Skutull - 01.05.1971, Side 6
KITULL
Er þelta áliyrililiirleysi?
Hvaða umbðtamál hafa verið felld ?
Jón Á. Jóhannsson, bæjar-
íulltrúi cg ritstjóri Ísíirðings,
varpaði fyrir skömmu fram
í blaði sínu þeirri spurningu,
hvaða umbótamál það væru,
sem bæjarfulltrúar Alþýðu-
flokksins hefðu flutt á þessu
kjörtímabili, sem hefðu verið
íelld í bæjarstjórn ísafjarðar.
Þeir bæjarbúar, sem voru
á bæjarstjórnarfundinum 31.
marz sl. þegar fjárhagsáætl-
un bæjarsjóðs fyrir yfirstand
andi ár var afgreidd, fengu
glöggt svar við þeirri spurn-
ingu.
Spyrjandinn var mættur á
þeirn fundi sem bæjarfull-
trúi. Hann veit því einnig
svarið.
Ég geri ráð fyrir því, að ritstj.
ísfirðings telji eitthvað annað
gagna flokki sínum betur til
framdráttar, en það að segja
ísfirzkum kjósendumafdráttar
laust frá þeirri minnisstæðu
afgreiðslu, sem umbótamál A1
þýðuflokksins fengu á þeim
fundi hjá þeim aðilum, sem
stóðu að afgreiðslu fjárhags-
áætlunarinnar — Framsókn-
arflokknum og Sjálfstæðis-
flokknum.
Af þeim sökum ætla ég að
rifja þá málsmeðferð nokkuð
upp.
Hún var þessi:
(|| í frumv. því að f jár-
hagsáætlun, sem fyrir fundin
um lá, var lagt til að lækka
framlag bæjarsjóðs til bygg-
ingar elliheimilisins um kr.
500.000,00 frá fjárveitingu
fyrra árs. Bæjarfulltrúar Al-
þýðuflokksins lögðu aftur á
móti til að framlagið yrði
hækkað frá till. frv. um kr.
1.000.000,00 og yrði krónur
1.500.000,00.
Þessi tillaga okkar fékk
aðeins 2 atkvæði — þ.e. at-
kvæði bæjarfulltrúa Alþýðufl.
— Hinir bæjarfulltrúarnir
sátu allir hjá við atkvæða-
greiðsluna, cg felldu þannig
þessa tillögu á óvenjulegan
hátt.
Við lögðum einnig til,
að endurgreiðsla á skuld
bæjarsjóðs við byggingar-
sjóð elliheimilisins hækkaði
um kr. 1.000.000,00. Þá fjár-
hæð vildum við láta taka af
kr. 1.561.000,00, sem frum-
varpið gerði ráð fyrir að
bæjarráðið hefði til ráðstöf-
unar til ótilgreindra útgjalda,
auk þeirra 7 milljóna, er það
hafði til ótiltekinna fram-
kvæmda.
Björgvin Sighvatsson
Þessi tillaga okkar var felld
á sama hátt og sú fyrri.
# Ennfremur lögðum við
til, að varið yrði úr bæjar-
sjóði kr. 250.000,00 til heimil-
ishjálpar fyrir aldrað fólk í
bænum. Við teljum það afar
aðkallandi og nauðsynlegt að
reynt sé að tryggja gamla
fólkinu, sem dvelur á heimil-
um sínum, nauðsynlega hús-
hjálp og aðra aðstoð. Það
skiptir gamla fólkið miklu, að
fá að dvelja í sínu eðlilega
umhverfi eins lengi og heilsa
þess leyfir, en heimilisaðstoð
gæti lengt þann tíma til
muna, samfara þeirri öryggis
kennd að vita af hjálp og að
stoð tiltækri, ef eitthvað ber
út af.
Þessi tillaga okkar hlaut
3 atk. Hinir sex sátu enn hjá
og sálguðu þannig þessu um-
bótamáli.
Þannig var nú meðferðin
og undirtektirnar, sem hags-
munamál gamla fólksins fékk
á þessum bæjarstjórnarfundi.
Nú kann einhver að spyrja:
Hver var þá afstaðan gagn-
vart vandamálum ungling-
anna?
Það reyndi einnig á það á
téðum fundi. Við vildum að
framlag til æskulýðsstarfsemi
í bænum yrði hækkað um kr.
100.000,00 yrði kr. 300.000,00.
Þessi hækkunartillaga okkar
átti m.a. að stuðla að því að
unnt yrði að koma á fast-
mótaðri stefnu í þeim málum
og opna möguleikann að ráðn-
ingu æskulýðsíulltrúa, er
hefði á hendi yfirstjórn
þeirra mála. En jafnvel bæjar
fulltrúinn, sem fyrr í vetur
talaði fjálglega um nauðsyn
þess, að ,,gera eitthvað raun-
hæft“ í málinu, taldi aðgerð-
ir til úrbóta ekki tímabærar.
Þessi tillaga okkar fékk 4
atk., en fimm bæjarfulltrúar
sátu hjá tveir Framsóknar-
menn og þrír Sjálfstæðismenn
Auk fyrrnefndra tillagna
fiuttum við nokkrar aðrar
cg vcru flestar þeirra felldar
af „setuliðinu", — þó var
þeim gert það hærra undir
höfði en umbótamálum gamla
fólksins, að nú greiddi setu-
liðið atkvæði gegn þeim, og
er öllu meiri reisn yfir
þeirri málsmeðferð.
Það skal sérstaklega fram
tekið og sterklega undirstrik-
að, að af samþykkt tillagna
okkar Alþýðuflokksmanna
leiddi ekki hækkun á útsvars-
upphæðinni. Ástæðan var sú,
að við fluttum jafnframt rök-
studdar tillögur um auknar
tekjur bæjarsjóðs og raunhæf
ar lækkunartillögur varðandi
útgjaldaliði, sem við töldum
ekki eins aðkallandi. Þær
breytingar á tekju- og gjalda-
liðum áætlunarinnar, sem í til
lögum okkar fólust, báru al-
gjörlega uppi þann kostnaðar-
auka, sem af því hefði leitt
að sinna málefnum gamla
fólksins og unglinganna á
í Vesturlandi, sem út kom
14. apríl s. 1. tekur Högni
Þórðarson, bæjarfulltrúi það
sem dæmi um ábyrgðarleysi
bæjarfulltrúa Alþýðuflokks-
ins í sambandi við tillögu-
flutning þeirra varðandi fjár-
hagsáætlun bæjarsjóðs, að
þeir hafi lagt til að fella
niður framlag vegna halla-
reksturs á sjúkrahúsinu.
Að sjálfsögðu sagði hann
ekki frá þeim rökum, sem
stóðu að baki þeirri tillögu:
Þau voru m.a. þessi:
1. Samkv. reikningsyfirliti
sjúkrahússins fyrir árið
1970 var tekjuafgangur
stofnunarinnar kr. 889.760,00.
Framlag bæjarsjóðs til sjúkra
hússins umrætt ár var kr.
825.000,00, þannig að enda
þótt það hefði ekki komið
til hefði stofnunin staðið
undir sér. Nú ber að hafa það
í huga, að einmitt þetta ár
varð sjúkrahúsið fyrir veru-
legum aukaútgjöldum vegna
veikinda yfirlæknis.
2. Fyrir lá úrskurður dag-
gjaldanefndar ríkisins um
hækkun á daggjaldagreiðslum
til sjúkrahúsa vegna halla-
reksturs ársins 1969. 1 þeim
úrskurði er sjúkrahúsum
landsins ákveðin viss uppbót
á daggjöldin fyrir hvern
legudag vegna halla á rekstri
þeirra umrætt ár. Þessi skrá
er eftirtektarvert plagg. Hún
sýnir, að daggjaldahækkunin
pr. legudag er mjög mismun-
andi til hinna ýmsu sjúkra-
húsa.
3. Hækkunin til þeirra á legu
dag er sem hér segir:
ísafjörður kr. 50,00
Akureyri — 110,00
Akranes — 140,00
Patreksfjörður —■ 300,00
Blöndós — 100,00
Sauðárkrókur —- 120,00
Siglufjörður — 90,00
Húsavík — 150,00
Seyðisfjörður — 100,00
Neskaupstaður ■— 120,00
Vestmannaeyjar — 100,00
Selfoss — 170,00
Keflavík -— 105,00
Sólvangur -—- 75,00
Bolungarvík — 100,00
Það vekur strax athygli,
hversu hlutur sjúkrahússins
á ísafirði er miklu minni en
annarra sjúkrahúsa. Hvað
\eldur? Er ódýrara að starf-
rækja sjúkrahús hér en ann-
nrs staðar, eða greiða bæjar-
búar meira með rekstrinum
en íbúar annara byggðarlaga
c g spara þannig ríkissjóði
veruleg útgjöld?
Eða er ríkisvaldið á þennan
hátt að þakka ísfirðingum,
sem ár eftir ár hafa, tekið á
sig í útsvörum sínum veru-
leg útgjöld til að tryggja
norðanverðum Vestfjörðum
nauðsynlega sjúkrahússþjón-
ustu, þjónustu sem ríkisvald-
inu ber siðferðisleg skylda til
að sjá um og tryggja?
Þá vaknar sú spurning,
hvort ástæða sé til þess fyr-
Framhald á 5. síðu.
þann veg, sem við lögðum til
að gert yrði.
I þau 20 ár, sem ég hefi
fylgst náið með bæjarmálum
ísafjarðar man ég ekki til,
að brýn velferðarmál bæjar-
búa hafi hlotið jafn óvirðu-
leg örlög eða meira tómlæti
í bæjarstjórn en „setuliðið"
sýndi þessum máiaflokkum á
umræddum fundi.
En sú einstæða afgreiðsla
er líka svar, sem lengi verð-
ur munað.
Björgvin Sighvatsson.
m
ERU
HÚSIN
TVÖ !
100 bílah
OG ÓTAL
HÚSBÚNAÐAR-
VINNINGAR
SALA HAFIN
ÐKTÓBERHÚSID