Vesturland

Árgangur

Vesturland - 06.10.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 06.10.1927, Blaðsíða 2
2 VESTURLAND vikið frá sýslan, um stundarsakir eða íyrir fult og alt, en skýra skal þá tafarlaust ráðuneytinu frá mála- vöxtuin. Nú álítur skipherra, sem staddur er á varðskipi utan Reykjavíkur, nauðsynlegt, að einhverjum þeirra starfsmanna, sem taldir cru í 3. gr., sé þegar vikiö frá sýslan, og má hann þá víkja sýslunarmann- inum frá utn stundarsakir, en skýra skal hann ráðuneytinu þegar í stað frá þvi, og leggur ráðhcrra úrskurð á málið. 5. gr. Laun sýslunarmanna skulu á- kveðiri í launalögum. Skráning manna á skipin fyrir skráningar- stjórum skal ekki fara fram. Siglingatími sýslunarmanna á varðskipunuin skal tekinn til greiua sem siglingatími skráöra manna á öðrurn eimskipum sömu stærð- ar í utanlandssiglingum. 6. gr. Sé sýslunarmanni vikið frá utn stundarsakii, tekur harm ekki laun á meðan. Sé honum vikið frá fyr- ir fult og alt, og það er ekki gert vegna elli eða vanheilsu, ákveður ráðuneytið, hvort honum eftir at- vikum skuli endurgoldin iðgjöld þau, er hann hefir greitt samkvæmt launalögunum í lífeyrissjóð em- bættismanna, eða ekki. Sýslunar- menn þessir, aðrir en skipherra, 1. stýrimaður og 1. vélstjóri, fá að öðru leyti endurgreiöslu iö- gjalda úr lífeyrissjóði eftir reglum laga nr. 51, 1921- 4. gr. 7. gr, Ráðuneytiö setur reglugerð um löggæslustarfið og um einkennis- búninga sýslunarmanna. hað má einnig ákveða tilhögun alla á starf- inu, verkaskiftiiigu o. fl. 8. gr. Nú brýtur sýslunarmaðtir gegn skyldum sínunt eftir reglum þeim sem settar eru samkvæmt lögum þessutn, eða að öðru leyti, og varðar það þá ábyrgð eins og brot á cmbættisfærslu, netna brot- ið sé svo vaxið, að ábyrgð varði eftir siglingalögunum og eigi liggi þyngri refsing við því sem broti í embættisfærslu. Þátttaka í verk- falli varðar skipverja á varð- skipunum ábyrgð eftir löguin nr. 33 1915. 9. gr. Lög þessi ná aðeins til þeirra varðskipa, sem eru eign ríkisins og ráðuneytið telur aðalvarðskip. 10. gr. Lög þessi öölast gildi þegar i stað.“ Frá bæjarstjórn. Fundur var haldinn 28. f. m. Fyrir lágu ýmsar nefndargerðir. Hafnarbætur. IV. liður í gerðarbók haínar- nefndar var svo hljóðandi: „Lagt fram erindi frá Hálfdáni Hálfdánssyni dags. 14. þ. m. Þar sem hann biður uni leyfi til að gera við bryggju sína I Norður- tanganum, enn frenmr lengja hana og búa til uppfyllingu innan við bryggjuna. Bæjarfógeti lagði iil að leyfið yrði veitt að því áskildu, að Hálí- dán leggi fyrir hafnarnefpd upp- drátt að viðbótinni við bryggjuna og uppfyllingunni, og byrji ekki á verkinu, fyr en iiafnarnefnd liefir samþykt uppdrætti þessa, og enn fremur að bryggjan verði ekki notuð nema í þágu þess atvinnu- reksturs, sem eignin notast til“. Tillaga þessi var í liafnarnefnd samþykt með 4 atkv. gegn einu (Finns Jónssonar). í bæjarstjórn bar Matthías Ás- geirsson fram þessar breytingar við tillögu hafnarnefndar: „Á eftir orðuinmi: „en hafnar- nefnd“ komi: „og bæjarstjórn". Og eftir oröunum: „eignin notast „Var Jesús sonur Jóseps ?u Séra Gunnar Benediktsson í Saurbæ í Eyjafirði hefir nýlega gefið út pésa mcð yfirskrift þess- ari. Reynir séra G. B. að leiða líkur að. því, að Jesús Kristur liafi vcrið sonur Jóseps, og því lausa- leikskrakki Jóseps og Maríu, en alls ekki cingetinn sonur hins lif- andi guðs, eins og kirkja Krists hefir ávalt viðurkent. Séra G. B. viðurkennir reyndar, að kirkjan byggi þessa kenningu sína á skýr- um orðum heilagrar ritningar, en sögulegt gildi þeirra reynir hann að vefengja. Tekur hann sérstak- lega þrjú atriði til meðferðar, máli sínu til sönnunar, d: þessi: 1. Söguna um Jesúm 12 ára. 2. Söguna um það, að móðir hans og bræður kölluðu á hann, þegar harin átti kappræðuna við fræðimennina í Jerúsalem. 3. Ættartölurnar. Meginatriði sögunnar um Jesúm 12 ára, er svariö, sem Jesús gaf rnóður sinni, þegar hún með móð urlegri bllðu og alvöru ávítarhaun l'yrir að hafa horfið frá þeim. Þess- um dásamlegu orðum Jesús and- mælir séra G. B. ekki, en vill gcra litið úr þeim, af því ekki verði vart við hrifningu í orðum inóðuriimar, og af því að Lúkas segir, að þau hafi ekkj skilið það sem hann sagði, o: þetta: „Vissuð þið ekki að mér ber að vera í því, sem tníns föður er?“ Allir athugulir menn hljóta aö sjá, að ómögulegt er að byggja nýja kennisetningu um faðerni Jesú Krists á þessum atriðum. Hvernig hugsar G. B. að þessi hrifni eða helgitilfinning, sem hann saknar svo injög hjá Mariu, hefði átt að lýsa sér? - Mér finst framkoma Maríu við Jesúm svo inóðurleg og fögur, sem mest má veröa. María er fyrirmyndarmóð- irin, hvort sem vér mætum henni í musterinu ávítandi barnið, eða í fylgd með hinum sonum sinum, kallandi Jesúm úr yfirvofandi sparar útgerðarmanninum fé en vélamanninum vinnu. til“ komi: „og í fullu samræmi við hafnarlög og hafnarreglugerð ísafjarðar". Þessar tillögur fundu ekki náð fyrir augliti þeirra rauðu í bæjar- stjórninni, og urðu um þær tals- verðar deilur. Bæjarfógeti sýndi fram á að bæjarstjórn bæri að taka þakksamlega öllum umbótum í bænum, einkum þeim sem gerðu hann byggilegri ’ og veittu jafn- fraint atvinnu. Var af minnihlut- anum skorað á þá rauðu að gera grein fyrir, af hvaða ástæðum þeir væru mótsnúnir tillögum hafn- arnefndar og þessum endurbótum á lendingarstað í Norðurtangan- um, en við því fengust engin bein svör, og sýndist meirihlut- anum að fara þar undan í flæm- ingi. Lauk þessu máli svo á fund- inum, að samþykt var svohljóð- andi tillaga frá Finni Jónssyni: „Bæjarstjórnin sanrþykkir að fresta að taka ákvörðuti um beiðni H. Hálfdánssonar, þar til fyrir liggur uppdráttur af fyrirhuguðu mannvirki og nánari upplýsingar“. Var tillaga hafnarnefndar þar hættu, eða heima I Nazaret grát- biðjandi hann um að fara ekki til Jerúsalem, ganga ekki út í ber- sýnilega iífshættu, eða ekkaþrungna undir krossinum á Golgata, harm- andi deyjandi soninn sinn elsku- lcga. — Er nokkurt vit í því, að gera þa kröfu til Maríu, að hún hafi skilið til fulls Messíasarstarfseini Jesú, og það þegar hann var að- eins 12 ára gamall drengur, áður en hann var tekinn til starfa op- inberlega? Engillinn hafði mælt til hennar alt of dulaifullum orðum til þess aö nokkurt vit sé í því að gcra slíka kröfu til hennar. Saga þessi bcr í sér svo Ijós sannleiksmerki, að fegurri verða þau ekki kosin. Hún er til vor komin einmitt af því, að Jesús talar þar um sig sem guðs son. — Dásamlegt er þetta, að barnið, aðeins 12 ára snýr aðfinslu móð- urinnar í kærleiksríka áminningu í garð hennar og fósturföðurins, og minnir þau þannig á alt hið undursamlega, sem þeim var kunn- ugt um, viðvíkjandi getnaði hans og lífi. með fallin. Og ekkert fékst fram um það, hverjar þessar „nánari uppiýsingar" ættu að vera, en getspakir giska á, að það sé ollu- hjartað í Finni sem herpist sam- an viö tilhugsunina um hverja Iendingarból hér; muni hann sjá þar í anda olíutunnuraðir upp velta, en það boðar krónu blóðtap úr hans óeigingjörnu olíuæðum, fyrir hverja tunnu sem gengur undan hinni gömlu Landsverslunareinok- un. Fjölda manna utan bæjar og innan væru það stórkostleg þæg- indi, að við Norðurtangann yrði góð bátalending. Mun það án efa mælast illa fyrir, ef bæjarstjórn hefir þá hagsmuni og þau þæg- indi af almenningi fyrir íntyndaða hagsmuni eins manns. — Rafvirkjun. Svohljóðandi tillaga frá Matthí- asi Ásgeirssynni var samþykt f einu hljóði: „Bæjarstjórn felur Ijósnefnd að leita álits bræðranna Ormsson I Reykjavík um hvort árnar á Engi- dal: Fossá Selár og Langá séu svo vatnsmiklar að nægi til ljósa, suðu og hitunar fyrir ísafjarðar- kaupstað, eða hvaða afl þær gefi og hvað kosta muni virkjun ánna og árlegur reksturskostnaður slík- rar rafstöðvar11. Eftirfarandi viðaukatillaga frá Jóh. Bárðarsyni var og samþykt: „Einnig sé verkfræðingur látinn athuga til samanburðar, hvort til- Sögunni um boðun Mariu virð- ist G. B. hafna ineð öllu. — Það út af fyrir sig er hreinskilni, að láta það skýrt í Ijósi. Á þeirri braut, að hafna skýlausum kenn- ingum heilagrar ritningar, hafa ýmsir komist enn lengra. Hafa menn ekki aðeins hafnað frásög- unum um kraftaverkin, heldurjafn- vei neitað því, að Jesús Kristur liafi nokkurnlima verið til; en slík- ir menn vilja tæplega telja sig kristna. Þá kemur til athugunar frásag- an um það, að María og synir hennar kölluðu á Jesúm frá fræði- mönnunum í Jerúsalem. Skoðanir G. B. á þessum atburði eru bygð- ar á sömu ósanngirninni í garð Maríu og eg hefi þegar bent á. Ekkert bendir til þess, að Jesús hafi fyrirfram skýrt móður sinni frá því starfi, sem fyrir lionum lá, og þeim þrautum, sem því voru samfara. Hann mun ekki hafa vilj- að hryggja móðurhjartað við- kvæma fyr eða meir en þörf var á. Mér finst blátt áfram ekkert vit í því, að búast við meiri trú- arþroska í þessu efni, éða meiri

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.