Skutull

Árgangur

Skutull - 31.12.1949, Blaðsíða 2

Skutull - 31.12.1949, Blaðsíða 2
2 S Ií U T U L L Hæversk blaðamennska. Hægra er að kenna heilræðin en halda þau. Umrœður um opinber mál eiga að eðlilegum liætti að snúast um tvennt. Hæfni og eiginleika þeirra manna, sem við opinber félagsmál fást, til slíkra umboðsstarfa, — og um málefnin sjálf, sem á dagskrá eru hverju sinni. Eftir mig liafa nú fyrir skemmstu birzt tvær greinar í Skutli um bæjarmál Isafjarðar. 1 fyrri grein- inni ræddi ég einkum um eigin- leika og hæfni nokkurra þeirra bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem farið liafa með völd og ábyrgð á seinasta kjörtímabili. 1 hinni greininni var um það rætt, livað meirihluti bæjarstjórnartnnar þætt- ist hafa afrekað — hverju liann liefði í rauninni átt frumkvæði að — og hvernig það hefði farið úr hendi. Einnig var vikið nokkuð að fjárhagsástandi því, sem skapast hefur hjá bænum á þessu kjörtíma- bili. Þessar greinar virðast hafa farið mjög í taugarnar á þeim vestur- landsmönnum, einkum j)ó Sigurði Halldórssyni. Þetta sést berlega á seinasta tölublaði Yesturiands. Þar er byrj- að á ný persónuaurkast staksteina- höfundarins, og eiga aurslettur hans auðsjáaniega að koma í stað rökræðna um bæjarmálin. Grein Sigurðar Halldórssonar er svo löng, að hún fyllir nokkuð á þriðju síðu í blaðinu, og er full af sárindum yfir því, að ég hafi dæmt þá bæjarfulltrúa íhaldsins, og sér- staklega hann sjálfan, of harkalega og ekki gætt drengsapar í þeim dómi. — Slíkt getur ávalll verið álitamál — og vill reyndar við brenna oftar en skyldi. Hitt er fjarri öllum sanni, að hún sé persómilcour rógur og nið um pólitíska andstæðinga, eins og liann endurtekur hvað eftir annað í grein sinni. Mesta furðu inína vakti þó, er Sigurður bregður mér um „takmarkalausa öfundsýki“ Það hafði ég aldrei heyrt andstæðinga mína hafa á milli tannanna fyrr, enda held ég, að ég sé nokkurn- veginn laus við það að bera öfund- arhug til nokkurs inanns. Og svo mikið er víst, að þá nafnana Sig- urð Bjarnason og Sigurðs Halldórs- son öfunda ég a.m.k. allra manna sízt. En liver voru þá meginatriði þeirra eiginda í fari bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, er ég taldi valda því, að allt liefði sigið á ó- gæfuhlið fyrir bæjarfélaginu und- ir handleiðslu þeirra? Ég taldi ])á hafa skort skilning á þörfum borgarauna, og ég fullyrti, að þeir liefðu ekki þekkt þarfir bæj- arfélagsins i þýðingarmestu mál- um. Þessu til sönnunar minnti ég á, að forseti bæjarstjórnar, Sigurður Bjarnason, hefði verið utanbæjar- maður fram til þess árs, er bann gerðist forseti bæjarstjórnarinnar — og eftir að hann tók að sér það ábyrgðarmikla forustublutverk hefði hann aðeins sést sem gestur í bænum, þá sjaldan einhverrar vegtyllu var von. Veit það og hvert mannsbarn í bænum, að þetta er hvorki rógur né nið, heldur heilagur sannleikur. Hafa allir hugsandi menn í bænum — og þar á meðal Sigurður Hall- dórsson sjálfur — oftlega álasað Sigurði Bjarnasyni þunglega og dæmt hann harðlega fyrir þann skort á alvöru og skyldurækni, sem þetta liátterni lians ber gleggstan vottinn um. — Hér hafa svo þeir bæjarfulltrúar, sem haiui þóttist ætla að vera sverð og skjöldur fyr- ir, setið uppi með öngþveiti bæj- armálanna, ógreidd vinnulaun og hengingavíxla í vanskilum, meðan yfirborðsforsetinn lifði áhyggju- lausu lífi í höfuðborg landsins eða flaug út um lönd og álfur til eigin lystisemda. Það er rétt, að ég taldi Sigurð Halldórsson einnig hafa verið þekkingarlítinn um málefni bæjar- ins og bæjarbúa, er hann varð hér bæjarfulltrúi. — Fór ég líka um það atriði einungis með alkunnan sannleika. Er mönnurn sjálfsagt í fersku minni, að fram til ársins 1946 liöfðu þeir einir kjörgengi lil sveitastjórna, sem verið liöfðu eitl ár fyrir kjördag heimilisfastir í héraðinu. Þessu skilyrði fullnægði Sigurður Halldórsson ekki, og var þá illu heilli, knúin sú lagabreyt- ing gegn um Alþingi, að einungis yrði áskilin þriggja mánaSa lieim- ilisfesti í viðkomandi sveitarfélagi, sem skilyrði fyrir kjörgengi. — Þá fyrst er landslögum hafði verið breytt á þennan hátt, gat Sigurður Halldórsson orðið bæjarfulltrúi á ísafirði. Ekki er þetta því heldur rógur eða níð. — Það er byggt á fullum rökum og eru óyggjandi sannindi. Baldur Johnsen lilaut þá „Karak- terislik“ í grein minni, að hann hefði sjaldan varanlegan áhuga á opinberum máluin. Hann væri festulítill sprettamaður. — Er Jietta nú svo fjarri því sanna og rétta uin Baldur Jolinsen? Svari þeir, sem þekkja manninn bezt. — Hefði það til dæmis verið sann- leikanum samkvæmara, ef ég liefði lýst þessum bæjarfulltrúa íhaldsins sem þolgóðuin og þrautseigum seiglumanni, sem aldrei dofnaði í áhuga, hversu sem í móti blési og framkvæmdir drægjust á langinn? Nei, ég liygg, að menn verði að viðurkenna, að það sem ég sagði um bæjarfulltrúann Baldur John- sen er sannleikanum samkvæmt, en hvorki rógur eða níð. Verst ber Sigurður Halldórsson sig þó sem vonlegt er út af lýsingu minni á lionum sjálfum. Skal það og játað, að á lionum hafði ég tekið einna ómýkstum höndurn, enda naumast viðeigandi að eyða smáfuglaskotum á sjálfan „borgarstjórann“. Ummæli mín um hann í Skutuls- grein minni voru þessi: „Þetta var skipbrotsmaður af götum Reykja- vjkur, viljaveill og þróttlítill og liafði aldrei nálægt sveilastjórnar- málum komið. Hann hafði reikað milli allra skoðana og flokka í landsmálum. Hafði verið alþýðu- flokksmaður, kommúnisti, nazisti, og var af tilviljun „sjálfstæðismað- ur“ um það leyti sem ákveðið var að flytja hann til ísafjarðar sem rithöfund og ræðumann fyrir íhald- ið á lsafirði“. lit af síðari hluta þessara tilvitn- uðu uminæla minna gerir Sigurður IJalldórsson svohljóðandi játningu í Vesturlandsgrein sinni: „Ég hefi verið flokksbundinn í þremur stjórnmálaflokkum, ef unglingsár mín eru talin með, í Alþýðfl., Kommúnistafl., og Sjálfstæðisfl,. .“. Ég virðist því ekki liafa farið fjarri hinu rétta um skoðanahverf- lyndi söguhetjunnar. Þó ber það á niilli, að ég hefi fullyrt, að Sigurð- ur hafi einnig verið nazisli. — Er það nú af hæversku, feimni eða af einskærri gleymsku, að Siguröur nefnir ekki „Þjóðernishreyfingu Is- leudinga“, sem eitl af sínum póli- tísku viðkomustöðum og liafnar- plássum? — Eða er það e.t.v. bara „rógur og níð“ að ég skuli vera að bendla hann við flokk þjóðernis- sinna, eins og íslenzku nazistarnir kölluðu sig, þegar þeir voru og hélu? En til þess að liafa heldur það, er sannara reynist einnig um þetta atriði, þá spyr ég nú Sigurð Hall- dórsson og vænti svars hans í næsta tölublaði Vesturlands: Varsl þú ekki líka flokksbundinn í „Þjófiernishreyfingunni", samiölc- um íslenzkra nazista? Staðhæfingu minni um, að Sig- urður Halldórsson og flokksbræður hans, allir með tölu, hefðu aldrei nálægt sveitastjórnarmálum komið, svarar hann orðrétt á þessa leið: „Það er eitt, sem höfundur (]).e. H. V.) telur sameiginlegt með okk- ur öllum, sein rógi lians og niöi er stefnt í gegn, og það er að við liöf- um aldrei komið nálægt bæjarmál- um fyrr en á yfirstandandi kjör- tímabili: „Þetta er sennilega aö mestu leyli rétt, ....“. Þetta eru óbreytt orð Sigurðar Halldórssonar, en hvernig dirfist hann þá að stimpla það sem „róg og ní5“, sem Iiann í sömu máls- greininni cr að játa rétt u'ö vera. Slíkt er helzt lil mikil bíræfni, sem varla verður tekin sem góð og gild vara, þólt í nauðvörn sé. Þá er eflir að athuga, hvort ég liafi farið með „róg og níð“ um Sig- urð Halldórsson, er ég „karakterí- seraði“ hann sein viljaveilan og þróttlítinn mann. Ég skil vel, að hann uni illa slíkum dónri, en sú er þó bótin, að ef almenningsálitið metur ummæli sem ])essi fjarstæðu- kennda og hátursfulla persónuárás, er við ekkert hafi að styðjast, þá falla þau auðvitað máttlaus niður og verða miklu fremur þeim sem fyrir verður, lil álitsauka og fram- dráttar. - — Á ég andstæðingum mínum margt að þakka slíkra um- mæla bæði fyrr og síðar. Standi Sigurður Halldórsson ])ví í vitund bæjarbúa sem hið vilja- sterka þrekmenni, er dómur minn um hann að sjálfsögðu rangur, og ann ég honum ])á að njóta þess hversu mér hafi skjátlast í ummæl- uin mínum um skapgerð hans. Út af þessum ummælum mínum, að Sigurður hafi verið „skipbrots- maður af götuin Reykjavíkur", fær hann bókstaflega „hysterískt“ kast. 1 fyrstu þykist hann ekki gjörla vita, hvað í ummælum mínuni eigi að felast. En brátt verður niður- staða hans sú, að þetta sé fullyrð- ing um, að hann hafi verið „ræfill“ og „mannlegt rekald“, sem á nútíma reykvíksku sé kallað „hafnarstræt- isróni“. — En takið eftir, lesendur góðir, þetta er útlegging Sigurðar Halldórssonar sjálfs, en ekki mín orð. En eftir að Sigurður hefir þanu- ig dregið sjálfan sig sem dýpst nið- ur í svaðið, fer hann að lijala um, að liafi hann verið svona illa farinn þá hljóti ég að gefa sér þann vitn- isburð, að hafa sýnt „eftirbreyinis- verSa framför", sem komi illa heim við uinmæli mín um vilja- leysi lians og skort á karhnannleg- um þrótti. Þegar Sigurður liefir svo komið sjálfum sér á þennan bataveg eftir breytnisveróra framfara í dálkuin Vesturlandsins, svellur hönum móður, ])að er eins og honum versni aftur og liann setur mér úr- slitakosti með svofelldum orðum: „Ég skal svo ekki frekar orðlengja um þetta, en vil að lokum skora á Hannibal Valdimarsson, ef hann ekki að öðrum kosli vill liggja und- ir því að vera stimplaður sein and- legt úrjivætti og munnorösþjófnr, að færa sönnur á umrædd ummæli, eða taka þau aftur í næsta tbl. Skutuls á þann hátt, sem drengi- legt megi teljast". Eins og menn sjá vantar liér ekki hógværðina, ])rúðmennskuna og stillinguna!! Og livar er ég nú staddur, aumur maður, með sjálfan borgarsljórann ægireiðan yfir mér, já, meira að segja með brennimerk mannorðsþjófa og andlegra úr- ]>vætta hvítglóandi á lofti í styrk- um armi. Jú, gegn um orðahvin hins ofsa- reiða borgarstjóra, skynja ég þó, að ég á tveggja kosta völ: Að taka aft- ur ummæli mín um „skipbrots- manninn“ —- ekki hans eigin orð um „hafnarstrætisrónann“ — eða Framhald á 3. síðu. ISKYGGILEG TALA. Á reikningi Bæjarsjóðs fyrir árið 1948 sést, að vextir þeir, sem Bæjar- sjóður hefir orðið að borga af skuldum sínum það ár, nema a. m. k. kr. 119.000,00. — Eitt hundr- að og nítján þúsund kr. Er þetta ískyggileg tala og sýnir ljóslega, hversu geysiþungur skuldabaggi hvílii nú á herðum ís- firzkra skattborgara. — Hvað skyidi vaxtasúpan vera orðin á árinu 1949? ______

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.