Brautin - 26.10.1937, Blaðsíða 2

Brautin - 26.10.1937, Blaðsíða 2
2 BRAUTIN framkvæmdir á grjótnámi og grjót- mulningsíramleiðsla hafin. Tunnu- smiði hafin yfir vetrarmánuðina. 8 stunda vinnudagur staðfestur og 1. maí gerður almennur frídagur o. fl. o. fl. Mér er sérstaklega ljúft að minn- ast þess, hve samvinnuþýður og ósérhlífinn Sigurður Fanndal var við nefndarstörfin og hve stóran þátt hann átti í framgangi og framkvæmd þessara mála. Sigurður Fanndal var góður ræðumaður. Ræður hans báru ávallt vott um rólega yfirvegun á mál- efninu. Lagði hann aldrei »per- sónulega« til nokkurs manns að fyrra bragði, en væri tií hans kastað í ræðu að ósekju, var hann slyngur til að endurvarpa slíkum kveðjum til föðurhúsanna. Sigurður Fanndal var svo hepp- inn að starfa sem bæjarfulltrúi fyrir sameinaðan siglfirskan verkalýð, enda báru framkvæmdir bæjar- stjórnar, yfir nefnt tímabil, það ótvirætt með sér, að á bak við meiribluta bæjarstjórnar stóð traust- ur og óskiftur verkalýður. Sigurði Fanndal þótti vænt um Siglufjörð, og vildi allt fyrir Siglu- fjörð gera, en hann sá það rétti- lega, að bezt gerði hann bæjarfé- laginu er hann vann mest að hagsmunamálum verkalýsins. Við andlát Sigurðar Fánndals er fallinn í valinn eínn af bestu vin- um mínum, og vissulega einn af tryggustu og einlægustu vinum alþýðunnar á Siglufirði. Otto Jörgensen. Fyrst kynntist eg Sigurði heitn- um Fanndal í Verkamannafélagi Siglufjarðar, þar sem við vorum báöir meðlimir um mörg ár. Við störfuðum saman í ýmsum nefnd- um og kom ávallt ágætlega sam- an, enda man eg aldrei til að það stæði ekki eins og stafur á bók, það sem Fanndal lofaði að gera, en það var nokkuð margt. í um- ræðum um kaupgjald og önnur hagsmunamál alþýðunnar var af- staða Fanndals heitins frjálslynd og róttæk og ávann hann sér velvild og tiltrú verkamanna og þegar verkalýðssamtökin stilltu upp í bæjarstjórn, var Fanndal sjálfkjör- inn, sem einn af fulltrúum þeirra. Eg ætla rnér ekki að telja upp störf Fanndals heitins í þágu verk- lýðshreyfingarinnar, eflaust veit eg heldur ekki nerna um lítinn hluta þeirra, því það varekki vani hans að láta bera mikið á sér, enda var það svo, að eftir því sem maður kynntist honum meir fanst manni meir ti! um hann, ósérhlífni hans, trygglyndi hans og ýmsa góða hæfileika, sern maður ekki tók eftir við fyrstu viðkynningu. — Þegar skoðanamismunur gerði verulega vart við sig hér í verkalýðshreyf- ingunni og hún klofnaði, skipaði kjarkur og manndómur Fanndals heitins honum á bekk með rót- tækari arminum og gekk hann í Kommúnistaflokkinn og það þrátt fyrir að ýmsir af nánustu sam- starfsmönnum hans og vinum stæð- ust ekki eldraunina þegar á hólm- innvarkomið en brygðust ogreyndu að draga hann með sér. Það sýnir betur en margt annað hve einlægur Fanndal var verklýðshreyfingunni að um langt tímabil var enginn af foringjum hennar eins hundelt- ur og ofsóttur af andstæðingunum og hann. Fanndal heitinn var ekki í Kommúnistafl. síðustu tvö árin, ekki var það þó af skorti á tryggð við verkalyðinn, heldur af allt öðr- um orsökum. Og við fráfall hans er horfinn einn af tryggustu fylgis- mönnum verklýðshreyfingarinnar hér. Eg minnist með gleði starfa hans fyrir okkur verkamenn, en um leið með hryggð að eg er nú einum vin fátækari. Þórodduv Giidmundsson. Atökin í Alþýðuflokknum Þrátt fyrir marg yfirlýstan vilja verkalýðsins í Alþýðuflokknum til að sameina verklýðsflokkana er það staðreynd. að dálítill hópur af foringjum flokksins er því alger- lega andvígur og berst gegn því með hnúum og hnefum. Átökin milli þessarar foringja- klíku og meirihlutans i flokknum eru nú að herðast. Eftir samein- ingaráskorun Dagsbrúnarfundarins þorðu afturhaldsbroddarnir ekki annað en látast vera með samein- ingu ílokkanna, þeir náðu meiri- hluta í samninganefnd Alþýðu- flokksins og þarbyrjuðu þeir strax að vinna gegn sameiningunni með því að tína fram öll ágreinings- atriði og skapa ný þar sem þau voru ekki fyrir áður. Á milli samninganefndarfundanna voru fundir í JafnaðarmannafélagiReykja- vikur og þar börðust nefndai'- mennirnir fyrir að samningaum- leitunum yrði siitið. Það geta nú allir séð hve heilíndin voru mikil með öllu skrafinu um tafarlausa sameiningu«. Og þegar þessir sundrungarmenn gátu ekki dulist lengur og áttu á hættu að flokks- menn þeirra snéru við þeim bak- inu með fyrirlitningu, þá var ráð þeirra að æsa gegn kommúnistum með nýjum og nýjum rógburði og ósannindum, Það er líka töluvert fróðlegt að sjá hve menn þessir sem sumir eru ekki ógreindir menn, hafa hvað eftir annað komist í mótsögn við sjálfa sig, t. d. segja þeir nú eftir að þeir samþykktu að hætta samningaumleitunum að þeii' sjálfir séu fylgjandi samein- ingunni, en kommúnistar hafi strandað henni, og þeir þykjast vera afar ergilegir við kommúnista yfir þessu, en svo skrifa þeir hverja greinina eftir aðra til að »sanna« að sameining flokkanna sé ófram- kvæmanleg vegna »grundvallar- skoðanamismunar«. Hér á Siglufirði er það svipað og í Reykjavík. Allur íjöldinn af Alþýðuflokksmönnum vill samein- ingu flokkanna, en nokkrir ráðríkir menn í flokknum berjast gegn henni. Bæjarstj.kosningar standa nú fyrir dyrum og þá verður skor- ið úi' hvort sami meirihluti á að ráða, og þar með framkvæmda- leysi og fjárbruðl sem er komið með bæjarsjóðinn á barm gjald- þrotsins, eða að byrjað verði á verklegum framkvæmdum og skyn- samlegri stjórn með hagsmuni al- þýðunnar fyrir augum. Alþýðunni er það ljóst að klofin nær hún ekki meirihluta og þess- vegna vill hún einn lista við þess- ar kosningar og það var einróma samþykkt á síðasta »Þróttar«fundi. Hægri mennirnir í Alþýðuflokknum hér hafa nú greinilega haít ráð yfir blaði flokksins og hafa tvö sein- ustu blöð Neista verið helguð sundrungarstefnunni og svo að segja hvert orð í báðum blöðun- um verið rógur og skammir um kommúnista, auðvitað skrifað í því

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/628

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.