Vesturland

Årgang

Vesturland - 10.08.1926, Side 1

Vesturland - 10.08.1926, Side 1
ESTURLAN Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. III. árgangur. ísáfjörður, 10. ágúst 1926. 32. tölubl. n h / s gerir brauðið bragðbest. SÓLAR-JURTAFEITI kökurnar ljúffengastar. Kaupið þetta, og þér fáið það besta. H.f. Smjörlíkisgerðin á Isafirði. UMBOÐ. Eg undirritaður hefi nú tekið að mér umboð fyrir ullarverksm. „Gefn“ Reykjavík, eru því ullareigendur beðnir að koma til mín með alt er að þvl lýtur. Sveinbj. Kristj ánsson. Hæstiréttur. Þingið 1924 var spamaðarþing; það var engin uppgerð, eins og fjárlögin 1925 bera ljóst vitni um. Og um það verður ekki deilt, að þörfin var mikil á að spara, en um hitt má eflaust deila, hvort fært hafi verið að spara alt, sem sparað var, og hvort allar sparn- aðarráðstafanir liafi haft verulega þýðingu. Ein af þessum sparn- aðarráðstöfunum var fækkun dóm- ara í Hæstarétti úr fimm í þrjá og afnám hæstaréttarritaraem- bættisins. Breyting þessi átti að ganga í gildi þegar hæstaréttar- dómarar féllu frá. Síðan Halldór Danielsson hæsta- réttardómari lést, hefir Ólafur Lárusson prófessor setið í dómn- um í hans stað, en við fráfall Kristjáns Jónssonar dómstjóra, er hin fyrirhugaða breyting komin á, og eru nú aðeins þrír dómarar í Hæstarétti. Það sem sparast við fækkun dómaranna, er i hæstalagi 21 þús. kr. á ári, og er það minni upp- hæð en einstakir embættismenn ríkisins hafa árlega í óbeinar tekjur af embætti sínu. Verður þó mikil- vægi starfa þeirra engan vegin borið saman við embætti hæsta- réttardómaranna. Virðast því lög- gjafarnir hafa verið misglöggir í sparnaðarviðleitninni. En auk þessa ber á það að líta, að þessar 21 þús. kr. geta engan veginn út af fyrir sig bjargað við fjárhag ís- lenska ríkisins. Fram hjá þessum sparnaði bæri þó vitanlega ekki að ganga, sem einum lið í sparn- aðarkeðjunni, ef með honum væri litlu eða engu niður drepið. En sé nú svo, að réttayjryggi heillar þjóðar sé með þvi til muna skert, verður slíkt varla til peninga metið. Hér á landi eru nú aðeins tveir dómstólar, héraðsdómur, sem er aukastarf innheimtumanna ríkis- sjóðstekna, og Hæstiréttur. í undirdómi dæmir aðeins einn maður. Dómarastarfið verður, eins og sagt var, að skoðast aukastarf, því innheimta rikissjóðstekna og margt annað er langsamlega mest- ur hluti verkahrings hans. í stöð- ur þessar þykir misjafnlega valið, og er útreið undirréttardóma fyrir Hæstarétti vitni í þvi máli. Þegar sú breyting varð á, að íslensk mál hættu að kom fyrir Hæstarétt i Danmörku og sam- skonar dómstóll var settur hér á landi, var, sem kunnugt er, landsyfirrétturinn iagður niður. Hver maður getur séð að við það að dómstólum fækkaði úr þrem í tvo, minkaði réttaröryggið að öðru jöfnu. Var því rík nauð- syn á að vanda sem best til þess- ara dómstóla. Það eina, sem gert var i þessa átt var það, að á- kveðið var að í Hæstarétti skyldu dæma 5 menn, en í yfirrétti dæmdu þrír. En nú er þetta, eins og fram er tekið, aftur breytt, og dæma nú jafn margir í Hæstarétti, eins og áður dæmdu í yfirréttinum. Breytingin frá fyrri tíð er því sú, að vér höfum í raun og veru engan Hæstarétt. Dómstólarnir eru nákvæmlega þeir sömu hér á landi, eins og áður voru, meðan íslenskum máium mátti skjóta til Hæstaréttar í Kaupmannahöfn. Aðeins heitir Yfirrétturinn nú Hæstiréttur, en Hæstarétt höfum vér í rauninni mist. Afturförin er auðsæ, og hún er meiri en í fljótu bragði sýnist. Allir vita hve þjóðlif vort er fjöl- breyítara nú, en var fyrir tveim áratugum og hve miklu marg- brotnari viðfangsefni dómara eru nú en áður. Vera má að nokkuð sé við þessu horft með meiri kröfum til embættisprófs, en hitt er jafn víst, að undirdómarastarfið er nú miklu meira hjáverk, en áður. Það er nauðsynlegt að þjóðin geti treyst rérrarfari í landinu og virt dómstólana. Þetta getur þvf aðeins orðið, að traustið og virð- ingin sé verðskulduð. Engum ber síður en Alþingi, að skerða rétt- aröryggið og veikja virðingu al- þjóðar fyrir dómstólunum. Því mun ráð fyrir næsta þing að fjölga aftur dómendum í Hæsta- rétti. Landkjörið á Isafirði. Það er minnistætt að Bolsar kærðu alþingiskosninguna haustið 1923 og héldu fram í kæru sinni að ýmsar lögleysur hefðu verið hafðar í frammi af hálfu andstæð- inga þeirra við þá kosningu. Og í blaði sínu, Skutli, báru þeir blygðunarlaust á andstæðinga sína, að þeir hefðu mútað kjósendum, falsað atkvæði og stolið atkvæð- um. Flaug þá mörgum í hug mál- tækið: „Margur heldur mig sig". En vegna þessa áburðar þeirra var eigi ósanngjarnt að ætlast til að kosningar og undirbúningur þeirra væri hreint og fágað af þeirra hendi. Við samningu landkjörskjörskrár, er kosið var eftir hinn 1. júlí i ár, var ráðinn starfsmaður bæj- arins og fékk liann leyfi kjör- skrárnefndar tii að hafa sér til að- stoðar Stefán Stefánsson, sem á síðari missirum hefir verið einn af fremstu Bolsabroddum bæjarins. Hefir hann m. a. öðrum fremur vakað yfir „sálunum“ og smalað hjörðinni að kjörborðinu. Maður þessi mun vera fæddur hinn 17. júlí 1891, og á manntalsskýrslu lögreglustjóra stendur aldur hans þannig tilfærður: 1922 31 ára 1923 32 ára 1924 33 ára 1925 35 ára, síðari tölu- stafurinn breyttur úr 4 í 5 í manntalsskránni. Hann stóð á að- alkjörskrá og neytti atkvæðis- réttar! Maður að nafni Sigurbjörn Kristjánsson hefir staðið á kjör- skrá hér í síðastliðin 30 ár. Kom hann sem Venja hans var tyrir kjörstjórn hinn 1. júlí til að neyta kosningaréttar síns, en nafn hans var eigi á kjörskrá og varð hann frá að hverfa. Það má kannske afsaka, að nafn Sigurbjarnar Kristjánssonar hafi fallið niður af vangá, við samn- ingu kjörskrárinnar, en grunsam- íegt er það, fyrir þá sök, að hann hefir ávalt verið andvígur . öllu bolsabrölti, og á hinu leytinu mátti ganga að þvi vísu, að mað- ur, sem á kjörskrá hefir staðið í fullan mannsaldur og árlega neytt kosningarréttar sins; eigi myndi gera sérstaka eftirgrenslan þess, hvort hann stæði á kjörskrá. En kjörskrársemjandinn, Stefán Stefánsson, er, að undanskilinni bolsevismavitfirringunni, sæmilega greiudur maður, er þekkir náið ár og dag fæðingar sinnar svo og að til kosningaréttar við land- kjör er krafið fulls 35 ára aldurs. Það er því engin vafi á, að hann hefir tileinkað sér kosningarétt og neytt hans hinn 1. júlí síðasta vísvitandi á óheiðarlegan hátt. Fær hann því hvíld frá kosninga- vési næstu 5 ár, sem verðugt er. Væntanlega verður nánar at- hugað hvernig og af hverjum tölu- breytingin í manntalsskrá lög- reglustjóra er ger, hvort þar er um fölsun opinberra skjala að ræða eða annar er háttur á. Páll Jónsson. Lög um kosningar í málefnum sveita og kaupstaða. [Prh.] 18. gr. Til þess að finna hve mörg fulltrúaefni hafa náð kosningu af hverjum lista, skal skrifa upp atkvæðatölu hvers lista fyrir neðan sinn listabókstaf, þá helm- ing atkvæðatalnanna, þá þriðjung þeirra, fjórðung o. s. frv., eítir þvf hve inarga fulltrúa á að kjósa og hverjum lista get- ur mest hlotnast, og standi útkomutölur þessar 1 röð fyrir hvern lista. Sfðan skal marka hæstu útkomutölurnar, jafnmargar og kjósa á fulltrúa, og fær hver listi jafn- maiga fulltrúa kosna, sem hann á af töl- um þessum. Bf eigi standa svo mörg nöfn á lista, sem lionum bera fulltrúar eftir út- komutölum, skal taka þau, sem vantar, af hinuin listunum, eftir sömu reglu. Til þess að finna, liver fulltrúaefni liafa náð kosningu á hverjum lista, skal telja saman atkvæði hvers einstaks fulltrúaefnis á þann Iiátt, er nú skal greina: Kjósandi telst una við röðina á lista, ef hann hefir eigi breytt henni með því að setja tölur fyrir frainan nöfnin, og ef hann hefir aðeins sett tölu við eitt nafnið eða nokkuð af þeim, telst liann una við röðina að öðru leyti. Oddviti kjörstjórnar tekur seðlabunkana, fyrst þann, er flestir seðlar eru i, og svo koll af kolli, en með- kjörstjórar hafa fyrir sér lista með nöfn- um þeirra íulltrúaefna, sem standa á þeim

x

Vesturland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.