Skutull

Árgangur

Skutull - 26.03.1949, Blaðsíða 3

Skutull - 26.03.1949, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 Raforkumál Vestfirðinga. Úr lieimaliögiim. Framhald af 1. síðu. ar og Patreksfjarðar til annarar handar og um Rafnseyri, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Isafjörð, Hnifs- dal og Bolungavík til hinnar. EN þegar þetta liafði gerzt, sofn- uðu Vesfirðingar á málið og hafa ekki rumskað síðan. Þeim var sagt, að þetta yrði allt of dýrt, — heildaráœtlunarkostnað ur var 30 miljónir. Og þetta sættu Vestfirðingar sig við. Á veitusvæðinu eru þó a. m. k. 6500 manns, 13 hraðfrystihús, 4 vélsmiðjur og ýmiskonar iðnfyrir- tæki, sem mikla þörf hafa fyrir ó- dýra raforku. Auk þess má nú full- víst telja, að reist verði á næsta áratug sementsverksmiðja fyrir landið allt á Vestfjörðum. Á sama tíma var knúin fram Skeiðsfossvirkjunin fyrir 20 milj. króna lianda Siglufjarðarkaupstað einum (3000 manns), og Andakíls- árvirkjunin fyrir Akranes og Borg- arnes, sem til samans eru með rúm- lega. 3000 íbúa. Það er sannast sagna að í þessu máli liafa Vestfirðingar verið alltof hógværir og mikils til of svefnsam- ir og áhugalausir. Þess vegna hafa þeir dregizt aftur úr. — Þeim hefir verið ýtt til hliðar. Og við það sit- ur, ef þeir ekki taka sig saman. Um líkt leyti og sofnað var á Dynjandisvirkjunina, komu menn auga á það, að Þverá í Nauteyrar- hreppi væri líkleg til stórvirkjunar, ef stífla væri gerð við Skúfnavötn til stórfelldrar vatnsmiðlunar. Lauslegar mælingar fóru fram í tvö sumur, en nú hefur einnig ríkt grafarþögn uin það mál hátt á ann- að ár. Eigum við að láta þar við sitja, Vesfirðingar? Ég veit þið svarið neitandi. Og fyrsta sporið til að hefjast lianda er þá það að afla sér öruggrar vitneskju um hvernig raforkumál Vestfjarða standa í dag. Til þess að afla þeirrar vitn- eskju ritaði ég raforkumálastjóra svoliljóðandi bréf í byrjun nóvem- ber í haust. Reykjavík, 4. nóv. 1948. Herra Raforkumálastjóri. Viljið þér gera svo vel, að leysa úr eftirfarandi spurningum mínuin viðvíkjandi raforkumálum Vest- fjarða? 1. Hverjar voru seinustu niður- stöður rannsókna og áætlana um virkjun Mjólkár og Dynjandisfossa í Arnarfirði? 2. Hver var áætlaður kostnaður þeirra virkjana? 3. Er það rétt, að því hafi af for- ráðamönnum raforkumálanna verið slegið föstu, að ekkert geti af heild- arvirkjun fyrir Vestfirði orðið jafn vel næstu áratugi? 4. Hvað er talið liklegt, eftir þeim mælingum og athugunum, sem fram hafa farið, að virkja megi mörp kilówött við Þverá í Naut- eyrarhreppi (Skúfnavötn) ? 5. A hvorum staðnum, við Arn- arfjarðarfossa eða við Þverá, er tal- ið að virkjunarskilyrði séu aðgengi- legri? 6. Hafa nolckur önnur vatnsföll á Vestfjörðum komið lil greina sem líkleg til heildarvirkjunar fyrir Vestfirði, en þau, sem nú hafa ver- ið nefnd, og ef svo er, þá hver og live stór virkjun í sambandi við þau? Með fyrirfram þakklæti fyrir góð og greið svör. Virðingarfyllst, Hannibal Valdimarsson. Eftir röska fjóra mánuði barst mér svoliljóðandi svarbréf frá raf- orkumálastjóra: Reykjavík, 10. marz 1949. Herra alþingismaður, Hannibal Valdimarsson, Alþingi. Raforkumálaslcrifstofunni þykir leitt,' að dregist hefur að svara bréfi yðar um raforkumál Vest- fjarða, dags. 4. nóv. s.l., en mun nú leitast við að svara þeim spurning- um, sem settar eru fram þar. i: sp. Svar: 1 greinargerð vegamálastjórnar- innar og rafmagnseftirlits ríkisins um virkjun Dynjandisár, dags. í marz 1946, var komist að þeirri nið urstöðu, að eðlilegasta lausn raf- orkumála Veslfjarða væri að byrja á því að endurbæta eða leggja að nýju innanbæjarkerfin á þeim stöð um, sem fá myndu rafmagn frá væntanlegri samveitu og koma upp rafstöðvum, sem þá mætti síðar starfrækja sem varastöðvar og e.t.v. sem toppstöðvar. Ber þá einnig að geta þess, að áætlaður stofnkostn- aður samveitu var meiri en svo, að fyrirsjáanlegt væri, að rafveitur á orkusvæðinu gætu risið undir á meðan orkuþörfin er ekki meiri en nú er. Síðan 1946 liafa héraðsrafmagns- veiturnar á Vestfjörðum ýmist ráð- ist í eða ákveðið að ráðast í slíkar framkvæmdir, er að ofan getur. PalrcksfjörSur hefur pantað 480 kw dieselsamstæður og efni í end- urbyggingu innanbæjarkerfisins. Bíldudalur hefur komið upp hjá sér 250 lcw. dieselrafstöð og endur- byggt kerfið, Þingeyri hefur keypt 110 kw samstæðu og endurbyggt kerfið. Flateyri hefur komið sér upp til- tölulega stórri dieselrafstöð (125 kw) og endurbyggt kerfið. Á Suðureyri við Súgandafjörð eru rafveituframkvæmdir enn á undirbúningsstigi, en hreppurinn hefur nú sótt um fjárfestingarleyfi til að koma sér upp fullkominni rafveitu hið allra fyrsta. Bolungarvík reynir nú að fremsta megni að hrinda í framkvæmd virkjun Fossár í Hólshreppi, sem byrjað var á fyrir um 20 árum, en hætt við síðan vegna fjárskorts. ísafjaröarkaupstaöur hefur fest kaup á 250 kw dieselsamstæðu til viðbótar því vatnsvélaafli sem fyrir er, en hefur í huga að koma sér upp eimtúrbínustöð og hitaveitu. Loks má geta þess, að Súðavílc í Álftafirði hefur komið sér upp lít- illi dieselrafstöð og innanbæjar- kerfi (25 kw), en hefur einnig nokkru víðtækari framkvæmdir í huga. Reglubundnar vatnsmælingar eru nú gerðar í Dynjandisá og Mjólká, og einnig í Þverá úr Skúfnavötn- um, en þar hefur einnig komið til mála að virkja allmikið afl. Aðrar skipulagðar rannsóknir á vatns- virkjunarmöguleikum hafa enn ekki farið fram á þessu svæði síð- an 1946. Raforkumálaskr(fstofan mun þó láta framkvæma itarlegar rannsóknir og athuganir í þessu máli strax og þess er nokkur kosl- ur, væntanlega á sumri komanda Rikisstyrkur til Djúpbátsins. 1 frumvarpi að fjárlögum fyrir árið 1948 er gert ráð fyrir að styrk- ur til Djúpbátsins verði kr. 215 þús. og er það sama upphæð og var síðastliðið ár. Útvarpstruflanir. Víða um bæinn eru miklar raf- magnstruflanir, sem skemma út- varpsafnot bæjarbúa. Truflanir þessar eru sennilega bæði frá ým- iskonar heimilistækjum og vinnu- vélum á verkstæðum. Skutull hefir verið beðinn að koma þeirri spurningu á framfæri við rafveitustjóra, hvað gert sé til að fyrirbyggja útvarpstruflanir og hvort vænta megi frekari viðgerða á þeim tækjum, sem enn valda , truflunum. Andlát. Hinn 23. þ.m. andaðist liér á sjúkrahúsinu Steinunn Einarsdótt- ir. Steinunn var fædd í Skáleyjum á Breiðarfirði 25. marz 1881. Hjónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Jóhanna Hálfdánar- dóttir og Haukur Ó. Sigurðsson. eða sumariö 1950. Hver sem niður- staðan af slíkum rannsóknum verð- ur, mun óhætt að fullyrSa, að ekki er rdð fyrir því gerandi, að nægi- legt fjármagn fáist til þess að rúð- ast í stórvirkjun á Vestfjöröum fyrst um sinn. Er því á þessu stigi málsins ekki hægt að segja neitt ákveðið, hvort eða hvenær ráðist kann að verða í samvirkjun eða virkjanir Vestfjarða. 2. Sp. Svar: Upplýsingar um stofnlcostnað virkjunar Dynjandisár er að finna í ofangreindri greinargerð vega- málastjórnarinnar og rafmagnseft- irlitsins, dags. í marz 1946, sem sendist lijálagt. Skal þess þó getið, að stofnkostnaður er þar að sjálf- sögðu miðaður við verðlag eins og það var þá og verður því að reikna með hælckun, væntanlega um 20— 30%. (Niðurstaða þeirrar kostnað- aráætlunar var 30 miljónir. Með 25% hækkun ætti þá virkjunar- kostnaður nú að vera um 37,5 inilj. króna.) 3. Sp. Svar: Þótt sýnilegt sé, að ekki er ráð fyrir því gerandi, að nægilegt fjár- magn fáist lil að ráðast í stórvirkj- un á Vestfjörðum fyrst um sinn, liefur engu verið slegið föstu, hve- nær af slíkri virkjun getur orðið. Vísast að öðru leyti til svarsins við spurningu nr. 1. 4. Sp. Svar: Þetta er ekki fullrannsakað enn- þá, en gert er ráð fyrir, að virkjun- arstærð sé svipuð og virkjunar Dynjandisár. (ca. 7000 hestöfl) 5. Sp. Svar: Þetta atriði er heldur ekki full- rannsakað ennþá, en líklegt þykir, að virkjunarskilyrðin í botni Arn- arfjarðar séu betri. Hitt er óhætt að fullyrða, að aðstaðan til dreifing ar orkunnar er betri frá botni Arn- arfjarðar en frá Nauteyri, þó ekki verði með sanni sagt, að línuleiðir séu góðar frá hinum fyrrnefnda stað. Tvöfalt afmæli. Ingimar Ólason, bifreiðastjóri varð 45 ára 23. þ. m. Sama dag voru liðin 25 ár síðan Ingimar lauk bifreiðastjóraprófi. Ingimar hefur síðan stöðugt stundað bifreiðaakst- ur og er eini bílstjórinn í bænum, sem á sér svo langan starfsaldur. Ingimar Ólason. 6. Sp. Svar: Að undantekinni Ilvalá i Ófeigs- firði á Ströndum er ekkert vatns- fall á Vestfjörðum, sem líklegt þykir, að sé nægilega aflmikið til samvirkjunar fyrir Vestfirði, auk þeirra, er áður hafa verið nefnd. Virkjanlegt afl þar er talið um 20.000 hö, en virkjunarskilyrði eru þar litt rannsökuð og nánari rann- sókn á virkjanlegu afli skammt á veg komin. Dreifing raforku frá Ófeigsfirði er einnig mjög erfið. Virðingarfyllst, Jakob Gíslason Páll Sigurðsson SAMKVÆMT þessu bréfi standa rriálin nú þannig: Síðan 1946 hefur þetta gerzt: Lögð hafa verið að nýju innanbæj- arkerfin í flestum kauptúnunum á Vestfjörðum. Allstórar dieselstöðv- ar hafa víða verið settar upp. Reglu bundnar vatnsinælingar eru nú gerðar í Dynjandisá, Mjólká og í Þverá. Átarlegri rannsóknum og athug- unuin er svo lofað næsta sumar eða sumarið 1950. Þetta er að vísu í áttina, en langt yrði þó fullnægjandi lausnar að bíða með sama áframhaldi. Innan- bæjarkerfin liafa sína þýðingu fyr- ir lieildarlausn málsins, ef hún dregst ekki því lengur úr liömlu. 1 áætlunum Rafmagnseftirlitsins er talið, að innanbæjarkerfin muni kosta fast að fjórum miljónum kr. Einnig ættu þessar aðgerðir í þorp- unum að vinna upp aukna raf- magnsnotkun, og getur það vissu- lega haft nokkra þýðingu fyrir stórvirkjun Vestfjarða, þegar þar að kæmi. Fullyrðingar raforkumálastjóra um, að ekki verði hægt að afla fjármagns til stórvirkjunar á Vest- fjörðum fyrst um sinn, mun ég svo ræða í næstu grein ásamt fleiri atriðum þessa stórmáls. Hannibal Valdimarsson. --------0--------

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.