Skutull

Árgangur

Skutull - 01.05.1968, Blaðsíða 8

Skutull - 01.05.1968, Blaðsíða 8
F orsetaf ramboð Kjör forseta íslands fer fram sunnudaginn 30. júní n.k. og er framboðsfrestur út runninnn 5 vikum fyrir kjör- dag. Þegar hafa tveir þjóð- kunnir menn tilkynnt fram- boð sitt, þeir dr. Gunnar Thor oddsen, ambassador Islands í Ka.upmannahöfn, og dr. Kristján Eldjám þjóðminja- vörður. AUar horfur eru á því, að fleiri verði ekki í framboði. DR. GUNNAR THRODDSEN Hann er fæddur 29. des. 1910 í Reykjavík, sonur hjón- anna Sigurðar verkfræðings og yfirkennara við Mennta- skólann í Reykjavík, en Sig- urður var einn hinna nafn- toguðu sona Jóns Thorodd- sens skálds og sýslumanns, og Maríu Kristínar Thorodd- sen, f. Claessen. Gunnar lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja vík árið 1929 og varð cand juris frá Háskóla íslands árið 1934. Hann stundaði fram- haldsnám í Danmörku, Þýzka landi og Englandi 1935—36, en stundaði síðan lögfræði- störf fram til 1940, er hann var ráðinn til að gegna pró- fessorsstörfum í lagadeild Háskóla íslands tæplega þrí- tugur að aldri. Var honum veitt lausn frá kennsluskyldu snemma árs 1947 og fékk lausn frá prófessorsembætti 1950. Gunnar Thoroddsen var kjör inn borgarstjóri Reykjavíkur árið 1947 og gegndi því em- bætti óslitið til ársins 1959, Dr. Gimnar Thoroddsen er hann tók við embætti fjár- málaráðherra. Gunnar varð iandskjörinn þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1934, aðeins 23ja ára að aldri og átti sæti á Alþingi sem þing- maður Snæfellinga og Reykja víkur allt til vors 1965, er hann hætti afskiptum af stjómmálum og tók við em- bætti sendiherra Islands . í Kaupmannahöfn. Hann var bæjarfulltrúi og bæjarráðs- maður í Reykjavík um fjölda ára og starfaði í mörgum helztu nefndum á vegum Reykjavíkurborgar og einnig á vegum Alþingis. Dr. Gunnar hefur langa og mikla reynslu af stjórnmálum, atvinnumál- um menningarmálum og marg víslegum félagsmálum. í febrúarmánuði sl. varði hann merka doktorsritgerð við lagadeild Háskóla íslands. Nefnist hún „Fjölmæli" og fjallar um meiðyrði og meið- yrðalöggjöfina. Er þetta mik- ið rit, á fimmta hundrað bls., og var gefið út hjá Menningar sjóði á sl. ári. Auk þess hef- ur hann samið nokkur rit og ritgerðir um lögfræðileg efni í blöðum og tímaritum. Dr. Gunnar Thoroddsen er kvæntur Völu dóttur Ásgeirs Ásgeirssonar, forseta Islands og Dóru Þórhallsdóttur. DR. KRISTJÁN ELDJÁRN Hann er fæddur 6. des. 1916 að Tjörn í Svarfaðardal. sonur Þórarins bónda Krist- jánssonar Eldjáms og konu hans, Sigrúnar Sigurhjartar- dóttur. Kristján lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri 1936 og stundaði nám við Kaupmannahafnarháskóla 1936—39 og las íslenzk fræði við Háskóla Islands og lauk þaðan meistaraprófi 1944. Hann starfaði síðan við Þjóð- minjasafnið og var skipaður þjóðminjavörður 1. des 1947 og hefur gegnt því embætti síðan. Á árunum 1939—41 /ar Kristján stundakennari við Menntaskólann á Akur- eyri. Árið 1956 varði Kristján doktorsritgerð við heimspeki- deild Háskóla Islands, sem nefndist Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Islandi. Dr. Kristján hefur ritað nokkrar bækur og þætti um íslenzkar fomleifar, sem vakið hafa mikla athygli, og jafn- framt hefur hann samið fjölda ritgerða um fornfræði og sögu. Hann hefur verið ritstjóri í stjórn þess frá 1945, í stjórn Hins íslenzka bók- menntafélags frá 1961 og hugvísindadeildar Vísinda- sjóðs frá 1959. Hann var kjörinn félagi í Vísindafélagi Islendinga 1950 og nokkrar erlendar vísindastofnanir hafa kjörið hann heiðursfélaga. Dr. Kristján hefur lítt gef- ið sig að stjómmálum og al- mennum félagsmálum, en því meir að vísinda- og fræði- störfum í sinni grein. Hann er kvæntur Halldóru Kristínu Ingólfsdóttur fram- kvæmdastjóra Ámasonar og konu hans Ólafar Sigríðar Árbókar Hins íslenzka fom- Jónsdóttur. leifafélags frá 1949 og verið -£■ 1. maí 1968 DAGSKRÁ HÁTIÐAHALDANNA Kl. 13,30: Kvikmyndasýning fyrir börn. Aðgangur ólteypis. Kl. 16,00: Fundur í Alþýðuhúsinu: Lúðrasveit Isafjarðar leikur. Fulltrúar stéttarfélaganna flytja stutt ávörp. Kvikmyndasýning. Dansleikur á vegum hátíðanefndar verður í Alþýðuhúsinu laugardaginn 4. maí. — Ö X leika. ISFIRÐINGAR. TAKIÐ ÞÁTT I HÁTIÐAHÖLDUNUM KAUPIÐ OG BERIÐ MERKI DAGSINS. 1. maí-nefnd. Dr. Kristián Eldjárn Sala á miðunum hefst eftir nokkra daga. SDÓNVARPSHAPPDRÆTTI VESTRA VINNING AR : SIERfl SJÓNVARPSTÆKI VERÐMÆTI KR. 20.000,00 ÚTGEFNIR MIÐAR 1500 DREGIÐ 26. maí 1968 Verð miðans kr. 50,00 — Upplýsingar gefnar í síma 536 ísafirði

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.