Vesturland

Árgangur

Vesturland - 16.06.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 16.06.1927, Blaðsíða 2
2 VESTUKLAND. sóknarflokksins við jaínaðannenn ætti að verða honum aö bana- meini við þessar kosningar. Auk þess ber þessi flokkur margar stjórnmálasyndir að baki, svo sem gengdarlausa fjáreyðslu og óreiðu, þegar hann náði völdunum hér á árunum, tilraunir til þess að vekja ríg á milli helstu atvinnuvega landsins 'o. fl. Flokkurinn var þeg- ar frá fæðingunni of þröngsýnn. Vildi ekki bera hag sjávarútvegs- ins fyrir brjósti jafnt og landbún- aðarins. Auk þess hafa forkólfar hans unnið honum mikið ógagn með bardagaaðferð sinni. Vábrestirnir innan flokksins eru þegar orðnir svo miklir, að þeir heyrast landshornanna á milli. Það er því óhugsandi fyrir þjóð- ina að geta myndað meirihluta- þing, með því að veita flokki þessum stuðning við kosningarn- ar. — Þetta ætti hver kjósandi að hafa hugfast þegar hann gengur að kjörborðinu 9. júlí n. k. Eini vegurinn fyrir þjóðina til þess að geta myndað meirihluta þing með næstu kosningum er því sá, að veita íhaldsmönnum eða Vörðum, eins og eg vil nefna þá, sem best fylgi. Þeir hafa sýnt það í verkinu, að það er óliætt að trúa þeini fyrir fjárhagnum. Þann skamma tíma, sem stjórn þeirra hefir setiö að völdum, liafa skuldir ríkissjóðs minkað um helm- ing og þó hefir miklu meiru fé verið varið til ýmsra nauðsynlegra framkvæmda í landinu en áður á jafnlöngum tíma. Þeir vilja efla jafnt hag landbúnaöarins og sjá- varútvegsins, og einnig annara atvinnuvega. Þeir vilja efla sanna menning og mentun í landinu. Þeir vilja á öllum sviðum vinna að gætinni framsókn eftir því sem orka þjóðarinnar leyfir. Þeir vilja vera á verði, og bægja í burtu hverri þeirri hættu, sem að þjóð- lífinu steðjar. Þeir vilja leitast við að bæta úr þeim göllum, sem á þjóðskipulagi voru eru, og gæta þess vandlega að réttur lítilmagn- ans sé ekki fyrir borð borinn. Að efla Varðaflokkinn er eini vegurinn til þess að mynda meiri hluta þing með kosningunum 9. júlí n. k. En meiri hluta þing er skilyrði fyrir því að löggjafar- störfin og stjórn landsins fari vel úr hendi. Kæru landar, hafið þetta í minni þegar þér gangið að kjörborðinu 9. júlí n. k. Böðvar Bjarnason. Vilra. hleypir úr hlaði. „Almennar alþingiskosningareru aftur fyrir dyrum. Þær siðustu eru mönnum í fersku minni, og hverjir klækir réðu hér úrslitum. Allir hafa vitað, aö sömu þræla- brögðin mundu ekki íleyta íhald- inu á land í annað sinn. En eng um hefir dottið í hug, að forkólí- arnir létu nokkur þeirra niður falla. Þvf að það var saína sem að leggja árar í bát. Þvl hefir hver spurt auuan: Hverju bæta þeir við? Nú þarf ekki lengur að spyrja. Þeir hafa bætt sóknarprestinum við“. Þannig byrjar grein í Skutli frá 14. þ. m. eftir Vilmund lækni Jónsson. Áfratnhald greinarinnar er byrj- uninni í alla staði samboðið, og þá auðvitað samboðið höfundinum sjálfum. Á tveim tungum ntundi hitt geta ieikið, hve samboðin slík ritsmíð sé embættismanni rík- isins. Svo slráksleg og illkvitnis- leg er greinin öli. s Svo að íhaldsmenn hafa nú bætt sóknarprestinum við, að sögn læknisins. En við livað? Við klæk- ina og þrælabrögðin? Annað verð- ur ekki skilið. Alvarlegir hafa víst þessir klæk- ir fhaldsmanna og þessi þræla- brögð þeirra veriö, þar sem nú kastar fyrst tólfunum, þegar sókn- arprestinum okkar er bætt við þau. Eg virði nú algerlega að vett- ugi þenna Vilmundarvaðal um klæki og þrælabrögð. Læknirinn hefir svo oft sýnt það, að hann er mjög óvandur að meðölum, þegar kosningar fara í liönd. En hvernig í ósköpunum er hægt að bæta sóknarprestinum okkar við þessi ímyndunarfóstur hans? Að bæta honum við klæki og þræla- brögð? Læknirinn er liklega ekki sterk- ur í reikningi, því að ella mundi honum vera ljóst, að samnefnara verður að gera því, sem saman á að leggja. Þetta hangir ekki einu sinn saman, læknir góður. Það er ekki^eingöngu einn blá- þráður á vaðalslopanum, það eru margir bláþræðir. Líklegast verður aö telja, að þetta eigi að skoðast á þá leið, að íhaldsmenn hafi nú beitt klækj- um sinum og neitt þrælabragða við Sigurgeir prófast. Hafi þeir með því móti fengið hann til þess að gefa kost á sér sem alþingis- mannsefni við þingkosningarnar næstu. Þetta virðist iiggja næst, ef ann- ars nokkur heilbrigð brú er I þess- um stóryrðum. Það ætti nú 'að vera óþarfi að gera athugasemdir við þetta vegna borgara þessa bæjar. Það eru ekki nema læknirinn og með honum nokkrir ofstopamenn, sem láta sér detta í lmg klæki og þrælabrögð samfara kosningum, jafnvel þótt kosningahiti sé nokkur. Það gera náumast aðrir en þeir, sem sjálfir hafa ekki hreint mjöl í pokanum. Þetta eitt ætti að vera einhlítt lil þess að hrinria þessari firru iæknisins. Aðrar ástæður eru nú sanit, sein gera þessa hugsun enn fráleitari. Eg liefi ekki orðið var við annað hér í bæ, en að sóknarbörn séra Sigurgeirs meti hann mikils sem góðan mann og sérlega samvisku- saman og skyldurækinn cmbættis- inann. Er slíkt einnig að makleg- leikum. Fullyrt get eg líka að sóknarbörnum hans er yfirleitt mjög hlýtt til hans. Eg get auð- vitað ekki reiknað með sóknar- börnum hans, annaðhvort algerða trúleysingja, eða menn, sem hafa horn í síðti klerka og alls kristin- dórns þessa lands. Cietur nú uokkrum heilvita manni dottið í alvöru í hug, að sóknar- börn, sem unna prestinum sínum, taki hann með þrælabrögðum til þingmenskuframboðs og beiti við hann klækjum? Nálega hvert eitt einasta mannsbarn þessa bæjar veit þess utan vel af persónulegri þekkingu á síra Sigurgeir, að eng- an árangur gat slíkt borið gagn- vart honum, jafnvel þótt reynt hefði verið. Alt ber hér að sama brunni, með þetta tnarklausa hjal læknisins. Síra Sigurgeir hefir boðið sig hér fram samkv. áskorun fjölda bæjarmanna. Mun hann bjóða sig hér fram sem algeran flokksleys- ingja, sem samt að ýmsu leyti stendur nálægt hægfara jafnaðar- mönnum og þetta „svartasta íhald landsins" — orð læknisins, er ekki æstara en svo, að fjöldirin af þeim flokk mun fylgja honum. Annað atriði í þessari grein ætla eg lítillega að minnast á. Þér segið læknir, að eg hafi safn- að meðmælendum fyrir síra Sig- urgeir í bankatímum. Þetta mun naumast unt að skilja annan veg en þann, að eg hafi í afgreiðslu tímanum safnað viðskiftamönnum bankans á meðinælendaskjal síra S. Er þá líka auðvitað gefið í skyn, að eg noti aðstöðu mína hér sem útbússtjóri pólitískt. Eg efast ekki um, að yður Vilm. lækn- ir, hafi verið fyllilega ljóst, þegar þér skrifuðuð þetta, að þér eruð að gróðursetja þarna rógsfræ, sem þér ætiið að hlú að síðar. Eg lýsi yður hér með, Vihn. læknir Jónsson, ósannindamann að þess- um tilfærðu ummælum og mundi eg naumast hafa haft svo mikið við yður að ansa þessu nokkru, ef það ekki jafnframt snerti Útbú- ið sem eg veiti forstöðu. Vilmundúr Jónsson hefir nú „gefið tóniun “ í kosningadeilu þeirri, er í hönd fer. Skal eg engu spá um, hverjii verða til þess að feta í hans fótspor með strákskap og persótnilega íllkvitni, en miklu veldur sá, er upphafinu veldur í þessu sem öðru. Að því leyti, sem eg hefi gert þessa grein að umtalsefni, varð eg að lýsa henni með þeim orð- um, sem hún á skilið. Að öðru leyti mun eg sneiða mig hjá per- sónulegri áreitni. Til eins vil eg samt mælast, og þar veit eg að eg tala fyrirmunn fjölda bæjarbúa: Má ekki komast hjá að nota til- vitnanir í Biblíuna, jafrivel þólt mikið liggi við um að rýra mann- orð einhvers. Það er að minni skoðun fátt, sem jafn vel lýsir rýru manngildi og illu innræti, setn það, að nota - trúarbrögð manna, háleitustu hugsjónir og helgustu sannindi þeirra, til þess, að gera tilraun ti! að svívirða þá eða aðra. Að slá um sig með tilvitnunum úr Biblíunni í því skyni, er heiðarlegri bardagaað- ferð gersamlega ósamboðið. Skal eg svo láta hér við sitja um ritsmíð læknisins, sem mun eiga að vera fyrsta meðmælagrein með Haraldi Guðmundssyni frá einum helsta ineðmælauda hans við næstu þingkosningar. Rit- smiðin er ofboð fátækleg. Var ekki hægt að segja frambjóðand- anum sjálfum eitthvað til framdrátt- ar? Eitthvað veröur úr þessu að bæta, annars er þetta hreinasta örbyrgð. Sigurjón Jónsson. Frá ísafirdi. Hjúskapur. Marselíus Bernharðsson smiður og Alberta Albertsdóttir, bæði frá ísafirði. Pálmi Gíslason formaður frá Bæjum og Guðfinna Andrésdóttir Ögurnesi. Slysfarir. Helgi Kristjánsson útgerðarm. i Hnifsdal drukknaði hér í sund- unum á mánudaginn var. Var Helgi sál. við þriðja mann á skektu að ná upp vetrarlegufær- um frá bát og hvoldi við það skektunni. Komust mennirnir, er með Helga voru, báðir á kjöl, og var bjargað. Helgi sál. var miðaldra, hinn mesti atorkumaður. Siglingar. Fisktökuskip Idræt var hér s. 1. viku, tók Labradorfisk. Fór það liéðan suður á föstudagskvöldið. Magnús Thorsteinsson banka- stjóri tók sér far með því til Reykja- víkur og systir hans Anna. Goðafoss var hér á föstudaginn á suður- ieið. Hann verður hér aftur að sunnan þann 19. þ. m. Freikoll flutningaskip norskt, kom á föstudaginn og affermir hér salt hjá J. S. Edwald konsul. Togararnir Hafstein og Hávarður komu báðir í síðustu viku með ágætan afla. Þeir fórti báðir aftur til veiða. Jóhannes Jósefsson hann var með Goðafoss á suð- urleið og ætlar að vera við í- þróttamótin í Reykjavík 17. júní. Jóhannes hélt fyrirlestur hér á fimtudagskvöldið að tilhlutun Ung- tnennafélagsins. Var gerður góður rómur að erindi hans. Iðnsýning. Kvenfjelagið Ósk opnaði í gær iðnsýningu í barnaskólahúsinu. Sýningin stendur til 20. júní n.k. og verður opin alla daga kl. 1—3 og 4—7 síðd. Forstöðukona húsmæðraskólans Frk. Gyða Maríasdóttir fór til útlanda með Botníu 5. þ.m. Ætl- ar hún að dvelja erlendis í sum- ar. 19. tölublaö er misprentun í síðasta Vesturl. það er 20. tölublað. 17. júní. Athugið götuayglýsingar um hátíðahöldin. Prentsmiðja Vesturlands.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.