Skutull - 12.03.1948, Qupperneq 3
SKUTULL
3
V
?
*
VERKALÝÐSMÁL.
„Dyngja",
deild saumastúlkna í Verkalýðs-
félaginu Baldri hélt aðalfund sinn
þriðjudaginn 9. marz.
Stjórn deildarinnar var öll end-
urkjörin og skipa hana þessar stúlk-
ur:
Formaður Jónína Jónsdóttir,
varaformaður Anna K. Björnsdótt-
ir, ritari Emelía Jóhannesdóttir.
Meðstjórnendur: Anna Helgadóttir,
Hrefna Maríasdóttir og Margrét
Jónsdóttir.
Samþykkt var á fundinum að
segja upp samningum deildarinnar
við klæðskeraverkstœðin í bænum
og við verksmiðjuna Hektor.
Samningarnir falla því úr gildi
þann 1. maí n. k.
Nýir kaupgjaldssamningar
á Flaleyri.
Eins og frá var skýrt í Skutli fyr-
ir nokkru, þá sagði Verkalýðsfélag-
ið Skjöldur á Flateyri upp samn-
ingum sínum við atvinnurekendur
þar frá 6. þ. m. að telja.
Viðræður um nýja samninga hafa
þegar farið fram, og hefir náðst
fullt samkomulag um nýja samn-
inga, án þess að til stórra átaka
kæmi.
Samkv. hinum nýju samningum
verður grunnkaup karla á Flateyri
nú kr. 2,60 á klst. í alm. dagvinnu,
kr. 2,85 í skipavinnu, kr. 3,18 í
kolum, salti og cementi.
Grunnkaup kvenna og unglinga
verður kr. 1,86 i alm. dagvinnu og
grunnkaup barna innan 14 ára kr.
1,17. Aukavinna greiðist með 50%
álagi og nætur- og helgidagavinna
með 100% álagi.
í-
Kaupdeila í SúgandafirSi. í
Verkalýðsfélagið í Súgandafirði,
sagði samningum sínum upp frá 6.'
þ. m. að telja. Félagið hefir lagt
samningsuppkast samhljóða samn-
ingi Baldurs fyrir atvinnurekendur
þar, en þeir hafa neitað að semja
við félagið á þeim grundvelli.
Allsherjaratkvæðagreiðsla hefir
farið fram í félaginu um vinnu-
stöðvun, og kom liún til fram-
kvæmda um s. 1. helgi, þar eð þá
höfðu ekki tekist samningar. Form.
félagsins tilkynnti héraðssátta-
semjara um næst síðustu helgi,
hvernig málum væri komið, og má
gera ráð fyrir, að liann láti deilu
þessa til sín taka, náist samkomu-
lag ekki liið bráðasta.
Verkalýðsfélagið í Súgandafirði
mun njóta fyllsta stuðnings Alþýðu-
sambands Vestfjarða í kaupdeilu
þessari, og er engin ástæða fyrir
verkalýðsfélagsfólk í Súgapdafirði
annað en ganga gunnreift til þeirr-
ar réttindabaráttu, sem verkalýðs-
samtökin eru þar nú að heyja.
l>að er ekkert sem mælir með
því, að verkamenn í Súgandafirði
búi við lélegri kjör en stéttarbræð-
ur þeirra í nágranna kauptúnunum.
En það er allt, sem mælir því í
gegn.
Viðsemjendur í Súgandafirði eru:
Sturla Jónsson, útgerðarm., Frið-
bert Guðmundsson, útgerðann., og
Skúli Pálsson f. h. Isver h.f.
Aðeins 4 dagar eftir.
Eftir fjóra daga lýkur söfnuninni hér á landi til
Barnahj álpar Sameinuðuþj óðanna.
Fjöldi Isfirðinga hafa þegar lagt fram skerf sinn,
en þó eiga margir það ógert enn.
Athygli þeirra, sem enn ekki hafa komið gjöfum
sínum á framfæri, skal vakin á því, að daglega er
gjöfum til barnahjálparinnar veitt móttaka hjá um-
boðsmanni söfnunarinnar að Urðarvegi 6.
Þá veitir ritstjóri Vesturlands, Sigurður Hall-
dórsson, Uppsölum, einnig viðtöku gjöfum til söfn-
unarinnar.
höndum sainan um atliugun og
lausn þessa máls sem fyrst“.
Það er engum efa undirorpið, að
allmikið þeirra lyfja, er fólk hellir
í sig, eru gagnslaus með öllu. Úr
slíkri gagnslausri lyfjanotkun ber
að draga mjög, og stefna að því að
útrýma henni með öllu.
Skutull hefir fengið þær upplýs-
ingar lijá sjúkrasamlaginu hér, að
greiðsla samlagsins fyrir lyf, hefir
aukist síðan 1945 um 40 þúsund
krónur. önnur sjúkrasamlög hafa
efalaust svipaða sögu að segja.
Mál lietta virðist því fullkomlega
þarfnast athugunar, og það hið
fyrsta. Það segir sig sjálft, að með
því að dregið væri úr notkun ó-
þarfa lyfja, gætu samlögin stórum
bætt hag sinn og jafnframt væri
hægt að lækka iðgjöld almennings
til samlaganna að verulegum mun.
Hér er áreiðanlega hægt að spara
stórfé, án þess það sé á nokkurn
hátt gert á kostnað heilsufarsins.
Að því ber að stefna.
Hér er merkilegt mál fyrir ísl.
læknastétt, og mundi hverjum þeim
lækni, sem hefði forgöngu um að
ráða bót á því ófremdarástandi,
sem nú ríkir í þessum málum, að
því virðingarauki.
Trillubátur til sölu.
Báturinn er ný-viðgerður
með nýrri 6—9 ha. Albin
vél. Semja ber við undirrit-
aðan.
Kolbeinn Guðmundsson
Flateyri.
</ •*»
V eiðarfæratjón.
Síðastliðið laugardagskvöld reru
13 línubátar frá Isafirði, Hnífsdal
og Súðavík. Veðurspáin kl. 24 á
laugardagskvöld sagði NA golu og
snjókomu fram eftir nóttu, síðan
SA átt.
Kl. 2 á aðfaranótt sunnudags, eft-
ir 2—3 tíma ferð NV af Deild
höfðu flestir bátanna lagt lóðir sín-
ar. Nokkrir bátanna voru þó nær
landi. Milli kl. 2 og 3 uiu nóttina
gerði aftakaveður af austri með
hríðarbyljum. Flestir bátanna, er
lögðu á djúpmiðum urðu að fara
frá línunni án þess að ná inn nema
sárafáum lóðum. Isfirzku bátarnir
sjö töpuðu alls um 600 lóðum,
Hnífsdælingarnir um 200 lóðum og
Súðvíkingar 70 lóðum. Hefir tjónið
því orðið um 870 lóðir með til-
lieyrandi uppihöldum. Gera má ráð
fyrir að þarna hafi orðið tjón er
nemi a. m. k. 50—60 þúsund krón-
uin.
Tveir ísfirzku bátanna, Vébjörn
og Auðbjörn fengu á sig brotsjóa,
og brotnuðu nokkuð ofan þilja.
Sjómenn telja veður þetta eitt
liið versta, er þeir hafi lengi lent í.
Fjölskák.
Bergur Lárusson, stýrimaður á
mb. Hannesi Hafstein frá Dalvík,
tefldi fjölskák við meðlimi Taflfé-
lags Isafjarðar sl. mánudagskvöld.
Teflt var á 11 borðum. Vann Berg-
ur 6 skákir en tapaði 5 skákum.
Keppnin fór fram í Gagnfræða-
skólanum og stóð rúmar 5 klukku-
stundir. Stjórn Taflfélags Isafjarð-
ar skipa nú Guðbjarni Þorvaldsson,
fo’i'm., Jón Jónsson frá Hvanná og
Sigurgeir Sigurðsson.
Þórir Bjarnason,
bifreiðastjóri, fékk með Lyngaa
síðast,nýja Ford-bifreið. Bifreið
þessi er yfirbyggð til fólksflutninga
og tekur 29 farþega í sæti.
Afmæli.
Ástríður Ebenezersdóttir, Sólgötu
5, varð 75 ára í gær.
Óskar Skutull henni til hamingju
með afmælið.
Félag opinberra starfsmanna,
ísafiröi,
hélt aðalfund sinn sunnudaginn
7. þ. m.
Stjórn félagsins skipa nú þessir
menn: Formaður Jón A. Jóhann-
esson og meðstjórnendur Baldvin
Þórðarson og Kristján H. Jónsson.
Varastjórn: Guðmundur G. Krist-
jánsson, Jón Kr. Finnsson og Gutt-
ormur Sigurbjörnsson.
Peningagjafir til barnahjálparinnar.
Til viðbótar peningagjöfum þeim, sem áður hafa verið birtar, hafa um- •
boðsmanni barnalijálparinnar hér í bæ borist eða verið tilkynntar gjaf-
ir frá þessum:
Gestur Sigurðsson og Sig Gestsson 100,00, Dagbjört Kolbeinsdóttir 20,00,
Guðmundur Þorvaldsson og fjölskylda 100,00, Stefán Pétursson, Brautar-
holti, 300,00, Guðrúu Guðmundsdóttir 10,00, Hálfdán Bjarnason, 200,00,
N. N. 200,00, Ólafur Andrésson og frú, Rafst. 200,00, Sigurvin Hansson,
50,00, Hólinfríður Jónsdóttir 30,00, Stanley Axelsson 100,00, Haraldur
Stígsson 60,00, 12. og 13. deild Barnaskólans, innkomið á sameiginlegri
skemmtun deildanna 231,96, 1 bréfi frá ónefndri konu 20,00, Móttekið í
bréfi frá Ólafi Jónssyni, skólastjóra, Sæbóli, Aðalvík, safnað af skóla-
börnum þar 725,00.
Aflient af Kristínu Jóliannesdóttur, skólastjóra í Skutulsfirði, safnað
af skólabörnum þar, samkv. söfnunarlista:
Ásta Jósepsdóltir 50,00, Maggý Ásgeirsdóttir, 20,00, Hildur Þorsteins-
dóttir 10,00, Hjörtur Sturlaugsson, Fagrahvammi, 100,00, Róslaug Agnars-
dóttir og Guðm. Agnarsson 50,00, Guðmann Rósmundsson 10,00, Sigurjón
Gunnarsson 20,00, Sigmundur Guðnason 100,00, Bjargey Pétursdóttir
100,00, Pétur Sigmundsson 100,00, Þórkell Sigmundsson 100,00, Trausti
Sigmundsson 20,00, Ingibjörg Sigmundsdóttir 100,00, N. N. 20,00, Halldór
Jónsson 400,00, Sigurjón Halldórsson, 200,00, Bjarni Halldórsson 200,00,
Soffía Magnúsdóttir 100,00, Ebeneser Þórarinsson 100,0T), Mattliildur Guð-
mundsdóttir 50,00, Bjarni Dósóþeusson 20,00, Guðm. Bjarnason 100,00,
Pálina Friðriksdóttir 100,00, Ingibjörg Pálmadóttir 20,00, Kristín Jó-
hannesdótlir 300,00, Erna Þ. Guðmundsdóttir 20,00, Frá sjóði eldri deild-
ar barnaskólans í Skutulsfirði 450,00, Ólafur Andrésson 20,00, Pétur Páls-
son Kirkjubóli 100,00, Gísli Björnsson Kirkjubóli 100,00, Sigríður Péturs-
dóttir, Kirkjubóli, 20,00, Pétur Sigurðsson, Kirkjubóli, 10,00, Þuríður
Jónsdóttir 100,00, Halldór Guðmundsson 50,00, Fjölskyldan Kirkjubæ
100,00, Guðbjörn Jónsson, Hafrafelli, 100,00. (Alls safnað af skólabörnum
í Skutulsfirði kr. 3460,00).
Kaupfélag Isfirðinga 5000,00, starfsfólk Kaupfélags Isfirðinga 2035,00,
Kristján B. Guðmundsson 50,00, Sölvi Guðnason 10,00.
Frá Skátafélaginu Einherjar, ágóði ■ af veitingasölu sunnudaginn 7.
marz, 1950,00, Mótteknar gjafir: Halldór Ágústsson 50,00, N. N. Silfurgölu
100,00, B. G. 25,00, Elín Magnúsdóttir 100,00, Gísli Gíslason, Brunngötu
12, 100,00, Kristján Söebeck 50,00, Gísli Gíslason yngri 40,00, Óskar Brynj-
ólfsson 100,00, Sölvi Andrésson 100,00, Fríða Samúelsdóttir, Bjargi, 50,00,
X. X. 20,00, J. Jónsson 35,00, Hallfríður 20,00, N. N. 10,00, Jóhann Guð-
mundsson, Rafstöð, 100,00, N. N. 10,00, Jónas Magnússon 100,00, A. b. c.
50,00, Gömul kona 100,00. (Alls frá Einherjum kr. 3110,00.)
Móttekið af ritstjóra Vesturlands: Matthías Bjarnason 300,00, Heimilið
Árbær, Skutulsfirði, 100,00, Guðrún Haraldsdóttir 30,00, Þórdís Egils-
dóttir 100,00, Sigurgeir Jónsson 150? Kvenfélagið ósk 2500,00.