Skutull

Árgangur

Skutull - 05.04.1952, Blaðsíða 2

Skutull - 05.04.1952, Blaðsíða 2
2 S K U T U L L SKUTULL Útgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson Neðstakaupstað, lsaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: GuZmundur Bjarnason / Alþýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergötu 3, lsafirtti- „Ég hefi ekki efni á því.“ Alþýðuflokkurinn hafði um langt skeið barizt fyrir löggjöf um auknar öryggisráðstafanir á vinnu- stöðum áður en sú löggjöf náði fram að ganga. Mótbárur aftur- haldsins voru þessar: Það er alltof dýrt. Við höfum ekki efni á því... En svo skeði það, að s.l. haust kom hingað til landsins erlendur iðnaðarsérfræðingur, T.B. Robin- son að nafni, en hann kom hingað á vegum Marshallaðstoðarinnar. Og það var ekki fyrr en þessi er- lendi sérfræðingur sagði álit sitt um öryggisleysið á íslenzkum vinnustöðvum, að afturhaldsöflin rumskuðu við sér og hundskuðust til að samþykkja lagafrumvarp Alþýðuflokksins um þessi mál. í þessu lýsir sér aumkunarverður vesaldómur þeirra sem nú ráða lögum og lofum í landinu. Skýrsla hins erlenda sérfræðings er að vonum hin athyglisverðasta. Þar segir m.a., að á árunum 1944- 1946 hafi tapast hér 104—231 vinnudagur og 22 mannslíf vegna slysa á vinnustöðvum að viðbætt- um 37 starfsmönnum, sem urðu með öllu frá vinnu af sömu ástæð- um. Þetta mun samsvara vinnu 417 starfsmanna í heilt ár. Orðrétt segir svo í skýrslunni: „Getið þið talað um aukna verk- nýtingu í iðnaði og þessa reynslu í sömu andránni, þegar tillit er tekið til þess, hve hörmulega skortir á nauðsynlegar varúðar- ráðstafanir gegn slysahættu í verksmiðjum ykkar og vinnustof- um? Fyrsta vöm ykkar er, ef til vill, þessi: „Ég hef ekki efni á því“. En leyfið mér að minna ykk- ur á, að samkvæmt ykkar eigin tölum hafið þið s.l. sjö ár greitt kr. 12.920.000,00 vegna þessara slysa, og auk þess hafið þið misst þessa menn og framleiðslu þeirra". — En sem sagt, afturhaldið lét sér loks segjast og samþykkti áð- ur nefnda löggjöf. En hinn erlendi sérfræðingur benti líka á aðra og ennþá geigvænlegri hættu, sem mundi leiða óbætanlegt böl yfir þjóðina, ef ekki yrðu fundin ráð til Guðmundur Geirdal, skáld. MINNINGARORÐ. Geirdal, eins og við kunningjar hans nefndum hann jafnan, lifði hér og starfaði öll sín manndóms- ár. Hann mun seint gleymast Is- firðingum, enda var hann sérstæð- ur persónuleiki og mikill þátttak- að stemma stigu við henni. Um þessa hættu farast sérfræðingnum orð á þessa leið: „Ef ykkur mistekst að skapa aukna atvinnu í iðnaðinum, mun atvinnuleysið með allri sinni hörku og grimmd hefja innreið sína, svo að eigi verður við ráðið“. Hvað gerði afturhaldið? Hefur það leitast við að efla og styrkja iðnaðinn í landinu? Nei, þar varð nú eitthvað annað uppi á teningun- um. Heildsalarnir, stórgróðamenn- imir, — já afturhaldið söng í ein- um kór: „Ég hef ekki efni á því“. í þessum efnum gat ekki einu sinni sérfræðingur frá Ameríku komið vitinu fyrir íhaldið. Það sem nú er að gerast í þess- um málum er þetta: Islenzkur iðn- aður hefur svo að segja verið upp- rættur til þjónkunnar við stór- gróðamenn, með því að leyfa þeim að flytja inn í landið iðnaðarvarn- ing svo sem þeim býður við að horfa hverju sinni. Þá hefur aft- urhaldið að sjálfsögðu séð dyggi- lega um það, að íslenzkan iðnað skorti bæði nauðsynlegt lánsfé og hráefni, og þetta gert í þeim fróma tilgangi að tryggja það, að íslenzk framleiðsluvara sé ekki samkeppn- isfær við þá erlendu. (Eða hver ætti tilgangurinn annar að vera?). Enda er nú svo komið að fjölda mörg iðnfyrirtæki hafa neyðst til að draga verulega úr framleiðslu sinni og mörg þeirra hafa veslast upp með öllu. Þetta öngþveiti hef- ur svo leitt af sér algjört atvinnu- leysi fyrir þúsundir verkamanna. Um þetta geta grósserarnir sagt með góðri samvizku: „Við höfum full efni á þessu, góðir hálsar“. Hins vegar taka ekki launastétt- imar í sama klukkustrenginn. Þær mótmæla harðlega slíkum vinnu- brögðum sem þessum og þær kref j- ast þess, að nú þegar verði tekin upp ný og jákvæð stefna í þessum málum. Launastéttimar heimta viðreisn iðnaðarins og atvinnulífs- ins í heild. Og þær munu nota öll heilbrigð ráð sem fundin verða í baráttunni gegn atvinnuleysinu, því vissulega hafa ekki launastétt- irnar og raunar ekki landslýðurinn í heild, „efni á því“ að haldið sé áfram á þeirri braut, þeim glap- stigum í atvinnumálum, sem aftur- haldsöflin hafa nú markað þjóð- inni. andi í menningar- og félagsstarf- semi bæjarbúa. Guðmundur var fæddur að Brekku í Gufudalssveit 2. ágúst 1885. Foreldrar hans voru Eyjólf- ur Bjarnason bóndi í Múla í Gils- firði og María Bjarnadóttir á Kveingrjóti. Á æskuárum sínum gekk Guðmundur að öllum venju- legum sveitastörfum og lagði einnig nokkra stund á sjómennsku. Hann settist í Kennaraskóla ís- lands og lauk brottfararprófi það- an árið 1912. — Á ísafirði gegndi hann ýmsum störfum, var fyrst barna- og unglingakennari, þá lög- regluþjónn og um tíma sýsluskrif- ari, en síðan um margra ára skeið hafnargjaldkeri, eða þar til hann missti heilsuna (1942). Hann fékk slag og gekk aldrei heill til skógar eftir það. Síðustu æfiárin dvaldist hann í Reykjavík og lengst af hjá Ingólfi syni sínum og konu hans. Guðmundur andaðist í sjúkrahús- inu Sólheimar 17 .marz s.l., 66 ára að aldri. Guðmundur Geirdal var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Vil- helmína Pétursdóttir. Varð þeim sjö barna auðið. Síðari kona hans var Hjálmfríður G. Hansdóttir úr Jökulfjörðum. Geirdal var góður meðalmaður á hæð, bjartleitur og yfirbragðið í senn hressilegt og göfugmannlegt, röddin þróttmikil, fasið karlmann- legt en þó slúngið mjúklæti. Geir- dal var hrókur alls fagnaðar þeg- ar því var að skipta og félagslynd- ur með afbrigðum. Hann var skyldurækinn í hverju því starfi sem hann vann, enda góður starfs- maður. Hann var söngmaður ágæt- ur og tók virkan þátt í sönglífi • bæjarins, einnig vann hann um skeið að leikstarfsemi, og þá tók hann um árabil mikinn þátt í starf- semi góðtemplara og Blóma- og trjáræktarfélagið átti góðan liðs- mann þar sem Geirdal var. Hann var jafnaðarmaður í beztu merk- ingu þess orðs. Hann lagði Alþýðu- flokknum það lið, sem hann mátti, og sú var sannfæring hans, að „jafnrétti" og „bræðralag" yrði svo bezt eitthvað annað en orðin tóm, að alþýðan í þessu landi gengi óskipt og samhuga fram til sóknar undir merkjum jafnaðar- stefnunnar. Eins og kunnugt er þá var skáld skapurinn hjartfólgnasta áhuga- mál Guðmundar Geirdals. Eftir hann liggja fjórar kvæðabækur og ein ævintýrabók fyrir unglinga. Þetta eru mikil afköst þegar tek- ið er tillit til þess, að hér er ein- asta um hjástunda vinnu að ræða. Hér verður ekki gerð tilraun til að leggja bókmenntalegan mæli- Guðmundur E. Geirdal. kvarða á skáldskap Geirdals. En eitt er víst; beztu kvæði hans munu lengi lifa með þjóðinni. Ég tilfæri hér eitt erindi úr kvæði eftir Geirdal, en þó ekki í þeim tilgangi að sýna hvað hann hefur snjallast gert á þessu sviði, heldur vegna þess að naumast finnst mér lífsskoðun skáldsins koma betur fram í öðru sem eftir hann liggur: Hvað er að marka kirkjur og kenningar yfirleitt? Er ekki mergurinn málsins, að mannúðlega sé breytt? Ég, sem þessar fátæklegu línur rita, á Guðmundi Geirdal margt að þakka. Hann fylgdist leigi vel með fumkenndum tilraunum mínum til listsköpunar, og enda þótt þetta væri ósköp fátæklegt og hjálpar- vana hjá mér, þá hélt hann því ekki á lofti, en hafði jafnan þá að- M ferðina að stappa í mig stálinu og hvetja mig til frekari átaka. — Aldrei heyrði ég hann segja meið- yrði um nokkurn mann. Geirdal mat menn jafnan eftir kostum þeirra en ekki göllum, og slíkt mun heppilegast til jákvæðs ár- angurs, þótt mörgum reynist harla torvelt að tileinka sér þann lær- dóm. Geirdal var aldrei upptekinn við að skara eld að eigin köku, en lagði þess meiri stund á að miðla samferðamönnum sínum hjarta- hlýju og hugaril. Slíkir menn eru jafnan taldir barnalegir af heims- hyggjumönnum og öðrum slíkum, enda er þeim sjaldan hossað hátt á veraldarvísu, en ei að síður eru það einmitt þessir menn, sem þjóð- in á hvað mest að þakka — og stendur í hvað mestri þakkarskuld við. Svo er með góða drengi og sanna mannvina, að ljóminn sem af þeim stafar — skín þeim í hjarta, en ekki af stásslegum metalíum eða háum innstæðum í banka, þeim „auðæfum“ er mölur og rið fær grandað, og eru menningarlegur banabiti þeirra er gera þær að að- alinntaki lífs síns. óskar Aðalsteinn.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.