Vesturland


Vesturland - 06.10.1927, Blaðsíða 1

Vesturland - 06.10.1927, Blaðsíða 1
VEST ND Ritstjóri: Sigurður Kristjánsson. IV. árgangur. fsafjörður, 6. október 1927. 35. tölublað. Sfjórnin brýtur landsíög. Síðasta Alþingi samþykti, með- al annara laga, tvenn lög um varðskip ríkisins. Önnur þessi lög eru prentuð á öðrum stað hér í blaðinu, hin eru um laun skip- herra og skipverja á Varðeim- skipum ríkisins. íhaldsfiokkurinn hefir lagt mikia rækt við landhelgismálið og lagt mikla stund á að gera landhelg- isgæsluna sem fullkomnasta og ísienskasta. Það er hverjum manni auðsætt núorðið, hver lífs nauðsyn ísienska ríkinu er það efnalega, að landhelginnar sé gætt, bæði vegna þess, að sókn erlendra veiðimanna eykst altaf til landsins, svo þar er miklum vikingaher að mæta, og einnig hins, að sjórinn ber blátt áfarm uppi þarfir rikissjóðs, auk þess að nál. helmingur lands- manna lifir á honum. Við þetta bætist það, að hótfindni erlendra veiðiþjóða, út af meðferð land- helgisbrotamála er mikil, svo hið unga ísl, ríki á þar fullkomlega í vök að verjast. Þarf því mjög að vanda til yfirmanna á varðskip- unum, gera þá sem stærsta menn í veruleika og formi, því þeir eiga ekki einungis að standast áhlaup og brögð landhelgisbrjóta, heldur einnig áhlaup og gagnrýni erlendra stjórnarvalda. Enn er þó ótalið eitt atriði, sem veldur allmiklu um áhuga íhalds- manna í landhelgismálinu. Það er það atriðið, að landhelgisgæsla sú, sem islenska ríkið sjálft fram- kvæmir, er eitt af þvi fáa, sem ber sjálfstæði voru vitni út á við. Einmitt það atriðið, sem oftast vekur athygli erlendra þjóða á því, að vér séum sjálfstætt riki. í sjálfstæðisbaráttu vorri var það altaf vakandi og heitt ágreinings- atriði, að vér lögðum mikla áherslu á skýlaust leyfi til að verja sjálfir • landhelgina, eftir þvi sem geta leyfði, en danskir stjórnmálamenn héldu dauðahaldi í þennan einka- rétt, sem glegsta vitnið um ósjálf- stæði vort, því engum mun til hugar koma, að Dönum væri ami í. því, að landhelginnar væri vel gætt. Þegar áður nefnd lög urn varð- skip ríkisins komu fyrir þingið, urðu þegar um þau harðar deilur. Þessar deilur hlutu fram að koma. Var þáð og er vitanlegt, að hinir óþjóðlegu flokkar þingsins, svo kallaður Alþýðuflokkur og Tíma- flokkurinn, mega ekkert heyra á nafn nefnt, er hnígur í þá átt að tryggi3 og auglýsa sjálfstæði is- lenska rikisins útávið. Frá þessum þingflokkum, ýmist í heild eða einstökum mönnum úr þeim, hef- ir altaf andað kalt til landhelgis- jnálsins, og frá þeim var þvi altaf ? X Nýkomið úrval af fata- og frakkaefnum. REGNFRAKK- &. ARNIR eftirspurðu komnir aftur. Ennfremur skinnkantur, 4^ upphlutasilki, cabardine. Efni í drengjaföt og frakka mjög ? ódýrt. — Alt til fata hvergi Ibetra. ?? ?????????????????????????? K.lœðskerar INAR & KRISTJÁN 1. fl. saumastofa. ? ? ? ? ? ? ? ? ? ?? mótspymu að vænta. Og frá Al- þýðuílokksmönnunum og þeim rauðari úr Tímaflokknum einnig vegna þess, að þeir eru af skilj- anlegum ástæðum fjandsamlegir öllu því, sem gert er til þess að tryggja það, að lögum og rétti verði óhlutdrægt uppi haldið, öllu því, sem með réttu má telja þrösk- uld á vegi hnefaréttarins. Alt þetta voru frá sjónarmiði þeirra félaga, Alþýðuflokksþing- mannanna og Tímaþingmannanna ærið nægar ástæður til andblást- urs gegn lögunum, en þó er enn ótalið það, sem þyngst var á met- unum: í lögum þessum er ákveðið, að starfsmenn allir á varðskípunum skuli vera háðir lögum nr. 33 1915, sem leggja refsíngu við því, ef starfsmcnn ríkisins taka þátt í vcrkfalli. Og þar segir svo: „Skrániug manna fyrir skráningarstjórum skal ekki ,fara fram." Þetta er höfuðástæðan fyrir mót- stöðunni gegn þessum lögum. Það er verkfallsvopnið, sem þeir rauðu vilja ekki láta slá úr hendi sér. í efri deild var Jón Baldvins- són aðalandmælandi þessara laga, en í neðri deild Héðinn Valdi- marsson. Hvorugur þeirra, og ekki heldur bræður þeirra úr Tíma- flokknum, nefndu þessa aðalá- stæðu, né yfir höfuð þorðu að koma til dyranna, eins og þeir eru klæddir. Voru löghi síðan af- greidd frá þinginu og^staðfest af konungi, og áttu nú að koma til framkvæmda. En þá berst út sú fregn, að stjórnin neiti að fram- kvæma lögin. Fæstir hafa víst trúað þessu í fyrstu, og margir trúa þvi víst ekki enn. Og mönnum er vorkun. Þ'að kemur einatt fyrir, að lög eru samþykt gegn vilja einhverra þing- manna. Og oft eru lög og laga- ákvæði samþykt gegn vilja lands- stjórnarinnar. Meta stjórnirnar þetta alloft svo mikils, að þær segja heldur af sér, en aö taka að sér að framkvæma slík lög. En nýja stjórnín er ekki í vanda stödd. Hún tekur lögin bara ekki til greina, og lætur skrásetja á skipin á ný upp á gamla mát- ann, þegar skráningartiminn var áttu sinni gegn lögunum á þingi færðu þeir rauðu aðallega fram þá ástæðu, að launakjör skips- hafnar yrðu með því óaðgengi- lega lág. Verkfallsákvæðið var ekki frambærileg ástæða að þeim fanst, og sama hefir stjórninni fundist nú, þótt allir viti að það er ástæðan. En hverjir skyldu það nú vera, sem enn vilja halda því fram, að þeir rauðu setji stjórninni engin skilyrði fyrir stuðningnum? útrunninn, þótt það sé bannað í umræddum lögum. Mörgum mun sýnast þetta ótví- ræður vottur þess, að stjórnin sé geggjuð, því ekki verður séð, hvernig sá ráðherra, sem traðkar lög Alþingis, kemst hjá þvi að lenda undir landsdóm. Er og fljót- gert að athuga varnir stjðrnarinn- ar í þessu ináli. í Tímanum tilkynnir dómsmála- ráðherrann, að umrædd lög séu ekki framkvæmd, vegna þess að þau hafi svo mikinn aukinn kostn- að í för með sér.*) Við þetta er fyrst það að at- huga, að ráðherra er'jafn skylt að framkvæma þau lög, sem hafa aukinn kostnað í för með sér, eins og hin, sem ganga í gagn- stæða átt. Ráðherra hefir engan rétt til að traðka vilja Alþingis, þóekki væri í lagaformi. En lög- um landsins verður hann að hlíta sem aðrir menn, og því framar, sem það er embættisskylda hans, að sjá um framkvæmd þeirra. En svo bætist það við, að þetta ! með aukna kostnaðinn er barna- legur uppspuni, því eftir ákvæðum nýju laganna eru launakjör yfir- manna skipanna talsvert lægri en þau eru nú. Gersarnlegri hausa- vixl gat stjórnin því ekki haft á hlutunum. Það er eftirtektarvert, að í bar- *) Auk þess segir í tilkynningunni að Magnús Guðmundsson hafi brotið þessi lög. Auðvitað eru þetta helber óaannindi, ekkert annað en vandræða þvættingur, til þess að draga frá sér athygli. Lögin hlutu að koma til framkvæinda á tvcnnan hátt, fyrst þann, að starfsfólkið hyrfi undir launaákvæði laganna, strax og þau gengu í gildi, í óðru lagi að skikpshöfnin yrði ekki skrásett á ný, er skráningarthni var útrunninn, en yfirmenn fengju þá skipunarbréf og annað starfs- fólk ráðningarsamning. Lögin gengu f gildi rétt áður en fyr- verandi stjórn sagði af sér. Lét hún launa- ákvæðin þegar koma til framkvæmda og bjó út skipunarbréf fyrir starfsfólkið, en skipin komu ekki heim frá landhelgisga;sl- unni við Norðurland um síldveiðatimann, fyrri en 1 septemberbyrjun, og þá er það að nýja stjórnin neitar að framkvæmá lögin og lælur skrásetja skipshöfnina á ný. Hver ínaður gelur lfka séð, að núver- andi sljórn gal ekki öðlast rétt til að traðka lög landsins, þótt einhver önnur hefði áður gert það. um varðskip ríkissjóðs og sýslun- armenn á þeim. 1. gr. Varðskipin skulu eiga heimili i Reykjavik. Þetta þarf ekki að letra á skipin. Skjaldarmerki íslands skal á þeim vera. Allir starfsmenn skipa þessara eru sýslunarmenn ríkisins, hvort sem þeir eru skip- aðir, settir eða á annan veg ráðnir þar til starfa. Skulu þeir aHir slysatrygðir af útgerð skipanna, eftir svipuðum reglum og skips- hafnir á öðrum skipum ríkissjóðs og Eimskipafélags íslands. 2. gr. Skipherrar.á varðskipunum eru löggæslumenn rikisins á land- helgissvæðinu.*) Stýrimenn eru aðstoðarmenn þeirra við löggæsl- una. 3. gr. Skipherrar, stýrimenn vélstjórar og loftskeytamenn skulu skipaðir af ráðuneytinu. Það skipar og bryta og semur við hann um borg- un fyrir fæði skipverja, þó ekki fyrir lengri tíma en eitt ár í senn. Ráðuneytið getur hvenær sem er vikið frá sýslan, um stundar- sakir eða fyrir fult og alt, sérhverj- um sýslunarmanni á skipunum. Um irávikning sýslunarmanna á varðskipunum, hvort heldur er um stundarsakir eða fyrir fult og alt, gilda sömu reglur og um aðra sýslunarmenn rikisins. Skipverjar settir eða skipaðir af ráðuneytinu geta sagt upp starfi síuu með 6 mánaða fyrirvara. Með sama fyrirvara af hálfu beggja samningsaðilja má segjauppsamn- iugum þeirra skipverja, sem ekki eru settir eða skipaðir af ráðu- neytinu. 4. gr. Aðra sýslunarmenn en þá, er um getur í 3. gr., ræður skipherra í umboði ráöuneytisins. Þó skulu kyndarar ávalt ráðnir í samráði við 1. vélstjóra. Mönnutn þessum getur skipherra hvenær sem er *) Leturbreytingar eru blaðsins.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.