Skutull

Ukioqatigiit

Skutull - 12.03.1948, Qupperneq 1

Skutull - 12.03.1948, Qupperneq 1
XXVI. ár. Isafjörður, 12. marz 1948 12. tölublað Talsambandslaust í tíu daga. Oft hefir erfiðlega gengið raeð símamál Vestfjarða. Sjaldan hefir þó jafn hörmulega gengið með símasamband við aðra landshluta, sem á þessum vetri. Meginregla er það orðið að á hverjum tveim vik- um er talsambandslaust 2, 3 eða 4 daga. Á þessu eru þó þær undan- tekningar að komið hafa 2 vikur án verulegra símslita, og á annan veg hefir orðið talsambandslaust hálfa aðra viku í einu. Að kvöldi 25. febr. slitnaði talsambandið við Reykjavík og aðra landshluta, og ekki komst aftur á talsamband fyrr en 6. marz að kvöldi. Frá Isafirði var því talsambandslaust við aðra landshluta 10 daga og nætur sam- fleytt. Sífellt er kvartað, fyrir dauf- um eyrum símamálastjórnarinnar, um stopult og ófullnægjandi síma- samband. Fyrir sköminu urðu skemmdir nær safntímis á símalínum á Stein- grímsfjarðarheiði og Skeiðarár- sandi. Flaug símainálastjóri austur til að sjá hverjar skemmdir þar hefðu arðið. Eftir að liafa skýrt fréttamanni útvarpsins frá flugferð sinni aust- ur yfir sanda Skaftafellssýslu, svar- aði símamálastjóri fyrirspurn fréttamannsins um hvort víðar hefðu orðið símabilanir. Með eftir- grennslunum fékk fréttaritarinn vitneskju um að skemmdir hefðu orðið á símalínum á Steingríms- fjarðarheiði. Já, við höfum orðið þess varir að ekki væri allar línur h£ðan samanhangandi, og því ekki allt með felldu um símasambandið. Erum við þá flestu misjöfnu vanir um landssímasamtöl. Hins höfum við minna orðið var- ir, hvernig eða hvort símamála- stjórnin ætlar að bæta um núver- andi hörmungarástand í símamál- um Vestfjarða. Þótt í nokkurri fjar- lægð sé frá þeim sjónarliring, er markast af Grímstaðarholtinu í vestri, er hér einn af stærstu lcaup- stöðum landsins, sem býr við alls- endis óviðunandi símsamband við aðra landshluta. „Embættismönnum ríkisins er bundinn sá vandi á hendur að eiga að sjá út fyrir bæjarmörk Reykja- víkur, og vera þess minnugir, að handan þeirra er enn fólk, sem hefir sínar þarfir og sinn rétt á að fá þeim sinnt“, sagði einn af æðstu embættismönnum ríkisins réttilega í ný birtri blaðagrein. Það er í sama streng sem við tökum, er við krefjumst þess af símamálastjórn- inni, að annað eins endema ástand og verið hefir undanfarið í síma- málunum á Vestfjörðum verði ekki enn látiö haldast eða versna. Forráðamönnum landssímans hefir orðið tíðrætt um hættu á reksturshalla á starfrækslu símans. Sama úrræðið hefir jafnan eitt þótt hæft til að bægja hallahættunni frá. Nýjar og nýjar gjaldahækkanir hafa hlaðist á símanotendur. Mundi ekki nærri að álíta að landssíman- um sé allmikið tekjutap af því að talsambandslaust er við einn af stærri kaupstöðum landsins % mánaðar samfleytt, og að auki sí- felldar smærri bilanir, nokkra daga í hvert sinn. Hverjum leikmanni myndi sýnast svo að hér liafi vænar fúlgur tapast stofnuninni og nokkm mætti til kosta að fyrirbyggja end- urtekningu slíks taps. Ekki er síður um að tala hvílík- ur bagi það er öllum viðskiplaað- ilurn, sem um flest þurfa að sækja á náðir höfuðstaðarins, að ekki er liægt að ná tali af mönnum þar dög- um og vikum saman. Mun fátt vera jafn seigdrepandi á þann verzlunar- og atvinnurekstur, sem enn er reynt að halda uppi utan bæjar- marka Reykjavíkur. Ekki eru allir á einu máli um umbótavilja símamálastjórnarinnar á vestfirzka símakerfinu. Nefna menn þar til sérkennilegt háttar- lag um árlegt viðhald og að lítt verði vart endurbóta. Hefir sá liátt- ur verið um viðhald síinalagna, svo kallað línueftirlit, að síðsuinars eða að hausti hafa eftirlitsmennirnir Við næst síðustu kosningar til bæjarstjórnar hér á Isafirði, liöfðu kommúnistar og rifrildi af íhaldinu sameiginlegan framboðslista, og kom hann að tveim mönnum í bæj- arstjórn. Framboðslistinn var nefndur Hristingslistinn, og að- standendur hans Hristingar. Þótti flestum nafn þetta passa mjög vel. Hristingur liristi svo fylgi utan úr íhaldinu, að það kom partað út úr kosningunuin. En eins og mér var sagt, þegar ég var strákur, að sú fjárans padda, ánamaðkurinn, skriði saman, þótt hún væri pörtuð í sundur, þá skriðu og þessir tveir partar minnihlutans saman, og mynduðu í flestum tilfellum órofa heild innan bæjarstjórnarinnar. Við síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar komu kommúnistar og íliald á ný í tveim pörtum fram fyrir kjósendur, og þóttist nú frampart- urinn ei vita af óæðri endanum og gagnkvæmt. 1 þetta sinni fóru leik- ar svo, að íhaldið heimti á ný flesta liðina af hristingsorminum, en komma-skepnurnar urðu að láta sér nægja einn fulltrúa að þessu sinni, komið til Vestfjarða. Hafa þeir far- ið með símalínunni af mikilli skyndingu og flaustursbragur ver- ið um allt viðhald, enda hefir tíð verið farin að spillast og mönnum nokkur vorkun þótt þeir vilji held- ur halda sig á jafnlendi en hinum veðrasömu fjallvegum Vestfjarða. Verður það að skrifast á reikn- ing símamálastjórnarinnar, að ár eftir ár skuli eftirlitsferðir til Vest- fjarða látnar sitja á hakanum og þá fyrst farnar, er alla veðra er von. Væri nokkur vilji til að bæta jöfn- um höndum símakerfi landsins, mundi hægt um vik að afnema þá háttu, sem hér hafa verið nefndir um viðgerðaleiðangra. Væri og vel, að hjá símamála- stjórninni væri góður vilji til end- urbóta, er að nokkru gagni koma, og annað væru getsakir misvitra manna. Reynist hinsvegar svo, að engu verði bætt um símasamband Vest- firðinga, fremur en verið hefir und- anfarin ár eða áratugi, þýðir ekki lengur neinum tæpitungum um að tala. Vestfirðingar verða þá ský- laust að krefjast þess af þingmönn- um sínum að þeir, allir sem einn, beiti sér einhuga fyrir því að síma- mál Vestfjarða verði ekki lengur höfð í núverandi niðurlægingar- ástandi. Eyjólfar Jónsson. eða aðeins helming þess, er hrist- ingur hafði áður haft. En nú fór eins og í hið fyrra sinnið, að part- arnir uxu saman á ný, og mynduðu heild innan bæjarstjórnarinnar. Efsti maður á lista kommúnista, Haraldur Guðmundsson, sem vildi verða lóðs hér um árið, og telur sig því ávallt hafa harma að hefna á Alþýðuflokknum, hefir lítið sinnt því að taka þátt í úrlausn þeirra verkefna, sem alla jafnan bíða bæj- arstjórnar. Þessi misvitri maður hefir því sjaldnar en efni stóðu til fjallað um bæjarmálin, en ef marka má þau skipti, sem hann hefir á bæjarstjórnarfundum mætt, þá virðist af þessu lítill skaði. Hvíli hann því í friði. Sá, sem næstur átti að vera til taks, ef Harald bristi kjark, eða bilaðist af öðrum ástæðum, var Haukur litli Helgason. Sá, er kallar sig bankahagfræðing. En félagi Brynjólfur kallaði hann til „æðri starfa“. Eða gerði það fyrir litla greyið að koma honum í Viðskipta- ráð, en slíkt var álitlegra til fjár Framhald á 4. síðu. ORÐSENDING til kaupenda. Árgangur blaðsins kostar kr. 20,00. Greiðið andvirði blaðs- ins í Bókaverzlun Jónasar Tómassonar. Smátt og stórt. Hinn nýja strandferöaskipi ríkisins var hleypt af stokkunum í Ála- borg 20. f. m. Forsetafrúin, Georgía Björnsson, gaf skipinu nafnið Hekla. Emil Jónsson, samgöngu- málaráðherra, var viðstaddur at- höfnina, auk margra annarra, bæði Islendinga og Dana. Hekla er nokkru stærri en Esja og hefir rúm fyrir 166 farþega, og ganghraðinn á að vera 16. mílur. SíldveiSinni að Ijúka. Síldarverksmiðjur ríkisins á- kváðu að taka ekki á móti síld í Reykjavík lengur en til 6. þ. m. Er talið, að það muni taka þrjár vikur að bræða síldina, sem þá var eftir óbrædd, en að þeim tíma loknum sé nauðsynlegt að liefja hreinsun véla verksmiðjanna og önnur störf til undirbúnings sumarvertíðinni. Vióskiptasamningar viS Breta. Um þessar mundir standa yfir í Reykjavík umræður milli brezkr- ar og ísl. viðskiptanefnda um við- skipti milli lslands og Bretlands. 1 ísl viðskiptanefndinni eiga sæti: Agnar Kl. Jónsson, skrifstofustjóri, og er hann form. nefndarinnar, Ás- geir Ásgeirsson, bankastjóri, Björn Ólafsson, stórkaupm., Jón Árnason, bankastjóri, Kjartan Thors, fram- kvæmdastj., Richard Thors, fram- kvæmdastj. og Vilhjálmur Þór, for- stjóri. I Flugslys. | Síðastliðinn sunnudag týndist Ansonflugvél, eign Hf. Loftleiða. Flugvélin var i áætlunarflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og sást síðast til hennar fljúga inn- yfir Hellisheiði. Fjöldi leitarmanna og flugvéla leituðu hinnar týndu vélar. Skyggni var slæmt og fannst vélin ekki fyr en á miðvikudag. Hafði flugvélin rekist á Skálafell austanlega á Hell- isheiði. Sýnt þykir að flugmaður- inn og farþegarnir hafi beðið bana þegar í stað. Með flugvélinni fórust þessir menn: Gústav A. Jónsson, flugmaður, Reykjavík. Jóhannes Long, verkstjóri, Vest- mannaeyjum. Árni Sigfússon, kaupmaður, Vest- mannaeyjum. Þorvaldur Hlíðdal, verkfræðing- ur, Reykjavík. Bílstjóri á mjólkurflutningabif- reið fann vélina um 2 km. fjarlægð frá veginum yfir Hellisheiði. Hvert er þeirra erindi?

x

Skutull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.