Skutull

Árgangur

Skutull - 15.06.1956, Blaðsíða 3

Skutull - 15.06.1956, Blaðsíða 3
SKUTULL 3 Ánægjulegur fundur. S.l. sunnudag hélt Alþýðu- flokkurinn og Framsóknarflokkur- inn almennan stjómmálafund í Alþýðuhúsinu. Til fundarins var boðað með mjög stuttum fyrirvara, aðeins 4—5 klst. Samt sem áður var fundurinn fjölsóttur, eða rúmlega 300 manns. Frummælendur voru þeir sömu og voru á fundunum í N.-lsaf jarð- arsýslu. Ræðum þeirra var ágæt- lega tekið og mun sérstaklega hin afburðasnjalla, skilmerkilega og drengilega ræða Helga Sæmunds- sonar hafa vakið óskipta athygli og eftirtekt fundargesta, — og ekki hvað sízt sá hluti hennar, sem fjallaði um stofnun og hlutverk Alþýðubandalagsins, viðskilnað Hannibals við Alþýðuflokkinn og hlutskipti hans í þessum huldu- flokki kommúnista. Formaður kosninganefndar kommúnistaflokksins tók til máls og reyndi að verja klofnings- og niðurrifsskrif Flóttabandalagsins, einnig reyndi hann að bera blak af Brynjólfi Bjamasyni og verkum hans innan alþýðusamtakanna. Þeir Björgvin Sighvatsson og Helgi Sæmundsson svömðu mann- inum og virtust svör þeirra vera honum fullnægjandi. Fundurinn fór mjög vel fram. Fundarstjóri var Guðmundur G. Kristjánsson. ----oOo— Elías J. Páisson, framkvæmda- stjóri, varð sjötugur 13. þ. m. Hann er fæddur á Melgraseyri, sonur Páls Jónssonar bónda þar og konu hans, Ólafar Jónsdóttur. Á unga aldri nam Elías hús- gagnasmíði og hefir sveinspróf í þeirri grein. Einnig hefir hann lok- ið námi við Verzlunarskólann. Elías J. Pálsson fluttist til ísa- fjarðar árið 1913. Hann vann í sýsluskrifstofunni í nokkur ár, en stofnaði þá verzlun þá, sem hann veitir en forstöðu. Árið 1925 stofnaði hann Smjör- líkisgerð Isafjarðar og er enn for- stjóri hennar. Hann hefir tekið virkan þátt í ýmsum félagsmálum í bænum og atvinnumálum. Elías J. Pálsson er vararæðis- maður Dana hér. Hann er kvæntur ágætis konu, Láru Eðvarðsdóttur, og er heimili þeirra rómað fyrir gestrisni og myndarskap. Atvinnumál og einkabrask. fhaldið hælir sér mjög af atvinnuframkvæmdum á fsafirði og fram- kvæmdum á fsafirði og framlagi einkafjármagnsins í þeim efnum. Hver er lilutur einkaframtaksins og íhaldsins í atvinnumálum bæj- arins ? Ásberg Sigurðsson er forstjóri fsfirðings, en það félag er að mestu í bæjareign, þótt kommarnir hafi á sínum tíma ráðstafað því til íhalds- ins. Togararnir eru keyptir fyrir atbeina ríkisvaldsins og fyrir framlög og fyrirgreiðslu bæjar og ríkis fyrst og fremst. Á degi hverjum sækir svo Ásberg 10 þúsund krónu styrk úr ríkissjóði vegna útgerðar tog- aranna. Matthías Bjarnason segist líka trúa á einkaframtak ihaldsins, en hann er samt framkvæmdastjóri Djúpbátsins, sem í raun réttri er rik- isrékið fyrirtæki, því ríkisstyrkurinn til félagsins nemur hundruðum þúsunda á ári. Þessum mönnum sæmir því sízt að tala um afreksverk sín í atvinnu- málum eða framlag einkaframtaksins í því efni. Það er ekki til atvinnuveganna, sem einkafjármagn íhaldsins leytar, til þess eru þeir of mergsognir af afætustefnu ihaldsstjórnarinnar. Fjár- magni íhaldsins er veitt í allt aðra farvegi og þeir farvegir eru ekki i neinni snertingu við atvinnuvegi lsfirðinga. Nýlega var opnuð „sjoppa“ ein mikil í Austurstræti í Reykjavík. Hún hefir það veglega hlutverk að selja vegfarendum rjómaís, sælgæti og pylsur. Vesturland getur sjálfsagt sagt lesendum sínum frá því, hvaða „ungu athafnamenn“ það eru, sem leggja peninga sína í slík fyrirtæki og sem þannig vinna að uppbyggingu atvinnulifsins. Laus staða. Talsímakona verður tekin til náms við landssímastöðina ísa- firði 1. júlí n. k. Skilyrði eru: Gagnfræðapróf eða hliðstæð menntun. Einnig er góð rithönd nauðsynleg. Eiginhandarumsókn sendist undirrituðum fyrir 25. júní 1956. ísafirði, 8. júní 1956. Símastjórinn Maríus Helgason. ÍS til solu. 2 efstu hæðir hússins Brunngata 10, (Ásbyrgi), eru til sölu. Jón Guðmundsson, Brunngötu 10. Reiðhjöl ávalt í f jölbreyttu úrvali. Bjöllur — Hliðartöskur — Hnakkar Aurhlífar — Bögglaberar — Hraðamælar Keðjuhlífar — Kílómetrateljarar Lím og bætur — Dekk og slöngur Ljósaútbúnaður — Reiðhjólalakk Aðrir varahlutir til reiðhjóla jafnan fyrirliggjandi. NEISTI h.f. - Sími 112. LANDHELGIN Framh. af 1. síðu. ráðsins af landhelgismálinu. í Tímariti lögfræðinga og Sjó- mannablaðinu hefur verið fjallað um þessar hvítu bækur og með fullum rökum bent á hve illa hef- ur verið á málum haldið af hálfu Islands, framsetning mála að sumu leyti villandi og málstað Islands til ógagns. Forusta íhaldsins í landhelgis- málinu er því slík að bezt væri fyr- ir íhaldsblöðin að minnast ekki á hana. lhaldið sjálfu sér líkt. Því má bæta við, að þegar frið- unarlínan var sett kom fram það álit í íslenzkum blöðum, að þær aðgerðir væru spor í rétta átt, en ekki lokasporið. Blöð íhaldsins sögðu ekkert í þá átt, heldur reyndu þau að ófrægja þá menn, sem bentu á, að ísland ætti meiri rétt en friðunarlínan gæfi til kynna. Ekki mátti styggja Breta. í umræðum um landhelgismál á Alþingi 1936 fórust Ólafi Thors m. a .orð á þessa leið: Um landlielgi hvers lands gilda alþjóðareglur og er því ekki hægt að gera öruggar breyt- ingar á þeim nema samþykki annara þjóða komi til og þá fyrst og fremst Breta. (Alþt. 1936, D, 2). Þama er fullyrt að alþjóðaregl- ur gildi um landhelgina, en al- þjóðafundurinn í Haag 1930 hafði leitt í ljós, að svo var ekki. Orð þessi bera með sér, að ólafur Thors vildi ekki láta styggja Breta. Vera má að sami hugsunar- hátturinn hafi ráðið því, að Ólafur Thors ræddi landhelgismál við Breta áður en friðunarlínan var mörkuð. Sennilega er einnig um sams konar hugsunarhátt að ræða, þeg- ar íhaldsþingmenn Vestfjarða treysta sér ekki til að styðja til- löguna um útfærzlu friðunarsvæð- isins fyrir Vestfjörðum, og að þeir telji mikilvægara að styggja ekki foringjann, en að styðja eitt mesta velferðarmál íslenzku þjóðarinnar og mesta hagsmunamál Vestfirð- inga. Að endingu skal bent á þá óhagg- anlegu staðreynd, að fornum rétti íslands í landhelgismálum hefur ekki verið haldið fram á erlendum vettvangi frá því að Sveinn heit- inn Björnsson forseti, mætti sem fulltrúi íslands á alþjóðafundi í Haag og hélt fram að nokkru leyti kröfum um 16 sjómílna landhelgi. Það er létt verk og löðurmann- legt að hrópa: „Við hopum hvergi!“, þegar aðeins eru settar fram lágmarkskröfur. Vestur-ísfirðingar! Kjósið Eirfk Þorsteinsson.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.