Skutull


Skutull - 18.01.1952, Blaðsíða 1

Skutull - 18.01.1952, Blaðsíða 1
 7 1 P ¦ ím V 1 ¦ II f ) 1 !I 0 í 1 1 1 1 1 Utbreiðið Stoutul. I^II m 1 I 1 1 1 1 j Gerist áskrifendur 01 111 W 1 l1 ^ <1 J 1 að Skutli. XXX. árgangur. Isafjörður, 18. janúar 1952. 2. tölublað. Fjárhagsáæf lanir bæjarins afgreiddar Bálför Finns Jónssonar alþingismanns. Þriðjudaginn 8. janúar s.l. fór fram bálför Finns Jónssonar al- þingismanns. Athöfnin hófst kl. 1 e.h. með húskveðju að heimili hins látna, og flutti séra Jón Thorarensen húskveðju. Síðan fór fram í Dómkirkjunni minningarathöfn, sem var útvarpað. Flutti séra Sigurður Einarsson þar minningarræðu, en karlakór söng. Fjölmemnni var viðstatt útförina. Eftir húskveðju báru kistuna út af heimili hins látna synir hans þrír, Birgir, Finnur og Jón, Ingólfur Jónsson, bróðir hans, Axel Pálsson, Helgi Hannesson, Hauk- ur Hrómundsson og Einar Arnalds. 1 kirkju báru kistuna fjórir ráðherrar, Steingrímur Steinþórsson, Ólafur Thors, Hermann Jónas- son og Björn ólafsson, þingforsetar, þeir Jón Pálmason, Bernhard Stefánsson og Sigurður Bjarnason, svo og Emil Jónsson; en úr kirkju þingmenn Alþýðuflokksins: Stefán Jóh. Stefánsson, Haraldur Guðmundsson, Gylfi Þ. Gíslason, Ásgeir Ásgeirsson, Emil Jónsson, Hannibal Valdimarsson, Guðmundur f. Guðmundsson og Erlendur Þorsteinsson. Frá Dómkirkjunni var kistan flutt suður í Fossvog, þar sem bál- förin fór fram. Pólitískir samherjar sem andstæðingar Finns Jónssonar, er ritað hafa minningargreinar um hann í dagblöðin, ljúka upp einum munni um það, að Finnur hafi verið mikill málafylgjumaður og glöggur á kjarna hvers máls og þrekmaður og starfsmaður svo af bar. Við samherjar Finns Jónssonar, eigum með honum á bak að sjá glæsilegum og traustum foringja, sem aldrei brást málstað jafn- aðarstefnunnar, en gekk fullur eldmóðs að hverju verki, er mátti verða til framfara og menningarauka. Slíkir menn eru drengir góðir og gleymast aldrei þeim er vilja heill og farsæld fólksins í Iandinu. Oft var stormasamt um Finn og þá ekki hvað sízt á framboðs- fundum hér í kjördæmi hans. Finnur var mælskumaður í bezta ináta, og kunni þá göfugu list að vega að andsstæðingum sínum og knésetja þá án þess að grípa til óheiðarlegra vopna. Hann efld- ist jafnt að þrótti og baráttukjarki eftir því sem andstæðingarnir báru á hann fleiri vopn. Og margur mótherjinn hvarf lítt vopnfær frá hólmgöngu við Finn Jónsson, og mun sjálfsagt hafa óskað sér og sínum málstað meiri vegsemdar að orrahríð lokinni en raun ber vitni. Finnur Jónsson hélt baráttunni áfram alt til hinztu stundar. Hel- sjúkur lagði hann á ráðin um það, hvernig baráttunni skyldi hagað. Á banasænginni ritaði hann greinar um nauðsyn meiri fræðslu um hlutverk verkalýðsins og félagssamtök hans. Finnur Jónsson er horfinn, en starf hans og barátta fyrir íslenzkan verkalýð mun lifa svo lengi sem merki jafnaðarstefnunnar verður borið fyrir fylkingum í þessu landi. Bæjarstjórn frestaði ákvörðun um útsvarsálagningu. Sjálfstæðismenn vildu tvítelja sömu útsvörin til tekna hjá bæjarsjóði og báru fram sýndartillögur um lækkun út- svara á þeim forsendum. Fullyrðingar Vesturlands um tilraun til skattkúgunar marklaust gaspur fram sett á ósönnum fosendum. Á fundi bæjarstjórnar ísafjarð- ar 4. janúar s.l. voru afgreiddar fjárhagsáætlanir bæjarsjóðs, hafn- arsjóðs og sjúkrahúss ísafjarðar fyrir árið 1952. Undanfarin ár hefir venjan hinsvegar verið sú, að fyrstu mánuði ársins hefir bænum verið stjórnað án f járhags- áætlana og þær síðan afgreiddar er komið var nokkuð fram á árið. Að þessu sinni tókst að afnema þennan leiða sið. Bæjarstjórnar- fundurinn hófst með því að for- seti minntist með nokkrum orð- um' hins nýlátna alþingismanns kaupstaðarins, Finns Jónssonar. Þegar í fundarbyrjun var sýnt að sjálfstæðismenn ætluðu að halda uppi málþófi á fundinum. Kemur þetta einnig greinlega fram í frásögn Vesturlandsins af fundinum, er þar vakin alveg sér- stök athygli á því hve fundurinn hafi staðið lengi og hvað frum- mælandi minnihlutans hafi talað margar mínútur, en það gloppast einnig upp úr Vesturlandi að vað- allinn hafi verið slíkur að ekki hafi þurft nema örfáar mínútur til andsvara Ásberg Sigurðsson reið á vaðið hjá þeim sjálfstæðismönnum. Þeg- ar ganga skyldi til dagskrár kvaddi hann sér hljóðs og flutti breytingartillögu við auglýsta dagskrá. Taldi hann að um auka- fund væri að ræða en ekki reglu- legan fund eins og auglýst hafði verið. Hinum lögfróða bæjarfull- trúa er einnig hafði verið bæjar- stjóri, var bent á þá grein fundar- skapa er f jallaði um boðun funda, og að til þessa fundar væri boðað samkv. henni. Tillaga Ásbergs var síðan felld. Kosning f orseta. Fyrst á dagskrá fundarins var kosning forseta. Kosinn var Birgir Finnsson með 5 atkv. Matthías Bjarnason, forseti hins liðna árs, hlaut 4 atkv. Veik Matthías síðan úr forsæti og var þungur á brún er hann settist við hlið sinna flokksmanna. Haraldur Steinþórs- son tók síðan við fundarstjórn og var hann endurkjörin fyrsti vara- forseti. Annar varaforseti var kos- inn Guðm. G. Kristjánsson í stað Ásbergs Sigurðssonar. Kosið var síðan í nefndir og til annara þeirra starfa er dagskrá gerði ráð fyrir. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Tólfti dagskrárliður var síðari umræða um f járhagsáætlun bæjar- sjóðs ísafjarðar árið 1952. Svo sem venja hefur verið höfðu kom- ið fram við hana breytingartillög- ur frá flokkunum. Breytingartil- lögur frá Alþýðuflokknum og Sósíalistum voru þessar helztar: Bætt yrði við í áætlunina tekjum og gjöldum af húsunum Fjarðar- stræti 7—9 kr. 65.000,00, beggja megin. Áætluð greiðsla úr jöfnun- arsjóði hækki um kr. 50.000,00 eða í kr. 60:000,00. Þar sem f járhags- áætlunin var reiknuð út með 150 stiga vísitölu, en síðar kom í ljós að allir aðrir kaupstaðir höfðu reiknað með 155 eða 160 stigum, þótti óhjákvæmilegt að hækka gjöldin um kr. 40.000,00 vegna dýr tíðarhækkunar. Aðrar breytingar voru smá leiðréttingar, er gera þurfti á fjárhagsáætluninni. Guðmundur G. Kristjánsson hafði framsögu um tillögurnar og gerði grein fyrir þeim og þeim til- lögum er bæjarráð var sammála

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.