Skutull

Árgangur

Skutull - 19.04.1955, Blaðsíða 4

Skutull - 19.04.1955, Blaðsíða 4
4 S K U T U L L Skógrækt Útlit er fyrir, að skógræktin geti átt glæsilegri framtíð fyrir höndum á ísafirði heldur en mörg- um þeim stöðum á landinu, sem í fljótu bragði mættu virðast líklegri til þeirra hluta. Þetta er ekki sízt að þakka skilningi forráðamanna bæjarins á þessum málum. Bæjarstjóm Isafjarðar er fyrsta, og ennþá eina bæjar- og sveitarstjóm á landinu, sem leggur skógræktinni til fastan starfsmann yfir þann tíma ársins, sem hægt er að vinna að skógrækt. Auk þessa veitir hún Skógræktarfélagi Isa- fjarðar fastan, árlegan styrk. Þetta er mun eftirtektarverðara og ánægjulegra fyrir þá sök, að þetta á óskipt fylgi allra flokka í bæjarstjórninni. Enfremur skap- ar þetta öryggi fyrir, að þessari ómetanlegu aðstoð verði haldið áfram, hvernig sem hlutföllin kunna að verða milli flokka eftir- leiðis. Enginn getur um það dæmt að svo komnu máli, hve ómetanlega þýðingu þetta kann að hafa fyrir skógræktina hér og jafnvel miklu víðar á landinu. Hefur þetta vakið sérstaka eftirtekt meðal áhuga- manna um skógrækt hvarvetna á landinu. Ég er alinn upp í gróðrarstöð fyrir skógrækt. Það hefur því ver- ið óskadraumur minn, síðan ég byrjaði fyrst á Kornustaðagarð- inum, að koma hér upp reglulegri uppeldisstöð fyrir trjáplöntur. Án utanaðkomandi aðstoðar var slíkt óframkvæmanlegt. — Það krefst mikillar vinnu og getur þvi aldrei verið íhlaupaverk. Auk vinnunnar krefst það lands, sem er vel girt og vandlega undirbúið. Fyrir sérstakan velvilja og skilning Agnars Jónssonar, sem hefur bæjartúnið neðan Komu- staða á leigu, hefur skógræktar- félagið nú fengið um 1400 fer- metra af túni undir plöntuuppeld- isstöð, en Skógrækt ríkisins hefur lofað að leggja fram ókeypis efni í girðingu umhverfis blett þennan. Það mun nær einsdæmi, að ræktað tún hafi verið látið af hendi undir skógræktarstöð. Þá mun þetta verða eina plöntuupp- eldisstöðin, sem rekin verður af . einstöku skógræktarfélagi. Hinar merkjanna farið fram í einhverri kennslustund á hverjum laugar- degi. Fram að áramótum nam sala merkjanna í skólanum nærri 9 þúsund krónum, og munu þó börnin auk þess kaupa talsvert af merkjum í bönkunum. Bömin virðast yfirleitt hafa mikla ánægju af þessari spari- merkjasöfnun. Jón H. Guðmundsson. r /"" ' ■ Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, Halldóru Bjamadóttur. Systkinin. Tilkynning Nr. 1/1955. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið nýtt hámarks- verð á smjörlíki sem hér segir: Heiídsöluverð kr. 4,79 kr. 9,62 pr. kg. Smásöluverð — 5,60 — 10,60 — — Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 31. marz 1955. VERÐGÆZLUSTJÓRINN. Bif reiðaeigendnr! Athugið að koma sem fyrst með bifreiðar, sem á að yfirfara og gera við fyrir sumarið, því að ekki verður hægt að sinna öllum í maí og júní. VÉLSMIÐJAN ÞÓR H.F. (bifreiðadeild) Isafirði. Hús til sðln. Húseign mín við Hlíðarveg 21 Isafirði er til sölu. 1 húsinu eru tvær íbúðir. Ennfremur er til sölu fjögra manna fólksbifreið. Upplýsingar gef ég undirritaður. Sverrir Guðmundsson, Hlíðarveg 21 tsafirði. Sími 203. á Isafirði. eru reknar af Skógrækt ríkisins. Þó hér sé um ræktað tún að ræða, er vitanlega mikið verk að breyta því í græðireit eða plöntu- uppeldisstöð. Hreinsa verður allt grjót úr moldinni, bera í hana húsdýraáburð og rækta í henni kartöflur fyrstu árin. Nú mun margur spyrja: Er það víst, að hér sé hægt að ala upp trjáplöntur af fræi, þó að heppnast hafi að ala hér upp tré, sem alin hafa verið upp annars- staðar fyrstu og viðkvæmustu ár- in? Þar er þessu til að svara: Undanfarin ár hefi ég haft nokkra litla sáðreiti í Komustaðagarðin- um og alið þar upp trjáplöntur af fræi. Hefur þetta heppnast prýðilega, og eru þar nú um 15000 trjáplöntur í uppeldi. Enn- fremur eru þar tilbúin sáðbeð fyrir um 20000 trjáplöntur. Það kann að virðast einkenni- legt, en samt er það svo, að senni- lega er auðveldara að ala upp trjáplöntur af fræi hér en syðra. Ástæðan er sú, að hér má nokk- urnveginn örugglega treysta því, að snjórinn skýli hinum viðkvæmu og veikbyggðu plöntum yfir vet- urinn. Syðra verður að gera alls- konar kostnaðarsamar ráðstafanir til þess að verja plönturnar vegna þess, hve veðráttan er þar um- hleypingasöm, alauð jörð og frost og snjór á víxl. Kornustaðagarðurinn mun vera nyrzta plöntuuppeldisstöð á land- inu. Er það því mjög þýðingar- mikið fyrir trúna á íslenzka trjá- rækt, að vel takist. Skógræktarfélag ísafjarðar á mikið og margþætt starf fyrir höndum auk plöntuuppeldisstöðv- arinnar. Girðinguna í Tunguskógi þarf að stækka verulega. Má það ekki dragast lengur en til 1956, þar sem nú er langt komið að gróðursetja í núverandi girðingu. Gróðursetja þarf mörg þúsund trjáplöntur á ári, einkum eftir að kominn er fullur skriður á plöntu- uppeldið á staðnum, Þrátt fyrir styrki og fastan starfsmann er ekki hægt að fram- kvæma allt þetta nema með veru- iegri sjálfboðavinnu. Síðastliðið voru unnu 130 sjálf- boðaliðar hjá skógræktarfélaginu, um 3 klst. hver. Forstöðukona húsmæðraskólans á ísafirði gekk þar á undan öðrum með góðu eft- irdæmi. Hún kom í sjálfboða- vinnu með allar blessaðar blóma- rósirnar, þó að fæstar þeirra væru Isfirðingar. Margir aðrir lögðu dýrmætt lið, en athyglis- vert var það, að eldra fólkið var þar í miklum meirihluta. Gróðursettar trjáplöntur í girð- ingunni í Tungudal eru nú eins og hér segir: Rauðgreni 3000, lerki 2375, skógarfura 5300 og sitka- greni 835. í girðingunni innan við Stórurð eru um 2000 trjá- plöntur af ýmsu tagi,v sem flestar lofa góðu um vöxt og viðgang. í Kornustaðagarði eru 80 tegundir trjáa og runna. Mestur vöxtur sitkagrenis á síðasta ári var 59 sm. Stærsta lerkitréð er rúmir 6 metrar á hæð og 50 sm. að ummáli. Lerkitrén halda áfram að vaxa í 300—500 ár, en þessi tré eru aðeins 25 ára gömul. Reyn- ið að hugsa ykkur stærð þeirra eftir, segjum 300 ár. Eftir 20—30 ár mun Tungudals- hlíðin hafa skipt um svip, jafn- vel úr nokkurri fjarlægð. Af Tunguleitinu t.d. mun mannsaugað þá greina glöggt hvað frá öðru: dökkgrænan lit furunnar, blá- grænan lit sitkagrenisins, rauð- grenið ofurlítið ljósara og að síð- ustu hinn dásamlega mjúka Ijós- græna lit lerkisins. Þá verður hægt að segja með sanni: „Fagur er dalur og fyllist skógi.“ M. Simson. Gjafir í björgunarsjóð Vestfjarða: Frá N. N. kr. 100.00 Frá hjónunum Guðmundínu og Sig. G. Sigurðssyni til minningar um Kristinn Sigurðsson kr. 700.00 Frá N. N. kr. 500.00 Kærar þakkir. Gjöfum ávalt veitt móttaka. Kristján Kristjánsson Sólgötu 2, ísafirði. Athugíð! Glæsilegar fermingar- og tækifær- isgjafir, Gull- og silfurvörur. — Silfurplett, kristall, postulínsvör- ur, gjafavörur, trúlofunarhringar. — Smíða allt silfur á upphluti og margt fleira. — Kniplingar gylltir og hvítir. — Hreinsa, geri við og gylli silfurmuni. — Póstsendi um land allt. Höskuldur Árnason, gullsmiður. Silfurgötu — Isafirði. Prentstofan Isrún h.f.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.