Vesturland

Volume

Vesturland - 03.06.1927, Page 2

Vesturland - 03.06.1927, Page 2
2 VBSTURLAND. s Innilegt þakklæti til allra þeirra, nær og fjær, er á einn eða annan hátt sýndu okkur samúö og vinarþel við fráfall og jarðarför Guðmundar sonar okkar. ísafirái 2. júní 1927. Guðjóna Þ. Guðinundsdóttir. Lárus Guðnason. þá að gera það, en segi sam- skipa. Löngu er vaknaður hér ótti við það, að fiskimiðin verði upp urin af erlendum fiskiflotum og uppeldisstöðvar fiskjarins eydd- ar. Er víst að svo muni fara, þar sem litlar og lélegar landhelgis- varnir eru. í stjórnartíð ílialdsflokksins hef- ir landið eignast tvö landhelgis- gæsluskip og verið svo heppið að fá þar til forustu tvo samhenta afburðamenn. Vai þar þó ekki betur í hendur búið núverandi stjórnar en svo, að fyrverandi stjórn hafði eytt til þurðar landhelgissjóðnum í heim- ildarleysi. Núverandi stjórn liefir tekist að allra dómi, að fá mjög hagfelda samninga um hraðskeytasamband- ið milli íslands og annara ríkja. Er það engum vafa bundið, að vegna þess samnings verður ís- lenska ríkið þess megnugt að bæta mjög hraðskeytasambandið innanlands, og verður það enn að þakka íhaldsflokknum og nú- verandi stjórn, að margar sveitir landsins koma til á næstu árum að njóta þeirra miklu þæginda, er simasamband óneitanlega er. í framhaldi þessarar greinar, verður skýrt frá afskiftum íhalds- tlokksins af mentamálum og mann- réttinda- og mannúðarmálum. Landsmenn hafa um svo langt árabil notið almenns kosningarétt- ar, að af þeim má yfirleitt full- komlega vænta þess, að þeir fyrir kosningarnar meti það með fullri dómgreind, hvernig liver flokkur hefir Ieyst af hendi þau vanda- verk, sem hann hefir tekið að sér fyrir þjóð sína, og taki eftir því ákvörðun um það, hvern flokkinn beri að efla með atkvæðum, til þess að hafa þessi vanda- og á- byrgðarstörf með höndum næsta kjörtímabil. Þeir verða að gera sér samviskusamlega grein fyrir því, hvort bættur hefir verið og trygður hagur ríkisins í stjórnar- tíð íhaldsflokksins, og málefnum þjóðarinnar snúið í það horf, að öruggast sé fyrir land og lýð, að stjórnartaumarnir séu næsta kjör- tímabil í höndum hans, eða að | þokað hafi aftur á bak, svo nauð- syn beri til að fela öðrum vand- ann. Og er þá á að líta, hverjir hafa með fortíð sinni skapað sér sllka tiltrú. í því sambandi er al- j veg nauðsynlegt og óhjákvæmi- j legt að béra stjórnartíð íhalds- i íiokksins saman við stjórnartíð i andstöðuflokkanna árin fyrir 1923. | Segi samviskan kjósendum, að ; vissara sé fyrir hag ríkisins, aö ( íela vandann þeim flokkum, sem | þá fóru með völdin og nú eru skriðnir saman til andstöðu við íhaldsflokkinn við kosningarnar, gem í hönd fara, er sjáifsagt fyrir viskan þeim, að málefnum rikis- ms hafi þokað fram til bóta s. 1. kjörtímabil, og að árið 1923 marki viðreisnartímamót íslenska ríkisins, segir hún þeim jafnframt, að skylda þeirra sé að efla þá viðreisn með því að fela fram- vegis forsjá rí’dsins þeim flokki, sem borið hefir gæfu til þess að skapa viðreisnina. íhaldsflokkurinn er ekki stéttar- flokkur. Engin sérstök stétt manna getur því vænst þess, að hann dragi hennar taum á kostnað annara stétta. En hann er bjart- sýnn og athafnamikill umbóta- flokkur, sem ann öllum stéttunr jafnréttis, en hefir fyrst og fremst hag og gengi ríkisheildarinnar fyrir augum, með bjargfastri trú á það, að jafnhliða eflingu allra atvinnugreina og aukin verkleg og bókleg menning leiði til al- mennastrar vellíðanar, og tryggi best hag alls landslýðs í framtíð- inni. Framh. Stutt svar til eftirmanns Sölva Helgasonar, herra Arngríms Fr. Bjarnasonar, fyrverandi prentara, þingmanns- efnis o.H. o.fl. o.fl. „Þú slangaðii naut cf þú næðir cn nautsliornin eru' ci svo löng.“ Margt er undarlegt í náttúrunn- ar ríki, kom mér til hugar er eg í 15. tölubl. Vesturlands las grein eftir þig með yfirskriftinni: „Herra- dómtir Högna og hreinskilni Vest- urlands." Eg ætlaði þig reyndari og greindari mann en svo, að þú færir að „rubba" úr þér saman- hnoðaðri ósanninda- og skamma- grein, út af réltri og hlutlausri fundarfrásögn. En hvað skeður? I'ú „eyst einum upp og öðrum :úður“ án þess að dylja hið minsta úlfinn undir sauðargærunni, sem jhnn er þó vani. Þó er þetta ekki í fyrsta sinni sem þér verður á að kasta sauð- argærunni, því það sama henti þig á borgarafundinum. En þér ðsannsögli þín er ávani og hann ijótur. Skal eg nú snúa mér að at- úugasemdum þínum eins og þær koma fyrir: Fyrsta athugasemd þín utn að eg hafi tilgreint rangan mánuð, rnars I stað febrúar, er ekki rétt. Eg skrifaði fundarfrásögn mína í mars eins og ritstjóranum er kunn- ugt, og er þar sagt að umræddur fundur hafi verið lialdinn 27. f. m. eða 27. febrúar. En sökutn rúm- leysis í blaðinu drógst útkoma greinarinnar þar til í apríl og hefir láðst að geta dráttarins. Sannast því hér sem sagt er, að „lítið er það setn hundstungan finnur ekki“. Þá er önnur athugasemd þín um réttmæti undirskriftanna á á- skorunarskjalinu. Þetta er hálm- strágrip drukknaudi manns. Eg held þér hljóti að finnast það líka, Arngrímur, ef þú athugar þetta nánar. Síðastliðiö fardagaár var eg kosinn af hreppsnefndinni ann- ar endurskoðandi hreppsreikning- anna, án tillits til þess, að eg hafði ekki aldur til kjörgengis. Í öðru lagi hefi eg borið skatta og skyldur sem borgari til sveitarinn- ar, og samt telur þú vafasamt að eg hafi heimild til að setja nafn mitt undir áskorun með samborg- urum tnínum til að ræða fjárreið- ur hreppsins, eða fylgja fram þeipt athugasemdum er eg hefi tekið þátt í að semja. Þú bætir því við þessa klausu þína, að eg ltafi ekki goldið til sveitar s. 1. fardagaár, auðsjáan- lega til að villa ókunnugum sýn, og láta líta svo út, að eg hafi staðið í vanskilum við hreppinn, eða að eitthvað sé við það að athuga. En til þess að fyrirbyggja að menn hlaupi á þetta agn þitt, skal eg geta þess, að slðastliðið fardagaár átti eg ekki heima hér í hreppnum, heimili mitt var á Flateyri, enda greiddi eg útsvar þar. Þá komum við aö þriðju at- hugasemd þinni um dagsskrána: Þú segir það ekki rétt vera, að P. O. hafi lagt til að dagsskráin skyldi vera sú, sem borgarar báðu um. Þó er þetta rétt. Einn af merkustu borgurum hér, hr. Jóhannes Teitsson, sett) sat þennan hreppsnefndarfund, hafði tjáð mér þetta, og niet eg hans frásögn að nieiru en þína, hvað sem fundarbókun þinni kann að líða. Fjórða athugasemd þín, um aö eg ltafi þvingað þig til að hafa fundarstjórn á hendi, er algerlega röng. Hr. Jóhannes Teitsson átti uppástungu að þér, og var það samþykt með miklum meirihluta. Eg átti aftur á móti uppástungu að hr. Finnboga Bernótussyni. Þá komum við að fundarfrá- sögninni: Þú segir: „Flestum ókunnugum mun verða á að spyrja. Hvaða ógnarkökkur hefir setið í mönn- unum, að þurfa allan þennan tima til að koma því fram úr sér sem þeir ætluðu að segja?" Ekki er ósennilegt að slík hugs- un fæddist hjá ókunnugum, en nú vill svo til, að einmitt þeir kunn- ugu og sérstaklega þeir, sem sátu netndan fund, hrúga spurningum á spurningu ofan um hvaða ógn- ar kökkur liafi setið í oddvita, að hann skyldi ekki svara fyrirspurn- um, sem til hans var beint, og á þann hátt flækja málin eftir bestu getu. Þetta er einmitt ástæðan fyrir lengd fiindarins og fyrir því að engar ályktanir voru gerðar. Þú talar um rangfærslur og ó- sannindi af minni hendi, en getur þess um leið, að þú hirðir ekki frekar ufn að svara þeim, en þessu til ái'éttingar segirðu það rangt Nýkomið: 1 Klædi, afar fínt, | Reiöfatatau, | Káputau, | | Fermingarföt, | Drengjaföt, | Karlmannaföt, 1 Nærfatnaður, fyrir | 1 dömur herra og börn, sér- j 1 lega ódýr mikið úrval, o. m. fl. J Karl Olgeirsson. j§ '^ÚlllililliliiiliilllllllllliiillllillHllllilllllillllliiiillllllliiillllillllllÚ1' Telpui* e geta fengið tilsögn I útsaum frá 1. júlí til 1. ágúst. Kenslustundir 1 tími á dag. Ingibjörg Steinsdóttir Uankagötu 3. vera, að oddviti hafi verið oft „ámintur". Um ieið og eg skora á þig að benda á þær rangfærsl- ur og ósannindi, er séu i frásögn- inni, læt eg hér með fylgja vott- orð nokkurra manna, sem sátu fundinn, um að þú hafir oft verið ámintur um að halda þér við efn- ið, enda var þess engin vanþörf, svo langt gekst þú i útúrsnúning- um og nýtni á slúðursögur: Við undirritaðir, scin sátum borgarafund er hér var haldinn 27. febrúar, vottum hér með eftir beiðni hr. Högna Gunnars- sonar, að oddviti, Arngrfmur Fr. Bjarna- son, sætti oftar en einu sinni á téðum fundi, áminningu fundarmanna fyrir útúr- dúra og vífilengjur. Ennfremur lýsutu við því yfir, að hr. Högni Gunnarsson hefir að öllu leyti skýrt satl og rétt frá I fundarfrásögn sinni er skráð vat i 13. tölublað Vesturlands 12. aprll. Bolungavlk 20. tnaf 1927. Jöh. Teitsson. Bergur Kristjánsson. Bárður Jónsson. Friðrik Teitsson. Þú getur þéss, að alt tal mitt uin fundarlokinn hafi verið ósvifn- isiegt og óskammfeilið, en um leið viðurkennirðu að hrópið „niður með oddvita" sé rétt. í hveriu liggur þá þetta ósvifrt- islega tal mitt? Eg vil nú ráða þér heilt, þó eg ungur sé, og það er, að hugsa hugsunina til enda, áður enn að þú lætur hana frá þér fara, hvort heldur er í ræðu eða riti. Hvað því viðkemur, að eg eigi sæti meðal óreglumanna, þá er það á svipuðum rökum bygt og annað er i þessu skrifi stendur, einnig er það rangt að eg sé jafnaldri umrædds manns, hann er nál. 5 árum eldri, svo að ekki lætur þér betur að fara með tölur en sannleika. Um burtför þína af fundinum er það að segja, að hún var 1 hæsta máta óviðeigandi og rudda- leg, og vil eg nú aftur benda þér á það er betur má fara og al- menn kurteisi krefst, og það er, að víki fundarstjóri af fundi um lengri eða sketntnri tíma, þá ber honum að setja annan í sinn stað, eða taka hina leiðina að slíta fundinum á viðeigandi hátt, og fresta honum um óákveðinn tima, sé dagskránni ekki lokið.

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.