Skutull

Árgangur

Skutull - 22.10.1949, Blaðsíða 4

Skutull - 22.10.1949, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L * Tveir fundir. Alþýðuflokksfundur. Alþýðuflokkurinn á Isafirði hélt skemmtifund laugardagskvöldið 15. þ. m. fyrir fylgismenn sína og gesti þeirra. Aðsókn var eins mikil og húsrúm frekast leyfði. Aðsóknin sýndi það glöggt, að Alþýðuflokks- fólkið í bænum hefir mikinn áhuga á kosningunum og ætlar sannarlega ekki að liggja á liði sínu nú fremur en endranær. Enn betur lýsti þessi áhugi sér þó í þeirri ágætu stemn- ingu, sem var yfir fundinum frá upphafi til enda. Það jók mjög á á- nægju og skeinmtun fundarmanna, að þeir Alfred Andrésson, hinn landskunni listamaður, sem stadd- ur var í bænum á vegum Leikfé- lags ísafjarðar og Ragnar H. Ragn- ar, söngstjóri, sýndu þingmannin- um og öðrum fundarmönnum þá vinsemd að leggja fundinum til skemmtiatriði. Alfred Andrésson las gamansögu, og söng gamanvís- ur með undirleik Ragnars H. Ragn- ar. Fundarmenn fögnuðu listamönn unum ákaft og þökkuðu þeim með dynjandi lófataki. Dansleikur Al- þýðuflokksfólks, að fundinum lokn- um var ágætlega sóttur. Björgvin Sighvatsson, frú María Gunnarsdóttir og Jón H. Guðmunds son fluttu öll snjöll hvatningar- ávörp, djarfleg, vel samin og sköru- lega flutt. Aðalræðuna flutti þing- maður kjördæmisins, Finnur Jóns- son, og ræddi aðallega um stjórn- málaviðliorfið og afstöðu Alþýðu- flokksins til þeirra stjórnmála, sem nú eru efst á baugi með þjóðinni og almenningur á lífsafkomu sína und- ir, að farsællega verði til lykta leidd. Kom þar skýrt fram, eins og almenningi má raunar vera kunn- ugt, af blöðum og viðræðum manna á milli, að stefna Alþýðuflokksins sker sig úr að vanda um viðsýni og mannúð. Nú sem fyrr vísar Al- þýðuflokkurinn leiðina út úr að- steðjandi örðugleikum og það svo greinilega, að ekki verður um villzt. Hverjum hugsandi manni má vera ljóst, að úrræði hans eru réttlátust, ef fyrst og fremst er hugsað um góða lífsafkomu alþýðunnar í land- inu, launastéttanna, og áframhald- andi menningarbáráttu þjóðarinn- ar. Alger þögn ríkti í fundarsalnum, meðan ræður voru fluttar, en þær voru allar þakkaðar með dynjandi lófataki. Atliygli fundarmanna og undirtektir báru fagran vott um fé- lags- og þjóðmálaþroska ísfirzks Alþýðufólks. Framboðsfundur. Alþýðuhúsið var þéttskipað, þeg- ar frambjóðendur leiddu þar sam- an hesta sína s.l. mánudagskvöld. Fyrstur talaði Kjartan læknir, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, og liafa menn sjaldan heyrt jafn lélega og jafn illa flutta ræðu og var hún þó vélrituð. Minnti ræðu- mennska frambjóðandans einna lielzt á það, þegar Haraldur Guð- mundsson, 2. varaforseti bæjar- stjórnar, er að stauta sig fram úr fundargerðarbókum hinna ýmsu nefnda á bæjarstjórnarfundum, enda var.það glöggt að finna á í- haldsmönnum, að þeir voru sáróá- nægðir með frambjóðanda sinn. „Ræðan hlýtur að vera jafnilla skrifuð og hraðrecept“, varð göml- um Sjálfstæðismanni að orði. Málefnalega söknuðu menn allrar túlkunar á stefnumálum Sjálfstæð- isflokksins í ræðu Kjartans, en í þess stað gerði hann lítilmótlega tilraun til að telja lsfirðingum trú um, að Finnur Jónsson hafi unnið gegn hagsmunum kaupstaðarins á Alþingi! Þessum dylgjum læknisins trúir auðvitað enginn, og tæplega hann sjálfur. Hann veit t.d., að Finnur Jónsson greiddi fyrir því á þingi, að heimildarlög voru sett um hitaveitu liér á Isafirði, en liita- veitumálið er eitt af hjartansmál- um Kjartans. Það mál hefir því ekki strandað á Finni, eins og nú er lialdið á lofti, heldur á því, að bæjarstjórnarmeirihlutinn liér, und ir forustu Sigurðar frá Vigur, hefir aldrei í alvöru ætlað sér fram- kvæmdir í þessu máli, heldur að- eins viljað nota það til að gera Finni Jónssyni pólitískan óleik, ef liægt væri. Þetta upplýsti Finnur á fundinum, og hafði Ársæll Jónsson, kafari, sem var haldreipi Jóns Gauta og Sigurðar Bjarnasonar í þessu ináii, einmitt hent Finni á, að þetta vekti fyrir Sigurði & Co., en Ársæll liafði, sem kunnugt er, með að gera tilraunir lil að fá lán í Aineríku fyrir hitaveituna, og hann tók sjálfur ekki hátíðlegar þessar tilraunir, en lýsir sér af framansögðu! Sigurður Bjarnason, boðorða- bani, kom þarna fram sem eins- konar Konni fyrir Kjartan, en til- burðir þessa sjaldséða bæjarstjórn- arforseta vöktu almennt athlægi og þótti flokksmönnum hans lítil upp- hefð að því fyrir Kjartan að þurfa slíkan meðhjálpara. Nærvera hans minnti óþægilega á ófremdarástaiid bæjarmálanna undir forsæti hans, og umræður um þau mál voru síð- ur en svo upplífgandi fyrir Kjart- an. Finnur upplýsti, að þann 27. júní s.l. hafi bæjarstjóri íhalds- komma, Sigurður Halldórsson, kom ið á sinn fund og tjáð sér, að fjár- mál bæjarins væru komin í hið mesta öngþveiti, og að hann sæi ekki fram á, að stuðningsflokkar sínir gætu leyst þann vanda, sem að steðjaði. Falaðist hann eftir lið- sinni Finns. Finnur svaraði á þá leið, að hann skyldi veita alla þá aðstoð er hann mætti, eins og jafn- an, þegar um málefni bæjarins væri að ræða. Að öðru leyti benti hann bæjarstjóra á, að snúa sér til Al- þýðuflokksins hér heima, og spui-ðí hvort skýrt hefði verið frá fjárhag bæjarins í bæjarstjórn og þau mál rædd þar. Nei, það hafði ekki ver- ið gert, því Sigurður Bjarnason og Matthías liöfðu lagt bann við því. Finnur benti þá bæjarstjóra á, að þetta þyrfti að gerast, því öll bæjar- stjórnin ætti rétt á að vita, hvernig komið væri, og æskilegast væri að hún í heild gerði tillögur lil úr- lausnar vandanum. Bæjarstjóri kvað þetta rétt vera, og ætlaði þá þegar, að taka málið fyrir. Ræddi hann á líka lund þennan sama dag við einn bæjarfulltrúa Alþýðu- flokksins, sem staddur var í Reykja vík, en síðan hefir ekki meira um þetta heyrst. „Þú átt að þegja um fjárhaginn", er það boðorð, sem búið hefir verið til fyrir bæjar- stjórann, og er liað enn í gildi, þrátt fyrir hin úreltu boðorð Moses. Mikilla óþæginda olli það Kjart- ani lækni, þegar Finnur minntist á afskipti lians af atvinnumálum. Hvernig var með Arnarnesið, spurði Finnur. Átti það ekki að verða selvciðari? Jú, Kjartan & Co. fengu 112 þúsund króna styrk úr Fiskimálasjóði og 50 þúsund króna lán, til að útbúa skipið á selveiðar, og lán úr Stofnlánadeild Sjávarút- vegsins til kaupa á skipinu í sama tilgangi. Álli þetta skip ekki að veita Isfirðingum atvinnu? Jú, en það hefir aðeins einu sinni koinið liér að bryggju, og engum einasta sel hefir nokkru sinni verið skipað hér á land úr þvi. Bærinn á þó í skipinu 20 þús. kr. hlutafé, og ein- stakir flokksbræður Kjartans hafa einnig lagt í það fé í þeirri trú, að verið væri að leggja grundvöll að nýjum atvinnuvegi fyrir lands- menn og sérstaklega fyrir bæjar- búa. Skyldu ekki alkvæðaveiðar Kjartans ganga svipað og selveiðar hans? Ekki er það með ólíkindum, eins og til er stofnað. Framsóknarmaðurinn Jón A. Jó- hannsson, stóð sig mun betur i ræðumennsku sinni en Kjartan læknir, enda hafði hann vit á að reyna að flagga með stefnumál Al- þýðuflokksins sér til framdráttar. Þetta sýnir bara, hvernig Jón ósk- ar að flokkur hans sé, en sannar ekkerl um það livernig hann ,er. Jón berst fyrir hækkun á launum opinberra starfmanna, en flokkur hans er á móti þeim. Ef Jóni er annara um málefnin heldur en flokkinn, þá ætti liann, eftir því sem hann talaði á fundinum, að afturkalla framboð sitt og kjósa Al- þýðuflokkinn. Með því mundi hann líka afturkalla þann stuðning, sem Sjálfstæðismenn gera sér von um af framboði hans hér. Hið sama gildir um Þórð Hjaltason í Norður- ísafjarðarsýslu. Aðalbjörn gullsmiður Pétursson reyndi meira til að vekja hlátur, ^ með því að vera grófur og skömm- óttur, heldur en til að verja mál- stað kommúnista, og var þetta her- bragð ekki óhyggilegl af frambjóð- andanum eins og málstaðurinn er. Vildi Aðalbjörn, að við sendum Rússum vörur okkar, enda þótt þeir vilji ekki kaupa þær. Var svo að skilja á frambjóðandanum, að hann vildi láta Rússa hafa vörurn- ar án endurgjalds, og varð þá ein- um áheyranda að orði, að líklega mundu rússneskir veiðiþjófar ekki sýna sig framar, ef gripið væri til þessa jijóðráðs. Svei, sagði annar. Við skulum þurrka þessa peija út eins og í Noregi. Þannig verkaði Aðalbjörn á áheyrendurna. Finnur Jónsson túlkaði í ræðum sínum starf og stefnu Alþýðuflokks- ins og svaraði árásum fjögra and- stæðinga með þeirri ró og slillingu, sem honum er lagið, en þó eftir- minnilega. Hann ræddi um vanda- mál atvinnuveganna í heild og hér í bænum sérstaklega, og Jiau úr- ræði, sem gera þarf atvinnulífimi til viðreisnar. Hann lýsti þeim verk efnum, sem framundan eru f um- bótastarfsemi Alþýðuflokksins. Þekking Finns, stefnufesta og hald- góð reynsla, kom glöggt í I.jós í ræð um hans, og bar hann injög af and- stæðingum sínum í öllum málflutn- ingi og. rökfærslum. Eftir þennan fund sannfærðisl sá, er þetta ritar, enn betur en áður um það, að Finn- ur er sá eini af frambjóðendunuin, sem kcmur til greina, sem þingmað- ur fyrir þennan bæ. Isfirzkur verkalýður til Iands og sjávar og aðrir ís- firzkir kjósendur þekkja farsæl störf Finns Jónsson- ar fyrir ísfirzka alþýðu, fyrr og síðar, ög treysta honum til að halda þeim störfum áfram á Alþingi ís- lendinga. Þessvegna munu þeir fylkja liði og sanna skoðun sína, enn einu sinni, með eftirminnilegum kosn- ingasigri Finns Jónssonar og Alþýðuflokksins. Áheyrandi. Mætið snemma á kjörstað! Kjósið Finn Jónsson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.