Brautin - 01.05.1936, Qupperneq 4
4
BRAUTIN
BRAUTIN
kemur tít vikulega hvern föstu-
dag. Kostar til áramóta kr. 3.00
i lausasölu 10 aura. Áskrift-
um veitt móttaka hjá Aðal-
birni Pe'turssyni, Gunnari Jó-
hannssyni og Þóroddi Guð-
mundssyni.
ÁVA R P.
Siglfirsk stéttasystkyni!
í dag er 1. maí. dagur verka-
lýðsins. Við höfum að þessu sinni
sérstaka ástæðu til að gera þennan
dag hátíðlegan, gera hann að virki-
legum degi verkalýðsins. Við búum
flest okkar við skort og neyð. Við
búum við meira atvinnuleysi en áð-
ur hefir þekkst hér í þessum bæ.
Sameign okkar flestra er baráttan
fyrir brauðinu, baráttan fyrir betri
lífskjörum. Stéttnsamtök okkar eru
klofin. Við viljum vinna að því að
þau verði sameinuð á grundvelli
fulls lýðræðis.
Við skorum á ykkur félagar að
fjölmenna í kröfugöngu verklýðs-
félaganna á morgun. Sýnið mátt
samtakanna. Sýnið þeim mönnum
sem eru á móti samfylKÍngu verka*
lýðsins, vilja ykkar til samfylkingar,
með því að koma á útifundinn og
taka þátt í kröfugöngunni!
Fram til sigurs stéttasystkini fyrir
fullkominni sameiningu og sam-
fylkingu alls vinnandi fólks áísland!
Með bestu stéttakveðju.
1. maí
verður minnst hér, eins og að undanförnu, með útifundi. kröfu-
göngu og kvöldskemmtun.
Dagskrá:
Kl. 1 e. h. verður komið saman bjá Alþýðuhúsinu:
1. Ræða: Ástandið meðal verkalýðsins. Gunnar Jóhannsson. Gengið í
kröfugöngu um bæinn, staðnæmst á torginu hjá „Brúarfoss”.
2. Ræða: 1. maí og samfylkingin. Póroddur Guðmundsson. Kröfu-
göngunni haldið áfram og staðnæmst við Alþýðuhúsið.
3. Ræða: Verkalýðsæskan og fasisminn. Ásgr. Albertsson. Kröfugöng-
unni slitið.
Kl. 8 e. h.
Kvöldskemmtun í Alþýðuhúsinu,
1. Skemmtunin sett. Páll Ásgrímsson.
2. Kvennakór undir stjórn Camillu Kristjánsd., syngur Alþjóðasönginn.
3. Ræða: Samfylkingin og verkalýðsæskan. Jón Porvaldsson.
4. Upplestur. Kristín Guðmundsdóttir.
5. Ræða: Konan og auðvaldsþjóðfélagið. Rikey Eiríksdóttir.
6. Kvennakórinn syngur.
Smáleikur: Vinnudómstóllinn.
Ræða: Hvað er framundan. Aðalbjörn Pétursson.
Sunginn Alþjóðasöngurinn.
DANS. Hljómsveit spilar.
AÐGÖNGUMIÐAR
að kvöldskemmtuninni kr. 1,00, að dansinum sérstaklega kr. 0 80
Merki dagsins seld á götunum.
7.
8.
9.
10.
Si£lfirzkur verkalýður!
1. mai i ar er um víða veröld helgaður samfylkingu verkalýðsins
og allra kúgaðra gegn árásum auðvaldsþjóðfélagsins. árásum fasismans og
hinu jffirvofandi stríði.
Verkamenn og verkakonur!
út á götuna kl. 1. Fyllið Alþýðuhúsið um kvöldið kl. 8.
Verkamannafelag Siglufjarðar. Verkukvnnafélagið „Ósk“.
A. S. V. K F. í p. U. K.
f. h. Verkamannafélags Siglufjarðar
og Verkakvennafélagsins „Ósk“:
Gunnar Jóhannsson, Póroddur
Guðmundsson, Guðl. Sigurðsson,
Guðjón Pórarinsson, Guðmundur
Davíðsson.
Ríkey Eiríksdóttir, Sigríður Sigurð-
ardóttir, Puríður Emilsdóttir, Sigur-
jóna Einarsdóttir, Ragna Guðjónsd.
18. mar/ sl. segir Jón erindreki,
um atvinnukúgunartilraunina, í AI-
þýðublaðinu: „Meðal verkalýðsins
ríkir fullkomin eining um ákvörðun
Verkamannafélagsins Próttur",
SAMFYLKINGIN 1. MAÍ.
í Vestmannaeyjum, Eskifirði,
Sauðárkrók og víðar, halda komm-
únistar og jafnaðarmenn sameigin-
lega hátíðlegan 1. maí.
í Reykjavík boðar meirihluti I.
maí-nefnda verklýðsfélaganna til
sameiginlegrar kröfugöngu en aftur-
haldsbroddar Alþýðusambandsins
hafa neitað að taka þátt í henni
og boða til eigin prívat kröfugöngu.
Fullvíst er að samfylkingarkröfu-
gangan verður fjölmenn en hin
vesæl.
Ábyrgðarmaður:
GUNNAR JÓHANNSSON.
Siglufjarðarprentsmiðja 1936.