Skutull

Árgangur

Skutull - 18.05.1956, Blaðsíða 4

Skutull - 18.05.1956, Blaðsíða 4
4 SKUTULL Sjúkrasamlag Isafjarðar 20 ára 1 aprílbyrjun voru liðin 20 ár frá stofnun Sjúkrasamlags ísa- fjarðar og var þess minnst með samsæti fyrir stjóm samlagsins og gesti að veitingahúsinu Norður- póllinn, sunnudagskvöldið 8. apríl. Þau tuttugu ár, sem samlagið hef- ir starfað, hafa tekjur þess numið kr. 7.856.119 kr., er skiptast þann- ig, að samlagsmenn hafa greitt 4.808.369 kr., en ísafjarðarbær og ríkissjóður 2.947.750 kr. Á sama tíma hefir samlagið greitt vegna sjúkrahúsvistar, læknishjálpar, lyfja og annars þess, sem það greiðir vegna samlagsmanna, 6.871.729 kr. Formenn Sjúkrasamlags Isa- fjarðar hafa verið Guðmundur G. Kristjánsson frá stofnun þess til 1947 og Sigurður Guðmundsson bakarameistar síðan, að undan- teknu árinu 1952—1953, en þá gegndi Guðmundur Ludvigsson, fulltrúi, formannsstörfum í for- föllum Sigurðar. Núverandi stjórn skipa, auk for- manns: Ágúst Leós, Matthías Bjarnason, Högni Þórðarson og Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Gjaldkeri samlagsins er Haraldur Jónsson. Ferminprbðm í Isaf jarðarkirkju. Hvítasunnudag kl. 10,30. Árni Brynjólfur Guðmundsson, Guðmundur Sigurðsson, Guðmund- ur Magnús Agnarsson, Halldór Margeirsson, Hermann Jón Ás- geirsson, Jón Ásgeir Jónsson, Kristján Jóhannsson, Ólafur Gunn- ar Sigurðsson, Páll Hafsteinn Kristjánsson, Samúel Eggert Gúst- afsson, örnólfur Grétar Þorleifs- son, Sighvatur Kristinn Björgvins- son, Ásta Dóra Egilsdóttir, Elín Jónsdóttir, Elma Jóhanna Magn- úsdóttir, Elva ólafsdóttir, Helga Sigrún Aspelund, Herdís Björns Halldórsdóttir, Hrefna Kristín Hagalín, Ingibjörg Sigrún Guð- mundsdóttir, Ingibjörg Steinunn Einarsdóttir, Ólína Salóme Torfa- dóttir, Stefanía Arndís Guðmunds- dóttir, Hulda Valdís Veturliða- dóttir, Úlfsá. Hvítasunnudag kl. 2. Árni Kristján Sigurvinsson, Ár- mann Gunnlaugsson, Ásgeir Guð- mundur Sigurðsson, Eiríkur Hans Sigurðsson, Guðbjöm Hálfdán Jósefsson, Gísli Friðrik Magnús Jósefsson, Gunnar Reynir Antons- son, Guðmundur Ágústsson, Hákon Pétur Guðmundsson, Halldór Her- mann Guðmundsson, Hreinn Guð- mundur Hrólfsson, Jóhann Guð- mundsson, Jón Þór Jónsson, Jör- undur Sigurgeir Sigtryggsson, Óð- inn Grímsson, Óli Baldur Bjarna- son, Ólafur Guðjón Eyjólfsson, Oddur Gunnarsson, Vicktor Sveinn Guðbjörnsson, Sigurbjöm Sævar Einarsson, Anna Guð- mundsdóttir, Árný Herborg Odds- dóttir, Björg Ólafía Hinriksdóttir, Friðgerður Guðmundsdóttir, Frið- rikka Runní Bjamadóttir, Freyja Haraldsdóttir, Freyja Kristjáns- dóttir, Guðrún Gíslína Sigurjóns- dóttir, Guðrún Alda Jónsdóttir, Katrín Elísabet Sigurðardóttir, Messíana Marsellíusdóttir, Sigrún Steinunn Sigurðardóttir. I Hnífsdalskapellu annan Iivítasunnudag kl. 2. Brynjólfur Gunnar Gíslason, Einar Jóhannes Lárusson, Jón Kristinn Kristjánsson, Kristján Sigurður Kristjánsson, Kristján Hafsteinn Friðbjörnsson, Elinora Hrefna Ásgeirsdóttir, Jóna Krist- rún Sigurðardóttir, Ólöf Jónína Högnadóttir. ----oOo---- Andlát. Þorsteinn Guðmundsöon, klæð- skerameistari, andaðist að heimili sínu 16. maí s.l. 84 ára að aldri. Þorsteinn heitinn var fæddur að Bergsstöðum í Biskupstungum 11. des. 1871, en hér hefur hann búið og stundað iðn sína um hálfrar ald- ar skeið. — Þorsteinn var vinsæll maður og hinn ágætasti borgari. Eftirlifandi kona hans er Þórdís Tónleikar Arna Kristjánssonar. Tónlistarfélagið efndi til tón- leika miðvikudagskvöldið 16. maí s.l. Hafði það fengið Árna Krist- jánsson, hinn alkunna píanóleikara til þess að koma hingað og leika fyrir Isfirðinga. Eins og vænta mátti voru þetta frábærir tónleik- ar, enda er Árni tvímælalaust bezti píanóleikari, sem Islendingar eiga. Lék hann af hreinustu snilld hin erfiðustu viðfangsefni. Á efnis- skránni voru lög eftir Bach—Liszt, Beethoven, Pál ísólfsson, Grieg og Chopin. Er naumast hægt að gei’a upp á milli laganna, en mér féll bezt meðferðin á Tunglskinsónöt- unni og prelúdíum Chopins. Þar naut sín bezt kyngikraftur sá, er listamaðurinn býr yfir, og sú mikla mýkt í leik, sem hann á í fómm sínum. Mér datt í hug, þeg- ar hann fór með Tunglskinssón- ötuna, að eitthvað þessu líkt mundi Betthoven sjálfur hafa flutt hana. Það er ástæða til að þakka Tón- listarfélaginu fyrir það, að fá hing- að svo ágætan listamann. Húsið var ekki nærri fullskipað, og ber að harma það tómlæti, sem al- menningur sýnir. Ég held, að þetta stafi af því að menn geri sér rang- ar hugmyndir um það, sem upp á er boðið, og ég er ekki í vafa um það, að ef menn aðeins kæmust einu sinni upp á það, að sækja hljómleika, mundu þeir fara það- an þeim mun ánægðari eftir því, sem þeir kæmu þar oftar. Tónlistarfélagið efnir alltof sjaldan til hljómleika. Hefur ein- hver deyfð færst yfir starfsemi félagsins hin seinni ár, og er tími til kominn að það hristi af sér slénið. En fyrir þessa hljómleika ber sérstaklega að þakka því, og lista- manninum fyrir komuna. Musicus. Egilsdóttir, hin landskunna hann- yrðakona. Léttvæpr fnndinn Framhald af 1. síðu. og jafnvel verið látinn greiða at- kvæði gegn brýnasta velfarnaðar- máli Vestfirðinga, — stækkun friðunarsvæðisins úti fyrir Vest- fjörðum. Endurmat kjósenda á þing- mannshæfni Kjartans Jóhanns- sonar hlýtur óhjákvæmilega að verða lionum og íhaldinu í óhag, því á þingmennsku hans hafa all- ir tapað, nema einn, — og hefir þó tap fólksins í þessum bæ ver- ið mest og tilfinnanlegast. Ihaldsagentarnir vita um von- brigði fólksins, sem kaus Kjartan 1953. Þeir segja því nú við menn. Kjartan verður athafnasamari og duglegri næst. En eru nú líkur til þess? Ekki munu margir telja að svo verði. Það er nefnilega á flestra vit- orði, að sjálfsagt hefir enginn núverandi þingmaður haft önnur eins tækifæri og möguleika til þess að ltoma í framkvæmd bar- áttumálum sínum og einmitt Kjartan. Hann vann mikinn kosningasigur, sem var óspart fagnað af forkólfum íhaldsins um land allt, sem allt vildu fyrir hann gera að launum. Sjálfur forsætisráðherrann tók hanu upp á arma sína og hét honum fullum stuðningi, og yfirráð Sjálfstæðis- flokksins I þjóðfélaginu hafa al- drei verið meiri eða jafn skefja- laust hagnýtt í stjórnmálabar- áttunni en einmitt síðustu árin. En þrátt fyrir þessa einstöku að- stöðu hefir þingmaðurinn hók- staflega ekkert gert til þess að sjá hagsmuna- og framfaramál- um kjördæmis síns borgið, hvað þá að hann hafi komið nokkru nauðsynjamáli í framkvæmd. ísfirðingar geta alls ekki unað slíku athafnaleysi lengur því líf þeirra og framtíð bæjarfélags- ins hvílir á því, að þeir eigi áliugasaman og vakandi athafna- mann á alþingi, en ekki vilja- og getulaust íhaldsatkvæði. Knattspyrnan i sumar. Eins og oft áður má búast við því hér í bæ, að af sumaríþrótt- unum beri mest á knattspyrnunni. Nú um hvítasunnuna verða háðir kappleikir við knattspyrnuflokk úr Hafnarfirði. Er það meistarflokk- ur úr II. deild, sem að undanförnu hefir æft undir leiðsögn hins kunna knattspyrnumanns Alberts Guðmundssonar. Piltarnir héma hafa æft sig prýðilega inni í allan vetur í hlaupum, knattspyrnuleik- fimi og boltameðferð undir leið- sögn Ólafs Þórðarsonar, og nú hafa þeir fengið þjálfara að sunn- an, Ellert Sölvason, til þess að annast útiæfingarnar, og má bú- ast við mjög skemmtilegum leikj- um nú um helgina. Völlurinn hefir verið lagfærður, og verið er að ljúka smíði búnings- klefanna, og við þetta batnar mjög öll aðstaða til kappleikja hér. 1 næsta mánuði verður háð hér íslandsmót í II. deild og fara sig- urvegararnir á því móti til úrslita- keppni í II. deild, sem fram á að fara í Reykjavík í ágúst. Ráðgert er að þriggja-bæja- keppni fari einnig fram hér í sum- ar milli ísafjarðar, Akraness og Keflavíkur, og á Vestfirðingavök- una munu koma hingað knatt- spyrnuflokkar í heimsókn, eins og undanfarin ár. Má því búast við mörgum og skemmtilegum kapp- leikjum í sumar, og munu Isfirð- ingar oftast keppa á vegum IBÍ við aðkomumennina, og hefir bandalagið látið búa til nýja bún- inga, sem staðfestir hafa verið af ISÍ. ' ----oOo---- Skáíaskeyti. Eins og undanfarin ár munu Einherjar nú í ár annast sendingu á heillaóskum til fermingarbarna. Tekið verður á móti kveðjum í Skátaheimilinu og er afgreiðslan opin sem hér segir: Laugardag 19. maí kl. 2—9 e. h. Sunnudag 20. maí kl. 9 f.h. — 11 e. h. Mánudag 21. maí kl. 11 f. h. — 3 e. h. og 6—7 e ,h. Á ísafirði verða öll börnin fermd sama daginn og þar sem búast má við miklu annríki þann daginn við afgreiðslu kveðjanna er fólki vin- samlegast bent á að koma með fermingarkveðjur sínar á laugar- dag. Þá er afgreiðslan opin frá kl. 2—7 e. h. sem fyrr segir 1 Hnífsdal verður fermt annan Hvítasunnudag og er afgreiðslan opin á mánudaginn vegna þess. Þess má geta að skátarnir sjá um heimsendingu gjafaböggla og peninga ásamt heillaóskunum og er sama gjald fyrir kveðjur, sem slíkar sendingar fylgja, og aðrar kveðjur, kr. 10,00, án tillits til orðafjölda.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.