Vesturland

Árgangur

Vesturland - 02.04.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 02.04.1927, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND. Söngup Eggerts Stefánssonar á þriðjudaginn var fjölsóttur. Voru öll sæti skipuö og margt manna varð að standa. Heldur tóku tillieyrendur söngn- um dauflega í byrjun, en svo lauk, að lófaklappi ætlaði ekki að linna, og varð söngvarinn bæði að endurtaka sum lögin og fara út fyrir söngskrúna eftir nýjum áður tilheyrendur létu sér skiljast, að söngþol er tæmanlegt eins og önnur mannleg orka. Með mestum fögnuði vartekið: Tarantella Sincera, eftir Vincento di Crescenzo, Ridonami la Calma, eftir Paolo Tostí, Klukknahljómur, eftir Kaidalóns og Nú legg cg augun aftur, eftir Björgvin Guð- mundsson. Eftir consertinn bárust söngvar- anum þegar margar áskoranir um að endurtaka hann. Ætlar hann að verða við þeim áskorunum og meira en það, því hann syng- ur hér aftur á sunnudaginn og verða þá á söngskránni mörg stórfengleg lög, er hann ekki hafði tækifæri til að undirbúa undir fyrri consertinn. Þarf ekki að efa að bæjarbúar noti þetta tækifæri, því óvíst er hvenær þeir eiga von jafngóðrar skemtunar. Símfpéttip. Innlendar: Alþingi. 1 1U Jónas frá Hriflu flytur þingsá- lyktunartiliögu um að leigja eða kaupa iíugvél íil póstflutninga, og skuli tilraunir gerðar á næsta sumri. lb/3 Héðinn og Ásgeir flytja frum- varp um aö verkafóik fái kaup sitt greitt vikulega. Járnbrautarmálió til umræðu í nd. Allheitar umræður. Skoðanir mjög skiítar um málið. 21 / /3 Járnbrautarmáliö sainþ. til þriðju umræöu með 18 atkv. gegn 2. m/3 Fjárveitingarnefnd leggur til að fjárveiting til sendisveitar í Kaup- mannahöfn faili niður. 23/3 Fossavirkjunarsérleyfið til handa félaginu Titan samþ. í nd. með 19. atkv. gegn 9. Móti voru: ! Tryggvi, Benedikt, Bernharð, Möil- j er, Ólafur 'ÍJrors, P. Ottesen, Árni frá Múla, Þórarinn og Héðinn. 29/ /3 Samþykt írumvarp: um iðnað- arnárn. Ái. um stjórnarábyrgð fyr- ir láni ti! Landsbankans. Feit var frumvarp um forkaups- rétt kaupstaða og kauptúna á nærliggjandi jörðum. Samþykt þingsályktun um að rannsaka kostnaó vio byggingu síldarverk- smiðju noroanlands. Meirihluti allsherjarnefndar ber fram frumvarp um að atkvæða- greiðsla geti farið fram utan kjör- staða við alþingiskosningar. 30/:i Vantraust á stjórnina er Héðinn flutti, var til umræðu í dag. Timamenn báru fram þannig lagaða breytingartillögu (þingsá- lyktunar tillögu) viðvikjandi stjórn- inni: Neðrideiid Alþingis ályktar að lýsa því yfir, með því að vit- anlegt er að núverandi stjórn er í minnihluta í neðrideild og án -meirihlutastuðning í sameinuðu þingi, sem og vegna þess, að eigi er sjáanlegt, að hægt verði að mynda meirihlutastjórn á þessu þingi en kosningar fyrir dyrum, þá verði deildin að líta svo á, að stjórnin starfi aðeins til bráða- byrgða. Var þessi breytingartillaga sam- þykt með 14 atkv. gegn 13. Héð- inn greiddi ekki atkvæði. Magnús, Ásgeir og Möller flytja þingsályktun, um að opinberir starfsinenn fái 66°/0 dýrtíðarupp- bót, og til vara 200 kr. með hverju barni. Frumvarp um að Hafnarfjörður verði gerður að sérstöku kjör- dæmi var felt með 15 atkv. móti 12 í neðrideild. Almennar fréttir. 17/3 Undirbúningur til brúargerðar yfir Hvítá hjá Ferjukoti er haf- inn. 18/3 Afli góður í veiðistöðvunum syðra. Nýiega fékk bátur í Njarð- víkum 2250 fiska í 3 netjatrossur. Annar 900 fiska í eina trossu. Bæjarstjórn Rvíkur hefir veitt Guðmundi Kamban 1000 króna leiksýningastyrk. Iðnaðarmenn hafa ákveðið að leggja 60 þús. kr. í væntanlegan samskóla. 21/3 Brúarfossi fagnað í dag. At- vinnumálaráðherra hélt ræðu. 22/3 Sveinbjörnsson tónskáld jarð- sunginn í dag. Konur fjölmentu í skautbúningi. Félag er nýstofnað til markaðs- leytunar í Suður-Ameríku. 14 tog- araeigendur hafa gengið í félagið. „Fylla“ tók þýskan togara í landhelgi. Var hann sektaður um 12500 kr.; afli og veiðarfæri upp- tækt. Hafði hann mikinn afla. Guðjón Guðjónsson frá Skaga- strönd tók út af m.k. Blika í Vestmannaeyjum og druknaði. Innflutt i febrúar kr. 2.066.038.00 þar af til Reykjavikurkr. 932.593.00. 27s Sóttvarnarráðstöfunum aflétt. Björn bórðarson hæstaréttarrit- ari varði doktorsritgerð við há- skólann á laugardaginn var (26. f. m.) um refsirétt á íslandi frá 1761 ti! 1925. Er þetta hin fyrsta doktorsritgerð sem lagadeild há- skólans hefir tekið gilda. Tvo fþróttakennara vantar í Reykjanesið frá (>. júni lil 10. júlí n.k. Námsgreinar eru: sund, æíingar 1. P. Möllers og Niels Bukh, stökk og íslensk giíma. Umsókn- ir ásamt meðmælum sendist til stjórnar U. M. F. „Huld“ fyrir 30. apríl n. k. Arngerðareyri 29. mars 1927. Stjórnin. SKRÁ um tekjuskatt og eignaskatt á Ísafirði liggur frami í Bókaverslun Jónasar Tómassonar 1—15 þ. m. kl. 12—4 að báðum dögum með- töldum. Kærur verða að koma í hendur skattanefndar íyrir hádegi 15. þ. m. ísafirði 1 apríl 1927. Skattanefndin. Staðarfellsskólinn. Húsmæðraskólinn á Staðarfelli tekur til starfa 15. september 1927. Skólinn starfar frá 15. september til júníloka. Námsmeyjar greiði á rnánuði 60 kr. i fæðispeninga og 10 kr. skólagjald. Umsóknir þurfa að vera komnar til undirritaðrar forstöðukonu skólans fyrir 1. júní n. k. Fyrirspurnir um skólann og umsóknir ber að senda undirrit- aðri Miðstræti 5 Reykjavík. Sigurborg Kristjánsdóttir frá Múla. Nýstofnað í Reykjavík frjálslynt vikublað; heitir „ísland".. ritstjóri Guðmundur Benediktsson. !10/3 „Óðinn“ tók hollenskan togara í landhelgi við Vestmannaeyjar, sem var sektaður um 12.500 kr. ;,1/3 Vélbáturinn „Freyja" frá Vest- mannaeyjum strandaði við Land- eyjar, drukknuðu 2 menn. Valdimar Daðason tollþjónn i Reykjavík fanst örendur út í Ör- firsey, efnismaður á besta aldri. Gisli Johnson Vestmannaeyjum hefir flutt inn nýja flatningsvél. London: Yfirmaður norðurhersins í Kína hefir beðið um vopnahlé. ao/3 Vegna alvarlegs ástands í Kína var snögglega kallaður saman ráðherrafundur í Englandi. Sam- þykt var að semja ekki við Kant- onstjórnina fyrst um sinn. Senni- lega náin samvinna milli Bretlands og Bandaríkjanna útaf Kínversku málunum. Chiang-Kai-Shek taiinn valtur í sessi; hefir gert bandalag við Chang-Tso-Lin gegn Kommúnist- um. Japan vill ekki beyta hervaidi gegn Kína. Oslo. 273 Allir sýknaðir í Bergesmálinu. ^Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllllllllllll.,lllllll^ — Sa j| §§ | Alt raflagningaefni fyrir-1 liggjandi. §§ Sent gegn eftirkröfu um land alt. = I Jón Sigurðsson g 1 Austurstr. 7. Reykjavík Stmi 386. 1 IllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllÍ Fermingarföt og jj§ Cheviot í fermingarföt m Hj kom með „Brúarfossi" í {jg Soffíubúð. m Millur, beiti og fleiri silfurmunir. Giftingahring- ar með skrautstöfuin. — Alt ó- trúlega ódýrt í Smiðjugötu 12. Þórarinn. í happdrætti "Hvítabandsins“ hafa komið upp þessi númer: 1088 10270 14028 12802 6451 3359 Munanna sé vitjað á Lokastíg 19 (miðhæð) og númerin sýnd. Matborð til sölu í Brunngötu 21. Lóðabelgir. Sel og geri við lóðabelgi. Ástmar Benediktsson Tangagötu 6. Þvottur og strauning. Kristín Friðriksdóttir Sund.stræti 29. Gervitennur hafa iækkað í verði. O. Steinbach.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.