Vesturland

Árgangur

Vesturland - 10.08.1926, Blaðsíða 3

Vesturland - 10.08.1926, Blaðsíða 3
VÉSTURLAND. 3 ^j|iji!!!l'||lllllllll!llll!lllllllllllllllllll!IIIIHÍ!hllliIl|llllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll;i|||||| lk Aðeins það besta er nógu golt AKRA Smjörlíki og Jurtafeiti ^Hlli er það besta sem fæst S.S. GQiAFOSS fer frá Kaupmannahöfn 5. sept. í stað 10. sept. H.f. Eimskipafélag Islands. Útvega: Síldarkrydd, Síldartunnur, Sviga. Ólafur Guðtnundsson. og var það þegaf lýst í sóttkví og samgöngur bannaðar við það. Var það vel. Síðan var það boð látið út ganga, að bóndinn á bæ þessum væri sýkilberi, er öllum stafaði hætta af og enginn því mætti hafa samneyti við. Um aðrar varúðarráðstafanir hefir eigi heyrst getið, svo sem sótthreins- un heimilisins og þvi um líkt. Og ekkert var gert til að einangra „sýkilberann“. Hefir hann m. a. verið tíður gestur hér í sjálfum kaupstaðnum. Að vísu drógu margir þegar í efa, að maður- inn væri sýkilberi, en það virðist eigi næg afsökun heilbrigðisstjórn- inni til að láta hann leika lausum hala þar að hún hélt þvi blákalt fram að hann væri sýkilberi, Eina rögg sýndi þó heilbrigð- isstjórnin að því, er maðurinn greinir. Hún bannaði honum, þrátt fyrir margítrekaða beiðni hans, að fara til Reykjavikur eða Kaupmannahafnar til að fá hlítar- rannsókn á því, hvort hann væri sýkilberi eða eigi. Nú sé eg á hugleiðingum landslæknis að ósannað sé — og jafnvel ólikjegt — að maðurinn sé sýkilberi og að hann eigi að fara til Reykja- víkur til fullnaðar rannsóknar á þvi. Fregnir þær, er eg hefi haft af rannsókn á þeim raunverulega uppruna þessa faraldurs, eru miður glöggar og minna sannfær- andi. Mér hefir verið tjáð, að fyrstu spor hans hafi verið rakin þangað, er sú mjólkureinkasala hafði aðsetur, er meirihluti bæjar- stjórnarinnar kom hér á fót og stóð, þangað til liæstiréttur ónýtti það innflutningsbann á mjólk til bæjarins, er meirihlutinn hafði sett. En á þessum stað var seld mjólk bæði frá þeim manni, er síðar var úrskurðaður sýkilberi, og öðrum bændum ýmsum í um- hvefinu. Þá er og vitað, að fyrir allmörgum árum gekk taugaveiki á heimili „sýkiiberans" og að hann sumarið 1925 bygði nýtt íbúðarhús á jörð sinni og rauf hin fornu bæjarhús. Þá er mér og tjáð að á heimili „sýkilberans“ hafi enginn sýkst, nema unglingur einn, en aftur á móti hafi sumir starfsmanna þeirra, er unnu að húsbyggingunni og bæjarrofinu, sýkst — eftir að þeir voru komnir heim til sín — aðrir á hinn bóg- inn eigi. Hvort eða hverja þýðingu þessi atvik hafa til þess að finna þá sönnu uppsprettu faraldursins, skortir mig þekkingu til að dæma um. En eg, eins og eflaust marg- ir fleiri, varð harla glaður, er eg frá það að landlæknir ætlaði að gera för sína hingað til slfkra rannsókna. Vænti eg að verða leiddur í allan sannleika og að af mér mundi létta öllum ugg og ótta um endurtekningu á því, er varð, síðast liðið haust og vor. En „mínar eru sorgir þungar sem blý“, þvi að eftir lestur hug- leiðinga landslæknis veð eg í sömu viliu og svíma sem áður um uppruna og upprætingu far- aldursins. Eg finn þar enga greina gerð né niðurstöðu af neinni rannsókn, þvf að eg nefni þetta eigi slíku nafni: „Héraðslæknir komst að því, að bæjarsjúkling- arnir höfðu neytt mjólkur frá ein- um og sama bæ, svonefndum Engidal". Og það því síður sem mér er tjáð að allmörg heimili hafi fengið mjólk frá þessum sama bæ á sama tíma senda beint heim til sín, án þess nokkur sýktist þar. Það virðist mega telja fullvíst að maifaraldurinn eigi rætur sín- ar á Fossum. En hvaðan er hann kominn þangað eða á liann upp- runa sinn þar? Er hann áfram- liald af faraldrinum, sem kendur var við Engidal eða af öðrum rótum runninn? Og hvaðan eigum vér von þess næsta? Svars við siðustu spurningunni er trauðla að vænta, en hinum hefði verið ljúft að fá svarað fyrst landlækn- ir fór að rita um málið, og eins hvernig rannsókn hans var ger. Landlæknir getur þess eigi, livort Fossafaraldurinn hafi verið niinjar taugaveikissjúklings, er fyr- ir 2—3 árum varð að liggja þar heima í fulla viku, sökum þess, að hann gat eigi fengið rúm á sjúkrahúsinu fyr en hann sam- þykti að láta héraðslæknirinn stunda sig þar. En þó virðast hugleiðingar hans benda til þess, að hann telji heimalegu slíkra sjúklinga hættulega, og munu fleiri lita svo á. En hvernig sem alt er, hefði verið geðþekkara að fá hreina og örugga skýrslu hans um uppruna taugaveikisfaraldurs- ins á ísafirði og óyggjandi ráð tii að uppræta hann heldur en lausagopalega mærð um að kippa beri fótum undan atvinnuvegi bænda í bygðarlaginu með stofn- un kúabús, er bæjarfélagið reki, og slökkva hlyti, ef stofnað yrði, síðasta fjáriiagsafkomuneista borg- aranna. Það er oft og einatt undarlegt, hversu öldungis óskyldum atvik- um lendir saman þannig, að þau fyrir augum ókunuugra geta litið Kaupi Saltaða síld. Ólafur Guðmundsson Síinar: 77 & 111. ísafirði. Reidliestiir ungur og gallalaus er til sölu. A. v. á. LÍKKISTUR, LÍKKLÆÐI hjá Árna Ólafssyni. Góða mjólkurkú unga og snemmbæra vil eg kaupa. Helgi Ketilsson. út sem orsök og afleiðing, þótt ekkert ábendanlegt samhengi sé í þeim. Þannig er og um tauga- veikisfaraldurinn á ísafirði. Eigi löngu síðar en Hæstiréttur hafði ónýtt valdboð bæjarstjórnar- meiríhlutans um mjólkursölu í bæn- um, vitnaðist að mjólkurkelda bæjarins, Skutulsfjörður, væri sýkt af taugaveiki. Svo vildi meirihluti bæjarstjórnarinnar stofna og reka kúabú á einni lendu bæjarins. Sú ráðstöfun þótti mörgum óviturleg, enda á bærinn ekkert fé til þess, en yrði enn á ný að taka lán til þeirra framkvæmda. En kunnugt er, að nú er fátækum erfitt um lánsfé. Þá kemur enn fregn um það, að ein af mjólkurlindum bæj- arins sé sýkt taugaveiki, og marg- falt ramari en áður. Er því engu líkara en að forsjón sú, sem yfir heill og velferð þessa bæjarfélags vakir, sé að gefa ítrekaðar bend- ingar um, að vilji og óskir bæj- arstjórnarmeirihlutans séu henni velþóknanleg, og að öðrum beri eigi i móti að mæla né synja hon- nm um lán og líðan sem hann mætti óska. Það er i frásögu fært, að í heimstyrjöldinni miklu hafi Þjóð- verjar blandið brunna og drykkjar- vatnslindirfjandmannasinnatauga- veikissýklum. Verður þeim nú eigi lengur legið á hálsi fyrir það at- hæfi, ef forsjónin sjálf hefir tekið upp sömu háttu. Páll Jónsson. ♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦ ♦Skófatnaðurinn* ♦í verslun M. Magnússonar^ ísafirði, ♦er traustur fallegur og ódýr.^ ^ Ávalt miklu úr að velja. ^ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Fundin silfurvíravirkisnál í Tunguskógi. Réttur eigandi vitji hennar gegn greiðslu auglýsingar þessarar til Baldur Steinbachs lllll!lllllllllllllllllllll!llll!!ll!lllllllll!llll|||||||||||||||||||!l|||||l!||!|||!||||!||^ | Rafleiðslutaugar 1 | utan húss og innan, í heild- | j sölu beint frá verksmiðjunni. | | Jón Sigurðsson | § Austurstr. 7. Reykjavik Sfnii 386. M llllllllllllll!ll!lllllllllll!llllllllllllllllliÉlllllllll!lllll|||||i>"|||||||||||||!lll + Dánarfpegn. Nýlátinn er Eggert prófastur Pálsson, alþingismaður á Breiða- bólsstað í Fljótshlíð. Hann var fæddur hinn 6. október 1864, og því tæpra 62 ára að aldri. Bana- mein hans var krabbamein. Síra Eggert hefir verið þjón- andi prestur síðan árið 1889 og þingmaður Rangæinga um iangt skeið. Var hann hvarvetna vel metinn og virtur, og er þar ærið skarð fyrir skildi, er hann er frá horfinn. Upptalning atkvæða frá landkjörinu 1. júlí fór fram 3 þ. m. og féllu atkvæði þannig: A-listi..........................3164 B-listi...........................489 C-listi......................... 5501 D-listi......................... 3481 E-listi.........................1313 Eru því kosnir Jón Þorláksson, Magnús J. Kristjánsson og Jón Baldvinsson. Síldarsöltun. Á öllu landinu var búið að salta 8. þ. m. 37,741 tn. Krydd- saltað 8930 tn. Er það rúmum 100 þús. tn. minna en í fyrra uin sama leyti. Síld hefir lítil verið síðustu daga. Veður stormasamt og regn mikið.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.