Skutull

Árgangur

Skutull - 11.06.1952, Blaðsíða 3

Skutull - 11.06.1952, Blaðsíða 3
S K U T U L L 3 „Trúðar og leikarar leika þar um völlu 1 síðasa tölublaði Skutuls var þess getið, að fyrsti hjálparleið- angurinn frá höfuðstöðvum Sjálf- væri kominn til bæjarins. Hlut- verk leiðangursins var sjálfsagt að reyna að hressa svolítið upp á „stemmninguna" og baráttu- gleðina í röðum ísfirzkra sjálf- stæðismanna. En kvartanir hafa borizt suður um daufar undirtekt- ir kjósenda og minnkandi sigur- horfur Kjartans læknis. En Sjálfstæðisflokkurinn þarf ekki að horfa í kostnaðinn, — og gerir það heldur ekki, — þegar eitthvað kallar að. Enda er ekkert til sparað ef unnt væri með því, að blása lífsneista í liðsveitina hér, sem lýtur varfærnislegri og viturlegri leiðsögn þeirra Ásbergs Sigurðssonar og Matthíasar Bjarnasonar, hvað þá, ef hægt væri að auka baráttuhæfni hennar eitthvað og gera hana sigur- stranglegri. í hjálparsveitinni, sem fyrst kom, var valinn maður i hverju rúmi: Magnús Jónsson frá Mel, en hann er vinsæll útvarpsfyrir- lesari og kunnur mælsku- og gáfu- maður. Lárus Pálsson, einn þekktasti og vinsælasti leikari landsins og Hermann Guðmunds- son, kunnur söngvari. Þetta var sannarlega girnileg „beita“ og maður mætti því ætla að vel mundi veiðast. En vonbrigðin hafa hlotið að verða mikil. Fundarsóknin var lé- leg í fyllsta máta. Þrátt fyrir marg endurteknar útvarpsauglýs- ingar, þar sem þess öryggis var gætt að telja ekki Matthías Bjarnason upp meðal ræðumanna, og vandlega smalamennsku for- ingjaliðsins, mættu ekki svo margir á samkomunni, að öll sæti í salnum á Uppsölum væru setin. Það var rýr uppskera, því miklum fjármunum var til kostað. En það, sem sjálfstæðismönn- um gremst þó mest og þeim stend- ur mikil ógn af, er sú vitneskja, að á sama tíma og hjálparleiðangur þeirra hélt skemmtifundinn að JUppsölum við lélega aðsókn, var annar fundur yfirstandandi á veg- um Alþýðuflokksins og þann fund, þar. sem engin skemmtiatriði voru höfð til að lokka fólk á fimd- inn, sótti 130 til 140 manns. Í þessu mismunandi viðhorfi fólksins til málefna Alþýðuflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins felast framtíðarsigrar íslenzkrar alþýðu yfir íhaldinu. Alþýðuflokkurinn þarf ekki leikara eða trúða úr Reykjavík til að ná saman fundi. Einhugur og sóknarvilji kjós- enda flokksins, ásamt áhuganum fyrir hugsjónum jafnaðarstefn- unnar eru einfær um að kalla al- þýðuna saman til sameiginlegra átaka hennar þegar þörf krefur. Á þessum trausta grunni — árvökulum, óþvinguðum áhuga fólksins sjálfs á mannréttindahug- sjón og frelsi, byggjast sigurvonir ísfirzkrar alþýðu n.k. sunnudag. Ánægjulegur fundur. Fulltrúaráð Alþýðuflokksins hér í bænum hélt fund fyrir stuðn- ingsmenn og flokksfólk s.l. föstu- dag. Fundurinn átti að vera í stóra salnum í kjallara Alþýðu- hússins, en sökum þess hve fund- arsóknin var góð, a.m.k. 130 fund- argestir, þá varð að leggja báða salina undir fundinn. Fór fundurinn í alla staði mjög ánægjulega frarri og er órækur vottur um sigurvilja og samhug Alþýðuflokksins í kosningunum. Björgvin Sighvatsson setti fund- inn og stjórnaði honum. Á fundinum fluttu þessir ræð- ur: Hannibal Valdimarsson, Jón H. Guðmundsson, Grímur Kristgeirs- son, Þórleifur Bjarnason, Marías Þ. Guðmundsson og Stefán Stef- ánsson. Ræddu þeir um stefnumál Al- þýðuflokksins og kosningavið- horfin. Þessi fjölmenni umræðufundur sýnir glögglega að ísfirzkir kjós- endur hafa einsett sér að vinna ó- trauðir að glæsilegum sigri Hanni- bals Valdimarssonar á sunnudag- inn kemur. Kaupg j aldskrá. Kaupgjald á félagssvæði Alþýðusambands Vestfjarða frá 1. júní til 1 .sept. 1952. — Vísitala 150 og 123. I. Kaup karla: a. Almenn vinna .......................... 13,50 20,25 27,00 b. Skipa- og steypuvinna.................. 13,95 20,93 27,90 c. Kol, sement, út- og uppskipun á salti 14,88 22,32 29,76 d. Vinna í kolaboxum, ketilhreinsun, sorp- hreirisun og fleira.................... 16,57 24,86 33,14 e. Stjórn á vélskóflum, jarðýtum og slíkum vélum ................................. 15,25 22,88 30,50 f. Næturvarðmenn ......................... 164,75 f. 12 st. vöku g. Vélgæzla á togurum í höfn, ísun í ísfisk- « tökuskipum ............................ 21,96 alla tíma jafnt h. Stjórnandi hrærivélar, handlangarar o.fl... -14,88 22,32 29,76 H. Kaup kvenna og unglinga 14—16 ára: a. Almenn vinna .......................... 10,07 15,11 20,14 b. Hreingerningar, þvottar, gólfþvottur .... 10,76 16,14 21,52 c. Fiskþvottur: Fyrir hver 100 kg. stórfiskjar greiðist .......... kr. 9,44 Fyrir hver 100 kg. smáfiskjar greiðist ........... kr. 8,32 III. Kaup barna innan 14 ára: Greiðist með (sbr. 3. gr. kaupsamnings)............... kr. 5,96 IV. Kaup mánaðarfólks: Karlar .......................................... kr. 2.562,75 Konur ........................................... — 1.922,03 Kaup olíuafgreiðslumanna......................... — 2.745,62 Kaup karla við dreifingu kola.................... — 2-654,25 V. Kaup bifreiðastjóra: Dagvinna kr. 14,13. Aukavinna kr. 21,20. Nætur- og helgidagavinna kr. 28,26. Mánaðarkaup bifreiðastjóra kr. 2.654,25. VI. Kaup verkamanna við fagvinnu: Þeir, sem leggja sér til handverkfæri: Dagvinna kr. 15,23. Auka- vinna kr. 22,85. Nætuf- og helgidagavinna kr. 30,46. Þeirra ,sem ekki leggja sér til handverkfæri: Dagvinna kr. 14,67. Aukavinna kr. 22,01. Nætur -og helgidagavinna kr. 29,34. VII. Vaktvinna í fiskimjölsverksmiðjum: Krónur 18,23 á tímann, miðað við 8 stunda vakt. VIII. Falli enginn kaffitími inn í vinnutímabil greiðist 10% hærra kaup á tímann. Um önnur ákvæði vísast til hins almenna kaupgjaldssamnings, og ætti verkafólk og atvinnurekendur að hafa hann ávallt við hendina. ísafirði, 1. júní 1952. Alþýðusamband Vestfjarða. ATHUGIÐ: Geymið kaupgjaldsskrána. X Kjósið Hannibal! Hann er áhugasamur áhrífamaður.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.