Skutull

Árgangur

Skutull - 14.06.1952, Blaðsíða 4

Skutull - 14.06.1952, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L Seinni framboðsfundurinn: Herfileg hrakför íhaldsins. Rögfastur málflutningur Hannibals gerði íhaldið mát. Sigurður frá Vigur fékk verðskuldaða ráðningu. Á fundinum s.l. miðvikudag kom greinilega í ljós enn á ný hve íhaldið er málefnasnautt og hversu malsvarar þeirra eru lélegir. Vandræðaleg frammistaða Kjart- ans læknis var svo átakanleg, að jafnvel andstæðingum hans rann vesaldómurinn til rifja. Kjartan var vel nestaður á fundinn. Sigurður frá Vigur og Ásberg Sigurðsson höfðu „nestað" hann upp með gömlum ræðum. Ein var sú fullyrðing læknisins, sem vakti undrun. Hann sagði að kratarnir ætluðu að flytja gamla fólkið á efstu hæð Sjúkrahússins og þannig yrði að því búið, að það fengi hvorki stól né borð og ann- ar útbúnaður eftir því, myndi þetta flýta fyrir dauða þess. Menn furðuðu sig á að Kjartan skyldi grípa til slíkra eiturvopna, sem hann veit auk þess að eru lygi. Þessu eiturvopni beitti hann í síðustu ræðu sinni, er hann vissi, að ekki var hægt að svara þessu óþokkabragði. Uppskera af svona baráttuað- ferðnm er ósigur. Ihaldið þorði ekki, fremur en fyrri daginn, að sleppa Kjartani einum á fundinn. Sigurður frá Vigur var sendur með honum. Hé- gómaskapur Sigurðar er svo mik- ill að hann, utanbæjarmaðurinn, sem gleymdi að borga útsvarið sitt, settist meðal frambjóðend- anna eins og hann væru einn af þeim. Sigurður hóf mál sitt með venjulegum illyrðum um Hannibal. En er menn heyrðu boðskapinn og það sýndi sig jafnframt að hann taldi sig hafinn yfir að hlýða settum fundarreglum um ræðu- tíma, þá þraut þolinmæði fundar- manna, og hrópuðu þeir Sigurð tvisvar niður. Sigurður mun lengi minnast þeirrar meðferðar sem hann fékk á fundinum, enda skipti hann strax um tón og var ósköp labba- kútslegur það sem eftir var. Ihaldið fékk háðulega útreið á fundinum og undi Kjartan hið versta við undirtektir fundarmanna. Frammistaða Hannibals var með ágætum. Hann rakti baráttu- mál alþýðunnar. Deildi hann fast á íhaldsstefnuna og þá lífskjara- skerðingu, sem hún hefir haft í för með sér. Benti hann á að ein- ungis sameinuð alþýða gæti stöðv- að helstefnu afturhaldsins. Fundurinn sýndi yfirgnæfandi fylgi Alþýðuflokksins. h ■ ■ Hjartanlegt þakklæti til allra þeirra er heiðruðu okkur á einn eða annan hátt á silfurbrúðkaupsdegi okkar þann 3. þ.m. ísafirði, 5. júní 1952. Alberta Albertsdóttir Marzellíus Bernharðsson. fc-.- - ........................ ■ ------- Aukakosning til Alþingis fyrir lsafjarðarkaupstað fer fram sunnudaginn 15. júní n.k. og hefst kl. 10 f.h. í Barnaskólanum. Kosið verður í þremur kjördeildum: A—G, H—N, 0—Ö. Fjórði hjálparleiðangurinn: Kylfuráðherra i heimsókn. I fyrrakvöld á elleftu stundu kom fjórða hjálparsveitin til liðs við íhaldsmálstaðinn og Kjartan lækni. Nú var það hvorki meira né minna en sjálfur höfuðsmaðurinn ólafur Thórs, sem birtist. Einu sinni áður hefur ólafur Thórs komið hingað í sömu er- indnm fyrir kosningar: að kippa í íhaldsrófuna. Það var árið 1937, þegar Bjarni Benediktsson var hér í framboði fyrir íhaldið og féll fyrir Finni Jónssyni með nær 200 atkvæða minnihluta. 1 það sinn mætti Ólafur hér á almennum stjórnmálafundi, sem síðan hefur jafnan verið lsfirðing- um í fersku minni. Því skeði það, að áhugasamur og stéttvís sjómaður lagði fram sönnunargagn um mestu ofbeldis- áform, sem nokkur íslenzkur ráð- herra hefur haft á prjónunum. Þessi ráðherra var ólafur Thórs. Árið 1932 var hann dómsmála- ráðherra. Þá var kreppa, atvinnu- leysi og hörmungar miklar á ís- landi. Til þess að halda verkalýðnum í skefjum, Iét ólafur smíða tré- kylfur handa 400 manna liði úr röðum íhaldsins í Reykjavík. Síð- an fyrirskipaði hann lögreglu- stjóra bæjarins að láta handtaka 20—30 forystumenn Alþýðu- flokksins og verkalýssamtakanna að nóttu til og varpa þeim í fang- elsi í kjallara sundhallarinnar í Reykjavík. — Lögreglustjórinn neitaði að hlýða, og ekkert varð úr handtökunum sem betur fór, því slíkt hefði leitt til alvarlegra blóðsúthellinga. Mál þetta var sannað fyrir lög- reglurétti Reykjavíkur í júní 1937. Sannanirnar í réttinum lögðu fram m.a. Hermann Jónasson, þá- verandi lögreglustjóri, Kristján Kristjánsson, fulltrúi hans, Erling- ur Pálsson, yfirlögregluþjónn og fjöldi lögregluþjóna. En kylfurnar voru smíðaðar og tókst að ná í eina hingað til bæj- arins. Og eins og áður segir var ólafi Thórs sýnd kylfan á áður- nefndum fundi, þegar hann kom til að toga í íhaldsrófuna fyrir Bjarna Benediktsson. — Nú togar kylfuráðherrann fyrir Kjartan, og sízt mun árangurinn verða betri en þá. Að kosningu Iokinni fer talning atkvæða fram í Góðtemplarahúsinu. 1 yfirkjörstjórn Isafjarðarkaupstaðar 12. júní 1952. Jóh. Gunnar ólafsson, Magnús ólafsson, HARGREIÐSLUDAMA verður með permanent frá 19. júní. Pöntunum veitt mótttaka í ““ hjálparieiðangur ólafs Thórs síma 121 frá kl. 5-7 alla daga. 1937‘ ~ Þetta er mynd af kylf- unni, sem sjómaðurinn rétti ólafi ólina Jónsdóttir. þá. Matthías Bjamason

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.