Skutull

Árgangur

Skutull - 04.03.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 04.03.1949, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L Breytingatillögur. Vindhögg og útsvars- hækkun. Systrablöðin, Baldur og Vesturland, hafa orðið i vand- ræðum með að skýra fyrir bæj arbúum fjárhagsáætlun ársins 1949' og ekki rætt fjárhagsaf- komu bæj arsj óðs Isaf j arðar síðastliðið ár. I stað þess að ræða núverandi fjárhag Bæjar sjóðs ísafjarðar hafa þau reynt að leiða hugi bæjarbúa frá fjármálaöngþveitinu og rætt fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs Isafjarðar árið 1945 er Alþýðuflokkurinn hafði meiri- hluta í bæjarstjórn. Það er síð- ur en svo að ihaldskommar græði nokkuð á þeim saman- burði. Varaforsetinn skrifar i Vesturland en bókavörourinn í blað sitt Baldur. Báðir eru all ruglaðir i samanburðinum og innbirðis ósammála. Tilfærð skulu örfá dæmi um málflutn- ing þeirra. Stjórn bæjarmálefna. hafa hækkað um kr. 34 þús. segir Vesturland. En Baldur segir aftur: „Kostnaður við stjórn bæjarmálefna hefur hækkað um kr. 44.800,00.“ Ár- ið 1945 eru gjöld vegna stjóm- ar bæjarins áætluð krónur 139.200,00, en tekjur krónur 17.800,00 og auk þess eru kr. 75.000,00 áætluð vegna nýrra launalaga og kaupgjaldsbreyt- inga, og er hluti þeirrar upp- hæðar vegna stjómar bæjar- ins, en þessum áætlunarlið gleyma systrablöðin i saman- burði sínum. Lýðtrygging og lýðhjálp. „Framfærslumál, lýðtrygg- ing og lýðhjálp hafa hækkað um kr. 275 þús,“ segir Vestur- land og endar svo greinarkafl- an með þessum orðum: „Hækk anir á þeim liðum, sem nú hafa verið taldir frá 1945, nem- ur því 240 þúsundum króna.“ Vesturland segir að framlagið til Sjúkrahússins hafi hækkað um 21 þús. kr., en Baldur segir það hafa hækkað um 23.000,00 krónur. Bókasafnið. Halldór bókavörður og rit- stjóri mætti vita ögn um fjár- mál bókasafnsins og segir út- gjöld bæjarins til safnsins hafa aukizt um kr. 35.000,00, síðan 1945, en hvernig hann hefur grafið upp þessa tölu er sjálfsagt hulið bóksalanum, vini hans, og segir hann í Vest- urlandi gjöldin hafa aukizt um 22 þúsund krónur. Eldvarnir. segir Vesturland hafa hækk- að um 23 þús. kr. síðan 1945, en Baldur telur hækkunina kr. 19.000,00. Eins og áður er getið gleyma bæði systrablöðin þeim hluta launanna við eld- varnir, er færð eru á XVII. gjaldalið áætlunar ársins 1945. Atvinnumál. Á fjárhagsáætlun ársins 1945 voru áætluð útgjöld vegna at- vinnumála kr. 528 þús. kr. og tekjur kr. 186.500,00, mismun- urinn er þvi kr. 342.500,00, en ekki 335 þúsund eins og Vestur land segir, eða 335.500,00 kr. eins og Baldur heldur fram. Auk þessa er á fjárhagsáætlun ársins 1945 kr. 175 þúsund til opinberra bygginga, sem hvor- ugt systrablaðanna getur um. Framlag bæjarsjóðs til at- vinnumála var þvi krónur 517.000,00, samkv. fjárhagsá- ætlun ársins 1945, en er i fjár- hagsáætlun þessa árs krónur 430.500,00, að því er systrablöð- in bæði segja. Framlag bæjarsjóðs til at- vinnumála hefur því lækkað síðan 19k5, um kr. 87.000,00, og var því þá rúmlega 14 hluta hærra en áætlað framlag þessa árs. Eins og sýnt hefur verið fram á, er samanburður systra- blaðanna um fjárhagsáætlanir áranna 1945 og 1949 víða al- rangar og sízt þeim i hag. Sú tilraun þeirra að forsvara út- svarshækkunina með þessum samanburði er algjört vind- högg, eins og bezt má sj á á því að árið 1945 er útsvörin voru áætluð kr. 1.385,000,00, var framlag bæjarins til atvinnu- mála kr. 517.500,00, en er nú kr. 430.500,00, þegar útsvörin eru áætluð kr. 2.284.000,00. Það er von, að blaðið Baldur spyrji með undrunartón: Hve- nær lofuðu sósíalistar lækkun útsvara?“ Já hvenær hefur staðið á þehn að auka útsvars- byrðir bæjarbúa? -------o------- 'Elcling drepur sauSfé. Fyrir nokkru gekk ofsaveður með þrumum og eldingum yfir Suðausturland, eða allt frá Horna- firði að Kirkjubæjarklaustri. Á Kálfafelli í Fljótshlíð laust eldingu niður í fjárliús og fórust þar tvær kindur. Á mörgum bæjum þar sem raflýst er, sprungu öll öryggi og skemmdir urðu á ýmsum raf- magnsvélum, meðal annars skemmdist útvarp á einum eða tveim bæjum. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins báru fram eftirfarandi breytingar- lillögur við frumvarp að fjárhags- áætlun Bæjarsjóðs Isafjarðar: Tekjur: Aðgangseyrir Sundhallarinnar verði áætlaður kr. 65.000,00. Vatns- salan verði krónur 12 þús. Tekjur af bifreið Seljalandsbúsins verði lcr. 25 þús. Vextir af skuld Sjúkra- hússins við bæjarsjóð sé færð til tekna og áætluð kr. 5 þús., enda tilsvarandi liður í áætlun ársins 1948, en virðist hafa gleymst, enda talið til gjalda í fjárhagsáætlun Sjúkrahússins. Bíóleyfisgjald verði áætlað kr. 13 þús. Stríðsgróða- skattur kr. 60 þús. Allir eru þessir teknaliðir mjög lióflega áætlaðjr og lagt til að þeir verði færðir til sam- ræmis við reynslu undanfarinna ára, og það sem líklegast að verði á þessu ári-. Gjöld: Aukavinna á bæjarskrifstofunni verði ekki áætluð nema kr. 2 þús. en hún hefur engin verið undan- farið. Framlag til almannatrygging- anna verði áætlað kr. 225 þús. (var kr. 222 þús. s.l. ár). Til Sjúkra Sigurður Bjarnason frá Vigur flytur á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um skemmtana skatt. Efni frumvarpsins er það, að hækka skuli skemmtanaskatt á nokkrum kvikmyndahúsum. Kvikmyndahús þau, er Sigurður vill láta hækka skalt á eru þessi: Bæjarbíó í Hafnarfirði, sem ver hagnaði sínum til byggingu elli- heimilis./Éíóhöllin á Akranesi, sem safnar fé til byggingu sjúkrahúss, Bíó Alþýðuhússins á Isafirði, sem ver hagnaði sínum til sjúkrasjóðs verkalýðsfélaganna og hefur alla líð greitt fullan skemmtanaskatt. Skjaldborgarbíó á Akureyri, sem ver ágóða sínum til félagsheimilis, Trípólíbíó og Tjarnarbíó í Reykja- víg, en ágóði þeirra rennur til Tón- listarfélagsins og Háskólans. Isfirzkur verkalýður mun veita því athygli að forseti bæjarstjórnar Isafjarðar vill láta hækka skemmt- anaskatt á Bíó Alþýðuhússins, til þess eins að rýra tekjur sjúkrasjóðs verkalýðsfélaganna. Á síðustu átta árum hefur Bíó Alþýðuhússins greitt í skemmtana- skatt til ríkissjóðs kr. 329 000,00, og á sama tíina greitt til bæjarsjóðs kr. 123,230,00. Ilafnfirðingar verja hagnaði af Bæjarbíó til byggingu elliheimilis og Akranesbúar láta Bíóhöllina safna fé til byggingu sjúkrahúss. Hér þarf að byggja nýlt elli- heimili og endurbæta sjúkrahúsið. Finnur Jónsson, alþingismaður hefir boðið Sigurði Bjarnasyni sam starf um að flytja þá breytingu á lögum um skemmtanaskatt, að í stað þess að hækka skemmtanaskatt inn til ríkissjóðs, verði Bíó Al- þýðuhússjns á Isafirði skattfrjálst til ríkissjóðs, en því gert að greiða sömu upphæð og fara myndi í skemmtanaskatt til byggingar nýs elliheimilis á Isafirði og til endur- bóta á Sjúkrahúsi Isafjarðar, og verði þannig þessum aðkallandi sjóða verkalýðsfélaganna verði kr. 1.000,00 til hvors í stað kr. 500,00. Á menntamálum séu gerðar leiðrétt ingar á nokkrujn liðum og lækki þau um 35 þús. kr. samtals. Rekst- ursstyrkur til Sjúkrahússins verði áætlaður kr. 80 þús. Vegamál (verk stjóralaun) lækki um kr. 16.500,00. Alls eru þessar hreytingar um kr. 72 þús. tekjuhækkun og 103.700,00 kr. gjaldaiækkun, eða saintals kr. 172.700,00, er komi sem útsvars- lækkun, auk þess komi lækkun framlags til Húsmæðraskólans, sem útsvarslækkun og verði útsvörin því alls lækkuð um kr. 185.700,00. Síðast en ekki sízt var lagt til að lagðar yrðu kr. 150 þús., til fisk- iðjuversins og lántaka heimiluð í því skyni. Svo sem sjá má á ofanskráðu, gerðu bæjarfulltrúar Alþýðuflokks- ins enn eina tilraun til að breyta nokkuð fjárhagsáætlun bæjarsjóðs tii móls við raunveruleikann, en svo sem áður er margsýnt, er í- haldskommum ekkert um raunveru leikann gé'fið og felldu því þessar breytingartillögur. framkvæmdum tryggðar tekjur og tekjur sjúkrasjóða verkalýðsfélag- anna ekki skertur. Ekki hefur Sigurður viljað taka þessu. —-......o-------- r" ~------------ Allt til að sýnast. Ihaldskomnmrnir ísfirzku eru miklir sjónhverfingarmenn i þeim skilningi, að þeir eru lagn- ir á ad bregða upp glæsilegum mgndum, og láta þœr sí'ðan lwerfa. Þannig Iiafa þeir l. d. útmálað þa'ö, hvílíkir kostir mundu fylgja því, aö hafa hér bccjarvcrkfræöing, og hafa menri lítillega kynnst því, hvernig sá embætlismaður var notaður, þann skamma tíma, sem hann var liér. Nýlega var samþykkt í bæjarstjórn, að skora á hr. Chr Ilögh að koma hingað aftur og ráða hann lil firnm ára. í fjárhagsáætlun ársins 1949 er hvergi gert ráð fyrir launum vcrkfræðings, þrátt fyrir um- getna áskorun, og þannig á þessi svipmynd að hverfa og gleym- ast. Nýlega var samþykkt, a'ð sækja um leyfi til að byggja 12 íbúðir lil útrýmingar heilsuspill andi liúsnæðis í bænum, en i áætluninni er ekki gert ráð fyrir framlagi bæjarins til fram- kvæmdanna. Sú mynd er því þegar tekin að óskýrast. Samþykkt var að sækja um fjárfeslingarleyfi fyrir 3 vot- heysturnum fyrir búin. / áætl- uninni sést hvergi á þá minnst, e. I. v. er ætlazt til að eirui verði lceyptur, en tæplega þarf að gera ráð fyrir, að hann verði annað en snolitr pappírsmynd á þessu kjörlímabili. — Þannig er allt þetta, og marg fleira, gert til að sýnast. ______________________ j Sigurður Bjarnason sýnir hug sinn til verkaiýðsíélagsms á ísahrði.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.