Skutull

Árgangur

Skutull - 26.05.1950, Blaðsíða 1

Skutull - 26.05.1950, Blaðsíða 1
XXVIII. árg. Isafjörður, 26. maí 1950. r------------------------- Vil selja sumarbústað með tækifærisverði. Pétur Pétursson, Grænagarði. Prentstofan Isrún h. f. 14. tölublað. Ofremdarástand símans. Landssíminn hækkar gjöldin fyrir gömul tæki og lélega þjónustu. Gjaldahækkunin er ósvífjni við símanot- endur á Vestfjörðum. Undanfarna inánuði liefir verið fullkoinið ófremdarástand á síma- kerfi þessa lia^jar. Alla daga vik- unnar og alla tíina dags iná ganga að því vísu, að ef lieðið er um símtal innanbœjar þá heyrist jafn- framt á samtöl annarra símanot- enda og stundum er ástandið sizt betra, en þar sem 13 sveitabæir eru saman um símalínu og ellefn hlusta á tveggja tal. Á llppstigningardag þurfti ég að ná sanibandi við nr. (i4 hér í hæ. I stað jiess að fá samband við það númer inátti heyra húsmóðurina á einum bænum í Skutulsfirði ræða við konu hér í bæ urn veggfóðrun á slofu sinni og innheimtu á and- virði malarbíla til að geta greitt málaranum laun sín. Daginn eftir bað ég uin nr. 93, en í stað þess að fá sainband við það númer heyrðist ráðagerðir tveggja hefðarkvenna hér í bænum, hversu lientugast mundi að flytja píanó Sunnukórs- ins til þess staðar er það skyldi notast næst. Dæmi jiessi hafa ver- ið nefnd af handahófi af þeim fjölda samtala, er óviðkomandi að- ilar heyra daglega. Vissulega iná segja að tilgreind dæmi séu þess eðlis, að meinlaust sé, að óviðkomandi heyri, en liversu mörg inunu ekki þau sain- töl, er heyrst hafa, en óviðkom- andi var ekki ætlað að heyra. Eins og nú er ástatt um síma- kerfið liér á Isafirði, skyldu inenn forðast að segja nokkuð ]>að í sím- ann, sem þeim er ekki sama um að hver og einn viti. Fvrirspurn til símstjórans. Fyrir jirem mánuðum hirti ég í Skutli fyrirspurn til símstjórans á ísafirði, um ástand siinans hér, og vildi með því gefa honum sérstakt tilefni til opinberra umræðna um það inál. Ekki hefir hori'/t svar við jieirri fyrirspurn, enda mun víst al- siða, að opinberir embættismenn telji sér annað skildara en að svara fyrirspurnum, er viðkoma starf- sviði þeirra. Síðan ofangreind fyr- irspurn var gerð hcfir ástand sím- ans hér í bæ sízt farið batnandi, og má segja að símanotendum hér sé það nokkurt svar. Viðhald símans. Frá upphafi hefir það þótt sýnt, að Vestfirðir væru olnbogabarn hjá landssímanum. Árlegt eftirlit og viðhald hefir alla jafnan verið með þeim endemum, að viðgerðaflokkar hafa verið sendir hingað síðsumars cða á haustiu, þegar veður eru tek- in að spillast. Hafa þeir farið sem snæljós með fram símalínunum, og viðhaldið vevið eftif því. Þess eru jafnvel dæmi, að þeir hafa haft liað nauman tíma til starfans, eða þurft að hraða sér svo mjög vegna versn- andi veðurs, að þeir hafa ekki gef- ið sér tíma tii að hafa tal af sím- stöðvarstjórunum, og leita hjá jieim upplýsinga um, hvar mestra að- gerða væri þörf. Þvílík vinnubrögð má vissulega segja, að séu til þess eins og sýna, hvernig ekki eigi að haga eftirlits- og viðgerðarferðum Svikin vara hækkuð í verði. I almennum viðskiptum er það talin nauðsyn að gefa afslátt af gallaðri vöru, sé hún á annað borð seljanlcg. Með landssímann er þessu öðru- vísi varið, því að ekki hafa for- ráðamenn hans talið sig þurfa að viðurkenna þessa nauðsyn. Símaafnot hafa orðið hér erfiðari með liverju ári, og mikill hluti þess tíma, er fer í samtöl, er simanotand anum algjörlega gagnlaus vegna lélegs símasambands og margskon- ar truflana. Ekki hafa afgreiðslu- skilyrði hatnað, en símgjöldin liafa hækkað livað eftir annað. Nú síðast voru gjöldin hækkuð í byrjun liessa mánaðar. Símskeyti og samtöl um 11—30%, talsíma- gjöhl um 25—30% og talstöðva- leiga enn meir, og var þó fyrir okurleiga á þes*aim öryggistækjum. Er nú svo komið mcð talstöð- varnar, að leiga þeirra er orðin það há, að ckki cr annað sýnt en að Alþiugi verði að taka fram fyrir hendur símamálastjórnarinnar og lækka stórlega leigu talstöðvanna, svo bátaflotinn missi ekki af þess- um hráðnauðsynlegu öryggistækj- um. Almenningur er að vísu orðinn ýmsu vanur hjá landssímanum, en flcstir munu þó liafa orðið högg- dofa yfir síðustu gjaldahækkuninni. 1‘cssar hækkanir leyfir landssiminn sér að gera á sama tíma og ríkis- stjórnin hvetur alla landsbúa til að sýna þegnskap, að forðast ónauð- synlegar hækkanir á kaupi, vörum og hverskonar þjónustu. Það þarf meir en meðalmennsku til að hera það fram fyrir símanot- endur, er sjaldnast geta fengið ó- truflað síintöt innan bæjar, hvað þá við aðra landshluta, að ætla þeim að greiða liækkuð afnotagjöld fyrir gömul og oft léleg símtæki, sem litlu eða engu liefir verið lcostað til síðustu áratugi. Verður ekki annað sagt, en gagn- vart Isfirðingum og öðrum Vest- firðingum, er búa við síversnandi símaafnot sé gjaldaliækkun þessi megnasta ósvífni. Þegar mun hafa komið í ljós, að ekki eru allir það skaplitlir, að þeir sætti sig við slíka ósvífni, og hafa þeir því sagt upp símanum, og mun þeim eflaust fara fjölgandi, er senda slík svör. Telji landssímastjórnin sig eiga nokkrum skyldum að gegna í þess- um landshluta, verður hún að við- urkenna það með því að fella þeg- ar niður þá hækkun símaafnota- gjalda, er nú síðasl var gerð og láta ekki koma til neinna hækkana hér fyrr en eitthvað hefir verið Kaupfélag . 30 ÞANN 30. APRlL ÁRIÐ 1920 hoðaði séra Guðmundur Guðmunds- son frá Gufudal til stofnfundar Kaupfélags Isfirðinga. Félagið var stofnað, og voru stofnendurnir 20. Þrettán þeirra eru enn á lífi, og eru a.m.k. i'imm Þeirra húsettir i Reykjavík. Nefnilega þeir Vilmundur Jónsson, landlæknir, Haraldur Guðmunds- son, alþingismaður, Guðmundur Geirdal, skáld, Helgi Sveinsson, fastoignasali og herra Sigurgeir Sigurðsson, biskup. Fyrsta árið var séra Guðinundur hæði framkvæmdastjóri félagsins og formaður félagsstjórnar. En á ár- inu 1921 var Ketill Guðmundsson ráðinn kaupfélagsstjóri og hefur hann verið það síðan. Hins vegar var séra Guðmundur formaður fé- lagsins alll til dauðadags 1935. Guðmundur Hagalín rithöfundur var formaður Kaupfélags Isfirðinga um 10 ára skeið. Þá tók við for- mennskunni Jónas Tómasson, tón- skáld, en núverandi formaður fé- lagsins er Hannibal Valdimarsson. Það verður ekki annað sagt, en að Kaupfélagi Isfirðinga hafi vel farnazt á liðnum 30 árum undir stjórn Ketils Guðmundssonar. Það hóf verzlunarrekstur sinn sumarið 1920 í litlum húsakynnuin i Silfurgötu 11. Eftir nokkur ár tók félagið á leigu stóra verzlunarbúð, sem brátt varð einnig of lítil. Var þá ráðizt í byggingu eigin verzl- unarhúss ó liezta stað í bænum, og var byggingunni lokið haustið 1931. Er kaupfélagshúsið stærsta verzl- unarluis á Vesturlandi og ein glæsi- legasta hygging tsafjarðarbæjar. Þar hefur félagið haft aðalbæki- stöð sína síðan. Hér verður ekki rakin þróunar- gert, til að bæta úr því ófremdar- ástandi, sem nú er á símakerfinu á Vestfjörðum. Viðurkenni forráðamenn lands- símans hinsvegar ekki, að hörmu- lega liafi tekizt til um nauðsynlegt viðhald og endurbætur símakerfis- ins á Vestfjörðum, og hefjist þegar lianda um framkvæmdir til bóta, ættu þeir hreinskilnislega að láta í ljós þá skoðun sína, að þeir telji ekki ástæðu til að hafa nothæft síinasamband til Vestfjarða og um Vestfjarðakjálkann og fullkomna verkið með því að láta taka niður það sem nothæft kann að vera af símlögnum og tækjum, og láta þá staði njóta, er álítast verðugri. Ei/jólfur Jónsson. ísfirðinga ára é saga félagsins. Til þess hefur Skut- ull alltof takmarkað rúm, heldur verður að nægja að nefna helztu þættina í starfi félagsins í dag. 1 Isafirði hefur félagið stóra mat- vörúbúð, aðra búð með úlnavöru og búsáhöld og í þriðja lagi mjólk- urbúð og mjólkurvinnslustöð. Þá hefur félagið einnig verzlunarútibú í Silfurgötu, byggingarvöruverzlun og alla kolaverzlunina i kaupstaðn- um. Lítið frystihús rekur félagið í svonefndri Edinborgareign, sem félagið keypti fyrir nokkrum árum af Útvegsbanka Islands. Á þeirri eign hefur kaupfélagið líka reist sláturhús, sem mikinn liluta ársins er notað til fiskmóttöku. Einnig er á Edinborgareigninni fiskþurrkun- arhús, bryggja, tvö íbúðarliús og stórt vörugeymsluhús. Aðra vöru- skemmu á félagið einnig rétt hjá bæjarbryggjunni. 1 flestum lireppuin Norður-lsa- fjarðarsýslu eru deildir úr kaupfé- laginu. Annast félagið afurðasölu fyrir flesta bændur í Norður-lsa- fjarðarsýslu og liefur nú orðið mik- il og víðtæk verzlunarviðskipti, ekki aðeins við íbúa kaupstaðarins heldur einnig við fólkið í sveitun- um og kauptúnunum við Isafjarð- ardjúp. t Súðavík hefur kaupfélagið verzl- unarútibú, og á Langeyri við Álfta- fjörð á það hraðfrystihús og fisk- verkunarstöð. I Hnífsdal hefur félagið einnig útibú, og þriðja verzlunarútibúið er í Bolungarvík, stærsta kauptún- inu við Djúp. Var vörusala þessara útibúa frá 400—000 þúsund krónur á árinu 1949. Félagsmenn í Kaupfélagi Isfirð- Framhald á 3. síðu.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.