Fréttabréf Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni - apr. 1988, Blaðsíða 7
SIGLFIRÐINGAFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI
Fréttir frá félagatalsnefnd
Afjölmennum
fundi hjá Siglfirð-
ingafélaginu í maí
1987 var ákveðið að
endurvinna
félagatal Siglfirð-
ingafélagsins. Fund-
armenn voru sam-
mála um að félaga-
talið þyrfti endur-
skoðunar við og var
ákveðið að kjósa
4ra manna nefnd til
að vinna verkið. í
nefndina voru kosin
Ásta Einarsdóttir,
Anna Laufey Þór-
hallsdóttir, Ólafur
Baldursson og Guð-
mundur Stefán
Jónsson.
Nefndin hóf störf
síðastliðið haust, og
hafa verið haldnir
mjög margir fundir.
Þegar gamla skráin
var skoðuð, kom í
ljós að mikið var um
það, að enn væru á
skránni Siglfirð-
ingar sem annað
hvort voru látnir eða
fluttir út á lands-
byggðina.
Það var Anna
Laufey Þórhalls-
dóttir sem vann
gömlu skrána, og
var það frumvinnsla
á félagatalinu. Ljóst
er að Anna Laufey
hefur unnið krafta-
verkvið að koma
þessari skrá saman,
án þess að neinn
yrði úti í kuldanum.
Sú aðferð sem hún
beitti var að skrá
niður alla einstakl-
inga sem búsettir
voru á Stór-Reykja-
víkursvæðinu, og
jafnframt höfðu
Siglufjörð sem fæð-
ingarstað.
Þegar núverandi
nefnd hóf störf kom
fljótt í ljós að inni í
þessari skrá var
mjög mikið af
nöfnum sem enginn
nefndarmanna
kannaðist neitt við,
og varð því fljótlega
tekin sú afstaða að
strika þá aðila út
sem algjörlega
vonlaust reyndist
að bera kennsl á.
F élagatalsnefndin
hefur nú skilað nýju
félagatali til stjórnar
Siglfirðingafélags-
ins, en af óviðráðan-
legum orsökum er
ekki hægt að birta
það í þessu frétta-
bréfi, heldur verður
það að bíða næsta
fréttabréfs.
/
Eg vil að lokum
þakka samstarfs-
mönnum mínum í
nefndinni gott
samstarf, en þau
hafa unnið mjög gott
starf. Sem dæmi um
þá miklu vinnu sem
leggja þurfti í þetta
félagatal, er að fletta
þurfti upp kennitölu
fyrir alla meðlimi
félagsins. Þegar
þessi félagaskrá
birtist ykkur félagar
góðir vona ég að þið
metið viljann fyrir
verkið.
f.h. Félagatalsnefndar
Siglfirðingafélagsins
Guðmundur Stefán Jónsson
Ferðin hefsthjá okkur