Skutull

Volume

Skutull - 22.02.1952, Page 4

Skutull - 22.02.1952, Page 4
4 S K U T U L L PRENTSTÖfAN ÍSlÚN7r óskar eftir tilboði í geymsluskúr sinn, Fjarðarstræti 20. Nánari upplýsingar gefur Sig. Jónsson. Nr. 2/1952 Tilkynning Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð á benzíni og olíum: 1. Benzín ............. pr. líter kr. 1,66 2. Ljósaolía........... pr. tonn kr. 1200,00 3. Hráolía ............ pr. líter kr. 71^2 eyrir Ofangreint verð á benzíni og hráolíu er miðað við afhendingu frá „tank“ í Reykjavík eða annarri innflutningshöfn, en Ijósaolíuverðið við afhendingu á tunnum í Reykjavík eða annarri innflutningshöfn. Sé hrá- olía og benzín afhent í tunnum, má verðið vera 2l/z eyrir hærra hver líter af hráolíu og 3 aurum hærri hver líter af benzíni. í Hafnarfirði skal benzínverð vera sama og í Reykjavík. í Borgar- nesi má benzínverð vera 5 aurum hærra hver lítri, og í Stykkishólmi, Patreksfirði, Isafirði, Skagaströnd, Sauðárkróki, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Þórshöfn, 'Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði og Vestmannaeyj um má verðið vera 7 aurum hærra hver lítri. Ef benzín er flutt á landi frá einhverjum framangreindra staða, má bæta einum eyri pr. líter við grunnverðið á þessum stöðum fyrir hverja 15 km., sem benzínið er flutt og má reikna gjaldið, ef um er að ræðahelming þeirrar vegalengdar eða meira. Á öðrum stöðum utan Reykjavíkur, sem benzín er flutt til sjóleiðis, má verðið vera 11 aurum hærra en í Reykjavík. Verðgæzlustjóri ákveður verðið á hverjum sölustað samkvæmt fram- ansögðu. í Hafnarfirði skal verðið á hráolíu vera hið sama og í Reykjavík. í verstöðvum við Faxaflóa og á Suðumesjum má verðið vera 3]/2 eyri hærra pr. líter, en annars staðar á landinu 4y2 eyri pr. líter, ef olían er ekki flutt inn beint frá útlöndum. Sé um landflutning að ræða frá birgðastöð má bæta við verðið 1 eyri pr. líter fyrir hverja 15 km. Heimilt er einnig að reikna 1 y2 eyrir pr. lítra fyrir heimkeyrslu, þegar olían er seld til húsakyndingar eða ann- arra notkunar í landi. í Hafnarfirði skal verðið á ljósaolíu vera hið sama og í Reykjavík, en annars staðar á landinu má það vera kr. 70,00 hærra pr. tonn, ef olían er ekki flutt beint frá útlöndum. Söluskattur á benzíni og ljósaolíu er innifalinn í verðinu. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 1. febrúar 1952. Reykjavík, 31. janúar 1952, AUGLÝSING um útsvarsgreiðslur árið 1952. Bæjarstjórn ísafjarðar hefur ákveðið að haga inn- heimtu útsvara árið 1952 á sama hátt og undanfarin ár, þannig, að innheimt verði fyrirfram hjá hverjum gjald- anda, upphæð sem nemi helmingi af útsvarsupphæð hans árið 1951. Fyrirfram greiðslur þessar eiga að greiðast í fernu lagi, 1. marzv 1. apríl, 1. maí og 1. júní, einn fjórði í hvert sinn. Eftirstöðvar útsvaranna ber að greiða með fjórum jöfnum greiðslum, með gjalddögum 1. ágúst, 1. september, 1. október og 1. nóvember. Atvinnufyrirtækjum og öðrum kaupgreiðendum ber að sjá um greiðslu á útsvörum starfsfólks síns á réttum gjald- dögum og skila greiðslum til bæjarsjóð innan sex virkra daga frá greiðsludegi. (Sbr. útsvarslög nr. 66, 12. apríl 1945). ísafirði, 12. febrúar 1952, Skrifstofa bæjarstjóra. H. F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS. Aðalfundur. i Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laugardaginn 7. júní 1952 og hefst kl. 1,30 e.h. DAGSKRA: I. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða reksturs- reikninga til 31. desember 1951 og efnahagsreikning með athuga- semdum endurskoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úr- skurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning f jögra manna í stjórn félagsins í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins vara- endurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðs- mönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 3.-5 júní næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrásetningar, ef unnt er 10 dögum fyrir fundinn, þ.e. eigi síðar en 27. maí 1952. Reykjavík, 4. febrúar 1952. STJÓRNIN. Alúðarþakkir færi ég Slysavarnafélaginu fyrir þá aðstoð og hjálp sem það veitti mér. Gestur Loftsson. VERÐLAGSSKRIFSTOFAN.

x

Skutull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.