Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1988, Síða 2

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1988, Síða 2
SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI FRÉTIA Apríflk BREF Útgefandi: Siglfirðingafélag Reykjavíkur og nágrennis. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Prentun: ísafoldarprentsmiðja. Frá ritstjórn Þetta fréttabréf er hið fyrsta sem gefið er út á vegum Sigl- firðingafélagsins. Hingað til hafa félagsmenn fengið bréf við og við um einstaka þætti, sem eru á dagskrá félagsins hverju sinni. Stjórninni þykir hins vegar ástæða til þess að koma upplýsingum til félagsmanna með reglubundnum hætti og í skipulegra formi en hingað til. Stefnt er að því að út komi fréttabréf tvisvar á ári - vor og haust. En verði stjórn og nefndir óvenju athafnasöm eða fréttir miklar og góðar, þá verður fréttabréfum fjölgað eftir þörfum. Vonandi mælist þessi útgáfustarf- semi vel fyrir - við erum a.m.k. öll af vilja gerð. Góðir gestir frá Sigló Kirkjukór Siglu- fjarðar og sóknar- presturinn sr. Vig- fús Þór Árnason koma hingað í boði Garðasafnaðar í Garðabæ. Sr. Vigfús mun messa í Bessa- staðakirkju sunnu- daginn 1. maí kl. 14.00. Kórinn og presturinn munu væntanlega mæta á síldarballið kvöldið áður eftir fyrirhug- aða leikhúsferð hópsins. 2. deildin i sumar: Atta útileikir KS sunnan heiða Meistaraflokkur KS undir stjórn enska þjálfarans Eddie May á erfitt sumar fyrir höndum. Aðeins tvö lið í 2. deild eru norðanlið þ.e. KS og Tindastóll, þannig að piltarnir eiga mikið ferðasumar í vændum. Brott- fluttir áhugamenn um Knattspyrnufé- lag Siglufjarðar ættu því að fjölmenna á leikina átta hér sunnan heiða. Hér á eftir fer leikjaskrá KS í sumar. 21. maíKS - Tindastóll kl. 14.00 27.maíFH - KS kl. 20.00 4.júní KS - ÍR kl. 14.00 9. júní UBK - KS kl. 20.00 19.júní - KS - Selfoss kl. 20.00 24.júní KS - Víðir kl. 20.00 27. júlí ÍBV - KS kl. 14.00 8. júlí KS - Þróttur kl. 20.00 15. júlí Fylkir - KS kl. 20.00 22. júlí Tindastóll - KS kl. 20.00 5.ágúst KS - FH kl. 20.00 13.ágúst ÍR - KS kl. 14.00 19. ágúst KS - UBK kl. 14.00 27. ágúst Selfoss - KS kl. 14.00 3. sept. Víðir - KS kl. 14.00 10. sept. KS - ÍBV kl. 14.00 17. sept. Þróttur - KS kl. 14.00 24. sept. KS - Fylkir kl. 14.00 LJÓSAVERSLUN HEILDVERSLUN GARÐATORGI 3 210 GARÐABÆ SÍMI 91-656560

x

Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni
https://timarit.is/publication/627

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.