Skutull - 12.03.1948, Side 4
4
SKUTULL
Hvert er þeirra erindi?
Framhald af 1. síðu.
en að sinna bæjarfulltrúastörfum á
Isafirði. Kemur þvi „bankahagfræð-
ingurinn“ lítt við þessa sögu. Þeir,
sem einkum hafa því farið með um-
boð þeirra, er kusu kommúnista
við síðustu bæjarstjórnarkosningar,
eru Halldór Ólafsson frá Gjögri,
blekspýtir kommúnista hér í bæ,
nú bókavörður af náð íhaldsins, og
svo Kristinn D. Guðmundsson, af-
greiðslumaður Olíuverzlunar lsr
lands h. f., en nú bókari á bæjar-
skrifstofunni, ráðsmaður sjúkra-
húss og elliheimilis m. m. af náð
íhaldsins. Svo má ekki gleyma
garminum honum „Katli“. Ekki
má gleyma honum Jóni okkar
skraddara í þessu sambandi. Hann
gegnir nú flokksstjórastöðu í bæj-
arvinnunni af náð ílialdsins. Þetta
er þá hin heilaga þrenníng, er ein
eða þríein kemur fram fyrir komm-
únistaflokkinn í bæjarstjórn. 0, af-
sakið. Það nálgast guðlast að kom-
ast þannig að orði, því að í raun
og veru koma þeir þar fram fyrir
sjálfa sig og íhaldið, meira en
nokkuð annað, og vildi ég því víkja
að því, hvaða erindi þessi komm-
únistiska þrenning á í bæjarstjórn-
ina.
Ég kem stundum á bæjarstjórn-
arfundi og fylgist þar með gangi
mála, eins les ég öll bæjarblöðin
og á oft viðræður við menn á
vinnustöðum mínum og gatnamót-
um, bæði uin bæjarmál og annað,
og ég skal játa, að ég hélt, að full-
yrðingar kommúnista um, að þeir
séu verkalýðsflokkur, væru ekki
glamuryrði ein, og.tók ég því stund-
um undir það, sem í Baldri stóð,
í þessum viðræðum mínum. En í
gegnum setu fulltrúa kommanna í
bæjarstjórn, er ég búinn að sjá, að
vinnubrögð þeirra öll, bera þeim
þess vitni, að þeir eru ekki annað
en ómerkilegar fótaþurkur íhalds-
ins, til þess að níðast á verkamönn-
um og sjómönnum þessa bæjar. Eitt
gleggsta dæmi þess, hvernig þrenn-
ingin hefir verið dula ihaldsins til
að stíga í dans síhækkandi skatta
á bæjarbúa, er það, að kommúnista-
fulltrúarnir, allir sem einn, og einn
sem allir, liafa árlega hækkað út-
svör á- bæjarbúa sem nemur um 250
þús. kr. eða fjórðung úr miljón. 1
þau þrjú skipti, sem þessi skötuhjú
hafa mátt ráða, hafa þau því hækk-
að útsvörin um þrjá fjórðunga úr
miljón.
Ég er enginn sérstakur reiknings-
maður, það skal játað, en ég hefi
gaman af að fara með tölur, og oft
les ég hagskýrsliynar, ef ég kemst
yfir þáer, mér til mikils fróðleiks.
Svo ég tók sem sé núna upp á þeim
skratta að velta þessari útsvars-
hækkun fyrir mér á ýmsa vegu.
Þessari, sem kommarnir og ihaldið
hafa gefið okkur, síðan þeir kom-
ust í meirihluta. — Það eru, eins
og ég sagði áðan um þrir fjórðung-
ar úr miljón. — Nú lætur það víst
nærri, að dagkaup verkamanns hér
í bæ við almenna vinnu sé um 64
krónur, tæpar þó. Útsvarshækkunin
nemur því vinnulaunum verka-
manns í 11719 daga. Sé nú gert ráð
fyrir, að verkamaðurinn hafi vinnu
livern virkan dag ársins eða 3Q0
daga, lætur nærri, að upphæðin
nemi árslaunum hans í 39 ár, en
það er aftur á móti sama og mán-
aðarkaup 470 verkamanna hér í
bæ. Nú veit ég ekki, hversu margir
verkamenn og sjómenn eru hér í
bænum, en hitt er mér kunnugt um,
að þeir fá að greiða obbann af út-
svörunum. Það er því ekki ofmælt,
þótt ég segi* að það, sem af er þessu
kjörtímabili, muni hver sjómaður
og verkamaður í bænum hafa orð-
ið að gefa með meirihlutanum, sem
svarar mánaðarkaupi þeirra. Þetta
virðist þá hafa verið erindi komma-
fulltrúanna í bæjarstjórnina, að
hjálpa íhaldinu til þess að traðka
á vinnandi stéttum í bænum og
skattpína þær til hins ýtrasta.
Þetta eru verk mannanna, sem í
blaðinu Baldri klifa slöðugt á fylgi
sínu við hagsmunabaráttu verka-
lýðsins. Vei yður hræsnarar, vildi
ég segja.
En hin kommúnistiska þrenning
virðist líka hafa átt erindi fyrir
sjálfa sig í bæjarstjórnina. Ekki
hafði Halldór frá Gjögri verið bú-
inn að mæta um langan tíma í bæj-
arstjórninni, þegar hann tók á móti
umbun fyrir þrælsfylgi sitt við í-
haldið. Ungur, efnilegur rithöfund-
ur gegndi hér bókavarðarstarfi, og
hafði hann í því sýnt, að hann var
fær til starfsins. Þessi ungi maður
var rekinn frá starfi, og Halldóri
frá Gjögri veitt embættið, og hefir
hann fyrir það yfir 20 þúsund
krónur á ári. Það er viðurkenning
ílialdsins honum til handa fyrir
dugandi þjónustu í því að skattpína
verkalýð þessa bæjar. Þá er og sami
Halldór á launum bjá flokki sínum
sem ritstjóri Baldurs, en samt ber
þessi vesalingur ekki nema 500
króna útsvar sl. ár, eða það, sem
kallað mundi vinnukonu útsvar liér
í bæ. Segið þið svo, að liann Dóri
litli spjari sig ekki.
Þá er það liann Kristinn okkar.
Ihaldið gerði hann að bókara m. m.
á bæjarskrifstofunni. Ekki er vitað
um aðra verðleika hans til þess
starfa en að hann, eins og Dóri, er
dyggur þræll íhaldsins í bæjar-
stjórninni til allra misjafnra verka.
Og svo er það skraddarinn, mað-
urinn, sem eitt sinn á bæjarstjórn-
arfundi gekk á móti hagsmunamáli
bæjarins, af því, eins og hann
komst að orði, var beðinn þess af
íhaldinu. Hann hefir heldur ekki
brugðist vonum íhaldsins, enda
gerði það hann að flokksstjóra í
bæjarvinnunni. Má því með sanni
segja, að kumpánar þessir hafi átt
erindi nokkurt í bæjarstjórnina, og
það ekki svo ómerkilegt. Að
minnsta kosti, mun þeim ekki tak
ast hér eftir sem hingað til að
blelfkja verkamenn og sjómenn til
fylgis við flokksnefnu sína, eftir
að þeir hafa á svo rækilegan hátt
sýnt sitt rétta innræti.
VerkamaSur.
---------O--------
Síldarmerkingar Islendinga
og Norðmanna.
Á næstunni hefjast fyrstu síldar-
merkingar í Evrópu og standa
Norðmenn og Islendingar að þeim
sameiginlega. Árni Friðriksson
fiskifræðingur annast síldarmerk-
ingarnar fyrir Islands hönd. Merk-
ingarnar í ár verða gerðar á síld
meðfram vesturströnd Noregs.
Næsta suinar koma Norðmenn til
Islands og hefja þá samskonar
merkingar í samráði og samstarfi
við Islendinga hér við strendur.
AlfræSiorfíabókin.
Isafoldarprentsmiðja h. f. hefir tek-
ið að sér útgáfu á Alfræðiorðabók-
Aðalfundur
Vélbátaábyrgðarfélags Isfirðinga
verður haldinn að Uppsölum sunnudaginn 21. marz næst-
komandi. (
Fundurinn hefst kl. 2 e. h.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Isafirði, 5. marz 1948.
Stjórnin.
HVERGI
er betra að verzla en í
KAUPFÉUmNU.
Ungbarnaskoðun
á vegum samlagsins hefst að n^'ju föstudaginn 5. þ. m. kl. 4
siðdegis í Skátaheimilinu við Hafnarstræti. Skoðunin fer þar
fram eftirleiðis fyrsta og þriðja föstudag í hverjum mánuði á
sama tíma.
Isafirði, 4. inarz 1948.
Sjúkrasamlag ísafjarðar.
Tilboð.
Tilhoð óskast í brauðvöruviðskipti bæjarstofnana.
Tilboðum sé skilað fyrir 15. marz n. lc. í skrifstofu bæjarins.
Isafirði, 1. marz 1948.
Bæjarstjóri.
Tilkynning
frá skðmmtunarskrifstofu ríkisins.
Að gefnu tilefni vill skömmtunarskrifstofa rikisins vekja at-
hygli iðnrekenda og verzlana á því, að óheimilt er að selja nema
samkvæmt einingarkerfinu þær íslenzkar iðnaðarvörur, er um
ræðir í auglýsingu skömmtunarstjóra nr. 1 1948, og að feng-
inni skriflegri heimild skömmtunarstjóra, enda séu slíkar vör-
ur greinilega merktar með orðunum: „íslenzkur iðnaður“.
Eftir 5. marz n. k. verða þeir, sem brjóta þessi ákvæði, látnir
sæta ábyrgð samkvænit lögum og reglugerð.
Reykjavík, 28. febrúar 1948.
Skömmtunarskrifstofa ríkisins.
imli, sem fyrirhugað er að gefa út
bér á landi. Alfræðiorðabókin verð-
ur í 12 bindum alls, og er fyrsta
bindið væntanlegt á þessu ári, en
úr því sennilega tvö bindi á ári.
Fermingarföt til sölu.
Gunnar Kristinsson
Sólbyrgi. — Sími 197.