Skutull


Skutull - 17.12.1952, Blaðsíða 1

Skutull - 17.12.1952, Blaðsíða 1
 7 I !> ¦ n !• | ] « 11 i 1 i I ft íl 1 1 J 1 J Blaðið kemur út aftur eftir helgina. Afhendið auglýsingar í prentsmiðjuna. ff^ii*/' JHL Kt ^ 4 XXX. árgangur. ísafjörður, 17. desember 1952. 21. tölublað. Víðtækasta verkíall á íslandi. Dýrtíðin og atvinnuleysið hafa leitt til þess, að um 60 verkalýðs- félög hafa sagt upp samningum um kaup og kjör, og hófu flest þeirra verkfall 1. des., en síðan hafa stöðugt fleiri bæzt í hópinn. Félögin kusu sameiginlega samn inganefnd, og eiga þessir sæti í henni: Hannibal Valdimarsson, sem er formaður nefndarinnar,. Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, Eðvard Sig- urðsson, Reykjavík, Jóhanna Eg- ilsdóttir, Rvík, Óskar Hallgríms- son, Rvík, ólafur Jónsson, Hafnar- firði, Björn Jónsson, Akureyri og Ragnar Guðleifsson, Keflavík. Kröfur félaganna voru í stuttu máli þessar: Hækkun grunnkaups um 15%, mánaðarleg verðlagsuppbót sam- kvæmt framfærsluvísitölu (ekki kauplagsvísitölu), greiðsla 4% á-. lags á greidd vinnulaun í atvinnu- leysistryggingarsjóði, er verka- lýðsfélögin stofni, lenging orlofs upp í þrjár vikur, athugun mögu- leika á 40 stunda vinnuviku og hækkun á kaupi iðnnema. Þessar kröfur voru rökstuddar í ítarlegri greinargerð um rýrnandi kaupmátt launanna, og í niður- lagi þeirrar greinargerðar segir svo: „Að lokum viljum við taka það fram, að þótt verkalýðshreyfingin sé nú, eins og oft áður, til þess neydd að bera fram kröfur sínar um kauphækkanir, er okkur það Ijóst, að æskilegra væri aíí koma því til leiðar, að auka kaupmátt launanna með öðrum ráðstöfunum, og bæta afkomuskilyrði hins vinn- andi fólks með aukinni atvinnu. En hvorugt þetta er á valdi verkalýðssamtakanna. Það er á valdi Alþingis og ríkisstjórnar einnar að gera þær ráðstafanir vinnandi fólki til hagsbóta, sem jafngilt gæti þeim kjarabótum sem í framangreindum kröfum felast". Þarna kemur greinilega fram, að verkalýðssamtökin kjósa fullt eins vel að fá aukinn kaupmátt launanna, og aukið atvinnuöryggi, eins og að fá kaupið hækkað í krónutalu. Hafa fulltrúar samtak- anna komið með ýmsar bendingar í þessa átt, t.d. um lækkaða álagn- ingu á vörum og verðlagseftirlit, niðurfellingu tolla á ákveðnum nauðsynjavörum, lækkun farm- gjalda, lækkun útgjalda ríkisins o. fl. Ríkisstjórnin óskaði eftir fresti á verkfallinu meðan athugun á þessum atriðum færi fram, en því var neitað af hálfu verkalýðssam- takanna, og nú hefir ríkisstjórnin séð sig tilneydda til að koma til móts við þessar óskir. 1 gærkvöld birti útvarpið sátta- tilboð ríkisstjórnarinnar, og virð- ist það í fljótu bragði vera aðgengi legt. Samkvæmt því lækkar t.d. mjólk um 54 aura líterinn, kartöflur um 70 au. kg., kaffi úr 45,20 kg. í 40, 80, sykur úr 4,14 í 3,70. Ennfrem- ur lækki olía um 4 au. líter og einnig lækki kol og saltfiskur. Kaupgjaldsvísitalan haldist í 153 stigum, þrátt fyrir þessar lækkan- ir, sem samsvara 5,18 vísitölustig- um,.og kaup lækki ekki nema vísi- tölulækkun nemi 10 stigum eða meira, og þá aðeins um það, sem umfram er 10 stig. Farmgjöld lækki um 5%. Fjölskyldubætur verði auknar verulega og greiddar þegar komin eru 2 börn. Samkomulag verði gert við S.I.S., Verzlunarráð íslands og Samband smásöluverzlana um eftirfarandi á- lagningu, samanlagt í heildsölu og smásölu: Vörut. Ál. verði Ál. var það að teljast farsæl lausn þessa mikla verkfalls, ef gerðar verða slíkar ráðstafanir. En því ekki stiga sporið út og lögbinda álagn- ingu og koma á verðlagseftirliti? Sennilegt er að sáttatilboðið verði borið undir félög deiluaðila nú í vikunni. Hveiti Rúgmjöl Haframjöl Sykur Kaffi Tvisttau, Sirs Léreft sama. Nærf. úr bóm. Nærf úr bóm. Ullartau Prjónföt (útl. Nylonsokkar Búsáh. alum. Búsáh., leir Búsáh., gler 26% ' 26% 26% 23% 28% 37% 37%karla 37%kvenna 35% )35% 38% 42% 56% 56% 30,7% 36,9% 38,2% 32,1% 20,4% 46 % 54,1% 51 % 36,6% 57,3% 45,9% 60,1% 64,1% 63,9% Flokksþing Alþýðuflokksins Þessi atriði úr tilboði ríkis- stjórnarinnar eru skrifuð niður eftir útvarpinu, og því birt án á- byrgðar um nákvæmni. En af framansögðu er ljóst, í hvaða átt tillögur þessar ganga, og verður 23. þing Alþýðuflokksins stóð dagana 29. nóv. til 2. des. s.l. í Reykjavík og voru þar margar ályktanir samþykktar. Eins og fyrr getur hófst þingið fyrra laugardag með setningar- ræðu formanns, Stefáns Jóhanns Stefánssonar, en að því loknu á- varpaði gestur þingsins, Carl P. Jensen, fulltrúi danska Alþýðu- flokksins, þingfulltrúa. Forseti Al- þýðusambandsins, Helgi Hannes- son, og formaður S.U.J., Jón Hjálmarsson, fluttu einnig ávörp. Á sunnudaginn fluttu formaður, ritari og gjaldkeri skýrslur, en um kvöldið hélt Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur mjög f jölsótta kvöld- skemmtun í Þjóðleikhúskjallaran- um, og voru þingfulltrúar utan af landi gestir félagsins. Á mánudag og þriðjudag fóru fram nefndastörf og umræður um skýrslur framkvæmdarstjórnar, svo og nefndarálit. Voru umræður mjög f jörugar og tóku fjölmargir fulltrúar þátt í þeim. Gætti þess mjög greinilega í ræðum allra, að þeir töldu jarð- veginn fyrir vöxt Alþýðuflokksins mjög góðan, ef flokksmenn lægju hvergi á liði sínu. Á miðvikudagsnóttina var svo gengið til kosninga um stjórn, miðstjórn og flokksstjórn og urðu úrslit þau, að Hannibal Valdi- marsson var kosinn formaður með 47 atkv., Stefán Jóh. Stefáns- son hlaut 38 atkv. Benedikt Gröndal, ritstjóri, var einróma kjörinn varaformaður, eftir að Haraldur Guðmundsson hafði neit- að endurkjöri. Gylfi Þ. Gíslason var einróma kjörinn ritari flokks- ins. Miðstjórn flokksins, er 19 menn úr Reykjavík og Hafnarfirði og er skipuð þessum mönnum, auk formanns, varaformanns og rit- ara: Aðalsteini Halldórssyni, tollverði, Albert Imsland, vm., Arngrími Kristjánssyni, skóla- stjóra, Baldvin Jónssyni, lögfr., Birni Jóhannessyni, framkv.stj., Guðmundi Gissurarsyni, bæjarfull- trúa, Helga Sæmundssyni, blaðam., Ingimar Jónssyni, skólastjóra, Jóni A. Péturssyni, bæjarfulltrúa, Jóni P. Emils, lögfræðingi, Jóni Sigurðssyni, framkvæmdastjóra A.S.I., Kjartani ólafssyni, fyrrv. bæjarfulltrúa, Kristni Gunnars- syni, fulltrúa, Magnúsi Ástmars- syni, prentara, Magnúsi H. Jóns- syni, prentara, Ólafi Þ. Kristjáns- syni kennara, Óskari Hallgríms- syni rafvirkja, Pétri Péturssyni, framkvæmdarstjóra, og frú Svöfu Jónsdóttur. Af hálfu S.U.J. eiga ennfremur þessir menn sæti í mið- stjórn: Albert Magnússon, Eggert G. Þorsteinsson, Jón Hjálmarsson, Sigurður Guðmundsson og Stefán Gunnlaugsson. Þess skal getið, að allmargir flokksmenn úr Reykjavík og Hafnarfirði lýstu því yfir, áður en kosning miðstjórnar fór fram, að þeir óskuðu ekki að vera í kjöri, og var það að sjálfsögðu tekið til greina. Þinginu sleit um kl. 6 á mið- vikudagsmorgun. Kvaddi þá hinn nýkjörni formaður fulltrúa með stuttri ræðu, hvatti alla til ötulla flokksstarfa og óskaði mönnum góðrar heimfarar, en Haraldur Guðmundsson bað þingheim rísa úr sætum og hrópa ferfalt húrra fyr- ir vexti og viðgangi Alþýðuflokks- ins. o Lántökur vegna íshúskaupanna. Gengið hefir nú verið frá lántök- um vegna kaupa bæjarins á ishús- fél. Isfirðinga h.f. Hefir ríkissjóð- ur lánað kr. 500 þús. og veitt á- byrgð á skuldabréfalánum fyrir 1,5 milj. kr. Ef tekst að selja öll skuldabréfin, þá mun veruleg upp- hæð fást þarna til endurbóta á hinum keyptu eignum.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.