Brautin - 26.10.1937, Blaðsíða 1

Brautin - 26.10.1937, Blaðsíða 1
I | MINNINGARORÐ. I Sigurður Jóhann Sveinsson Fanndal var íæddur 6. apríl 1876 að Gunnfríðarstöðum í Húnavatns- sýslu. Var hann sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttir og Sveins Jó- hannssonar bónda. Ólst Sigurður þar upp til tvítugsaldurs. Um það leyti fór hann í Möðruvallaskóla. Að námi loknu fluttist hann til Akureyrar, lærði þar bakaraiðn og litlu síðar stofnaði hann verzlun upp á eigin reikning. 1909 varð hann verzlunarstjóri Gránuverzl- unarinnar í Haganesvík. Árið 1910 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Sofíu Bjarnadóttir. Frá Haganesvík fluttist Sig- urður aftur til Akureyrar þar sem hann stofnaði ráðningaskrifstofu sem þá var hér á landi lítt þekkt fyrirtæki. Réði Sigurður heitinn fjölda af verkafólki í ýmiskonar atvinnu í gegn um ráðningarskrif- stofu sína. Sýnir þeíta að hann var langt á undan samtíð sinni og skyldi betur en flestir aðrir þá miklu nauðsyn sem það er fyrir bæði verkamenn og vinnukaup- endur að til væri stofnun sem fólk gæti snúið sér til með útveg- un atvinnu og útvegun á verka- fólki. 1921 fluttustþau hjón til Siglu- fjarðar og setti hann á stofn verzl- un sem hann starfrækti til dauða- dags. Þau hjón eignuðust fjögur börn sem öll eru á lífi. Gest, Svöfu, Dagmar og Georg. Eg sem þessar línur skrifa hefi ekki ætlað mér að skrifa neina ítarlega æfilýsingu Sigurðar. Til þess var eg honum ekki nægilega kunnugur, en eg vil hér rifja upp fyrstu kynningu mína af honum. Það var sumarið 1926, eg var hér á síldarskipi. Fór eg í land og vildi ná tali af einhverjum sem eitthvað gæti sagt mér um verk- lýðshreyfinguna hér. Mér var vísað til Sigurðar Fanndals, kaupmanns. Eg varð hissa. Kaupmaður verka- lýðsforingi. Því hafði eg ekki átt að venjast frá Reykjavík. Kaup- mennirnir þar voru þá að minnsta kosti, flestir ákveðnirandstæðingar samtökum okkar verkamanna. Eg fór nú samt til Sigurðar. Hófum við þegar umræður um verkalýðs- starfsemina hér og annarstaðar. Fann eg fljótlega að verkalýður- inn á Siglufirði átti þar sem hann var einlægan fulítrúa og það álit mitt á Sigurði fékk síðar frekari og nýja staðfestingu eftir það að við fórum að starfa saman. Sig- urður Fanndal var hugsjónamaður. Hann valdi sér það hlutverk að vinna að málstað þeirra sem minnst meiga sín í þjóðfélaginu og það verður ekki dregið í vafa að í því efni liggur mikið starf eftir hann hér á Siglufirði. Sigurður Fanndal skildi betur en flestir af hans stéttabræðrum að hagsmunir verkalýðsins verða ekki sundur skyldir frá hagsmun- um smákaupmanna. Því betri kjör sem verkalýðurinn hefur, því betri lífsafkoma hjá þeim sem selja vörurnar. Sigurður var af alþýðu- fólki komin og hann sleit aldrei þau bönd sem hann i æsku var bundin við alþýðuna. Fyrir það og fyrir þau störf sem Sigurður vann í þágu alþýðunnar á Siglufirði mun hans minnst með þakklæti og virðingu og sem góðs félaga og starfsbróðurs. Sigurður var hreinn og beinn og því skipaði hann sér þar í flokk í landsmál- um sem óheilindi og spilling fá ekki að festa rætar. Þökk fyrir störf þín Sigurður. G. Jóh. Eæjarfulltrúinn Sígurður Fanndal kaupmaður, átti sæti í bæjarstjórn Siglufjarðar um 7 ár, var kjörinn bæjarfulltrúi verklýðsfélaganna 1927. Innan bæjarstjórnarinnar gengdi hann mörgum og mikilvægum nefndarstörfum, af bæjarstjórn var hann ávallt talinn sjálfkjörinn full- trúi í fátækranefnd. Fyrir stundvísi og reglusemi í hvívetna var honum ávallt viðbrugðið innan bæjar- stjórnar sem og var einkenni á einkalífi hans. Bæjarfulltrúastörfín voru mikil og margvísleg á fulltrúatíinabíli Sigurður Fanndals. Verklegar fram- kvæmdir voru stórum auknar snögglega, og miklar endurbætur gerðar á fyrirtækjum bæjarins. Hafnarbryggjan byggð, sjúkrahúsið byggt, holræsi lögð, gangstéttir lagðar, vegakerfið stórum aukið og endurbætt, vatnsveitan aukin og endurbætt, rafveitan aukin ' og endurbætt. Mjólkurbúið að Hóli stofnað. Vitakerfið stórkostlega aukið og endurbætt. Kolasala bæj- arins stofnuð. Undirbúningur og

x

Brautin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Brautin
https://timarit.is/publication/628

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.