Skutull

Árgangur

Skutull - 04.09.1955, Blaðsíða 2

Skutull - 04.09.1955, Blaðsíða 2
2 SKUTULL SKUTULL Otgefandi: Alþýðuflokkurinn á Isafirði Ábyrgðarmaður: Birgir Finnsson Neðstakaupstað, Isaf. — Sími 13 Afgreiðslumaður: Guðmundnr Bjarnason All ýðuhúsinu, Isaf. — Sími 202 Innheimtumaður: Haraldur Jónsson Þvergötu 3. IsaiirTii. Berjatínsla, smokkveiðar oy landhelyisyæzla. Það er á almanna vitorði hér vestanlands, að á haustin hafa varðskip þau, sem gæta eiga land- 'helginnar, legið dögum saman inni á eyðifjörðum og áhafnirnar stund- að berjatínslu af mikilli kostgæfni. Undanfarna daga hefur verið nokkur smokkveiði í Arnarfirði, og hefir varðskipið María Júlía tekið þátt í þeim eins og hver annar fiskibátur, og hefur nú alls landað afla sínum þrisvar hér á Isafirði. Menn spyrja að vonum, hvort þessi starfsemi varðskipanna geti samrýmst aðal ætlunarverki þeirra, landhelgisgæzlunni, og hvort þannig sé farið að með sam- þykki yfirstjórnar hennar. Varla sjá skipverjarnir á varðskipunum mikið til skipaferða úti við land- helgislínuna, þegar þeir grúfa sig yfir berjaþúfur í Veiðileysufirði, og tæpast vita þeir mikið um, hvað fram fer úti á hafi, þegar þeir draga smokkinn sem ákafast lengst inni í Arnarfirði, eða með- an þeir skipa aflanum á land hér í höfninni. Þess verður að krefjast að for- stjóri landhelgisgæzlunnar geri opinberlega grein fyrir því, hvern- ig á þessu háttalagi stendur, því hafi hann leyft skipverjum þessi aukastörf, þá jafngildir það því, að hann hafi lagt blessun sína yfir stórkostlega vanrækslu á aðal- starf nu, landhelgisgæzlunni, að ekki sé meira sagt. Fleiri hliðar eru á þessu máli. Þegar María Júlía er í smokktúr- unum í Arnarfirði greiðir ríkis- sjóður útgerðarkostnað skipsins, og áiiöfnin heldur sínu fasta kaupi. Þ iga r aflinn er seldur fær áhöfnin allt í .ndvirðið, en ríkissjóður ekk- ei t. Þetta útgerðarfyrirkomulag ei auðvitað afbragð fyrir mann- skapinn, og trauðla myndu áhafn- ir fiskibátanna, sem smokkveið- arnar stunda við hlið varðskipsins, lasta það að fá sömu kjör: Fullt kaup hjá ríkinu og aldrætti! Þetta viðgengst á ríkisútgerð undir ráð- stjórn Bjarna Benediktssonar, dómsmálaráðherra, en víst er um þ ið, að vestfirzk vélbátaútgerð g>tur ekki keppt við slíka rausn, Hver vill fá 5.000,00 krönur fyrir eitt orö? Fjórar sjálfsafgreiðsl-matvöru- verzlanir verða opnaðar hér á landi síðar í haust, og eru þær á vegum Sambands íslenzkra samvinnufé- laga og þriggja kaupfélaga, á Ak- ureyri, Selfossi og í Hafnarfirði. Þar sem þetta verða fyrstu full- komnu sjálfsafgreiðsluverzlanim- ar í landinu og fleiri munu á eftir koma, þykir vanta gott nýyrði í islenzkt mál fyrir slíka gerð verzl- ana. Hefur SlS því ákveðið að efna til samkeppni um slíkt nýyrði og veita 5.000,00 krónur fyrir beztu tillöguna. Sjálfsafgreiðsluformið hefur að vísu verið notað í ýmsum greinum sérverzlana hér á landi um nokk- uð árabil, og eru t.d. flestar bóka- verzlanir og sumar smávöruverzl- anir byggðar að nokkru leyti á þessari skipan. En með matvöru- verzlunum þessum verður hin nýja skipan reynd í fyrsta sinn í sinni réttu mynd: Fólk mun geta gengið að öllum vörum verzlananna og valið sjálft það, sem því þóknast, en vörunum verður pakkað inn og þær greiddar við eitt eða fleiri af- greiðsluborð við útgöngudyr. Verzlanirnar, sem opnaðar verða í haust eru í Austurstræti 10 í Reykjavík, aðalverzlun Kaupfélags Hafnfirðinga við Strandgötu, mat- vöruverzlun í aðalbyggingu Kaup- félags Árnesinga á Selfossi og ný verzlun Kaupfélags Eyfirðinga að Brekkugötu 2 á Akureyri. Kaupfélögin og SÍS hafa undir- búið þessar nýju verzlanir vand- legá og fengið hingað til lands fær- ustu sérfræðinga á sviði sjálfsaf- greiðslverzlana í Danmörku og Svíþjóð, auk þess sem forstöðu- menn allra hinna nýju verzlana hafa dvalist erlendis og kynnt sér rekstur slíkra verzlana. Tillögur um nýyrði fyrir sjálfs- afgreiðsluverzlanir ber að senda til Fræðsludeildar SÍS fyrir 1. nóvember n.k. (Fréttatilkynning frá SÍS). ---------oOo---- Kópavogur. Fyrstu bæjarstjórnarkosningarn- ar í Kópavogi fóru fram s.l. sunnu- dag. Úrslit urðu þessi: Alþýðuflokkur 115 atkv. 0 kjörinn. Framsóknarfl. 273 atkv. 1 Rjörinn. Sjálfstæðisfl. 348 atkv. 2 kjöma. Óháðir(Finnbogi R.) 740 atkv. 4 kjörna. Er þetta mikill sigur fyrir Finn- boga Rút, enda málastappið allt í kring um kaupstaðarstofnun í Kópavogi með endemum. og ólíklegt er að nokkursstaðar á landinu sé afkoman slík hjá út- gerðinni að þetta sé hægt. FJÓRÐUNGSÞING Framhald af 1. síðu. Verndun sparifjár. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið að Bjarkarlundi dagana 10. og 11. september 1955 telur brýna nauðsyn bera til að sparifé lands- manna sé verndað gegn frekari gengisfellingu en orðið er, og fagn- ar þeirri viðleitni, sem hafin er í því að hvetja skólabörn til fjár- söfnunar. Samgönguniai. VI. fjórðungsþing Vestfirðinga telur knýjandi þörf á stórfelldum framlögum til nýbyggingar vega á Vestfjörðum á næstu árum. í því sambandi vill þingið benda á: 1. a. Lokið verði við lagningu vegar, er tengi Arnarfjarð- arveg við Barðastrandarveg og sé því lokið þegar á næsta ári. b. Vesturlandsvegur úr Svína- dal að ísafjarðardjúpi verði rækilega endurbættur. c. Steinadalsheiðarvegur verði endurbættur og honum vel vel við haldið. d. Vegur um Steingrímsfjarð- arheiði verið gerður fær bif- reiðum. e. Lagður verði vandaður veg- ur um Laxárdalsheiði milli Hrútafjarðar og Laxárdals. f. Lagður verði vegur með fjörðum fyrir Þingmanna- heiði. 2. a. Veitt verði ríflegt framlag til þess að hraða vegalagn- ingu með byggð vestan ísa- fjarðardjúps og verði stefnt að því að Isafjarðarkaup- staður verði á þann hátt tengdur akvegakerfi lands- ins innan þriggja ára. Ennfremur að hraðað verði vegarlagningu frá Ármúla í Nauteyrarhreppi út að Mýri á Snæfjallaströnd. b. Gerðar verði gagngerðar endurbætur á þjóðveginum milli Vesturlandsbrautar og Reykhóla. c. Tekinn verði í þjóðvegatölu vegarkafli frá þjóðvegi við Hamarland á Reykjanesi að væntanlegri bryggju þar. d. Hraðað verði vegarlagn- ingu úr Hrútafirði norður Strandasýslu að Hólmavík og ennfremur lagningu veg- ar í Árneshreppi. e. Hraðað verði endurbyggingu vegarins frá Patreksfirði um Tálknafjörð til Bíldudals. 3. Á næsta ári verði byggðar brýr á Skálmardalsá og Kollafjarð- ará. Nýbýli. Fjórðungsþingið mælist til þess, að landnám ríkisins láti athuga, hvar hentugast væri að reisa ný- býli á Vestfjörðum og hefji sem fyrst ræktunarframkvæmdir til undirbúnings nýrra býla. Rafmagnsmál. Fjórðungsþing Vestfirðinga lýs- ir yfir ánægju sinni með virkjun Þverár í Steingrímsfirði og því, að hafnar eru framkvæmdir við virkjun Mjólkár í Arnarfirði og fyrirhugaða virkjun Fossár í Hóls- hreppi. Þingið leggur ríka áherzlu á það, að háspennulína um sveitir og kauptún á virkjunarsvæðum Mjólkár og Fossár í Hólshreppi verði fullgerð samhliða virkjunun- um. Jafnframt verði lögð á það rík áherzla að veita rafmagni hið allra fyrsta til þeirra sveitabæja, sem fyrirhugað er að fái raforku frá Þverárvirkjun í Steingríms- firði. Ennfremur leggur þingið á það ríka áherzlu, að allir aðrir staðir í fjórðungnum fái raforku hið fyrsta og skorar á Alþingi og rík- isstjórn að láta gera hið bráðasta tillögur og áætlanir um raforku til handa öllum heimilum á Vest- fjörðum. Verkun og nýting heyja. VI. fjórðungsþing Vestfirðinga haldið í Bjarkarlundi dagana 10. og 11. september beinir þeirri á- skorun til Alþingis og búnaðar- samtakanna í landinu að láta at- huga rækilega alla möguleika, sem horft geta til bóta um heyöflun og heyverkun. Á Suður- og Vesturlandi hefur sumarið 1955 orðið eitt hið mesta votviðrasumar, sem núlifandi menn muna. Reynslan hefur sýnt, að mikill þorri bænda er mjög varbúinn fyr- ir þeim áföllum, sem slík veðrátta getur valdið. Vill þingið í þessu sambandi benda á eftirfarandi: a. Hvetja þarf bændur til aukinn- ar votheysgerðar, leiðbeina þeim um gerð votheysgeymslna og auka jarðræktarframlög til þeirra. b. Stuðla að aukinni súgþurrkun. c. Gera þarf ýtarlegar tilraunir með nýjar bæði innlendar og erlendar heyþurrkunaraðferðir. Aðstoð vegna óþurrka. Þingið lýsir yfir fylgi sínu við tillögur þær, sem samþykktar voru á nýafstöðnum aðalfundi Stéttar- sambands bænda á óþurrkasvæð- inu, og telur, að sú aðstoð, sem þar er farið fram á, þurfi að ná til Vestfirðingafjórðungs alls. í aðalstjórn fjórðungssambands- ins voru kosnir: Sturla Jónsson, Jóhann Skaftason og Jóhann Sal- berg, sýslumaður í Strandasýslu. Varastjórn skipa Jóhann Gunnar Ólafsson, Hjörtur Hjálmarsson og Sigurður Elíasson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.