Vesturland

Árgangur

Vesturland - 16.12.1927, Blaðsíða 2

Vesturland - 16.12.1927, Blaðsíða 2
2 vesturland. Hnífsdalsmálið. Framh. [Eftirfarandi grein hefir orðið að bíða alllengi vegna þrengsla í blaðinu. Síðan hún var skrifuð hefir ekkert mark- vert af málinu frést. Síðustu fréttir sein blaðið hefir fengið af „lögreglustjóran- uin yfir ís!andi“ eru þær, að stjórnin hafi leigt bifreið úr Borgarnesi með liann upp til heiða f áttina til Borðeyr- ar, en er bifreiðastjórinn kom með réikn- inginn hljóðaði iiann á kr. 60,00 fyrir „dauða frakt“. A'lenn hlaupa ekki úr atvinnu ótil- neyddir á þessum tíma árs, jafnvel þó ekki væri um 50 kr. daglaun að ræða]. Tvær greinar í Tímanum. Hver einasti N.-ísfirðingur er sjálfs sín og hérðaðs síns vegna skyldur að tesa ummæli Tímans um Hnitsdalsmálið í 49. og 50. tölubl. hans 5. og 12. nóv. s. 1. Greinar þessar, sem eru í aðal- málgagni núverandi stjórnar og báðar munu skrifaðar af einum ráðherranna, sanna það fullkom- lega, að stjórninni liggur í léttu rúmi, hvort grafist verður fvrir sannleikann í Hnífsdalsmálinu. Hennar tilgangur er sýnilega sá, að nota þetta mál til að ráðast á og svívirða héraðið N.-ísafjarð- arsýslu og íbúa þess. Er það gert með meiri frekju og orðháka hætti en sæmandi væri óvöldum götu- dreng, hvað þá æðstu valdsmönti- um landsins. Fyrirsagnir kaflanna eru t. d. „Morðtilraun". „Stórglæpir fram- kvæmdir við Djúp vestra". „í- haldsblöðin og glæpamennirnir“ o. s. frv. í síðari greininni, sem annnars verður ekki geró hér að umtals- efni, nema að litlu leyti, er Norð- ur-ísfirðingum líkt við þjófa, brennuvarga og ilhnenni, jafnvel morðingja. Þar gefur að líta þetta ritskraut: „Þegar Páll Briem tók að friða Rangárvallasýslu fyrir þjófum og illræðismönnum, geröu þeir sam tök um að brenna yfirvaldið inni! Einn sauðaþjóðurinn ógnaði full- trúum réttvísinnar með glóandi járni. Og er hann var íluttur í hegningarhúsið, sparn hann eins og tarfur við hverri þúfu. En þeg- ar dómarinn benti honum á, að ferðin yrði honum dýr og honum skildist, að liann yðri að afplána mótþróann, gerðist hann auðsveip- ari. Nú ltafa borgarar í Bolung- arvík gert uppreins gegn réttvís- inni. „Vesturland" gefur í skyn, að þeir hafi haft viðbúnað um að flytja rannsóknardómarann nauð- ugan til ísafjarðar, og lýsir með sýnilegri ánægju skrílslegum óp- um Bolungarvíkurbúa að rann- sóknardómaranum. Mbl. birtir mynd af íhaldshetjunni Pétri Odds- syni........................... í ákveðnustu Ihaldshéruðum landsins RangSvallasýslu og N,- ísafjarðarsýslu, viröist vera örðugt að kotna fram Iögum og rétti, eða jafnvei halda almenna íundi (Hvolfundurinn) fyrir uppreistar- hug og siðleysi, sumra íhalds- manna“. Hvernig líst N.-Ísfirðingum á mannjöfnuðinn. Þjófa brennuvarga og illmenni eru þeir sambærilegir við, aðra ekki. Það segir núver- andi stjórn. Það eru þessi tvö héruð, N.-ísafjarðarsýsla og ftang- árvallasýsla, sem úrmerkt eru í „siðleysi", og ástæðan er sú, að ihaldsstefnan er þar svo ríkjandi. Það er auðvitað engum orðum eyðandi til tnótmæla gegn jafn órökstuddum fúkyrðum sem þess- um, en vissulega er það högg í andlit allrar þjóðarinnar, að ríkis- stjórn skuli senda einhverju mesta menningarhéraði landsins tóninn á slíkan hátt. Annars var það fróðlegt og heppilegt að stjórnin skyldi gefa beina yfirlýsingu um það, hvað er skrílsæði eftir hennar mælikvarða, því sjálfsagt er ekki rangt á- lyktað, að siðalögmál hennar sé það, sem gagnstætt er skrílsæð- inu, sem hún kallar. Ráðherrann segir í tilfærðutn orðum úr Tímanum: „„Vesturland" lýsir með sýni- legri ánægju skrílslegum ópum Bolungarvíkurbúa að rannsóknar- dómaranum". Vesturland hefir skýrt frá því, að einn maður í Bolungarvík hafi hrópað, er Halldór Júlíusson lagði af stað úr lendingu í Bolungar- vík: „Burt með hlutdrægnina, rétt- læti og drenglyndi lifi“. Frá engu öðru hrópi hefir Vest- urland sagt, svo ráðherrann hlýt- ur að eiga við þetta. Og blaðið lét hvorki í ljósi ánægju sína né óánægju yfir þessu. En það er rikisstjórninni þakklátt fyrir það að hafa gefið hreinskilnislega yf- irlýsingu um það, að frá hennar sjónaxmiði sé það skrílsleg hugs- un og orðbragð að óska þess, að hlutdrægni hverfi en réttlæti og drengskapur komi í staðinn. Af þessu getur hver maður, sem kartn að snúa við setningu, skilið, livað vera muni kjörorð núver- andi stjórnar, og er þá ekki vandí að skilja rannsóknaraðferðir henn- ar í Hnifsdalsmálinu. Frh. íþróttir. I. Á víð og dreif. Það er hvorttveggja, að gróð- urinn í íþróttalífi íslendinga er ekki mikill, enda ekki rnikið verið aö því gert, að hlynna að hon- um. Er það og viðbúið, meðan svo er komið skilningi jafn vel veg- legustu stofnunar þjóðarinnar, og þeirrar, er best á að vera skipuð, Alþingis, að þaðan er lítils eða einkis styrks að vænta til liins líkamlega iippeldis. Blöðin, sem að nokkru eru spegill þjóðaritinar, hafa því eðli- lega veriö ærið þögul um þau málin. — Að sönnu er — í Reykja- vík eitt íþróttablað á lifi, sem fyr- ir sérstakan áhuga örfárra manna, héfir tekist að framfleyta lífinu til þessa dags, — í tnisjöfnum ltold- urn þó, en það blað er í altof fárra höndum, ertda lítið, og út- koma strjál. Eru því fregnir af því litla, sem fram fer í íþróttum hér á landi, svo litlar, að menn vita tíðum alls ekki hvað fram fer í þeint efnum í næstu sveitum. En að það sé miður holt vexti þeirra, mun enginn efa,.er skyn ber á. Úr þessu verður í Vesturlandi reynt að bæta, að nokkru, um Vestfirði, og efumst vér eigi um, að ef önnur blöð vildu sinna þeim tnálunt, meira en gert hefir verið, þá nntndr það verða eigi lítil lyftistöng fyrir íþróttirnar ís- lenskú. Hér í bæ eru nú tvö íþróttafé- lög starfandi, ungtnennafélagið Ár- vakur og íþróttafélagið Magni, auk tveggja knattspyrnufélaga, sem af eðlilegum ástæðum láta þó lítið á sér bæra á vetrum. Árvakur og Magni hafa haldið uppi fimleikum undanfarin ár, lítt skilin alment og ennþá minna styrkt. Samt virðist nú vera að færast nýtt líf í þau, og má að sjálfsögðu rnest þakka það komu Bukhs hins frækna hingað s. I. sumar. og þar næst því, að bær- inn hefir lánað þeim þinghúsið til afnota, með ljósi og hita, endur- gjaldslaust. Er það bæjarstjórn til sóma, hvernig hún brást við því máli, og á hún þakkir skyldar. En hitt er Ísaíirði til hinnar mestu háðungar, og þá helst þeim er stjórna honum, að engir fim- leikar skuli kendir í barnaskólan- um hér, ár eftir ár. Enda alger- lega óafsakanlegt. Veldur því hvorki fjárskortur né erfiðleikar aðrir, heldur eingöngu sinnuleysi, eða jafnvel skilningsleysi þeirra, er með þau mál fara. Er og svo komið, að börnin í barnaskólanum fara nú unnvörp- um, þau er ráð hafa, I íþróttafé- lögin, til þess þar að fá þá líkam- legu svölun við nám sitt, er þau mega eigi án vera. — En þau fátækari sitja eftir með sárt enn- ið, og mæna á öfundaraugum. í Magna æfa nú rnilli 80 og 90 unglingar og börn, í 5 deildum, en í Árvakur um 25 stúlkur og 15 piltar í 3 deildum, og mundu óefað margir fleiri, ef eigi yllu húsþrengsli. í Hnífsdal og Bolungarvík eru ungmennafélög, sem haldið hafa uppi fimleikaæfingum undanfarna vetur. Munu þau þó lítt tekin til starfa enn í vetur, en hyggja á einhverjar framkvæmdir nú á næst- unni. Súgfirðingar hafa löngum verið áhugamenn utn þau mál, og alt af haldið uppi einhverjum íþrótta- iðkunum. Hafa jafn vel eignast fieiri en einn afburðarmann — á íslenskum mælikvarða — I þeim greinum. Þeir munu’ því fráleitt liggja í dvala í vetur frekar en endranær. Og harla ólíklegt finst þeim, er þetta ritar, að þeir uni því til lengdar, að glimubelti Vest- firðinga, þessi fagri listagripur, líggi í Bolungarvík, án þess að tilraun sé gerð til að ná honum þaðan. Er það líka, satt að segja, mesta háðung fyrir Vestfirðinga, hversu hljótt er um belti þetta, og sjaldan urn það glímt. Nota eg hér tækifærið til þess, að skora á hlutaðeigendur, að Iáta glítna um beltið í vetur, og mæli eg þá fyrir rnunn fjöida íþrótta- unnara hér og I grend. G. A. Jólasúkkulaði í alskonar myndum, fjölbreyttast, best og ódýrast hjá Lopti. Wrá ísafiröi. Trúlofun. Viggó Sigurðsson, sonur Sig- urðar Jónssonar skólastjóra, og Frida Larsen lyfsala í Thisted í Danmörku hafa opinberað trúlof- un sína. Viggó hefir dvalið erlendis, í Englandi og Danmörku, síðan í vor. Kom hann heim með Dronn- ing Alexandrine síðast. Verðlaun. Þorsteinn sonur Jóhanns kaup- manns Þorsteinssonar og Bjarni sonur Sigurðar Jónssonar skóla- stjóra fengu að afloknu námi á Kaupmannaskólanum í Kbh. 200 kr. verðiaun hvor. Hlutu þrír verð- laun af 87. Þeir Bjarni og Þorsteinn fóru til London að afloknu námi og ætla að vera þar við framhalds- nám í 4 mánuði. Þessir ísfirsku piltar höfðu geng- ið gegn um unglingaskólann hér á ísalirði. Engan annan undirbún- ing haft. Virðist sú undirstaða ekki hafa reynst ótraust. Nýjar verslanir. Jorgen Nissen hefir opnað álna- vöruverlsun í hinu nýbygða húsi E. Kærnested við Hafnarstræti. Kallar hann verslun sína Vöru- hús ísafjarðar. Gunnlaugur Halldórsson hefir opnað verslun í sama húsi. Versl- ar hann aðallega með hreinlætis- vörur, matvörur, kryddvörur, sæt- indi og tóbak. Hjálpræðisherinn biður þess getið, að misprent- ast hefir i Jólatíðindunum um samkomu í Hernum, (opinber bænasamkoma) kl. lP/j f. mið- nætti 30. des. Á að vera 31. des. „Brúarfoss“ kom hingað þann 11. þ. m. á norður og i'itleið. Meðal farþega hingað voru: Sig. H. Þorsteins- son, Haraldur Guðmundsson al- þingismaður og Guðm. G. Hagalín rithöfundur. Brynhildur Jóhannesdóttir sima- mær fór til útlanda með skipinu. Aðalfundur var haldinn í Vélabátaábyrgða- félagi ísfirðinga þ. 27. nóvember. Sjóður félagsins er nú kr. 100.000.00 ennfremur séreignarsjóður kr. 14 þúsund. í stjórn félagsins voru kosnir: formaður Jón Brynjólfsson, féhirðir Hannes Haildórsson, ritari Ólafur Pálsson. Satnþ. voru breytingar á lögum félagsins, sem allar eru vátryggj- endum til mikilla hagsbóta, nú er félaginu heimilt að tryggja alla virðingarupphæð bátanna, og greiðir skaðabætur að fullu þó um viðgerðarkostnað sé að ræða, að-

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.