1947. TRYGGINGASTOFNUN RlKISINS.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.