Skutull - 24.06.1949, Blaðsíða 1
XXVII. árg.
Isafjörður, 24. júní 1949.
20. tölublað.
Gjalddagi SKUTULS
er 1. júlí.
Árgangurinn kostar
kr. 20.00.
»«mmra«E»»wns»s^!»>»WM«»iffiiw*^.«!*^
Heildarsamningar
kaup og kjör á Vestfjörðum.
spor að marki samtakanna: Sömu laun íyrir sömu
vinnu, hvar sem er á landinu.
Alþýðusamband Vestfjarða samdi fyrir átta verka-
lýðsfélög. — Atvinnurekendur á Vestf jörðum munu allir
viðurkenna samninginn.
Á síðasta þingi Alþýðusam-
bands Vestfjarða var sam-
þykkt tillaga frá verkalýðs-
málanefnd þingsins um, að fé-
lögin á sambandssvæðinu
skyldu kjósa samvinnunefnd
kaupgjaldsmála, og ætti hvert
félag einn fulltrúa í nefndinni.
Hlutverk þessarar samvinnu-
nefndar átti að vera það að
koma á heildarsamningum um
kaupgjald á Vestfjörðum und-
ir forystu sambandsstj órnar
f j órðungsuis.
Á síðastliðnum vetri kusu fé-
lögin fulltrúa sinn i samviimu-
nefndina, gerðu sínar tillögur
um kaupkröfur, sögðu upp
samningum sínum og höfðu þá
yfirleitt lausa frá 1. maí að
telja.
. Um miðjan maí komu full-
trúar verkaljrðsfélaganna á-
samt stjórn Alþ.samb. Vestfj.
saman til fundar á Isafirði og
var þá gengið frá heildar-
samningi, er síðan var sendur
verkalýðsfélögunum og at-
vinnurekendum, sem samninga
grundvöllur. Áður en sam-
vinnunefndin lauk störfum,
kaus hún þriggj a manna samn-
inganefnd af sinni hendi, og
voru henni veitt fullnaðarum-
boð til samningagerðar fyrir
hönd verkalýðssamtakanna.
Þá fór stjórn Alþýðusam-
bands Vestfjarða þess á leit
við atvinnurekendur, að þeir
kæmu sér einnig saman um
samninganefnd, er með samn-
inga gæti farið á sama hátt
fyrir þeirra hönd með fullu um
boði.
Var vel undir þetta tekið
af ýmsum atvinnurekendum,
en eigi gátu þeir þó komið
sér saman um nefndarskipun,
er uinboð hefði fyrir atvinnu-
rekendur sameiginlega, heldur
mættu til samninganna þrir
fulltrúar fra Vinnuveitendafé-
lagi ísafjarðar, þeir Ólafur
Guðmundsson, Þorleifur Guð-
mundsson og Tryggvi Jóakims-
son. Auk þess höfðu nokkrir
atvinnurekendur veitt form.
Vinnuveitendafél. samninga-
umboð fyrir sína hönd, aðrir
kváðust mundu samþykkj a
samninginn, eins og hann yrði,
og enn aðrir létu ekkert til sin
heyra. — Varð þessi ringulreið
atvinnurekenda mjög til að tor
velda framkvæmd heildar-
samninganna. — Til dæmis
hafa atvinnurekendur á Flat-
eyri nú eftir dúk og disk til-
kynnt í útvarpi, að þeir telji
sig ekki bundna af samning-
um A. S. V. við atvinnurek-
endur á Vestfjörðum. Munu
þeir þó verða einir um það til-
tæki.
Áf hendi atvinnurekenda tók
einnig þátt í samningunum
Ketill Guðmundsson, forstjóri
Kaupfélags Isfirðinga.
Þeir, sem með samninga
fóru fyrir Alþýðusamband
Vestf j arða voru hinsvegar
Hannibal Valdimarsson, Sig-
urður E. Breiðfjörð og Guð-
mundur G. Kristj ánsson.
Samningar hófust þrítugasta
og fyrsta maí, oð stóðu þeir ó-
slitið að kalla, þar til þeim
lauk með undirskrift samninga
18. júní að kveldi.
Meginbreyting samninganna
er sú, að grunnkaup karla í
almennri dagvinnu verður kr.
2.95 og kvenna kr. 2.20. Aðrir
kaupgjaldsliðir verða sem hér
segir: Við skipavinnu og
steypuvinnu verður kaupið kr.
3.05. Við kol, sement og út- og
uppskipun á salti kr. 3.30, en
vinna við ketilhreinsun, til-
færslu i kolaboxum, sorp-
hreinsun og fleira kr. 3.75, og
er það hæsti kaupgj aldslið-
ur samninganna, nema hvað
jafnaðarkaup skal greiða all-
an sólarhringinn við vélgæzlu
á togurum í höfn og við ísun
fiskjar í fisktökuskip kr. 4.80
á klst. hvenær sem unnið er. —
Bilstjórar, sem ráðnir eru í
tímavinnu, skulu hafa kr. 3.10
á klst. — Enn er þess að geta,
að þegar enginn kaffitími fell-
ur inn í vinnutímabil, ber að
greiða 10% hærra kaup á tím-
ann. Verður þá dagvinnukaup-
ið í slíkri hraflvinnu kr. 3.25
á'klst.
Sama kaup skulu þeir verka-
menn fá, sem fagvinnu annast
og leggja sér ekki til hand-
verkfæri. En leggi verkamað-
ur sér til handverkfæri við
fagvinnu verður kaup hans kr.
3.39 á klukkustund.
Eins og fyrr segir, er kaup
kvenna í almennri dagvinnu
kr. 2.20. Við hreingerningar,
þvotta og gólfþvotta skal það
vera kr. 2.35. Þá er um það
samið, að þegar konur eða
unglingar vinni um borð í skip-
um eða þá vinnu, sem erfið er,
og venjulegt er, að karlmenn
einir vinni, skuli þeim goldið
karlmannskaup.
Fyrir að þvo 100 kg. af stór-
fiski eða öðrum himnudregn-
um fiski skal greiða kr. 2.00,
en fyrir sama magn af smá-
fiski kr. 1.70. Slík vinna skal
ávallt fram fara í ákvæðis-
vinnu. Öski atvinnurekandi að
láta konur, sem staðið hafa við
fiskþvott fram að kl. 3 síðdeg-
is, vinna aðra vinnu eftir þann
tíma, skal þegar greiða þeim
auka vinnukaup.
Heimildir eru í samningnum
til að framkvæma fiskflökun
og netahnýtingu í ákvæðis-
vinnu, og skal þá gera um það
sérstakan samning milli við-
komandi verkalýðsfélags- og
atvinnurekenda, enda hljóti
hann staðfestingu Alþýðusam-
bands Vestfjarða.
Kaup barna innan 14 ára
aldurs er kr. 1.30, og er óheim-
ilt að láta þau vinna eftir kl. 7
að kveldi.
Séu karlmenn ráðnir fyrir
mánaðarkanp, skal það ekki
vera lægra en kr. 560.00 í
grunn. — Mánaðarkaupsmenn,
sem annast útflutning kola,
skulu þó hafa kr. 580.00 á
mánuði. Einnig skal mánaðar-
kaup bílstjóra vera kr. 580.00
í grunn. Um það er samið, að
mánaðarkaupsmenn Olíufélag-
laganna hafi kr. 600.00 á mán-
uði, enda taki þeir á sig nokkr-
ar aukavinnukvaðir við af-
greiðslustörf.
Mánaðarkaup kvenna skal
eigi vera lægra en 420.00 krón-
ur.
I aðalatriðum verður vinnu-
tilhögun með líku móti og áð-
ur hefir tiðkazt, en þó skal
dagvinnu lokið kl. 12 á laugar-
dögum á tímabilinu frá 15. maí
til 15. september, og skal þá
unnið það lengur — sem
jafnast alla virka daga — að
full vinnuvika náist. Einnig er
heimilt að skipta fullri vinnu-
viku á 5 daga, ef samkomulag
næst um það milli atvinnurek-
anda og verkafólks. Þótti þetta
sjálfsögð vinnutilhögun til sam
ræmis við venjur, sem verzl-
unarfólk og iðnaðarmenn haf a
almennt tekið upp hjá sér.
Umsamdir kaffitímar eru 20
mínútur tvisvar á dag, en
kaffitímar að nóttu til eru 15
mínútur í hvert sinn. Allir
kaffitímar, sem falla inn í
vinnutímabil, reiknast sem
vinnutímar. Ein klukkustund